Fara í efni

Sveitarstjórn

147. fundur 23. apríl 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari
  • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
HHK sat fundinn undir lið 2 HHK vék af fundi kl 16.20

1.Sveitarstjórn - 146

1303005F

SAF spurðist fyrir varðandi tillögu í lið 16. SSJ svaraði að tillagan er til afgreiðslu í lið 6 í fundarboðinu. Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 21

1304001F

HHK fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH gerði grein fyrir að hún hefði sótt ársfund Umhverfisstofnunar þann 19. apríl og mun fara yfir erindið í USN nefnd. Fundargerðin framlögð.
  • 2.1 1303048 Galtarvík. Stækkun lóðar
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 21 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.4 1202051 Deiliskipulag, athafna, hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga - vestursvæði.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 21 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að staðfesta deiliskiplulags breytinguna, með fyrirvara um undanþágu frá Umhverfisráðaneytinu vegna nálægðar við Grundartangaveg. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 6-0 með fyrirvara um að undanþága frá Umhverfisstofnun varðandi fjarlægð vegar sé staðfest. AH situr hjá við afgreiðsluna.

3.15. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1304021

Fundargerðin framlögð

4.Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 17. apríl 2013.

1304027

Fundargerðin framlögð

5.Umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

1304014

Umsóknarfresti lauk 22. apríl. Listi yfir umsækjendur mun liggja frammi á fundinum.
LJ fór yfir að alls hafa borist 25 umsóknir og eru eftirfarandi umsækjendur.
Arnar Skjaldarson
Arnþór Tryggvason
Birgitta Rán Ásgeirsdóttir
Bjarki Karlsson
Brynjar Þór Jónasson
Einar Magnús Einarsson
Friðrik Ólafsson
Guðjón Ragnarsson
Guðný Elíasdóttir
Gunnar S Ragnarsson
Helgi Björgvinsson
Hildur Bjarnadóttir
Hildur Gunnarsdóttir
Hilmar Freyr Gunnarsson
Ingvar Helgi
Jón Guðmundsson
Kristinn L. Aðalbjörnsson
Magnús Þórðarson
Ólafur Þ. Stefánsson
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Ómar Kristófersson
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir
Sigurður Friðgeir Friðriksson
Sveinn Rúnar Traustason
Tryggvi Tryggvason
Tillaga; Sveitarstjóra og fjármálastjóra er falið að fara yfir umsóknirnar og koma með tillögur á næsta fundi sveitarstjórnar.
AH spurðist fyrir varðandi næstu skref og hvernig samantektinni og úrvinnslu verður háttað og aðkomu USN nefndar og hvort hugmyndir séu um breytingar. SAF ræddi fram komna fyrirspurn. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

1211014

A) tillaga sem var frestað á 146. fundi.
B) tillaga um framkvæmd, send rafrænt.
A) Tillaga frá 146. fundi sveitarstjórnar.
”Á grundvelli þess að nú liggur fyrir hönnun og kostnaðargreining varðandi mögulega ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að vinna áfram að tillögum og úrvinnslu gagna varðandi stefnumótun um ljósleiðaravæðingu. Til grundvallar liggur stefnumörkun starfshóps um ljósleiðaravæðingu.
Starfshópunum eru þökkuð vel unnin störf og sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt öðrum starfsmönnum stjórnsýslunnar að afla tilskilinna gagna og upplýsinga“.
Greinargerð:
Drög að framkvæmdaáætlun liggur nú fyrir þar sem verkefninu og aðgerðum er lýst án dagsetninga. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir allt að 130 miljónum til verkefnisins og á árinu 2014 150 miljónum.
Undirbúningi verkefnisins miða vel áfram en ljóst er allnokkrir þættir eru enn óljósir eins og fram kom á vinnufundi sveitarstjórnar sl fimmtudag. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram í samræmi við niðurstöðu þess fundar og leggja upplýsingar fyrir sveitarstjórn jafn óðum og þær berast. Tillögur og ábendingar þær sem fram komu á fundinum verði vegvísir í áframhaldandi vinnu.
SAF ræddi tillöguna og hvort flutningsmaður vilji draga tillöguna til baka. SSJ fór yfir tillöguna. SAF ræddi tillöguna. ÁH ræddi fram komna tillögu.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

B) Tillaga um framkvæmd.

