Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

40. fundur 26. maí 2014 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Daníel Ottesen  aðalmaður, ritaði fundargerð.

 

 

Nefndarmál


1 Kynning á drögum að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023.   -   Mál nr.
1405027


Landsnet kynnir drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 sbr. lög nr.
105/2006. Frestur til að gera athugasemdir eða kom með ábendingar er til 18. júní 2014.

USN nefnd leggur til að lögmaður sveitarfélagsins vinni tillögu að svari
Hvalfjarðarsveitar m.t.t. fyrningu eldri lína, lagningu jarð- og sæstrengja.


Skipulagsmál


2    Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.   -   Mál nr. 1403029


A) Lýsing stefnumörkunar var kynnt á opnum kynningarfundi í Fannahlíð þann 8. maí
2014. Frestur til að skila inn ábendingum var þann 22. maí sl. Umsagnir bárust frá
Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Bláskógabyggð, Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð og
Elkem Ísland ehf.. Skipulagsstofnun, Vegagerðin og Bláskógabyggð gera ekki
athugasemdir við efni lýsingarinnar.


B) Tillaga breytingar aðalskipulags stefnumörkunar lögð fram.


A) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Umhverfisvaktarinnar við
Hvalfjörð við efni lýsingar verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit gefur ekki út
starfsleyfi og ákveður því ekki þau mörk sem þar eru sett. Hvalfjarðarsveit hefur hins
vegar í mörg undanfarin ár átt samstarf við Elkem og Norðurál um að dregið sé úr
losun mengandi efna frá starfseminni með endurbótum á hreinsibúnaði.Þetta starf hefur
þegar skilað árangri og gert er ráð fyrir að samstarfið haldi áfram. Ábendingar
Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu til
breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingar Elkem Ísland efh. við efni lýsingar
verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit þekkir starfsleyfi Elkem Ísland ehf. Í 
umfjöllun með lýsingunni er gerð grein fyrir því að skv. starfsleyfum er ekki verið að
nýta nema hluta þeirra losunarheimilda sem fyrirtækið hefur. Tilgangur
skipulagsverkefnisins er ekki að setja núverandi starfsleyfi skorður enda er það ekki í
valdi Hvalfjarðarsveitar að breyta gildandi starfsleyfum. Tilgangur
skipulagsverkefnisins er að móta stefnu til framtíðar um hvers konar starfsemi geti
byggst upp á svæðinu í viðbót við þá starfssemi sem fyrir er. Ábendingar Elkem Ísland
ehf. eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu til breytingar á aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.


B) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting stefnumörkunar aðalskipulags um
iðnaðarsvæði verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2.
mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lokinni kynningu verði
aðalskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.


3 Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga   -   Mál nr.
1311026


A) Lýsing landnotkunarbreytingar aðalskipulags á Grundartanga var kynnt á opnum
kynningarfundi í Fannahlíð þann 8. maí 2014. Frestur til að skila inn ábendingum var
þann 22. maí sl. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni,
Bláskógabyggð, Kjósarhreppi og Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð. Skipulagsstofnun,
Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Bláskógabyggð gera ekki athugasemdir við efni
lýsingarinnar.


B) Tillaga breytingar aðalskipulags landnotkunar á Grundartanga lögð fram.


A) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingar Kjósarhrepps við efni lýsingar
verði svarað á þá leið að Hvalfjarðarsveit skilur áhyggjur af áhrifum iðnaðarstarfssemi
við Grundartanga og áhrifum á matvælaframleiðslu, ferðamennsku og upplifun
ferðamanna á hreinni náttúru, sem allt skiptir einnig máli í Hvalfjarðarsveit. Sú tillaga
sem hér er til umfjöllunar um breytta landnotkun í aðalskipulagi tekur á þessu með því
að þar er gert ráð fyrir að á þeim svæðum sem skilgreind verða til iðnaðar verði ekki
leyfð starfsemi sem auki losun á flúor eða brennisteinstvíoxíði. Í úttekt sem
Faxaflóahafnir létu vinna í maí 2013 á umhverfisáhrifum við Grundartanga kom fram
að þolmörkum væri náð vegna brennisteinstvíoxíð við ytri mörk þynningarsvæðis. Ekki
liggja fyrir mælingar um slíkt umhverfisálag utan þynningarsvæðis en Hvalfjarðarsveit
fylgist grannt með umhverfisvöktun á svæðinu. Hvalfjarðarsveit telur sig hafa farið að
lögum við undirbúning þeirrar aðalskipulagsbreytingarinnar. Við meðferð hefur verið
haft samráð við alla sem samkæmt lögum ber að hafa samráð við. Með því að svara
ábendingum við lýsingu skipulagsverkefnis telur Hvalfjarðarsveit sig hafa gengið
lengra en lög krefjast við undirbúning aðalskipulagsbreytingar. Ábendingar
Kjósarhrepps eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu um breytingar á
aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að ábendingum Umhverfisvaktarinnar við
Hvalfjörð við efni lýsingar verði svarað á þá leið að með þeirri skipulagsbreytingu, sem
lýsing hefur verið lögð fram um, er Hvalfjarðarsveit að stækka iðnaðarsvæði við
Grundartanga. Í tillögunni eru skýr ákvæði um að ekki sé heimil starfsemi sem eykur
losun flúors eða brennisteinstvíoxíðs á því svæði sem tillagan nær til. Hvalfjarðarsveit 
skilur áhyggjur af áhrifum iðnaðarstarfssemi við Grundartanga á matvælaframleiðslu,
ferðamennsku og upplifun ferðamanna á hreinni náttúru í Hvalfjarðarsveit. Sú tillaga
sem hér er til umfjöllunar um breytta landnotkun í aðalskipulagi tekur á þessu með því
að heimila ekki starfsemi sem losar flúor eða brennisteinstvíoxíði. Í úttekt sem
Faxaflóahafnir létu vinna í maí 2013 á umhverfisáhrifum við Grundartanga kom fram
að þolmörkum væri náð vegna brennisteinstvíoxíð við ytri mörk þynningarsvæðis. Ekki
liggja fyrir mælingar um slíkt umhverfisálag utan þynningarsvæðis en Hvalfjarðarsveit
fylgist grannt með umhverfisvöktun. Hvalfjarðarsveit gefur ekki út starfsleyfi og
ákveður því ekki þau mörk sem þar eru sett. Hvalfjarðarsveit hefur í mörg ár átt
samstarf við stærstu iðjuverin við Grundartanga um að dregið sé úr losun mengandi
efna frá starfseminni með endurbótum á hreinsibúnaði. Þetta starf hefur þegar skilað
árangri og og gert er ráð fyrir að samstarfið haldi áfram. Hvalfjarðarsveit rekur
slökkvilið í samstarfi við Akraneskaupstað og náið samstarf er við slökkvilið
nágrannasveitarfélaga. Stöðugt er unnið að uppfærslu verklags og viðbragðsáætlana
sem heyra undir starfssvið slökkviliðsins. Ábendingar Umhverfisvaktarinnar við
Hvalfjörð eru ekki taldar hafa áhrif á umrædda tillögu um breytingar á aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Afgreiðsla: samþykkt með atkvæðum DO.SAF.BH.ÓJ.
AH situr hjá.


B) USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting landnotkunar aðalskipulags við
Grundartanga verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2.
mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lokinni kynningu verði
aðalskipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla: samþykkt með atkvæðum DO.SAF.BH.ÓJ.
AH situr hjá.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa


4    Stofnun lóða úr Gröf - Akur - Melhagi 2 - Jaðar   -   Mál nr. 1405047


Sótt er um að stofna 3 lóðir úr landi Grafar, lnr.133629. Melhagi 2, stærð 1,4 ha og mun
sameinast Melhaga, Lnr.200319. Jaðar, stærð 2,33 ha, íbúðarhúsalóð. Akur, stærð 0,7
ha, annað land.


AH vék af fundi undir þessum lið. Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir
liggur samþykki eigenda aðliggjandi lands.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00 .

Efni síðunnar