Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

5. fundur 21. september 2022 kl. 15:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um undanþágu vegna hundasamþykktar og gjaldskrár um hundahald.

2204028

Erindi frá Palla T. Karlssyni, þar sem óskað er eftir undanþágu frá hundasamþykkt Hvalfjarðarsveitar hvað varðar fjölda hunda og gjaldskrá um hundahald. Málið var áður á dagskrá USN-nefndar þann 4. maí sl.
Í ljósi þess að erindið er ekki í samræmi við reglur sveitarfélagsins um hundahald, telur nefndin sér ekki fært um að samþykkja erindið.

2.Verkefnið - Samtaka um hringrásarhagkerfið.

2202035

Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru framundan. Þessar breytingar voru innleiddar í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar nk.

Með síðustu breytingum á lögum nr. 55 frá árinu 2003 um meðhöndlun úrgangs, er sveitarfélögum gert skylt að flokka með sérsöfnun við íbúðarhús eftirfarandi flokka:
- Pappír og pappi
- Plastumbúðir
- Lífrænn eldhúsúrgangur
- Almennt sorp
Þá er einnig skylda á sérsöfnun á grenndarstöðvum fyrir:
- Málma
- Gler
- Textíl
Samræmt flokkunarkerfi yfir allt land er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref í baráttunni gegn loftslagsvánni þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiði til meiri og betri flokkunar.
Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins og greindi stuttlega frá heimsókn sveitarstjórnar og USNL-nefndar til Íslenska gámafélagsins þann 13. september sl.
Jafnframt lagði umhverfisfulltrúi fram enska útgáfu af flokkunarleiðbeiningum og greindi frá ráðstefnu um hringrásarhagkerfið sem haldin verður þann 7. október nk.
USNL-nefnd samþykkir drög að enskum flokkunarleiðbeiningum fyrir sitt leiti og felur umhverfisfulltrúa að halda áfram vinnu við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og upplýsa nefndina reglulega um stöðu mála.

3.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

2208058

Þann 24. ágúst sl.var opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Erindið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar þann 7. september og var umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Umhverfisfulltrúi fór yfir aðgerðalista vegna innviðauppbyggingar áningarstaða og útivistarleiða í áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021-2023.
Einnig gerði umhverfisfulltrúi grein fyrir stöðu verkefnisins við Glym, sem hlaut styrk úr framkvæmdasjóðnum á síðasta ári, lagði fram drög að öryggisáætlun, minnispunkta af fundum og vettvangsferðum og fyrirhugaðri vinnuhelgi.
USNL-nefnd felur umhverfisfulltrúa, í samstarfi við landeigendur í Stóra-Botni, að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2023 í samræmi við umræður á fundinum.

4.Undanþáguheimild Norðuráls og áform Gerosion Ltd. á Grundartanga.

2209014

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð þar sem vakin er athygli á því að Norðurál hafi starfað á undanþágu við að losa kerbrot í flæðigryfjur. Þá leggst Umhverfisvaktin eindregið gegn áætlun fyrirtækisins Gerosion Ltd um að endurvinna við Hvalfjörð kerbrot frá álverum og óskar að sveitarfélgið standi við stefnu sína um að dregið verði úr losun mengandi efna frá stóriðjusvæðinu á Grundartanga.
Erindið lagt fram til kynningar.

5.Breyting á skilti við Hvalfjarðargöng - framkvæmdaleyfi

2205056

Erindi dags. 20.05.2022 frá Engilbert Runólfssyni er varðar skilti á gatnamótum við Hvalfjarðargöng.
Sótt er um breytingu á skiltinu og því verði breytt í þriggja hliða LED upplýsinga- og auglýsingaskilti með meðal annars klukku og vindmæli, svipað stórt og nú er. Engar frekari jarðvegsframkvæmdir eru fyrirhugaðar en þriðja stöplinum verður bætt á núverandi undirstöðu. Þarna gætu skv. erindinu m.a. birst upplýsingar um veður, færð, ástand Hvalfjarðarganga osfrv., og yrði sambærilegt og er víða að sjá við þjóðveg 1, m.a við Selfoss, Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi leigusamningur um landið gildir til ársins 2026 og skv. erindinu er landeigandi upplýstur um málið.
Um er að ræða alls 3 skilti (þríhyrningur), 3 x 20m2 skjáir, 140mm þykkir, á þremur 6 metra háum stólpum á einum steyptum stöpli og á sama stað og núverandi skilti.
Í skiltinu verður birtuskynjari til að tryggja að LED skjárinn trufli ekki umferð og íbúðabyggð.
Birtustyrkur skiltis er 6000-9000 lumen. Litahiti er 6500-8500 kelvin. Tækjaskápur, HxBxD 600x500x230 mm.
Veghelgunarsvæði meðfram vegum, þar sem skylt er að fá leyfi Vegagerðarinnar fyrir hverskyns mannvirkjum er 60 m breitt (30-30) þar sem um stofnvegi er að ræða.
Á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar má finna reglur um skilti sem samþykktar voru á 100. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, þann 14. desember 2010.
Í ljósi þess að umrætt skilti er ekki í samræmi við reglur sveitarfélagsins um skilti, telur nefndin sér ekki fært um að samþykkja erindið.
Skv. grein 6.9.4 segir: Skilti sem snúa að stofn- og tengibrautum önnur en þjónustuskilti fyrir viðkomandi lóð eru óheimil.
Skv. grein 6.9.5 segir: Ljósaskilti með blikkandi ljósum eða hreyfimyndum sem snúa að stofn- eða tengibrautum eru óheimil.

6.Deiliskipulagsbreyting-Vestri Leirárgarðar.

2102006

Erindi dags. 12. september 2022 frá eigendum Vestri-Leirárgarða.
Ósk um niðurfellingu deiliskipulags fyrir Vestri-Leirárgarða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.

7.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.

2102151

Lögð fram fyrstu drög Landmótunar að deiliskipulagi Melahverfis III.
Óskað er eftir umræðu um þætti eins og gatnaskipulag og fjölda og dreifingu mismunandi íbúðagerða.
Tillagan er í samræmi við afmörkun ÍB10 í tillögu að nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Umhverfis, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að funda með Landmótun um málið og ræða næstu skref.

8.Nýting vindorku-Starfshópur á vegum umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis.

2208046

Vegna erindis dags. 23.08.2022 frá starfshópi á vegum umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði um erindið á 4. fundi sínum þann 07.09.2022 og var Skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar falið að svara erindinu á grundvelli punkta frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.
Svar Skipulagsfulltrúa við umsagnarbeiðni starfshóps um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis lagt fram.

9.Grenndarkynning vegna Hafnarlands Lísuborga.

2209020

Erindi frá Panorama Glass Lodge ehf.
Með erindinu fylgdi bréf frá lögmönnum málsaðila dags. 15. september 2022 þar sem m.a. kom eftirfarandi fram:

Panorama Glass Lodge ehf., er eigandi landspildunnar Hafnarland Lísuborgir, Landeignanúmer 203319, skráð 20,0 ha að stærð. Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, er landið skilgreint sem frístundabyggð. Landeigandi áformar að byggja þar þrjú frístundahús sem verða síðar leigð út. Vegna þess hve samþykkt nýs aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hefur dregist óskar landeigandi þess að grenndarkynning fari fram á grundvelli núgildandi aðalskipulags.
Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 getur landeigandi óskað eftir því að byggingarleyfi verði gefið út á grundvelli aðalskipulags þegar ekkert deiliskipulag er fyrir hendi. Í þeim tilfellum getur sveitarstjórn, sbr. 6. gr. laganna, ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Um þessi atriði er nánar fjallað í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

Fyrirhugaðar byggingar eru í samræmi við landnotkun gildandi aðalskipulags. Landspildan er í aðalskipulagi skilgreind á svæði F19a sem er frístundabyggð. Landeigandi hyggst byggja þar frístundahús, eins og heimilt er samkvæmt gildandi aðalskipulagi.
Frístundahúsin þrjú eru í grunninn nokkuð hefðbundin frístundahús en þó frábrugðin að því leyti að gólfsíðir gluggar eru á aftanverðum húsunum sem munu snúa út á sjó, svo að hægt sé að njóta útsýnis og náttúrunnar á svæðinu. Á bls. 30 í gildandi aðalskipulagi segir í tengslum við þetta að „við uppbyggingu frístundabyggða sé lögð áhersla á að byggð falli sem best að umhverfi“. Samkvæmt gögnum málsins er því haldið fram að lögun og yfirbragð húsanna sé þannig að þau falli mjög vel að umhverfinu.
Í skipulagslögum og skipulagsreglugerð er þéttleika byggðar lýst sem byggingarmagni miðað við flatarmál lands. Á bls. 30 gildandi aðalskipulags er vikið að þéttleika byggðar. Þar segir: „Þéttleiki byggðar í nýjum frístundabyggðasvæðum sé ekki meiri en 2,5 frístundahús að meðaltali á hvern hektara. Hafnarland Lísuborgir eru 20,0 ha að stærð samkvæmt opinberri skráningu og er fyrirhugað að byggja þrjú frístundahús. Því yrðu að
meðaltali 0,15 hús á hvern hektara.
Aðliggjandi lönd Hafnarlands Lísuborga eru þrjú: L199986, L2082017 og L174854. Fyrir liggur tölvupóstur með afstöðu viðkomandi aðila til byggingu húsanna.
Landeigandi hefur gefið skipulagsfulltrúa útskýringar á óleyfisframkvæmdum og beðist afsökunar á þeim. Reiðvegurinn hefur verið færður í fyrra horf, þ.e. búið er að moka efni af honum og tré fjarlægð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu vegna erindisins.
Erindið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum/landeigendum.

10.Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - Ártröð 10 og 12

2206028

Ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ártröð 10 og 12 í landi Svarfhóls.
Í gildi er deiliskipulag frá árinu 1980, uppdráttur ásamt greinargerð, en skv. því eru lóðirnar Ártröð nr. 10 og 12 skilgreindar sem lóðir með tilgreindri lóðarstærð en fram kemur í texta að lóðir séu mýrlendi, óbyggðar í fyrstu, síðar jafnvel til sameiginlegra nota.
Með breytingu deiliskipulagsins eru lóðirnar skilgreindar sem byggingarlóðir án kvaðar um að lóðir séu óbyggðar í fyrstu og síðar jafnvel til sameiginlegra nota. Að öðru leyti gilda núgildandi skilmálar fyrir lóðirnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Svarfhól sbr. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa, félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu og landeiganda Svarfhóls.

11.Vegalagning á milli Hafnarland Lísuborgir og Hrauka - ósk um framkvæmdaleyfi.

2112025

Ósk um framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Sótt er um heimild til veglagningar vegna aðkomuvegar að Hafnarlandi-Lísuborgum landeignanúmer L203319, en vegurinn tengist einnig Þjóðvegi 1.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar og samþykki landeigenda Hafnar.
Landeigandi hefur gefið skipulagsfulltrúa útskýringar á óleyfisframkvæmdum og beðist afsökunar á þeim. Reiðvegurinn hefur verið færður í fyrra horf, þ.e. búið er að moka efni af honum og tré fjarlægð.
Með erindinu fylgdi afstöðuuppdráttur frá Mannvirkjahönnun.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.

12.Háimelur 1 - Deiliskipulagsbreyting

2203018

Erindi frá Targa ehf með ósk um breytingu á deiliskipulagi er varðar Háamel nr. 1.
Lögð fram ný tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Háamel, en skv. tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 4 íbúðir í stað 3 á lóðinni Háamel 1.
Í gildi er deiliskipulag Melahverfis II, samþykkt 22. júlí 2009, síðast breytt 8. desember 2020. Skv. deiliskipulaginu er gert ráð fyrir raðhúsi á einni hæð, húsagerð R1 með 3 íbúðum og hverri íbúð fylgi 2 bílastæði.
Umrædd breyting tekur aðeins til lóðarinnar Háamels nr. 1, en skv. tillögunni verður heimilt að byggja 4 íbúðir í stað 3 áður á lóðinni. Byggingarreitur stækkar um 3 metra til austurs og um 1 meter til vesturs, sbr. breytingaruppdrátt. Bílastæði verða 8 innan lóðar þ.e. 2 bílastæði fyrir hverja íbúð. Heimilt verður að víkja frá bundinni byggingarlínu, en húsið verði í sömu línu og húsið á næstu lóð, Háamel 3-5.
Hámarks byggingarmagn og nýtingarhlutfall lóðar helst óbreytt, aðrir skilmálar deiliskipulagsins gilda áfram óbreyttir.
Fyrir liggur afstaða lóðarhafa við Háamel 3-5, 4 og 6 vegna breytinganna.
Erindið var áður á dagskrá 157. fundar Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að áhrif breytingatillögunnar, þ.e. fjölgun íbúða um eina á lóð og bílastæða um 2 á lóð ásamt stækkun byggingarreits og frávik frá bundinni byggingarlínu, séu óveruleg á umhverfi og grenndarhagsmuni fyrir íbúa í Háamel, en áhrifanna gæti fyrst og fremst meðal næstu nágranna við Háamel 1 þ.e. aðliggjandi lóðarhafa. Umfang stækkunar á byggingarreit sé innan gildandi skilmála um byggingarmagn og nýtingarhlutfall á lóðinni.
Samþykkt að beina því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Háamels skv. 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði meðal aðliggjandi lóðarhafa við Háamel 2, 4, 3-5 og 6.

13.Vestra Súlunes - stofnun lóðar vegna vegsvæðis.

2209021

Sótt um stofnun lóðar undir vegsvæði skv. umsókn dags. 08.09.2022 frá Direkta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Um er að ræða 10.751,6 m2 vegsvæði, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Landeignanúmer upprunalands er 133730, Vestra-Súlunes.
Heiti nýrrar landeignar verður Vestra-Súlunes, vegsvæði.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna.

14.Eystra Súlunes - stofnun lóðar vegna vegsvæðis.

2209022

Sótt um stofnun lóðar undir vegsvæði skv. umsókn dags. 08.09.2022 frá Direkta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Um er að ræða 35.951,4 m2 vegsvæði, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Landeignanúmer upprunalands er 133736, Eystra-Súlunes.
Heiti nýrrar landeignar verður Eystra-Súlunes, vegsvæði.
Með erindinu fylgdi eyðublað Þjóðskrár nr. F-550 um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá, undirritað af landeiganda, einnig hnitsettur uppdráttur á loftmyndagrunni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna.

15.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Lagðar fram umsagnir aðila við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

1. Borgarbyggð
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2020-2032,sbr. 600. fundur dags. 30.06.2022.

2. Faxaflóahafnir
Skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna gerir eftirfarandi athugasemd við auglýsta tillögu að endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar:

Á 216. fundi stjórnar Faxaflóahafna 25. febrúar 2022 var tekið til umræðu undir dagskrárlið fimm í fundargerð Vatnsveita á Grundartanga og eftirfarandi bókun gerð:
5. Framkvæmdir og skipulag
i. Vatnsveita á Grundartanga.
"Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi minnisblað um mikilvægi vatnsöflunar fyrir framtíðaruppbyggingu Græns hringrásargarðs á Grundartanga. Hafnarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun en Daníel Ottesen sat hjá við afgreiðslu bókunarinnar:
Hafnarstjórn Faxaflóahafna hvetur sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit til þess í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar að bæta þar við skilgreindu svæði í botni Hvalfjarðar sem mögulegu vatnstökusvæði. Með því verði haldið opnum möguleikum á áframhaldandi uppbyggingu á Grundartanga en forsenda hennar er að svæðinu verði tryggt nægjanlegt vatn til framtíðar."

Faxaflóahafnir leggja áherslu á að bætt verði inn í greinargerð aðalskipulagsins, og á uppdrátt skilgreindu svæði, í botni Hvalfjarðar sem mögulegt vatnsstökusvæði, til að skerða ekki möguleika á uppbyggingu á Grundartanga hvað vatnsöflum varðar.
Skipulagsfulltrúi leggur jafnframt áherslu á að skoðuð verði önnur svæði í sveitarfélaginu hvað vatnstökusvæði varðar.

3. Vegagerðin
Vegagerðin gerir athugasemdir við vegi, stíga, vegi í náttúru Íslands, vindmyllur og námur.

4. Landgræðslan
Gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

5. Landsnet
Gerir margvíslegar athugasemdir m.a. við framtíðarsýn og meiginmarkmið, háspennulínur og aðrar línur, tengivirki, helgunarsvæði háspennulína, vindmyllur, aðra landnotkun, kerfisáætlun og samráð.

6. Minjastofnun Íslands
Gerir athugasemd m.a. við kafla um minjavernd.

7. Rarik
Gerir athugasemdir m.a. um spennistöðvar og háspennulínur.

8. Samgöngustofa
Gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

9. Umhverfisstofnun
Gerir margvíslegar athugasemdir m.a. um flokkun friðlýstra svæðia, Grunnafjörð, náttúruvernd, tillögu að framkvæmdaáætlun, loftslagsmál, þynningarsvæði, varúðarsvæði, loftslagsstefnu, loftgæði, skógrækt ofl.

10. Veðurstofa Íslands
Gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa í samstarfi við formann USNL-nefndar og Eflu verkfræðistofu að gera uppkast að svörum við athugasemdum.
Stefnt er að því að ljúka yfirferð athugasemda við auglýsta aðalskipulagstillögu í október 2022.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar