Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

31. fundur 08. september 2008 kl. 18:00 - 20:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen og Andrea Anna Guðjónsdóttir, sem ritaði fundargerð. Þorvaldur Magnússon, hundaeftirlitsmaður sat einnig fundinn.

Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

 

1. Fundargerð 30. fundar nefndarinnar upplesin og undirrituð. Engar athugasemdir gerðar.

2. Hundahald í Hvalfjarðarsveit. Þorvaldur greindi frá sínum störfum. Hann hefur lokið yfirferð sinni um sveitarfélagið, skráð alla hunda og eru þeir um 110 talsins. Nokkrar umræður urðu um samþykkt um hundahald í Hvalfjarðarsveit og einnig um gjaldskrána sem henni fylgir. Nefndin leggur það til við sveitastjórn að skráningargjald verði innheimt sem fyrst. Þorvaldi falið að undirbúa hundahreinsun sem áætluð er í nóvember.

3. Umhverfisviðurkenningar í Hvalfjarðarsveit. Alls bárust 10 tilnefningar og dómnefnd er að störfum. Stefnt er að verðlaunaafhendingu í október.

4. Flúromengun í Hvalfjarðarsveit. Áframhaldandi umræður um flúormengun frá Norðuáli. Nefndin leggur eftifarandi til, og felur Arnheiði að fylgja því eftir við sveitarstjórn og Norðurál:

  1. Kannað verði hvort ekki sé ástæða til að fjölga vöktunarstöðvum fyrir loftgæði.
  2. Að lagður verði af heyskapur og beit innan þynningarsvæðis álversins fyrir flúor.
  3. Að framkvæmd mælinga (hvort sem um er að ræða loftgæði, mælingar í gróðri eða mælingar í búfé) sé bætt þannig að tryggt sé að þær séu gerðar á tilsettum tímum og á öllum vöktunarstöðvum. Það telur nefndin nauðsynlegt til að viðhalda trúverðugleika og samanburðarhæfni mælinga. 
  4. Kallað verði eftir vöktunaráætlun frá Umhverfisstofnun, þar sem vöktunarstaðir og mæliaðferðir eru ekki tilgreindar í starfsleyfi heldur eingöngu í umræddri vöktunaráætlun. Nefndin telur eðlilegt að fram fari endurskoðun á vöktunaráætluninni m.t.t. staðsetningar og stækkunar verksmiðjunnar.

5. Vatnsverndarmál. Almennar umræður um málaflokkinn, en samkvæmt erindisbréf á umhverfisnefnd m.a. að annast málefni varðandi vatnsveitur sveitarfélagsins skv. ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923 og laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Arnheiði falið að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og kanna möguleikann á að fá fulltrúa þaðan inn á næsta fund nefndarinnar og ræða þessi mál betur.

6. Umsögn um starfsleyfi Skeljungs vegna olíubirgðastöðvar við Digralæk. Lögð fram drög af umsögn um starfsleyfi Skeljungs hf. Drögin samþykkt með lítilháttar breytingum. Arnheiði falið að kynna umsögnina fyrir sveitarstjórn.

7. Málefni Grunnafjarðar. Samkvæmt auglýsingu um friðlýsingu Grunnafjarðar gilda ákveðnar reglur um friðlandið. Segir m.a að umsjón friðlandsins skuli vera í höndum 3 ja manna umsjónanefndar. Er það skilningur Umhverfisnefndar að Hvalfjarðarsveit tilnefni tvo nefndarmenn og Umhverfistofnun einn, sem jafnframt er formaður og saman skipa þeir Grunnafjarðarnefnd. Umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til sveitastjórnar að hún tilnefni tvo menn í nefndina og komi þeirri tilnefningu á framfæri við Umhverfisstofnun.

 

Önnur mál:

1. Gönguleiðir í Hvalfjarðarsveit. Andrea bar fram fyrirspurn um merkingu gönguleiða og aðgengi að þeim. Nokkrar umræður urðu um gönguleiðir í Hvalfjarðarsveit og nefndin leggur til að kort með gönguleiðum verði gert aðgengilegt á vef sveitarfélagsins.

2. Hundaeftirlitsmaður kom fram með þá ábendingu að fólk gætti að köttum sínum því hann hefur fengið kvartanir vegna villikatta í sveitarfélaginu.

 

Fleira var ekki rætt fundi slitið kl: 19:40

Næsti fundur er áætlaður 13. október 2008.


Efni síðunnar