Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

47. fundur 20. febrúar 2010 kl. 20:00 - 22:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Arnheiður setti fundinn og bauð fólk velkomið

1. Ársskýrsla umhverfisnefndar Hvalfjarðarsveitar. Drög lögð fram og þau samþykkt.

Arnheiði falið að koma þeim til Umhverfisstofnunar og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

 

2. Sorphirða í Hvalfjarðarsveit. Lögð fram afgreiðsla sveitarstjórnar frá 9. febrúar 2010.

Þar kemur m.a. fram að ákveðið hefur verið að auka flokkun á úrgangi frá heimilum í Hvalfjarðarsveit. Umhverfisnefnd styður þetta fyrsta skref í átt til aukinnar flokkunar úrgangs.

 

3. Greinargerð Náttúrustofu Vesturlands um umhverfisvottað Ísland. Lögð fram.

 

4. Fyrirspurn er varðar loftslagsáætlanir sveitarfélaga. Erindi sent rafrænt frá Stefáni Gíslasyni 8. febrúar sl. Nefndin hefur þegar tekið erindið fyrir milli funda og sent frá sér svör en þau þurftu að berast fyrir 12. febrúar sl.

 

5. Heimildaöflun fyrir Hvalfjarðarsveit. Erindi frá Róbert Stefánssyni. Arnheiður lagði fram upplýsingar frá Róberti hjá Náttúrustofu Vesturlands er varða heimildaöflun um náttúrufar í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt að fá Náttúrustofuna í verkefnið.

 

6. Hollur er heimafenginn baggi. Upplýsingar frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.

Arnheiði falið að hafa samband við tengilið verkefnisins og afla frekari upplýsinga um verkefnið.

 

7. Flúorinnihald í hrossabeinum. Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dags. 01.02.10.

Jafnframt lögð fram bókun sveitarstjórnar frá 9. febrúar vegna sama erindis ásamt upplýsingum um kostnað vegna sýnatöku. Talsverðar umræður urðu um málið og nefndarmenn fóru yfir áður framkomnar athugasemdir frá nefndinni er varðar vöktun og mælingar frá stóriðjunni á Grundartanga. Nefndin hefur m.a. átt fundi með UST, sent inn erindi og beint fyrirspurnum til Norðuráls og Elkem á Íslandi varðandi mælingar og eftirlit. Nefndin leggur á það áherslu nú sem fyrr að eftirlit með mengandi efnum frá stóriðjuverum í sveitarfélaginu sé eins og best verður á kosið. Arnheiði falið að ítreka fyrirspurnir og athugasemdir frá nefndinni, bæði til fyrirtækjanna og eftirlitsaðilanna. Baldvin og Arnheiði jaframt falið að hafa samband við Sigurð Sigurðarson vegna sýnatöku úr fleiri hrossum í nágrenni við þynningarsvæði stóriðjunnar.

 

8. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna líparítnámu 2 í landi Litla-Sands. Erindi frá sveitarstjórn dags. 9. febrúar 2010. Arnheiður vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

 

9. Varðliðar umhverfisins. Upplýsingar frá tengiliðum lagðar fram. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins.

 

10. Önnur mál.

Fyrirspurn frá Gauta er varðar ábyrgð eiganda alifuglabúa í Hvalfjarðarsveit og tilkynningaskyldu ef upp koma sýkingar á búunum. Arnheiði falið að kanna málið hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands m.a. með tilliti til hugsanlegrar mengunarhættu t.d. í grennd við vatnsból.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 21:40

Efni síðunnar