Fara í efni

Sveitarstjórn

349. fundur 12. apríl 2022 kl. 15:16 - 16:20 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2204029 - Erindi til sveitarstjórnar vegna óhlutbundinnar kosningar. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 348

2203006F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 38

2203004F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 38 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að veita leikskólastjóra heimild til að bæta við 0,15 stöðugildum frá 1. maí - 31. desember 2022 til að mæta undirbúningstímum leiðbeinenda í Skýjaborg. Leikskólastjóri getur þá ráðstafað þeim tímum eins og hann telur gagnast starfsemi leikskólans sem best hverju sinni. Frekari útfærslu eða aukningu undirbúningstíma fyrir leiðbeinendur leggur fræðslunefnd til að verði endurskoðað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar í heild sinni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 33

2204001F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 33 Gerðar voru smávægilegar breytingar á jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar og jafnframt lagt fram framkvæmdaráætlun 2019-2023. Nefndin samþykkir þessar breytingar og vísar henni til sveitastjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir breytingar nefndarinnar á jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 48

2203005F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 48 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda þ.e. Al-Hönnun og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Al-Hönnun og að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG voru á móti.

    Til máls tók Elín Ósk Gunnarsdóttir og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    "Þar sem stutt er í kosningar þá tel ég ekki hæft að fara að samþykkja svo miklar fjárhæðir og skuldbindingu til framtíðar. Fyrir liggur að endurnýjun sveitarstjórnar verður mikil ef ekki algjör og engan veginn við hæfi fyrir sitjandi sveitarstjórn að taka slíka ákvörðun korter í kosningar. Undirrituð leggur til að málinu verður frestað og nýrri sveitarstjórn verði falið að taka ákvörðun um framhaldið vonandi með meira samráði við íbúa sveitarfélagsins."
    Tillagan felld með 5 atkvæðum BH, DO, GJ, HH og BÞ.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 48 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Negla og Saga slf og HD-smiðir ehf, verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Negla og saga slf. og HD smiði ehf. og að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 48 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við verkfræðistofuna Mannvit vegna hönnunar á göngustíg við Eiðisvatn og að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 48 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna sé falið að fá hönnuði til að uppfæra gögn miðað við umræður á fundinum. Rýmt verði fyrir framtíðarsvæði á lengingu götu Innrimels að framtíðarsvæði fyrir leikskóla ofan við byggðina sem gert er ráð fyrir í tillögu að nýju Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Lagt er til að hóll verði felldur út og færsla verði á körfuboltavelli / fótboltavelli og ærslabelg.
    Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða verkið út að þessum breytingum loknum.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar í heild sinni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók RÍ.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157

2203001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að nýta framlengingarákvæði í verksamningi um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi, en það getur verkkaupi gert einhliða a.m.k. sex mánuðum áður en samningurinn rennur út. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að framlengja verksamning um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi, umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við umhverfismatsskýrslu um efnistöku úr Skorholtsnámu í Hvalfjarðarsveit, en áréttar eftirtalin atriði:
    - Mikilvægt er að huga vel að umgengni á rekstrartíma, sér í lagi þar sem framkvæmdatíminn er langur og lokafrágangur ekki fyrirhugaður fyrr en í lok vinnslutímans. Sérstaklega þarf að huga að ásýnd (landslag og sjónrænir þættir), foki og umferð. Einnig þarf að tryggja að umgengni um framkvæmdasvæðið sé ávallt til fyrirmyndar.
    - Mikilvægt er að viðhalda samráði við landeigendur, sveitarfélagið og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila, þar sem fyrirhugaður framkvæmdatími er 30-40 ár. Gott samstarf þarf að ríkja um vinnsluna allan vinnslutímann.
    - Frágangur. Gert er ráð fyrir því að frágangi verði þannig háttað að raskað svæði falli sem best að umhverfi sínu. Hér er um gríðarlegt efnismagn að ræða og aðeins hægt að ganga frá hverjum hluta námunnar að litlu leyti, þar til í lok framkvæmdatíma. Tryggja þarf að frágangi svæðisins verði þannig háttað að svæðið komi til með að líkjast sem mest þeim landformum sem umhverfis það eru. Frágangsáætlun þarf einnig að taka mið af landnotkun í framtíðinni og óskum landeiganda. Afar brýnt er að ganga frá svæðinu jafn óðum að svo miklu leyti sem hægt er.
    - Í tillögu að nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar er gert ráð fyrir efnistöku í landi Skorholts, enda hefur verið unnið í námunni síðan 1954.

