Fara í efni

Sveitarstjórn

283. fundur 26. mars 2019 kl. 15:00 - 15:44 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Atli Viðar Halldórsson boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 282

1903003F

Lögð fram.

Til máls tók RÍ.

2.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2018.

1903013

Ársreikningur, seinni umræða.
Endurskoðunarskýrsla 2018.
Ársreikningur vegna ársins 2018 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2018 námu 838,2mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 830,9mkr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 74,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 2.205,5mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 14,35%, veltufjárhlutfall 1,95% og eiginfjárhlutfall 92%.

Ragna Ívarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í upphafi langar mig til að þakka sveitarstjóra, stjórnendum og starfsmönnum fyrir faglegt starf.
Á heildina litið eru Ársreikningar árins 2018 jákvæðir, flestar tölur gefa það til kynna að nokkuð vel sé haldið utan um fjármál Hvalfjarðarsveitar.
Ég hef þó áhyggjur af því að fjárfrekir liðir geri það að verkum að minni en ekki síður mikilvæg mál séu látin sitja á hakanum eða séu fjársvelt. Á ég við mál eins og kynningu á sveitarfélaginu, leikvelli, umferðamerkingar og umhverfisverkefni svo eitthvað sé nefnt."

Ársreikningur 2018 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP, RÍ, DO og BÞ.

3.Eingreiðsla almennra starfsmanna.

1409046

Eingreiðsla.
Fyrir liggur að mánaðarlegar eingreiðslur til ófaglærðs starfsfólks í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar eru tímabundin ráðstöfun sem gildir til og með 31. mars 2019 (eða til loka gildandi kjarasamnings).

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að mánaðarlegar eingreiðslur til ófaglærðs starfsfólks í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar komi til greiðslu þar til nýr kjarasamningur hefur tekið gildi. Við gildistöku nýs kjarasamnings falli eingreiðslur til ófaglærðs starfsfólks í leik- og grunnskóla niður."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.


Ragna Ívarsdóttir og Sunneva H. Skúladóttir viku af fundi undir þessum lið.

4.Umsókn um rekstur sundlaugar að Hlöðum.

1903038

Rekstur 2019.
Ein umsókn barst um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum en umsóknarfrestur var til 15.mars sl.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og félagsmála- og frístundafulltrúa að ganga til samningaviðræðna við umsóknaraðila. Gangi samningaviðræður eftir er sveitarstjóra jafnframt falið að ganga frá rekstrarsamningi sundlaugarinnar í sumar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ og DO.

5.Hlíðarbær 1a, 1b, 3a, 3b, 5a, 5b.

1903039

Kauptilboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð kauptilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninga á grundvelli þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Erindi vegna hitaveitu.

1903028

Erindi frá Kristjáni Jóhannessyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að áframsenda erindið til stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðar og Mannvirkja- og framkvæmdanefndar Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn vill þó benda bréfritara á að í dag nær dreifisvæði veitunnar ekki að Bjarkarási 1. Jafnframt er rétt að benda á að samkvæmt sameignarfélagssamningi fyrir Hitaveitu Hvalfjarðar er tilgangur félagsins samkvæmt 7 gr. "að leggja hitaveitu, selja heitt vatn og afla frekari jarðvarma ef þörf krefur, eftir því sem hagkvæmt þykir og ástæður leyfa“. Ábending bréfritara um að sveitarfélagið hafi ráðstöfunarrétt á 210 mín/ltr. af vatni til eigin nota er rétt, enda nýtir sveitarfélagið hluta þess réttar til notkunar fyrir félagsheimilið Hlaðir og sundlaugina á Hlöðum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ og GJ.

7.Fyrirspurn til Björgvins Helgasonar, oddvita.

1903048

Erindi frá Rögnu Ívarsdóttur.
Hvalfjarðarsveit 21. 03. 2019
Fyrirspurn til Björgvins Helgasonar, oddvita meirihluta sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Nú þegar ljóst er að raunkostnaður vegna ársins 2018 á aðkeyptu rafmagni í Heiðarskóla var 4.310.337.- kr. eða 1.578.336.- kr. umfram áætlun er eðlilegt að spyrja.

1. Hyggst meirihluti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar skoða hversu stórt hlutfall þessa kostnaðar sé vegna húshitunar?
2. Hyggst meirihluti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar kanna hvaða möguleikar eru í stöðinni til lækkunnar þessa kostnaðar til lengri tíma litið?
3. Telur meirihluti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar eðlilegt að hluti þess vatns sem Heiðarskóli /Hvalfjarðarsveit á sé ekki nýttur í þágu sveitarfélagsins, það er til húshitunar á Heiðarskóla?
4. Hvað er Hvalfjarsveit að nota stórt hlutfall af heitu vatni af afnotarétti sínum hjá Hitaveitu Hvalfjarðar?
5. Fyrir liggur að ráðast eigi í byggingu fjölnota íþróttahúss við Heiðarskóla og mun því notkun á heitu vatni aukast til muna. Hvernig hyggst meirihluti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar bregðast við þeirri auknu þörf á heitu vatni sem mun skapast?

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun vegna fyrirspurnar Rögnu Ívarsdóttur:
"1. Ekki er hægt að skoða hversu hátt hlutfall kostnaðar við rafmagnsnotkun ársins 2018 í Heiðarskóla er vegna húshitunar þar sem ekki er rafmagnsmælir á hitatúpu sem er í skólanum og er notuð þegar önnur orka dugar ekki til við kyndingu skólans. Slík skoðun yrði því aldrei annað en ágiskun.
2. Í framkvæmdaáætlun sem unnin var við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2019-2022 og samþykkt var á 277. fundi sveitarstjórnar, þann 27.11. 2018 er gert ráð fyrir fjármagni vegna hitaveitu Heiðarskóla alls kr. 10 millj. sem ætlaðar eru til framkvæmda, viðhalds og aðkeyptrar ráðgjafar. Það er því gert ráð fyrir fjármagni til að greina kosti og fara í framkvæmdir á árinu 2019 vegna Hitaveitu í Heiðarskóla.
3. Meirihluti sveitarstjórnar er þeirrar skoðunar að sú staða sem uppi er að kynda þurfi Heiðarskóla að hluta með rafmagni alls ekki ákjósanlega og vill leita leiða til að lækka kostnað við kyndingu húsnæðisins.
4. Hvalfjarðarsveit á 50% eignarhlut í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar og samkvæmt sameignarfélagssamningi Hitaveitufélags Hvalfjarðar á Hvalfjarðarsveit rétt á 210 ltr/mín. Í dag nýtir sveitarfélagið vatn við hitun húsnæðis Hlaða og sundlaugarinnar að Hlöðum.
5. Við þá vinnu sem gert er ráð fyrir í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins á árinu 2019 vegna hitaveitu Heiðarskóla þá verður farið í greiningu á þeim kostum sem í stöðunni eru og í þeirri vinnu verður tekið tillit til orkuþarfa vegna nýs íþróttarhúss við Heiðarskóla."

Til máls tóku RÍ, GJ og DO.

8.Viðhaldsframkvæmdir á Byggðasafninu í Görðum árið 2019.

1903045

Erindi frá Ellu Maríu Gunnarsdóttur, forstöðumanni menningar-og safnamála hjá Akraneskaupstað.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ásamt Menningar- og markaðsnefnd og fulltrúa sveitarfélagsins í menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar munu þann 16. apríl nk. heimsækja Byggðasafnið í Görðum og fá leiðsögn forstöðumanns menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað um safnið.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til að heimsókn lokinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Erindi vegna orðalags bókunar sveitarstjórnar frá 12.02.2019.

1903029

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 12.02.2019 samþykkti sveitarstjórn að fela USN nefnd að við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar verði skoðað hvort ástæða sé til að endurskoða mörk þynningarsvæðis við Grundartanga að fengnu áliti viðkomandi fagstofnana sem með málið hafa að gera. Jafnframt var samþykkt að mótuð verði stefna um landnotkun svæðisins til framtíðar við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn áréttar að landnotkun svæðisins muni taka mið af þeirri stefnu sem ákvörðuð verður við gerð aðalskipulagsins en í umræðu hefur t.d. verið nefnd aukin skógrækt, endurheimt votlendis o.fl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Forathugun á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

1903043

Erindi frá Útlendingastofnun.
Framlagt erindi frá Útlendingastofnun vegna forathugunar á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur sig ekki geta gert slíkan þjónustusamning sem Útlendingastofnun óskar eftir. Helst ber að nefna að ekkert húsnæði er laust í sveitarfélaginu sem ætla mætti að hentaði undir slíka starfsemi og auk þess hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða þeim mannafla eða fagþekkingu sem ætla má að þurfi vegna félagslegs stuðnings við verkefnið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Bókun stjórnar sambandsins vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

1903033

Bréf til Fjármála-og efnahagsráðuneytis ásamt minnisblaði.
Lögð fram til kynningar.

12.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90.mál.

1903024

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Lagt fram.

13.Umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

1903027

Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Lagt fram.

14.Umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.

1903030

Frumvarp til laga um fiskeldi(áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir ofl.)
Lagt fram.

15.Umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.

1903049

Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð.
Lagt fram.

16.Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

1903032

EFS bréf til sveitarfélaga-fjárfestingar 2019.
Lagt fram.

17.Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds.

1903037

Álit frá umboðsmanni Alþingis.
Lagt fram.
Sveitarstjóra falið að fara yfir hvernig framkvæmd þessa er háttað hjá sveitarfélaginu.

18.Landsskipulagsstefna - Samráðsvettvangur.

1903046

Boð um þáttöku á samráðsvettvangi.
Lagt fram.

19.94. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

1903012

Fundargerð.
Lögð fram.

20.869. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga.

1903036

Fundargerð.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:44.

Efni síðunnar