Tillaga sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar;

- Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, á grundvelli undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið af starfshópi um ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit að hefja undirbúning að ljósleiðaraframkvæmdum í Hvalfjarðarsveit.
- Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að kanna áhuga aðila á fjarskiptamarkaði á samstarfi um að fjárfesta í lagningu og rekstri ljósleiðaranets í Hvalfjarðarsveit.


Greinargerð;

Gera skal ráð fyrir framtíðarlausn gagnatenginga í Hvalfjarðarsveit samkvæmt fyrirmyndinni um FTTH (Fiber To The Home) aðgangsnet fyrir heimili og fyrirtæki. Ætlunin með lagningu slíks grunnnets er að koma til móts við væntingar og þarfir íbúa Hvalfjarðarsveitar um háhraða gagnatengingu til heimila og fyrirtækja næstu þrjá til fjóra áratugina.
Sveitarstjórn leggur til grundvallar eftirfarandi megin markmið þegar horft er tilverkefnisins: á ljósleiðara væðingu, að;
- styrkja innviði sveitarfélagsins,
- stuðla að framþróun innan sveitarfélagsins,
- tryggja virka samkeppni á fjarskiptamarkaði í sveitarfélaginu,
- skapa grundvöll fyrir aukinni uppbyggingu/fjárfestingu í sveitarfélaginu.
- jafna lífskjör íbúa Hvalfjarðarsveitar jafna við það sem best gerist til framtíðar varðandi aðgengi að háhraða fjarskiptaþjónustu,
- að kostnaður við fjarskiptaþjónustu innan sveitarfélagsins verði sambærilegur því sem þekkist hverju sinni í þéttbýli,
- tryggja aðstæður fyrir fjölbreyttara atvinnulíf og gagnafreka starfsemi.
- styrkja samkeppnishæfni Hvalfjarðarsveitar til atvinnurekstur með því að tryggja stafræn samskipti eins og best þekkjast í þéttbýli til langrar framtíðar.

Miðað skal við að verkefnið uppfylli eftirfarandi markmið:

- Kerfið skal vera svokallað FTTH aðgangsnet þar sem notandinn (heimili, fyrirtæki og mögulega sumarhús) er tengdur á ljósleiðara við dreifistöð kerfisins.
- Gert skal ráð fyrir tengingum á öll lögheimili auk tengimöguleika fyrir fyrirtæki, stofnanir, og sumarhús, ef ákvörðun verður tekin um slíkt, við dreifistöðvarnar.
- Að dreifistöðvar verði ekki fleiri en tvær til að auðvelda samkeppni um að veita þjónustu um aðgangskerfið.
- Öllum þjónustuveitum sem þess óska verði heimilað að bjóða þjónustu sína um aðgangskerfið gegn sambærilegu gjaldi og þekkist í þéttbýli.
- Tryggja skal að ekki séu viðskiptalegar eða tæknilegar hindranir í vegi þess að þeir þjónustuaðilar sem þess óska geti veitt þjónustu um aðgangskerfið (að þjónustuaðilum ekki mismunað)
- Kerfið þarf að byggja upp frá upphafi með heildarlausn til framtíðar að leiðarljósi.
- Gera þarf ráð fyrir fjölgun tenginga víðsvegar í kerfinu þegar fram líða stundir við hönnun og lagningu kerfisins svo sem vegna fjölgunar fyrirtækja, íbúðarhúsnæðis og ófyrirséðra óska.
- Að hönnun og uppbygging aðgangskerfisins sé háttað á þann veg að ekki þurfi að endurnýja hluta þess eða í heild, vegna tæknilegra framfara eða framþróunar í fjarskiptatækni í náinni framtíð.
- Að samráð verði haft við landeigendur varðandi lagnaval.
- Að frágangur vegna lagningu og annarra verklegra framkvæmda verði til fyrirmyndar og valdi sem minnstu raski.
- Að lagningu aðgangskerfisins verði þannig háttað að hlutar þess komi ekki í veg fyrir nýtingu lands eða annarra eigna frá því sem var áður er aðgangskerfið var lagt.
- Að rekstrarkostnaður aðgangskerfisins verði takmarkaður sem kostur er.
- Að hagkvæmni verði gætt í framkvæmdum við lagningu aðgangskerfisins
AH ræddi undirbúningsvinnu við verkefnið að undanförnu.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
SAF gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram bókun; "Í ljósi reynslu íbúa á dreifbýlum svæðum eftir þær breytingar hafa orðið á fjarskiptamarkaði frá einkavæðingu grunnets Símans tel ég mikilvægt að grunnþjónusta eins og ljósleiðarakerfi sem fjármagnað er að stærstu leyti fyrir almannafé sé í almannaeigu. Því þurfi að koma til verulega hagstætt tilboð um verulega fjárfestingu einkaaðila á móti sveitarfélaginu til að réttlæta það að kerfið sé ekki í eigu sveitarfélagsins."

C) Sveitarstjórn samþykkir á grundvelli fyrrgreindrar tillögu að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á fjarskiptamarkaði til að taka að sér lagningu og rekstur kerfisins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
LJ ræddi fram komnar tillögur.

7.Skólaakstur grunnskóla.

1103050

Frestað á 146. fundi sveitarstjórnar. Minnisblað frá sveitarstjóra.
SSJ gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi. ÁH tók við fundarstjórn. LJ gerði grein fyrir erindinu. Sveitarstjórn hefur óskað eftir upplýsingum frá þjónustuaðlinum varðandi aksturinn. Fyrir liggur boð frá báðum aðilum og upplýsingar um kostnað. ÁH ræddi fram komna tillögu og ræddi útfærslu varðandi útboð. LJ fór yfir erindið. SÁ spurðist fyrir varðandi akstur leikskólabarna, breytingar á leiðum eða breytingar á fjölda barna. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH spurðist fyrir varðandi fyrri þjónustuaðila, spurðist fyrir varðandi akstur leikskólabarna, varðandi kostnað við tilboðsgerð. SAF ræddi fram komna tillögu og lagði til að láta kostnaðargreina að skólaakstur verði í boði fyrir 5 ára börn. SÁ ræddi útboð og boð frá núverandi akstursaðila. HV ræddi útboð og framkvæmd við útboð. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi fram komna tillögu og lagði til að samþykkja fram komna tillögu. AH fór yfir erindið og öryggisatriði í bílunum. SAF ræddi erindið og svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi erindið og útboð.
LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.
ÁH lagð fram tillögu. "Sveitarstjórn samþykkir að semja við Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar og Sigurð Sverri Jónsson um skólaakstur fyrir Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit til eins árs, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að halda áfram að vinna að útboði við skólaakstur í Hvalfjarðarsveit. Útboðið taki mið af fjárhagsáætlun næsta árs og taki til næstu þriggja ára" Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum. ÁH, SAF og HHJ. 3 sitja hjá, SÁ, AH og HV. AH lagði fram bókun fyrir hönd E lista; "Undirrituð lýsa yfir óánægju með vinnubrögð varðandi útboð á skólaakstri. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 12. mars sl. að bjóða út skólaakstur, enda ekki stætt á öðru samkvæmt þeim upplýsingum sem þá voru bornar á borð fyrir sveitarstjórn. Þessi stefnubreyting er auk þess fordæmisgefandi og veitir ekki það svigrúm sem rætt var í sveitarstjórn, að skoða breytingar á fyrirkomulagi skólaakstursins svo sem eins og mögulegan akstur eldri barna í leikskóla. Þessi afstaða hefur ekkert með þjónustu núverandi bílstjóra að gera, enda hefur hún verið með miklum ágætum. Hallfreður, Arnheiður og Stefán" SSJ tók við fundarstjórn.

8.Beiðni um leyfi vegna riffilaðstöðu á æfingasvæði Skotfélagsins.

1304020

Erindi frá Skotfélagi Akraness, dagsett 9. apríl 2013.
SAF spurði hvort skilgreina þurfi nánar varðandi staðsetningu. SSJ lagði til að Hvalfjarðarsveit staðfesti fyrri heimild til notkunar á svæðinu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Alþingiskosningar í apríl 2013.

1304002

Forföll í kjörstjórn.
Tveir aðalmenn í kjörstjórn eru forfallaðir á kjördag. Formaður kjörstjórnar óskar eftir ákvörðun varðandi nýja varamenn. HV lagði til að Jón Valgarðsson og Guðfinna Indriðadóttir tækju sæti sem varamenn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Sparkvöllur

1304023

Minnisblað sveitarstjóra og minnisblað VSÓ varðandi stöðu verksins.
LJ gerði grein fyrir erindinu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver kostnaður kann að vera við að ljúka verkinu. Í tillögunni frá VSÓ er lagt til að nota upphaflega tilboðsskrá þar sem það er mögulegt. Ljóst er að bæta þarf við liðum sem ekki eru þar inni.
Sveitarstjórn samþykkir að ljúka við gerð sparkvallar og að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um kostnað við verkið á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

11.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, apríl 2013.

1211063

Listi yfir umsækjendur og styrkbeiðnir.
SSJ fór yfir tillögur sveitarstjórnar um úthlutun skv. lista ;
Landssamband Hestamannafélaga
Landgræðsla Ríkisins
Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda
Stígamót
Sigríður Hjördís Indriðadóttir
Ungmanna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsv.
Alexandra Chernyshova fh. Dream Voices ehf.
Finnur Ari Ásgeirsson
Hestamannafélagið Dreyri
Kór Saurbæjarprestakalls-
Ásta María Marinósdóttir
Kvenfélagið Lilja - Hjálparsjóður.
Samtals kr. 590.000. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

12.Lóð við leikskólann Skýjaborg

1304026

Minnisblað frá sveitarstjóra og drög að útfærslu frá Landslagi ehf.
ÁH lýsti sig vanhæfa og vék af fundi. LJ gerði grein fyrir erindinu. Landslag ehf hefur lokið við hönnun og gert tillögur um endurgerð. Kostnaðaráætlun, framkvæmdaáætlun og útboðsgögn liggja nú fyrir. Lagt er til að fara í lokað útboð og leitað verði til neðangreindra aðila varðandi boð í verkið;
Helgi Þorsteinsson Þróttur ehf

Jónas Guðmundsson ehf

Kristmundur - Snókur verktakar

Halldórs Sigurðssonar Vélaleiga

Bjarki Ingimarsson Bjarmar
Sigvaldi Þórðarson húsasmíðam
HV spurðist fyrir hvort gert hafi verið ráð fyrir stækkunarmöguleikum á húsi og lóð. AH ræddi framkvæmdir og tilboð. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF fagnað fram komnum hugmyndum og lagð til að samþykkja erindið. Ræddi hugmyndir varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Melahverfið. AH ræddi fram komna tillögu að framkvæmdum við Skýjaborg. Ræddi hugmyndir um útboð og útboðsleiðir. SAF ræddi útboð og útboðsleiðir.
Tillaga; Lagt er til að fara í lokað útboð og leitað verði til framangreindra aðila varðandi boð í verkið. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. ÁH tekur aftur þátt í fundinum.

13.Laun kjörstjórnar

1304024

Erindi frá fjármálastjóra.
Lagt er til óbreytt fyrirkomulag varðandi launagreiðslur. Tillagan samþykkt samhljóða.

14.Sala eigna, eldra skólahús Heiðarskóla við Skólastíg.

1211058

Afsal.
Erindið framlagt

15.Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins, niðurstöður fyrir árið 2012.

1304017

Skýrslan liggur frammi.
AH ræddi erindið og skýrsluna, ræddi fyrirspurnir sem komu fram á kynningarfundi sem haldinn var nýlega. SAF ræddi erindið. LJ ræddi erindið og fundarboð. SAF ræddi fundarboð og fundartíma kynningarinnar. Erindið framlagt

16.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

1304019

Frá Faxaflóahöfnum sf., dagsett 15. apríl 2013.
SSJ ræddi erindið og lagði til að Ása Helgadóttir fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á fundinum. Tillagan samþykkt samhljóða. 7-0.

17.Aðalfundaboð, 26. apríl 2013 kl. 20:30.

1304003

Frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf.
Erindið framlagt

18.Umhverfislegur ávinningur af almenningssamgöngum á Vesturlandi.

1304022

Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan liggur frammi.
Erindið framlagt

19.Samstarf varðandi umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna uppbyggingar við fossinn Glym.

1302061

Samþykkt var að veita Hvalfjarðarsveit styrk að upphæð 2.000.000 kr. vegna verkefnisins " Stefnumótun og skipulag í Botnsdal". Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
LJ gerði grein fyrir að erindinu hefur verið vísað til kynningar hjá landeigendum og að fyrirhugað er að funda innan tíðar með landeigendum. AH fagnaði fram komnum styrk til verkefnisins og þakkaði sveitarstjóra og Rósu B. Halldórsdóttur hjá Vesturlandsstofu fyrir vinnu við styrkumsóknina.Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa.

20.23. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1304018

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar