Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

56. fundur 16. júní 2015 kl. 15:15 - 17:15

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og Ólafur Melsted embættismaður.

 

Daníel Ottesen  , ritaði fundargerð

 

Nefndarmál

1    Fyrirspurn vegna lóðar sem liggur fyrir innan Sólvelli 2.   -   Mál nr. 1505019

 

Borist hefur erindi frá Gunnari Ragnarssyni varðandi lóð innan við Sólvelli 2. Málið 

var tekið fyrir í sveitarstjórn 26. maí 2015 og gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn 

Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og samþykkir að vísa því 

til frekari umfjöllunar hjá USN-nefnd."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu enda hefur ekki verið mörkuð 

framtíðarstefna fyrir byggð á þessu svæði. Skipulagsfulltrúa er fa lið að afla gagna um 

svæðið.

 

2    Grundartangi - flæðigryfja -urðun spilliefna frá GMR   -   Mál nr. 1502037

 

Borist hefur erindi frá VSÓ Ráðgjöf varðandi viðbrögð hagsmunaaðila er varða 

fyrirhugaða urðun úrgangsefna í flæðigryfju. Málið var áður tekið fyrir á fundi USN 

nefndar 11. mars 2015 og afgreitt með eftirfarandi hætti:" USN-nefnd bendir á að 

umrædd starfsemi er háð framkvæmdaleyfi, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Flæðigryfjur sem þessar eru jafnframt starfleyfisskyldar og er líklegt að kanna þurfi 

með matsskyldu þ.e. hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum 

nr. 106/2000. Þá bendir nefndin á að flæðigryfjurnar á Grundartanga falla undir 

umhverfisvöktun samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem samþykkt er af 

Umhverfisstofnun og gildir fyrir árin 2012-2021. USNnefnd telur auk þess 

nauðsynlegt að nánari grein sé gerð fyrir þeim úrgangsefnum sem fyrirhugað er að 

urða og að lagt sé mat á efnasamsetningu þeirra m.t.t. þeirra efna sem nú þegar eru 

urðuð í flæðigryfjum á svæðinu. USN nefnd treystir sér ekki til að taka afstöðu til 

fyrirspurnarinnar fyrr en frekari gögn liggja fyrir."

 

Lagt fram.

 

3    Framkvæmdaleyfi - Landsnet - tengivirki vegna Silicor   -   Mál nr. 1506023

 

Borist hefur erindi frá Landsneti varðandi undirbúning fyrir framkvæmdaleyfi vegna 

framkvæmda við tengingar Silicor við tengivirki Landsnets.

 

Nefndin telur að hugmyndir Landsnets séu í samræmi við Aðalskipulag 

Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og deiliskipulag Grundartanga.

 

Skipulagsmál

 

4    Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð, Litli-Sandur   -   Mál nr. 1401020

 

Á 49. fundi USN nefndar 11. desember 2014 var gerð eftirfarandi bókun: USN nefnd 

leggur til við sveitarstjórn að heimila að auglýsa deiliskipulag Olíubirgðastöðvar á 

Litla-Sandi ásamt umhverfisskýrslu sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að 

teknu tilliti til ábendinga skipulagsfulltrúa við framlögð skipulagsgögn og honum falið 

að vinna málið áfram.

 

USN nefnd frestar afgreiðslu. Gögnin þarfnast lagfæringar. Skipulagsfulltrúa er falið 

að koma ábendingum til höfundar skipulags.

 

5  Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál   -Mál nr. 1409023

 

Erindi hefur borist frá Norðuráli hf. dags. 5. mars 2015 vegna aukningar í framleiðslu 

Norðuráls á Grundartanga. Málið var tekið fyrir á 54. fundi USN nefndar 20. maí 2015 

og gerð eftirfarandi bókun. "Málinu frestað, nefndarfólk óskaði eftir lengri tíma til að 

kynna sér gögnin."

 

USN nefnd frestar afgreiðslu. Gögnin þarfnast lagfæringar. Skipulagsfulltrúa er falið 

að koma ábendingum til höfundar skipulags. Jafnframt bendir USN nefnd á bókun 

sveitarstjórnar frá 27. mai 2014 þar sem fram kemur að: "Hvalfjarðarsveit fer fram á 

að samhliða framleiðsluaukningu verði settur upp búnaður með bættu afsogi frá 

kerum sem í notkun eru og að það geti vegið á móti framleiðsluaukningunni á 

stækkunartímabilinu, í samræmi við það sem Norðurál hefur kynnt opinberlega. 

Þannig sé unnið markvisst að því að losun flúors og brennisteinsdvíoxiðs aukist ekki á 

iðnaðarsvæðinu, þrátt fyrir fyrirhugaða framleiðsluaukningu."

 

6    Krafa um ógildingu deiliskipulag - Glammastaðir   -   Mál nr. 1505015

 

Borist hefur erindi frá Land-lögmenn fh. Valz þar sem farið er fram á ógildingu 

deiliskipulags vegna Glammastaða. Málið var tekið fyrir á fundi USN nefndar 20.maí 

2015 og gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að 

leita álits lögmanns og Skipulagsstofnunar vegna erindisins."

 

Skipulagsfulltrúi hefur leitað álits lögmanns og niðurstaða hans er að hafna beri kröfu 

landeiganda um ógildingu deiliskipulags. USN leggur til við sveitarstjórn að hafna 

beri ógildingu deiliskipulags á grundvelli álits lögmanns.

 

7    Jarðvegsmanir - Grundartangi - drög að útfærslu.   -   Mál nr. 1506025 

 

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum varðandi drög að tillögu um jarðvegsmanir á 

Grundartanga.

 

Lagt fram.

 

8  Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðarvatns   -   Mál nr. 

1506031

Borist hefur erindi frá KRark fyrir hönd Valz ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að 

deiliskipuleggja hluta af Glammastaðalandi milli þjóðvegar og Þórisstaðavatns.Hér er 

um lögbýlisjörð að ræða og hefur landeigandi óskað eftir að reisa lögbýli á þessum

stað.

 

Málinu frestað, skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að skoða málið. USN nefnd 

bendir í þessu sambandi á fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar frá 15. desember 2014 er 

varðar ósk um undanþágu frá skipulagsreglugerð 90/2013 um fjarlægð milli bygginga 

og vega á Glammastöðum.

 

9  Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.   -Mál nr. 1308017

 

Á 33. fundi USN nefndar 20. janúar 2014 var gerð eftirfarandi bókun "USN nefnd 

leggur til við sveitarstjórn að leitað verði umsagnar um lýsinguna og hún kynnt íbúum 

sveitarfélagsins sbr. 4.2.4. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013. Á 163. fundi 

sveitarstjórnar var tillagan samþykkt samhljóða.

 

USN leggur til við sveitarstjórn að áður samþykkt tillaga frá 20. janúar 2014 (liður 

15) um breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varðar 

landbúnaðarsvæði fari í sinn lögformlega feril.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

10    Skálatangi - Lnr.133711 - Niðurrif   -   Mál nr. 1506026

 

Sótt er um niðurrif á jörðinni Skálatangi, lnr. 133711. Um er að ræða niðurrif á einni 

byggingu með tveimur matshlutum. Fyrri matshlutinn er alifuglahús, mhl.05, byggt 

1950 og er 32,3 fm. Seinni matshlutinn er geymsla, mhl.06, byggt 1960 og er 36,5 fm.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til niðurrifs á fyrrgreindum 

byggingum.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15 .

Efni síðunnar