Fara í efni

Sveitarstjórn

322. fundur 26. janúar 2021 kl. 15:00 - 15:47 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 321

2101001F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 24

2101003F

Fundargerðin framlögð.

EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

  • Fræðslunefnd - 24 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stefnu Skýjaborgar í stuðnings- og sérkennslumálum með áorðnum breytingum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að samþykkja stefnu Skýjaborgar í stuðnings- og sérkennslumálum með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 24 Það staðfestist hér með að umbótaáætlun sveitarfélagsins og Heiðarskóla í kjölfar úttektarskýrslu á starfsemi skólans er lokið. Líkt og fram kemur í svari skólastjóra eru samt sem áður margir matsþættir í viðvarandi vinnslu og verða áfram metnir í sjálfsmati skólans. Umbótavinnan hefur gengið mjög vel og hefur verið faglega unnin af starfsfólki skólans. Úttektin hefur verið mjög gagnleg fyrir sveitarfélagið og skólastarfið í Heiðarskóla. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og tekur undir þau atriði sem þar koma fram um gagnsemi þeirrar vinnu sem fram hefur farið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 24 Í gangi er endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar. Staða vinnunnar var kynnt fyrir nefndarmönnum. Liður í endurskoðuninni er að óska eftir yfirlestri og álitum frá hagsmunaaðilum, starfsfólki skólanna, foreldrum, börnunum sjálfum og nefndum sveitarfélagsins sem málin varða, á nokkrum stigum málsins. Fræðslunefnd óskar eftir því að skólastefnan fari til yfirlestrar og umsagnar í Fjölskyldu- og frístundanefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd um þá hluta er snúa að þeim nefndum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að drögin séu send til skoðunar og yfirlestrar hjá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd og Fjölskyldu- og frístundarnefnd og annarra aðila sem fram koma í bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 33

2101007F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 33 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar og útboðsgögn, kostnaðaráætlun, magntökuskrá, gerð lóðarblaða og jarðvegsskýrslu. Jafnframt er samþykkt að leita tilboða hjá Eflu, Mannvit, Verkís og VSÓ. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar og útboðsgögn, kostnaðaráætlun, magntökuskrá, gerð lóðarblaða og jarðvegsskýrslu vegna gatnagerðar á Lyngmel. Tilboða verði leitað hjá eftirtöldum fyrirtækjum, Eflu, Mannvit, Verkís og VSÓ."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 33 Tillaga lögð fram til kynningar og nefndin muni nýta sér þessi gögn til áframhaldandi vinnu varðandi stígagerð í Hvalfjarðarsveit. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja að lagður verði stígur frá Melahverfi og að Eiðisvatni. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 33 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins verði falið að hefja viðræður við eigendur Ferstiklu 2 í Ferstiklulandi á hugsanlegri endurskoðun á samningi varðandi nýtingu á vatni og húsnæði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 með síðari breytingum.

2005007

Síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um breytingar á ákvæðum samþykktar um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 með síðari breytingum og felur sveitarstjóra að óska staðfestingar ráðherra á breytingu samþykktarinnar og birtingu í Stjórnartíðindum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 nr. 29

2101033

Viðauki nr. 29
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun ársins 2020 um tilfærslu fjárheimilda milli deilda en um er að ræða ráðstöfun fjármagns af óvissum útgjöldum eignasjóðs inn á aðrar deildir eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja sbr. framlagðan viðauka. Samtals eru 10,5mkr. færðar af deild 31090, sameiginlegir liðir, lykli 5971, óviss útgjöld, inn á átta aðrar deildir að mismunandi fjárhæðum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku MN, LBP og GJ.

6.Kjör nýrra fulltrúa í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar.

2101060

Erindi frá Á lista.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Berglindi Jóhannesdóttur sem aðalmann í fræðslunefnd, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tilnefna Daníel Ottesen og Birnu Sólrúnu Andrésdóttur sem varamenn í fræðslunefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fyrirspurn til oddvita sveitarstjórnar frá Íbúalistanum um hitaveitumál.

2101059

Erindi frá Íbúalistanum.
"Fyrirspurn til Oddvita sveitastjórnar frá Íbúalistanum um Hitaveitumál

Á sveitastjórnarfundi þann 8. september 2020 var eftirfarandi bókun undir máli um hitaveitu, mál nr. 2009013.

Möguleikar á tengingum við hitaveitulagnir Veitna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að óska eftir tengingu við lögn Veitna í landi Beitistaða vegna hitaveitu fyrir Heiðarskóla og nærsvæði í samráði við íbúa sem gætu tengst nýrri veitu. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Veitur og Hitaveitu Hvalfjarðar um möguleika á frekari hitaveituvæðingu í Hvalfjarðarsveit.
Málinu er einnig vísað til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar til frekari vinnslu sem geri valkostagreiningu á þeim kostum annars vegar að tengja Heiðarskólasvæðið við Hitaveitu Hvalfjarðar eða lögn Veitna."

Í ljósi þess að ekkert hefur komið fram frá mannvirkja og framkvæmdanefnd rúmum 4 mánuðum eftir að þessu er vísað til hennar spyrja fulltrúar Íbúalistans:
* Hvar stendur þessi vinna sem vísað var til mannvirkja-og framkvæmdarnefndar?
* Mun óháður aðili vinna þessa valkostagreiningu?
* Eru einhverjar viðræður hafnar við Hitaveitufélag Hvalfjarðar?
* Ef svo er hvar standa þær?
* Eru einhverjar viðræður hafnar við Veitur?
* Ef svo er hvar standa þær?

Fyrir hönd Íbúalistans Elín Ósk Gunnarsdóttir og Ragna Ívarsdóttir"


Björgvin Helgason lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar vegna fyrirspurnar fulltrúa Íbúalistans um hitaveitumál:

"Unnið hefur verið að því að afla nauðsynlegra gagna svo forsendur til hönnunar séu sem bestar, t.a.m. með raungögnum frá Orkustofnun um raforkunotkun á þeim heimilum sem kynda með rafmagni í dag í sveitarfélaginu. Samið var við BMJconsultancy og VÁG um forhönnun og valkostagreiningu vegna hitaveitu fyrir Heiðarskóla og nærsvæði. Vinnu við frumáætlun er lokið en í henni eru lagðar til fjórar mismunandi sviðsmyndir til að byggja valkostagreiningu á. Þessi gögn þarf að rýna og meta en það er verkefnið sem nú stendur yfir. Það hafa verið viðræður við veitufyrirtækin, bæði Hitaveitufélag Hvalfjarðar og Veitur um möguleika frekari hitaveituvæðingar í sveitarfélaginu. Þó verður að segjast að erfiðlega hefur gengið að ná fundi með Veitum að undanförnu, en til stóð að halda fund í gær en fulltrúar Veitna boðuðu forföll á síðustu stundu, ekki hefur verið fundinn nýr fundartími. Í þeim samtölum sem átt hafa sér stað við þessi fyrirtæki er ekki hægt að greina annað en jákvæð viðbrögð og að aðilar séu reiðubúnir til frekara samtals og að skoða markaðslegar forsendur þess að útvíkka sín dreifikerfi eftir því sem hagkvæmt er og þau hafa getu og forsendur til."

Til máls tóku EÓG, GJ og MN.

8.Beiðni um færslu sveitarfélagamarka (breytt lögsögumörk).

2101013

Erindi frá Akraneskaupstað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2021.

2101030

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

2101032

Fundarboð og skýrsla starfshóps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að sitja fundinn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Fyrirspurn varðandi opna haugþró og eftirlit á Melabökkum.

2101062

Erindi landeigenda Melaleitis til Umhverfisstofnunar.
Erindi framlagt
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með eftirlitsaðila vegna málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

2101010

Erindi frá Umhverfis- og auðlindarráðuneyti.
Erindið framlagt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál.

2101058

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindið framlagt
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:47.

Efni síðunnar