    Framkvæmdin er háð eftirfarandi leyfum:
    1. Framkvæmdaleyfi, útgefið af Hvalfjarðarsveit, veitt á grundvelli staðfests aðalskipulags og niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.
    2. Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og tekur undir öll þau atriði sem þar koma fram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Háamels með áorðnum breytingum skv. 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Háamels með áorðnum breytingum skv. 1.málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd hafnar erindinu.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að hafna erindinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Borist hefur erindi Skipulagsstofnunar er varðar útvíkkun á flæðigryfjum á hafnarsvæði Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig er óskað eftir að Hvalfjarðarsveit geri grein fyrir þeim leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði sveitarfélagsins.
    Hvað varðar hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun, bendir nefndin á eftirfarandi: Tryggt verði að allur farmur sem fluttur er að flæðigryfjunum sé varinn bæði í flutningi og við losun, þannig að ekkert efni losni í andrúmsloft, hvorki í flutningi né við losun í gryfjurnar.
    Tryggt verði að einungis sá úrgangur sem starfsleyfi heimilar sé losaður í flæðigryfjurnar.
    Sækja þarf um framkvæmdarleyfi til Hvalfjarðarsveitar og tryggja þarf að framkvæmdin sé í samræmi við skipulag.
    Umhverfis-, skipulags - og náttúruverndarnefnd samþykkir að vísa umsögninni til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir umsögn nefndarinnar vegna erindisins og gerir hana að sinni."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur lagt mat á framkomnar ábendingar vegna lýsingar og eftir atvikum brugðist við þeim/tekið tillit til þeirra.

    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að heimila þurfi lagningu vegar gegnum land sveitarfélagsins vegna vegtengingar við Réttarhaga I og II.
    Heimildin verði á grundvelli 2. málsgreinar 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, en skv. henni þarf að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi en með hliðsjón af notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis, telst breytingin óverulega að mati Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar.

    Umhverfis-,skipulags-og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili lagningu vegar í gegnum land sveitarfélagsins vegna vegtengingar fyrir Réttarhaga I og II.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila lagningu vegar í gegnum land sveitarfélagsins og að breyting deiliskipulags verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Í gildi er deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Vestri-Leirárgarða frá árinu 2010 og skv. deiliskipulaginu er kvöð um gegnumakstur eins og komið hefur fram. Umrædd kvöð samræmist sjónarmiðum og skipulagsmarkmiðum sveitarfélagsins á því svæði sem tillagan nær til enda tillagan samþykkt og staðfest af sveitarfélaginu á sínum tíma.
    Á milli aðila málsins er ágreiningur, sem sveitarfélagið er ekki aðili að og telur sér ekki fært að taka afstöðu til enda um einkamál að ræða á landi í einkaeigu og hvetur sveitarfélagið aðila málsins til að leysa úr sínum ágreiningi.
    Fyrir liggur tillaga að nýju vegstæði sem leysir af hólmi hið umdeilda vegstæði sem verið hefur að nokkru leyti lokað síðast liðið ár. Hefur sveitarfélagið tekið jákvætt í lagninu hins nýja vegar og hvatt landeigendur til að sækja um styrk í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar vegna lagningu hans og liggur fyrir að sótt hefur verið í þann sjóð en niðurstaða um styrkveitingu liggur ekki fyrir.

    Í bréfi formanns Veiðifélagsins Leirár er gerð krafa um að sveitarfélagið beiti sér fyrir beitingu þvingunarúrræða í því skyni að opna akstursleið á landi Vestri-Leirárgarða. Telur sveitarfélagið sér ekki fært að hlutast um þetta deilimál milli aðila, sem er land í einkaeigu og málefnið því einkamál, hinsvegar telur sveitarfélagið að það hafi lagt sitt af mörkum við lausn málsins m.a. með með því að funda með málsaðilum og leita sátta, með því að taka jákvætt í lagningu nýs vegar osfrv.
    Erindinu hafnað.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir og samþykkir bókun nefndarinnar vegna erindisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Samþykkt að ganga til samninga við Eflu um gerð nýs endurskoðaðs deiliskipulags fyrir Melahverfi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við verkfræðistofuna Eflu um endurskoðun deiliskipulags Melahverfis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að samþykkja nafnabreytinguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að leita til Ísor, Íslenskra orkurannsókna varðandi samstarf um framtíðarvatnsöflun neysluvatns fyrir Hvalfjarðarsveit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að leita til Ísor, Íslenskra orkurannsókna, um samstarf vegna framtíðarvatnsöflunar neysluvatns fyrir Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur lagt mat á framkomnar ábendingar og eftir atvikum brugðist við þeim/tekið tillit til þeirra.
    Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Melahverfi III.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að hafin verði vinna við gerð deilskipulags fyrir Melahverfi III á grundvelli fyrirliggjandi lýsingar, með áorðnum breytingum (á grundvelli lýsingar og þeim athugasemdum sem fram hafa komið og taka þarf tillit til)."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að stofnuð verði 3 ha. lóð umhverfis íbúðarhús og bílskúr Gandheima sbr. meðfylgjandi uppdrátt, hin nýja lóð fær heitið Gandheimar 1."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur ekki athugasemd og gefur jákvæða umsögn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemdir vegna breytinga aðalskipulagsins og veitir jákvæða umsögn vegna málsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur ekki athugasemd og gefur jákvæða umsögn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemdir við lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar aðalskipulagsins og veitir jákvæða umsögn vegna málsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 157 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hefur ekki athugasemd og gefur jákvæða umsögn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemdir við lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar aðalskipulagsins og veitir jákvæða umsögn vegna málsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.

2204005

Kjörskráin framlögð.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða kjörskrá og felur sveitarstjóra undirritun hennar og framlagningu ásamt umboði til að yfirfara og staðfesta breytingar sem kunna að verða gerðar á kjörskránni fram til kosninga. Á kjörskrá í Hvalfjarðarsveit eru alls 531 einstaklingar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að kjörstaður í Hvalfjarðarsveit verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 í Melahverfi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ráðning félagsmálastjóra.

2009038

Á 335. fundi sveitarstjórnar þann 24. ágúst sl. samþykkti sveitarstjórn, á grundvelli breytinga sem fyrirséðar væru á málaflokknum hjá sveitarfélaginu, að endurmeta og endurskoða þyrfti starf félagsmálastjóra, viðfangsefni og umfang þess.
Þær breytingar sem verið var að horfa til voru m.a. að rekstri Herdísarholts, sem hefur verið eina búsetuúrræði sveitarfélagsins fyrir fullorðna einstaklinga með fötlun, yrði hætt á haustmánuðum 2022. Þrátt fyrir þær breytingar er nú fyrirséð að með tilkomu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna munu verða talsverðar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins með snemmtækri íhlutun, markvissari stuðningi og samþættingu þjónustu. Aukin ráðgjöf, eftirfylgni, viðbragð og samráð verður umfangsmeira en auk þessa eru jafnframt breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar þar sem barnaverndarnefndir í núverandi mynd eru lagðar niður og meginábyrgð daglegra verkefna barnaverndar eru falin barnaverndarþjónustu. Til viðbótar öllum þessum breytingum er vilji sveitarfélagsins að sækja um að verða Barnvænt sveitarfélag sem fela mun í sér vinnu við innleiðarferli, sem tekur að lágmarki tvö ár.
Farsældarlögin tóku gildi um sl. áramót en gildistöku barnaverndarlaganna, sem taka áttu gildi þann 28. maí nk., verður frestað til 1. október nk. Framundan eru, í ljósi alls ofangreinds, umfangsmiklar breytingar í félags- og barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins sem leiða munu til aukinna verkefna og umsýslu í starfi félagsmálastjóra.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa 100% starf félagsmálastjóra til frambúðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, oddvita og formanni fjölskyldu- og frístundanefndar að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu félagsmálastjóra hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk).

2101013

Erindi frá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti breytt staðarmörk sveitarfélaganna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar sbr. meðfylgjandi uppdrætti og felur sveitarstjóra að rita undir framlagt samkomulag þar um."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG voru á móti.

9.Erindi til sveitarstjórnar vegna óhlutbundinnar kosningar.

2204029

Erindi frá Sævari Ara Finnbogasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn hefur skoðað málið með tilliti til kostnaðar og ábyrgðar þess á því efni sem myndi birtast á slíkri síðu. Sveitarstjórn er þeirrar skoðunar að aðgengi íbúa sem áhuga hafa á að kynna framboð sitt sé nægjanlegt á samfélagsmiðlum. Sveitarstjórn getur því ekki orðið við erindi bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Ársreikningur Höfða 2021.

2204010

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan ársreikning fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Styrkbeiðni frá Félagi slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2204011

Erindi frá félagi slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styðja við verkefnið og styrkja Félag slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar um kr.500.000 vegna ferðar á björgunarsýningu í Þýskalandi.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Leirá 1 - Rekstrarleyfi.

2204001

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Svarfhólsskógur - rotþróa- og hreinsunarmál

1801015

Erindi frá Svarfhól ehf.
Erindið framlagt.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélags Grundartanga.

2203042

Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga.
Framlagt erindi Þróunarfélags Grundartanga.

15.Endurskipulagning sýslumannsembætta.

2203045

Erindi frá Dómsmálaráðuneyti.
Erindið framlagt.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er svohljóðandi:

"Í tilefni af fyrirhugaðri endurskipulagningu sýslumannsembætta leggur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga áherslu á að horft verði sérstaklega til þess að tryggja jafnt aðgengi að þjónustu um allt land og að þjónusta ríkisins verði sem víðast á landinu. Stjórnin tekur undir mikilvægi þess að leggja stóraukna áherslu á stafræna þjónustu og að markmiðið með breytingunum verði að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt. Einnig verði horft til þess að fjölga óstaðbundnum störfum og verkefnum utan höfuðborgarsvæðisins til að styðja við jákvæða byggðaþróun í landinu í samræmi við áherslur í byggðaáætlun. Þá hvetur stjórn sambandsins dómsmálaráðuneytið til að eiga í góðu samstarfi við landshlutasamtök og sveitarfélög í landinu áður en til breytinga kemur svo að tryggt verði að hlustað sé á raddir þeirra sem breytingarnar koma til með að hafa áhrif á."

Bókunin samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

2204007

Erindi frá Innviðarráðuneyti.
Erindið framlagt.

17.Umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.

2203067

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

18.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.

2203049

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt og vísað til kynningar hjá fjölskyldu- og frístundanefnd.

19.Umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

2203058

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

20.125. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2203066

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð.

21.126. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2204017

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð.

22.Aðalfundur HeV 2022.

2203015

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.

23.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

2202027

Aðalfundargerð ásamt skýrslu stjórnar.
Fundargerðin framlögð.

24.908. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2203064

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Efni síðunnar