Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

17. fundur 15. mars 2023 kl. 15:00 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Úrgangsstjórnun í Hvalfjarðarsveit og innleiðing Hringrásarhagkerfis. Staða mála.
Gestur fundarins er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og sérfræðingur SSV á sviði úrgangsmála.
Stefán Gíslason hélt erindi um úrgangsmál í tengslum við breytt lagaumhverfi í úrgangsmálum og hlutverk sveitarfélaganna í úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Stefán lagði einnig fram minnisblað um dýraleifar sem hann vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu mála hjá Hvalfjarðarsveit og kynnti nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit sem auglýst hefur verið í B-deild stjórnartíðinda og er nú aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.Samþykkt um stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2303011

Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnirnar taki til afgreiðslu fyrirliggjandi samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmisins.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

3.Endurskoðun fjallskilasamþykktar nr. 683-2015 og nr. 714-2015.

2303012

Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps þar sem stjórn óskar eftir heimild hlutaðeigandi sveitarstjórna fyrir allt að sex stjórnarfundum á árinu 2023 vegna vinnu við endurskoðun á fjallskilasamþykktinni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

4.Vindorkugarður í landi Brekku -Umsögn um matsáætlun.

2201026

Erindi dags. 06.03.2023.
Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun Zephyr Iceland vegna umhverfismats vindorkugarðs að Brekku í Hvalfjarðarsveit.
Í matsáætluninni eru kynnt áform fyrirtækisins um byggingu og rekstur vindorkuverks á Brekkukambi í tæplega 650 m hæð, en fyrirhugaðar framkvææmdir felast m.a. í uppbyggingu um 50 MW vindorkugarða á um 300 ha (3km2) svæði með 8-12 vindmyllum, hver um sig um 180-250 m á hæð miðað við spaða í hæstu stöðu og verður hver vindmylla 5,6 MW.

Skv. matsáætluninni kemur fram að gera megi ráð fyrir að nýr vegur verði lagður frá núverandi vegum að framkvæmdasvæðinu og síðan verði lagðir nýir um 12 km langir og 6 m breiðir malarslóðar innan marka framkvæmdarsvæðisins sem tengir núverandi vegslóða að framkvæmdasvæðinu við hverja vindmyllu og við safnstöð. Gert er ráð fyrir að jarðstrengir á milli vindmylla og að safnstöð verði allt að 36 km að heildarlengd og að þeir verði grafnir meðfram slóðum og aðalvegi að safnstöð. Gert er ráð fyrir að frá safnstöð verði lögð loftlína eða jarðstrengur að tengivirki Landsnets við Brennimel sem verði um 10 km að lengd. Skv. matsáætluninni kemur fram að staðsetning fyrirhugaðs vindorkugarðs á Brekkukambi þyki að mati skýrsluhöfunda vera góð vegna nálægðar við helstu raforkunotendur landsins (höfuðborgarsvæðið), háspennulínurnar Sultartangalínu 3 og Brennimelslínu 1, tengivirki og höfn við Grundartanga.

Þann 8. júní 2022 barst Skipulagsstofnun matsáætlun Zephyr Iceland vegna umhverfismats vindorkugarðs að Brekku í Hvalfjarðarsveit.
Skipulagsstofnun leitaði umsagna Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Landsnets, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Orkustofnunar, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar um matsáætlun framkvæmdaraðila. Umsagnir um matsáætlun bárust frá:

1) Hvalfjarðarsveit 25. ágúst 2022
2) Skorradalshreppi 26. ágúst 2022
3) Heilbrigðiseftirliti Vesturlands 14. júlí 2022
4) Landsneti 7. júlí 2022
5) Minjastofnun Íslands 18. júlí 2022
6) Náttúrufræðistofnun Íslands 22. júlí 2022
7) Orkustofnun 11. ágúst 2022
8) Umhverfisstofnun 20. júlí 2022
9) Veðurstofu Íslands 1. júlí 2022
10) Vegagerðinni 21. júlí 2022

Auk þeirra umsagnaraðila sem Skipulgsstofnun leitaði til, bárust stofnuninni einnig umsagnir 43 aðila (eða fulltrúa aðila) svo sem einstaklinga, landeigenda, fyrirtækja, félaga og félagasamtaka, sem veittu einnig umsögn um matsáætlunina.

Frekari upplýsingar bárust Skipulagsstofnun frá framkvæmdaraðila dags. 1. febrúar 2023.

Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða matsáætlun framkvæmdaraðila ásamt umsögnum og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim og setur m.a. fram álit sitt í 19 liðum undir kaflanum "Álit Skipulagsstofnunar" sbr. bréf stofnunarinnar dags. 06.03.2023. Álit Skipulagsstofnunar felur í sér leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu, en álitið er bindandi fyrir framkvæmdaraðila og skal hann leggja það til grundvallar umhverfismatsskýrslu ásamt matsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsögn um matsáætlun vegna framleiðslu á vistvænum orkugjöfum á Grundartanga.

2301035

Eldsneytisframleiðsla á Grundartanga - Umsagnarbeiðni vegna matsáætlunar.
USNL-nefnd fjallaði um málið á 14. fundi sínum þann 01.02.2023, eftirfarandi bókun var gerð, mál nr. 2:

Erindi dags. 24.01.2023 frá Skipulagsstofnun.
Qair Iceland ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um fyrirhugaða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsstofnun óskar eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um matsáætlunina skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 27. febrúar 2023.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsfólki skipulags- og umhverfissviðs Hvalfjarðarsveitar að gera tillögu að umsögn og leggja fyrir fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vil benda á eftirfarandi texta úr samkomulagi um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga, þar sem segir í 2. gr.: „Að við úthlutun lóða til nýrra fyrirtækja, sem við gerð samnings þessa eru ekki starfandi á Grundartanga á skilgreindum iðnaðarsvæðum, samkvæmt gildandi aðalskipulagi, verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarks umhverfisáhrif“. Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, fellur umrædd framkvæmd undir tl. 6.01 í viðauka 1 skv. þessari lýsingu: Efnaverksmiðjur með samþætta framleiðslu þar sem fram fer umfangsmikil iðnaðarframleiðsla með efnaumbreytingu og framleiða: i. Lífrænt hráefni, ii. Ólífrænt hráefni.

Raforkuþörf verksmiðjunnar er mikil og fullbyggð getur framleiðslan notað um 840 MW af raforku.
Þróun verkefnisins er m.a. háð raforkuöflun en Qair vinnur að öflun orku, m.a. með vindorkugörðum og óskar USNL-nefnd eftir nánari upplýsingum hvað þetta atriði varðar og að þessum þáttum verði gerð betur skil í umhverfismati framkvæmdanna, og bendir nefndin jafnframt á að í óstaðfestu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er ekki gert ráð fyrir vindorkugörðum í sveitarfélaginu.

Hins vegar segir í sama Aðalskipulagi að talið sé að iðnaðarsvæðið á Grundartanga sé ákjósanleg staðsetning fyrir framleiðslu rafeldsneytis þar sem nóg sé af landrými með góðri höfn. Traustir innviðir eru vissulega til staðar á Grundartanga.

Ekki kemur skýrt fram hvernig vatnsöflun fyrir starfsemina verði háttað, annað en að samningar verði gerðir við Faxaflóahafnir um útvegun vatns til framleiðslunnar. Óskar USNL-nefnd eftir nánari upplýsingum um þennan grundvallarþátt og sömuleiðis að þeim verði gerð betur skil í umhverfismati framkvæmdanna.

Starfsemi sem þessari getur fylgt áhætta vegna efnanotkunar, en á þessu stigi er ekki ljóst hvernig framkvæmdinni verður háttað og enn eru margir þættir óvissir þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða efni verði framleidd. Vetni, ammoníak, metanól og metan eru eldfim efni og þegar slík efni eru undir þrýstingi getur fylgt því sprengihætta. Gæta þarf varúðar við meðferð slíkra efna vegna fyrrgreindra eiginleika varðandi geymslu, meðhöndlun og flutning. Ljóst er því að huga verður sérlega vel að áhættumati og greiningu vegna framleiðsluferla, geymslu og flutnings efna, auk þess sem ráðstafanir og aðgerðir þarf til að tryggja öryggi á rekstrartíma. Í því ljósi telur USNL-nefnd rétt að settar verði upp ólíkar sviðsmyndir fyrir þessa áhættugreiningu, þar sem „worst case scenario“ verði lýst.

Að lokum bendir nefndin á, að umfangsmikil starfsemi er nú þegar á Grundartanga og almennar kvartanir hafa borist sveitarfélaginu varðandi ljósmengun og hljóðmengun svo dæmi séu tekin. Því telur nefndin nauðsynlegt að umhverfisþættir eins og hljóðvist séu metnir í samhengi við aðra starfsemi, en ljóst er að hljóð getur skert upplifun og lífsgæði fólks í næsta nágrenni við verksmiðjusvæðið, jafnvel þótt slík hljóðmengun sé innan hættumarka.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

6.Flæðigryfjur Grundartanga.

2203027

Flæðigryfjur Grundartanga - Umhverfismatsskýrsla, ósk umsögn.
USNL-nefnd fjallaði um málið á 14. fundi sínum þann 01.02.2023, eftirfarandi bókun var gerð, mál nr. 3:

Erindi dags. 23.01.2023 frá Skipulagsstofnun.
Elkem og Norðurál hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats nýrrar flæðigryfju vestan núverandi flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.
Með erindinu fylgdi umhverfismatsskýrsla framkvæmdarinnar.
Skipulagsstofnun fer fram á að Hvalfjarðarsveit veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Skipulagsstofnun vekur athygli á því að meðfylgjandi skýrsla greinir eingöngu frá áformum um flæðigryfju vestan eldri gryfja. Gagnaöflun vegna eystri gryfju tekur lengri tíma og því varð að skipta verkefninu í tvær skýrslur þó svo að þær byggi á einni og sömu matsáætluninni.

Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 13. mars 2023.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsfólki skipulags- og umhverfissviðs Hvalfjarðarsveitar að gera tillögu að umsögn og leggja fyrir fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Flæðigryfjurnar eru ætlaðar til að taka við úrgangi frá Norðuráli og Elkem en þær hafa verið reknar á grundvelli starfsleyfa hvors rekstraraðila fyrir sig um árabil.
Uppbygging flæðigryfju fer þannig fram að útbúinn er grjótgarður til að aðskilja flæðigryfjuna frá hafi. Gryfjan er síðan fyllt með efni frá fyrirtækjunum. Veggir gryfjunnar (grjótgarðurinn) hindrar að fínar, tiltölulega léttar, fastar rykagnir gruggi sjóinn. Skeljasandi er blandað saman við kerbrot í flæðigryfjunum, en efni úr skeljasandinum ásamt uppleystum efnum í sjónum hvarfast við málma og sýaníð og hlutleysa þannig óæskileg efni. Vegna áhrifa sjávarfalla skolar sjórinn með þessu móti smám saman uppleysanleg efni og hlutleysir úrganginn í gryfjunni. Þegar flæðigryfjan er komin að efri mörkum er hún hulin jarðvegi og skeljasandi.
USNL-nefnd bendir á að notkun á flæðigryfjum er skilgreind sem urðun (ekki landfylling) og í anda hringrásarhagkerfisins og skuldbindinga á sviði úrgangsmála er æskilegt að draga úr allri urðun. Einnig bendir nefndin á að ekki er rétt að tala um hlutleysingu, þar sem þungmálmar hlutleysast ekki.

Þá eru kerbrot flokkuð sem hættulegur úrgangur vegna útskolunar á flúoríði (F-) og sýaniði (CN-), en þau efni geta verið hættuleg fyrir lífríki vatns. Samkvæmt upplýsingum í umhverfismatsskýrslunni hafa flæðigryfjurnar reynst vel og niðurstöður umhverfisvöktunar hafa sýnt fram á að mengunar gætir í óverulegu mæli utan við garða flæðigryfjanna og að lítil hætta sé á áhrifum á umhverfið. Að mati Norðuráls hafa flæðigryfjur þannig sannað gildi sitt sem úrræði við meðhöndlun þeirra efna sem þar eru losuð. Engu að síður vill USNL-nefnd leggja á það áherslu að frekari mælingar verði gerðar til að taka af allan vafa um ágæti flæðigryfja og að efnahvörf í þeim tryggi skaðleysi hættulegra efna og neikvæð áhrif á lífríkið. USNL-nefnd leggur áherslu á aukið samráð við sérfræðinga á þessu sviði enda er Ísland eina landið sem leyfir aðferðina og því enn brýnna að aðferðin sé ítarlega rannsökuð miðað við íslenskar aðstæður.

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er í vinnslu. Elkem og Norðurál gerðu athugasemdir við aðalskipulagstillöguna þar sem þess var óskað að losun í flæðigryfjur væri heimil og að afmörkun gryfjanna verði útfærð í deiliskipulagi, líkt og verið hefur. Þann 29. ágúst sl. barst erindi frá skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar þar sem framangreindum athugasemdum var svarað og því komið á framfæri að tillit verði tekið til athugasemda fyrirtækjanna.
Fyrirhuguð áform um flæðigryfju á svæði 1 kalla á breytingu á deiliskipulagi þar sem fram kemur í starfsleyfi Norðuráls, að staðsetning flæðigryfja þurfi að vera hnitsett í samræmi við gildandi deiliskipulag. Þegar deiliskipulag með hnitsetningu flæðigryfjanna hefur verið staðfest og álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati gryfjanna liggur fyrir þarf að óska eftir framkvæmdaleyfi Hvalfjarðarsveitar.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Svæðisskipulag Suðurhálendis- umsögn.

2301017

USNL-nefnd fjallaði um málið á 14. fundi sínum þann 01.02.2023. Eftirfarandi bókun var gerð, mál nr. 5:

Erindi dags. 13.01.2023 frá Svæðisskipulagsnefnd suðurhálendis.
Erindið er sent sveitarfélaginu í ljósi þess að sveitarfélagsmörk Hvalfjarðarsveitar eru aðliggjandi hluta þeirra sveitarfélaga sem að svæðisskipulaginu standa.

Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur samþykkt greinargerð og umhverfisskýrslu Svæðisskipulags suðurhálendis til kynningar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda.
Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.
Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.
Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu.
Greinargerð til kynningar ásamt umhverfisskýrslu má finna á vef SASS.
Svæðisskipulagstillaga er nú kynnt fyrir umsagnaraðilum og er óskað eftir því að umsögnum sé skilað fyrir 12. febrúar 2023.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir lengri fresti til að svara erindinu og að fela starfsfólki skipulags- og umhverfissviðs Hvalfjarðarsveitar að gera tillögu að umsögn og leggja fyrir fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar hefur farið yfir gögn vinnslutillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendisins ásamt umhverfismatsskýrslu og hefur kynnt nefndinni sína niðurstöðu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við vinnslutillöguna á þessu stigi málsins.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Farið yfir athugasemdir sem bárust frá Skipulagsstofnun með bréfi dags. 15.02.2023, vegna aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vegna Vegaskrár, um vegi í náttúru Íslands.
Um var að ræða ósk Skipulagsstofnunar um lagfæringu á stafrænum gögnum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2023 og athugasemdir/ábendingar varðandi tiltekin atriði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Annars vegar eru efnislegar athugasemdir sem kalla á umfjöllun og afgreiðslu sveitarstjórnar, og hinsvegar lagfæringar og framsetningaratriði við greinargerð og uppdrætti. Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð Vegaskrár, sem fjallar um vegi í náttúru Íslands. Skipulagsfulltrúi og formaður USNL-nefndar funduðu um bréf Skipulagsstofnunar þann 24.02.2023. Í kjölfarið var Eflu verkfræðistofu falið að vinna að uppfærslu gagna. Efla Verkfræðistofa fundaði með skipulagsfulltrúa og formanni USNL-nefndar þann 10.03.2023 þar sem farið var yfir endanlegar lagfæringar á aðalskipulagsgögnum til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Meðfylgjandi eru gögn sem sýna þær breytingar sem sveitarfélagið hefur gert á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, til samræmis við þær athugasemdir sem sveitarfélaginu bárust frá Skipulagsstofnun.
Vegir í náttúru Íslands.

Vefsjá / tillaga var kynnt og send á umsagnar- og samráðsaðila fyrr á vinnslustigi aðalskipulagsins. Tillaga var áfram unnin í kjölfarið, kynnt samhliða kynningu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og send á Umhverfisstofnun og Vegagerðina til umsagnar. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemdir við skrána varðandi slóða í kring um Grunnafjörð, en tekur ekki afstöðu til annarra slóða. Vegagerðin gerir athugasemd um að tengingar við þjóðvegakerfið uppfylli ekki öryggiskröfur varðandi vegtengingar. Það er tekið fram í vegaskrá um vegi í náttúru Íslands í Hvalfjarðarsveit að slóðar uppfylli ekki öryggiskröfur um tengingar við þjóðvegakerfið. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur ekki grundvöll fyrir að útfæra vegteningar að kröfum Vegagerðarinnar á þessu stigi, fremur en aðrar landbúnaðartengingar innan sveitarfélags og samþykkir því skrá um vegi í náttúru Íslands í samræmi við reglugerð nr. 260/2018.

Aðalskipulag
Tillaga aðalskipulags var auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Sveitarfélagið hefur tekið saman lista yfir þær athugasemdir sem borist hafa og hver séu viðbrögð sveitarfélagsins og hefur þeim aðilum sem athugasemdir gerðu, verið send viðbrögð sveitarfélagsins. Auk þess hefur sveitarfélagið gert nokkrar orðlagsbreytingar til lagfæringa og skýringar á aðalskipulagsgögnum, sé um efnislegar breytingar að ræða. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 með áorðnum breytingum, sbr. meðfylgjandi gögn, í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um að vísa tillögunni til afgreiðslu og staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. ákvæði 32. greinar skipulagslaga nr. 1213/2010.

9.Brekka í Hvalfirði, breyting á deiliskipulagi

2303025

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brekku í Hvalfirði. Skipulagssvæðið stækkar við þessa breytingu um 4 ha.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd hús skuli skilgreina skv. 1. málsgrein d. liðar greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Samkvæmt greininni er ekki heimilt að byggja umrædd hús nær stofn- og tengivegum en 100 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
Á þessu stigi tekur nefndin ekki afstöðu til annarra atriða í tillögunni.
Umsókninni er hafnað.

10.Fögruvellir 1 og 3. Fyrirspurn um fjölgun íbúða

2303028

Fyrirspurnarerindi.
Spurst er fyrir um afstöðu USNL-nefndar til breytinga á deiliskipulagi fyrir Fögruvelli í Krosslandi.
Skv. fyrirspurninni eru áform um að fjölga íbúðum við Fögruvelli 1 og 3 um 10 íbúðir.
Skv. deiliskipulaginu er heimilt að byggja 60 íbúðir með nýtingarhlutfallinu 0,76 á fjölbýlishúsalóðum S2 við Fögruvelli.
Áform eru um að byggja minni íbúðir en fleiri, við Fögruvelli 1 allt að 26 íbúðir, við Fögruvelli 3 allt að 30 íbúðir, samanlegt verði íbúðarfjöldi við Fögruvelli 70 íbúðir í stað 60. Fram kemur í erindinu að ekki sé verið að auka leyfilegt byggingarmagn en hjúpur hússanna verður ekki meiri en deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir lóðirnar Fögruvelli 1 og 3 í landi Kross er heimilt að byggja allt að 60 íbúðir samanlagt á báðum lóðum og er gert ráð fyrir um 60 bílastæðum á lóðunum skv. deiliskipulaginu. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir einum bíl á hverja íbúð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd telur að fjöldi skilgreindra bílastæða á lóðunum skv. gildandi deiliskipulagi, sé að nokkru leyti ráðandi varðandi fjölda íbúða sem hægt er að koma fyrir á lóðunum. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri en einn bíll fylgi einhverjum íbúðum og þá geti skapast vandamál með bílastæðapláss á lóðunum.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd telur að með því að fjölga íbúðum um 10 á lóðunum, muni þá ennþá aukast líkur á vandamálum sem geti skapast ef í einhverjum tilfellum fylgi fleiri en einn bíll á íbúð. Auk þess þurfi við skipulag fjölbýlishúsalóða að huga að grænum svæðum, einkum í tengslum við það þegar fjölga þarf bílastæðum til að rýma fyrir fleiri íbúðum á lóðunum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir þó ekki athugasemd við að lóðarhafi útfæri hugmyndir sínar frekar og beri undir nefndina en hafa þarf í huga ábendingar nefndarinnar varðandi s.s. bílastæði, fjölda sorpíláta, græn svæði ofl. í tengslum við málið.


Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi, sat fundinn undir málum nr. 1-6.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar