Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

52. fundur 11. mars 2015 kl. 15:30 - 17:30

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður, Ólafur 

Melsted embættismaður og Guðný Elíasdóttir embættismaður.

 

Ása Hólmarsdóttir  nefndarmaður, ritaði fundargerð.

 

DO vék af fundi kl: 17:25 og ÓIJ kl: 18:20

Nefndarmál

 

1    Dagur umhverfis 2015   -   Mál nr. 1503007

 

Dagur umhverfisins er 25. apríl nk.

 

USN-nefnd hefur fengið boð frá umhverfisnefnd Heiðarskóla um að taka þátt í 

umhverfisráðstefnu miðvikudaginn 22. apríl í tengslum við Dag umhverfisins sem 

verður 25. apríl nk. Nefndin þiggur boðið með þökkum og hefur leitað til Íslenska 

Gámafélagsins um að senda fulltrúa á ráðstefnuna sem jafnframt héldi stutt erindi um 

umhverfismál og flokkun og segði viðstöddum einnig frá fjölnota poka sem fyrirhugað 

er að framleiða fyrir Hvalfjarðarsveit að áeggjan nemenda í skólum 

Hvalfjarðarsveitar.

Einnig hyggst nefndin, í samstarfið við Íslenska Gámafélagið, endurútgefa 

flokkunarhandbók með upplýsingum um flokkun og fleira í tengslum við Dag 

umhverfisins.

Þá stefnir nefndin að því að bjóða sveitungum og öðrum áhugasömum í gönguferð um 

áhugavert svæði í Hvalfjarðarsveit á Degi umhverfisins þann 25. apríl nk.

 

2    Grundartangi - flæðigryfja -urðun spilliefna frá GMR   -   Mál nr. 1502037

 

VSÓ Ráðgjöf fh. GMR óskar eftir umsögn um fyrirhugaða förgun GMR í flæðigryfjur 

á Grundartangasvæðinu.

 

USN-nefnd bendir á að umrædd starfsemi er háð framkvæmdaleyfi, sbr. 13. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010. Flæðigryfjur sem þessar eru jafnframt starfleyfisskyldar 

og er líklegt að kanna þurfi með matsskyldu þ.e. hvort framkvæmdin sé háð mati á 

umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000. Þá bendir nefndin á að flæðigryfjurnar á 

Grundartanga falla undir umhverfisvöktun samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem 

samþykkt er af Umhverfisstofnun og gildir fyrir árin 2012-2021. USN-nefnd telur auk 

þess nauðsynlegt að nánari grein sé gerð fyrir þeim úrgangsefnum sem fyrirhugað er 

að urða og að lagt sé mat á efnasamsetningu þeirra m.t.t. þeirra efna sem nú þegar 166 

eru urðuð í flæðigryfjum á svæðinu. USN nefnd treystir sér ekki til að taka afstöðu til 

fyrirspurnarinnar fyrr en frekari gögn liggja fyrir.

 

3    Vorhreinsun 2015   -   Mál nr. 1503006

 

Byggingar- og skipulagsfulltrúi kynntu stöðu vorhreinsunar síðustu ára.

 

Byggingarfulltrúi lagði fram gögn um vorhreinsun síðasta árs.

Málið áfram í vinnslu nefndarinnar.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

4    Umhverfisnefnd Heiðarskóla.   -   Mál nr. 1502015

 

Fundir voru haldnir fimmtudaginn 26. febrúar sl. í Heiðarskóla og í leikskólanum 

Skýjaborg með umhverfisnefnd grunnskóla og leikskóla.

 

USN nefnd þakkar góðar móttökur sem hún fékk í skólunum og þiggur boð um þátttöku 

í umhverfisráðstefnunni 22. apríl nk. Einnig fagnar nefndin áhuga nemenda á báðum 

skólastigum á að minnka plastnotkun og mun styðja við verkefnið.

 

5    Erindisbréf nefnda   -   Mál nr. 1111013

 

Nefndarmönnum var falið að kynna sér erindisbréf á síðasta fundi USN nefndar.

 

Drög að uppfærðu erindisbréfi rædd.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og gera breytingar í 

samræmi við umræður á fundinum.

 

6    Skráning póstnúmera m.t.t. uppruna úrgangs.   -   Mál nr. 1502048

 

Borist hefur erindi frá Sorpurðun Vesturlands varðandi skráningu póstnúmera m.t.t. 

uppruna úrgangs.

 

Lagt fram og kynnt.

 

7    Stefnumótun USN nefndar   -   Mál nr. 1503014

 

Sveitarstjórn hefur hafið vinnu við stefnumótun í málefnum sveitarfélagsins.

 

Formaður nefndarinnar kynnti drög að stefnumótunarvinnu fyrir USN nefnd.

Nefndarmönnum falið að kynna sér málið milli funda.

Stefnt að vinnufundi þann 24. mars n.k kl:17.

 

8    Ráðstefna - úrgangsnýting   -   Mál nr. 1503015

 

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi leiðir sveitarfélaga til 

betri úrgangsnýtingar. Um er að ræða tvær ráðstefnur annarsvegar fimmtudaginn 19. 

mars 2015 í Reykjavík og hinsvegar föstudaginn 20. mars 2015 í Gunnarsholti.

 

USN fjallaði um erindið og tók ákvörðun um að fulltrúi sveitarfélagsins á ráðstefnum 

þessum yrði umhverfis - og skipulagsfulltrúi.

 

9   Tilkynning frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um styrkveitingu til 

framkvæmda við göngustíga, uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í 

Botnsdal í Hvalfirði.   -   Mál nr. 1406013

 

Borist hefur erindi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti varðandi styrk frá 

Framkvæmdasjóði ferðamanna vegna verkefnisins "Glymur í Botnsdal" að upphæð kr. 

830.000.

 

USN nefnd fagnar styrkveitingunni. 

Fyrirhugað er að halda fund með landeigendum þann 17. mars n.k. kl:16 í 

stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.

 

Skipulagsmál

 

10    Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál   -Mál nr. 1409023

 

Erindi barst frá Norðuráli hf. dags. 5.mars s.l um skipulagsmál vegna aukningar 

framleiðslu Norðuráls á Grundartanga.

 

Málinu frestað og umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

 

11   Óveruleg breyting á deiliskipulagi vestursvæðis við Grundatanga, lóð Kratus 

hf.   -   Mál nr. 1502019

 

Málinu var frestað á síðasta fundi USN nefndar vegna ófullnægjandi gagna. 

Fullnægjandi gögn óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vestursvæðis á 

Grundartanga vegna lóðar Klafastaðavegar 4. Breytingin er fólgin í stækkun 

byggingarreitar um 87 fm í átt að Klafastaðavegi.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deilskipulagi 

lóðarinnar að undangenginni grenndarkynningu fyrir Klafastaðavegi 1, 2, 2a og 6 og 

Tangavegi 1 og 3 en áréttar jafnframt við umsækjanda, að fylgja í einu og öllu þeim 

skilmálum sem nú þegar hafa verið samþykktir fyrir svæðið. Nefndin bendir 

sérstaklega á almenna skilmála er varðar mengunarvarnarbúnað og loftræsikerfi en 

hvoru tveggja skal vera af bestu gerð. Þá er þess krafist að sérstaklega sé hugað að 

meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum úr landi. 

Þá skal frágangur lóða vera í samræmi við aðaluppdrætti og öllum framkvæmdum við 

hús og á lóð, þar með talið frágangur lóðar með bundnu slitlagi gróðri og umhverfi, 

skal lokið innan fjögurra ára frá úthlutun lóðar.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

12    Litli Sandur - Olíustöð - Lnr. 192332 - Stofnun lóða 1 3 4   -   Mál nr. 1503002

 

Sótt er um stofnun lóða nr. 1,3 og 4 á Litla Sandi - Olíudreifing ehf.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna.

 

13    Mýrarholtsvegur 2, Grundartanga.   -   Mál nr. 1503018 

 

Sótt er um leyfi fyrir byggingu atvinnuhúsnæðis. Húsið er úr steinsteyptum einingum 

og burðarvirki þaks er úr límtré. Húsið er að hluta til á tveimur hæðum. Húsið er 

skipulagt sem lager og verkstæði auk skrifstofurýma og aðstöðu fyrir starfsmenn.

 

USN nefnd fer fram á að farið verði í óverulega breytingu á deiliskipulagi og að 

jafnframt fari fram grenndarkynning fyrir Faxaflóahöfnum og Elkem vegna þess að 

fyrirhuguð bygging fer út fyrir byggingareit. 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

14    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 32   -   Mál nr. 1503004F

 

Lagt fram og kynnt.

 

14.1   BF040165 - Fornistekkur 4

14.2   1502008 - Fornistekkur 4 - Rekstrarleyfi

14.3   1311016 - Klafastaðavegur 12 - Stöðuleyfi gáma

14.4   1411004 - Litli Sandur - Hvalstöð - Mhl.11

14.5   1502034 - Miðgarður - Þorrablót 2015 - Tækifærisleyfi

14.6   1311001 - Norðurál - Gröf - Stöðuleyfi, umhverfisvöktun

14.7   1501014 - Tangavegur 8 - Stofnun lóðar

14.8   1404015 - Hafnarfjall 2 - Rekstrarleyfi - Veitingarhús og hótel

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

Efni síðunnar