Fara í efni

Sveitarstjórn

302. fundur 25. febrúar 2020 kl. 15:00 - 15:42 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1909023 - Ágreiningur vegna skólaaksturs. Málið verður nr.8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2002037 - Umsögn um frv. um br. á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna, mál S-34-2020 (drög fyrir fund í skipulagsmálanefnd). Málið verður nr.10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 301

2002001F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 12

2001008F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku DO og BÞ.

3.Styrkbeiðni frá Þróunarfélagi Grundartanga.

2002022

Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu til Þróunarfélags Grundartanga að fjárhæð kr. 2.500.000.- Styrkurinn verður nýttur til að skoða kosti þess að nýta umframvarma (glatvarma) frá Elkem til að koma upp hitaveitu á köldum svæðum í Hvalfjarðarsveit og jafnframt út á Akranes. Verkefnið er samstarfsverkefni Elkem, Veitna, Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Faxaflóahafna, og Þróunarfélags Grundartanga. Vegna þessa samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2020 en um er að ræða fjárveitingu að fjárhæð 2,5mkr. á deild 13089, lykil 5947, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Fannahlíð vegna þorrablóts.

2002018

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Fannahlíð laugardaginn 1. febrúar sl. vegna Þorrablóts Hvalfjarðarsveitar sem þar var haldið. Leigutekjur að fjárhæð kr. 60.000 verði færðar sem leigutekjur á Fannahlíð, deild 05053, lykil 0781 og á móti sem styrkur undir menningarmál á deild 05090, lykil 5115."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

EÓG vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Til máls tóku DO og LBP.

5.Styrkbeiðni vegna verkefna til framkvæmda og viðhalds í Álfholtsskógi.

2002025

Erindi frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við bréfritara um gerð styrktarsamnings vegna framkvæmda og viðhalds í Álfholtsskógi. Skógurinn er talsvert notaður af Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og íbúum og gestum til útivistar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt 7 greiddum atkvæðum.


6.Styrkbeiðni frá Félagi slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar vegna ferðar á ráðstefnu í Þýskalandi.

2002030

Erindi frá Félagi slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Félag slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar vegna ferðar á ráðstefnu í Þýskalandi um kr. 150.000.
Vegna þessa samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2020 en um er að ræða fjárveitingu að fjárhæð kr. 150.000.- á deild 07089, lykil 5947, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Til máls tóku RÍ, LBP, DO og BÞ.

7.Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

1903032

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa/yfirmanni framkvæmda að taka saman umbeðið yfirlit og leggja fyrir sveitarstjórnarfund eigi síðar en þann 24. mars nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ágreiningur vegna skólaaksturs.

1909023

Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að svara afstöðu ráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjóra er jafnframt falið að senda Sambandi íslenskra sveitarfélaga afrit af svari ráðuneytisins til upplýsinga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP, RÍ, GJ og DO.

9.Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

2002027

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga).
Lagt fram.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur tekið fyrir, fjallað um og samþykkt að senda inn umsögn við Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga í samræmi við áðursendar umsagnir sveitarfélagsins á fyrri stigum.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur á öllum stigum málsins mótmælt framkomnum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga og setningu laga um lágmarksfjölda íbúa. Ekki verður með góðu móti séð hvernig það að festa íbúafjölda við 1.000 íbúa lágmark hafi nokkur teljandi áhrif á sjálfbærni eða aukinn styrk sveitarfélaga. Frumvarpið tekur að engu leyti tillit til ólíkra samfélagsgerðar, landfræðlegra aðstæðna eða stöðu og styrks hvers sveitarfélags.

Hvalfjarðarsveit hefur sýnt mikinn metnað í því að uppfylla lögbundna og venjubundna þjónustu við sína íbúa. Sterkir tekjustofnar og ábyrg fjármálastjórn er meginforsenda og undirstaða þess að unnt sé að veita þá þjónustu sem er bæði skylt og valkvætt að veita íbúum sveitarfélagsins. Innviðauppbygging sveitarfélagsins hefur verið mikil frá sameiningu þeirra fjögurra sveitarfélaga sem nú mynda Hvalfjarðarsveit. Staða sveitarfélagsins er fjárhagslega sterk og tengsl stjórnsýslunnar við íbúa náin og sterk. Geta sveitarfélagsins til að sinna og ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð og forsendum er mjög góð og ræður þar reynsla stjórnsýslunnar og fjárhagsleg staða miklu. Hvalfjarðarsveit er fyllilega sjálfbært í sínum málum og stendur undir skuldbindingum sínum hvað varðar alla þjónustu, lögbundna eða valkvæða, hvort sem hún er innt af hendi af sveitarfélaginu sjálfu eða í gegnum samninga við önnur sveitarfélög.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur að íbúafjöldi sveitarfélags eigi ekki að vera mælistika á styrk þess til reksturs lögbundinna verkefna. Sjálfbærni sveitarfélags er mun mikilvægari þáttur en lágmarksíbúafjöldi sem grunnur að styrk. Sveitarstjórn telur það ólýðræðislegt að ætla að þvinga sveitarfélög til sameiningar gegn vilja þeirra með því að setja lög um lágmarksíbúafjölda án þess að íbúar eigi þess kost að greiða atkvæði þar um. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur mikilvægt að líta til styrks sveitarfélags sem telur færri en 1.000 íbúa og getur staðið undir lögbundnum verkefnum, veitt almenna þjónustu við íbúa, hvort sem hún er lögbundin eða valkvæð, og er sjálfbært að öllu leyti. Sérstaklega þarf að skoða hver staða slíks sveitarfélags yrði við sameiningu þar sem sameining sem ekki skilar hagræðingu í rekstri á ekki að eiga rétt á sér. Sameining sveitarfélaga eða stærð þeirra er ekki endilega ávísun á sjálfbærni eða aukinn styrk til reksturs lögbundinna verkefna.

Í 2. kafla frumvarpsins er einnig fjallað um fjárhagslegan stuðning við sameiningar og í því sambandi vill sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar koma þeirri skoðun á framfæri að tekjur Jöfnunarsjóðs eigi ekki að nota sem umbun eða plástur til sameininga sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mótmælir harðlega þeim áformum sem fram koma í frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að beita lögþvingunum með lágmarksíbúafjölda til sameiningar sveitarfélaga á Íslandi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hvetur ráðamenn til að virða sjálfsákvörðunarrétt íbúa í málefnum síns sveitarfélags en tillagan um lágmarksfjölda íbúa er sem slík í algjörri andstæðu við þær lýðræðislegu áherslur sem koma fram að öðru leyti í tillögunni.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda ofangreinda bókun inn í samráðsgáttina."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ og GJ.

10.Umsögn um frv. um br. á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna, mál S-34-2020 (drög fyrir fund í skipulagsmálanefnd).

2002037

Umsögn um frumvarp um eignarhald og nýtingu bújarða.
Lagt fram.

11.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál.

2002026

Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns).
Lagt fram.

12.Umsögn um reglugerð um héraðsskjalasöfn

2002024

Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.
Lagt fram.

13.Umsögn um verndun vatns sem gæti nýst við gerð vatnaáætlunar.

2002023

Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland.
Lagt fram og vísað til USN nefndar.

14.Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa, erindi til allra sveitarstjórna.

2002029

Erindi frá Félagi húsbílaeigenda og 4x4.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur ekki undir hugmyndir bréfritara um breytingar á 22. gr. Náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og hafnar þeim."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

15.106. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2002028

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

16.80. og 81. fundur menningar- og safnanefndar

2002031

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:42.

Efni síðunnar