Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

4. fundur 07. september 2022 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Leirá - tillaga að deiliskipulagi - Réttarhaga I og II

2204032

Réttarhagi í landi Leirár, tillaga að deiliskipulagi fyrir smábýlabyggð.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir smábýlabyggð í Réttarhaga í landi Leirár í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Deiliskipulagið er innan landbúnaðarsvæðis í landi Leirár, skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, einnig í auglýstri tillögu að nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Skipulagssvæðið er um 2,73 ha að stærð og er norðan við Leirársveitarveg. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar tvær landbúnaðarlóðir, Réttarhagi 1 og 2 sem eru 1,0 og 1,1 ha að stærð og eru leigulóðir í landi Leirár, landeignanúmer 133774.
Í vestri afmarkast skipulagssvæðið af ánni Leirá, í austri af lóð húsnæðis fyrrum Heiðarskóla, Skólastíg 3, í suðri og norðri af landbúnaðarlandi. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan ca. 300 m langan veg, sem nefnist Réttarhagi og tengist Skólastíg.

Deiliskipulagstillagan var til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 11. júlí 2022 til og með 22. ágúst 2022.
Skipulagsgögn voru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is.
Kynningarfundur var auglýstur á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Óskað var umsagnar frá umsagnaraðilum við tillöguna, sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Frestur til að skila inn umsögn var til 22. ágúst 2022.
Leitar var umsagnar til Samgöngustofu, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun, Veiðifélags Leirár, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Engar athugasemdir bárust frá almenningi.
Samgöngustofa gerir ekki athugasemd við tillöguna sbr. svarbréf dags. 16.08.2022.
Umhverfisstofnun áformar ekki að veita umsögn við tillöguna þar sem svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar sbr. svarbréf dags. 10.08.2022.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við tillöguna sbr. svarbréf dags. 09.08.2022.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við tillöguna sbr. svarbréf dags. 15.07.2022.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir eftirfarandi umsögn við tillöguna sbr. tölvupóst dags. 18.07.2022.
1) Varðandi fráveitu: Textinn óheimilt er að losa hættulegan úrgang efni á svæðinu passar ekki vel þarna og væri betra að vísa í viðkomandi samþykkt eða reglugerð um fráveitur og skólp eins og er reyndar gert.
2) Mögulega ætti einnig að vera skilyrði um góða umgengni á lóðinni og vísun í reglugerð um meðhöndlun úrgangs svona til að skýra að unnt sé að taka á málum ef það verður ruslasöfnun á henni.
Fiskistofa staðfesti móttöku umsagnarbeiðnar sveitarfélagsins með tölvupósti dags. 05.07.2022



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur undir ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum.

2.Mýrarholtsvegur 5-ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnar- iðnaðar og athafnasvæði á Grundartanga.

2208047

Erindi dags. 24.08.2022 frá Faxaflóahöfnum sf.
Óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar og athafnasvæðis á Grundartanga.
Um er að ræða Mýrarholtsveg 5 á Vestursvæði skipulagsins.
Í breytingunni felst að lóðinni sem er 7.719 m2 að stærð, verði skipt upp í tvo hluta, annars vegar Mýrarholtsveg 5a, sem verður 4.153 m2 að stærð og hinsvegar Mýrarholtsveg 5b sem verður 3.566 m2 að stærð.
Jafnframt verður byggingarreitur stækkaður um 5 m til austurs í samræmi við Mýrarholtsveg 7. Lögun byggingarreits á móts við Mýrarholtsveg er breytt til að rúma betur fyrirhugaða byggingu. Engar breytingar eru gerðar á nýtingarhlutfalli eða hámarkshæð.
Tilefni deiliskipulagsbreytinganna er fyrirhuguð uppbygging gagnavers á lóðinni og áfangaskipting þeirrar uppbyggingar.
Með erindinu fylgdi tillaga að breytingu á deiliskipulaginu dags. 22.08.2022 unninn af Teiknistofu arkitekta, Vegmúla 2, Reykjavík.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br en í því felst m.a. að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið en Skipulagsstofnun telur að umrædd deiliskipulagsbreyting uppfylli skilyrði um óverulega breytingu á deiliskipulaginu sbr. einnig leiðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 8a.
Grenndarkynnt verði hjá lóðarhöfum við Mýrarholtsveg, auk annarra aðliggjandi lóðarhafa þ.e. við Tangaveg og Klafastaðaveg.

3.Nýting vindorku - Starfshópur á vegum umhverfis, orku-, og loftslagsráðuneytis.

2208046

Erindi dags. 23.08.2022 frá starfshópi á vegum umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins.

Í júlí sl. voru Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. ráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður skipuð í starfshóp til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Með hópnum starfar Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Jafnframt kemur fram að áhersla verði lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. Tekið er fram að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru og taka verði afstöðu til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu.

Starfshópnum er sérstaklega ætlað að huga að eftirfarandi grundvallarspurningum:

a) Hvort rétt sé að virkjunarkostir í vindorku heyri áfram undir lög nr. 48/2011, um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, en gerðar verði tilteknar breytingar á lögunum sem miði að því að aðlaga gildandi lagaramma betur að sérstöðu þessara virkjunarkosta þannig að unnt sé að einfalda og flýta opinberri málsmeðferð með hliðsjón af séreðli þeirra.
b) Hvort rétt sé að virkjunarkostir í vindorku verði alfarið undanskildir lögum nr. 48/2011 en að settar verði sérreglur um meðferð slíkra virkjunarkosta með öðrum hætti en innan gildandi laga.

Þá er starfshópnum í framhaldinu ætlað að taka til skoðunar og gera tillögur um hvernig ná megi eftirfarandi markmiðum eða hvernig megi leysa úr eftirfarandi álitaefnum í löggjöf um vindorku miðað við þá leið sem lögð er til:

1) Hvernig haga eigi samspili hagnýtingar vindorku og skipulags-, og leyfisveitingarferli þegar í hlut eiga viðkvæm svæði eða viðkvæmir þættir, eins og áhrif á náttúrufar og friðlýst svæði, fuglalíf, ferðamennsku, grenndarrétt eða önnur sjónarmið sem starfshópurinn telur mikilvæg.
2) Hvernig ná megi fram þeirri áherslu í stjórnarsáttmála að vindorkuver byggist helst upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi.
3) Hvernig ná megi fram sem breiðastri sátt um hagnýtingu vindorku meðal landsmanna eins og einnig er fjallað um í stjórnarsáttmála.
4) Hvort horfa eigi til þess að hið opinbera hafi með höndum einhvers konar forgangsröðun einstakra virkjunarkosta, heildarfjölda eða heildstæðra leyfðra vindorkuvera eða setji aðrar mögulegar skorður við vindorkunýtingu og fyrirkomulagi vindorkuvera. Hér má í dæmaskyni nefna opinbera stefnumörkun sem stuðlar að fáum en stórum vindorkuverum frekar en fjölda minni vindorkuvera, útilokun tiltekinna svæða landsins frá vindorkunýtingu eða með öðrum hætti að mati starfshópsins.
5) Hvernig rétt sé að haga ákvörðunar- og leyfisveitingarferli virkjunarkosta í vindorku, þ.m.t. hlutverk ólíkra stjórnsýslustiga hvort sem er ríki, sveitarfélaga eða hugsanlega annarra aðila að slíku ferli.
6) Hvernig best sé að haga gjaldtöku vegna hagnýtingar vindorku.

Starfshópnum er ætlað að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Þá sé gert ráð fyrir samráði við hagaðila, hlutaðeigandi ráðuneyti eða stofnanir eftir því sem við á.

Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax, enda afar brýnt að aðilar sem hafa skoðanir á viðfangsefni hópsins hafi góð tækifæri til að koma þeim á framfæri strax í upphafi ferilsins. Er sveitarfélögum því boðið að senda sjónarmið sín um ofangreind atriði til starfshópsins í netfangið vindorka@urn.is Einnig er gert ráð fyrir því að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári þar sem um gagnkvæmari samskipti verði að ræða.

Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega á netfangið vindorka@urn.is fyrir 30. september n.k.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og svara á grundvelli umræðna á fundinum sbr. einnig punkta frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.

1409019

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Í samræmi við 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar siðareglna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 358. fundi sínum þann 24.08.2022.
Eftirfarandi bókun var m.a. gerð:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar og staðfestir þær með undirritun sinni, reglunum er vísað til kynningar í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Tilkynnt verður um þessa niðurstöðu til Innanríkisráðuneytisins."
Með erindinu fylgdu siðareglurnar sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar þann 24.08.2022.
Lagt fram til kynningar, stefnt að undirritun á næsta fundi.

5.Endurskoðun aðalskipulags.

2206043

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Í samræmi við 35. gr. skipulagslagalaga nr. 123/2010 skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins.
Skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 355. fundi sínum þann 28.08.2022.
Eftirfarandi bókun var gerð:
“Sveitarstjórn samþykkir að leita umsagnar USNL nefndar um það hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið sbr. 35.gr. skipulagslaga nr.123/2010."

Með erindinu fylgdi bréf Hvalfjarðarsveitar til USNL-nefndar vegna málsins.
Staða aðalskipulagsmála hjá sveitarfélaginu er þannig að í gildi er aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og í vinnslu ný aðalskipulagstillaga sem gilda á til ársins 2032.
Í ljósi þess að vinna við endurskoðun nýs aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hefur staðið yfir sl. ár, telur umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd ekki ástæðu til endurskoðunar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, umfram þá tillögu sem nú er til lokameðferðar hjá sveitarfélaginu.

6.Umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna endurnýjunar búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á Kjalarnesi.

2203065

Álit Skipulagsstofnunar dags. 25.08.2022 um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðsluaukningar Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi.
Fram kemur í umhverfismatsskýrslu Stjörnueggja að fyrirhugað sé að endurnýja og bæta aðstöðu í húsum eggjabúsins auk þess sem unnið sé að stækkun þess. Búr verða aflögð og allar varphænur verða í lausagöngu.
Eggjabú hefur verið starfrækt á jörðinni Vallá frá árinu 1970 og hefur bústofninn talið um 50.000 varpfugla. Eftir breytingar munu verða allt að 95.000 stæði fyrir fulga á mismunandi vaxtarstigum, að meðaltali um 65-75.000 verpandi hænur auk yngri fugla.
Skítur frá stækkuðu búi er fluttur að Geldingaá í Hvalfjarðarsveit þar sem hann er borinn á um 256 ha uppgræðslusvæði. Einnig er fyrirhugað að dreifa hænsnaskít á Hvítárvöllum í Borgarfirði á um 86 ha af ræktuðu landi. Dreifing hænsnaskíts er háð starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv. reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Skipulagsstofnun telur að umhverfismatsskýrslan uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í niðurstöðu sinni telur Skipulagsstofnun að Stjörnuegg hafi sýnt fram á að hafa nægjanlegt landsvæði til að dreifa hænsnaskít án þess að farið sé of nærri vatnsbólum eða vatnsföllum.
Gert er ráð fyrir að 225 ha svæði nægi vegna dreifingar hænsnaskíts, án þess að landi sé ofgert með köfnunarefni. Til ráðstöfunar er 256 ha svæði að Geldingaá í Hvalfjarðarsveit, auk 86 ha að Hvítárvöllum í Borgarfirði.
Skipulagsstofnun telur brýnt að við dreifinigu hænsnaskíts verði tekið mið af aðstæðum, ekki síst veðri, hverju sinni með það að markmiði að ónæði vegna lyktar og foks verði í lágmarki og að hænsnaskíturinn komi ekki til með að spilla neysluvatni eða berist í yfirborðsvatn.
Lagt fram til kynningar.

7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

2208058

Erindi dags. 23. ágúst 2022 frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Ferðamálastofu.
Þann 24. ágúst sl. var opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023.
Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október næstkomandi.
Eins og áður fá þau verkfeni sem eru á áfangastaðaáætlun síns svæðis stig fyrir það.
Umhverfisfulltrúa falið að taka saman upplýsingar og vinna málið áfram.

8.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 357. fundi sínum þann 10.08.2022 að ganga til samninga við Fagurverk ehf, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna hjá Hvalfjarðarsveit, óskar eftir framkvæmdaleyfi Hvalfjarðarsveitar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við opið svæði í Melahverfi.
Með erindinu fylgdi uppdráttur dags. 02.07.2021, uppfærður 14.06.2022, unninn af Verkís Verkfræðistofu hf.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar