Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

27. fundur 10. mars 2008 kl. 17:00 - 19:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.  Þá sat Skúli Lýðsson skipulags- og byggingafulltrúi einnig fundinn.

Arnheiður setti fundinn, bauð fólkið velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

  1. Fundargerð 26. fundar. Arnheiður las yfir og útskýrði einstaka liði fyrir nefndarmönnum. Fundargerðin samþykkt og undirrituð.

 

  1. Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.

Arnheiður greindi frá að tillaga nefndarinnar um að innifalið í sorphirðugjaldi heimila sé ein 360 L. tunna per. Heimili og að stærri og/eða fleiri sorpílát verði greidd af viðkomandi notanda, hafi verið samþykkt var í sveitastjórn. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að brýnt sé að útfæra þessa tillögu sem fyrst og kynna íbúum.

Umræða um grenndarstöðvar í sveitafélaginu. Arnheiður lagði fram kvartanir sem hafa borist skrifstofu sveitarfélagsins, fyrst og fremst vegna sorphirðugjalda á sumarhús. Almenn umræða um úrgangsmál. Arnheiði og Skúla er falið að ganga á eftir svörum frá Gámaþjónustunni.

 

  1. Samþykktir um fráveitur og meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.

      Lagt fram til kynningar.

 

  1. Erindi frá Kristjáni Aðalbjörnssyni er varðar varðveislu hernaðarmannvirkja í Hvalfjarðarsveit.

Í máli formanns kom fram að þetta málefni hafi verið rætt í tengslum við vinnu við aðalskipulagsgerð Hvalfjarðarsveitar. Umræður um málefnið og Skúli greindi frá að gróf fornminjaskrá væri til og stefnt er að því að koma þessum gögnum á heimasíðu sveitafélagsins innan tíðar.

 

  1. Erindi Skipulagsstofnunar, dags, 21. febrúar sl. er varðar efnistöku Björgunar ehf. af hafsbotni í Hvalfirði. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun.  Lagt fram til kynningar.

 

Önnur mál.

  1. Baldvin greindi frá því að hann hafi kynnt sér  málið vegna niðurstaðna umhverfisvöktunar og aukningar í flúormengun á milli ára. Í ljósi framangeindra niðurstaðna umhverfisvöktunar leggur nefndin til að ítarlegri rannsókn á áhrifum flúormengunar fari fram í samvinnu við Sigurð Sigurðarsson,  dýralæknir. Rannsókn þessi feli m.a í sér að skoðaðar verði tennur á þeim bæjum þar sem sýnataka hefur farið fram, og ástandið verði metið í framhaldinu út frá þeim niðurstöðum.

 

  1. Erindi frá Bylgju Mist Gunnarsdóttur dags. 10.mars um endurvinnslugáma í Melahverfi. Nefndin tekur undir vangaveltur Bylgju og þakkar henni  sýndan áhuga á umhverfismálum í sveitafélaginu. Hugmyndir Bylgju falla vel að framtíðarsýn umhverfisnefndar hvað varðar aukna sorpflokkun í sveitafélaginu. Umrætt erindi verður tekið upp samhliða viðræðum við Skúla og Arnheiðar við Gámaþjónustuna.

 

  1. Kynning á verkefni Héraðsáætlun Landgræðslunnar. Lagt fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl.  18:36

 

Næsti fundur áætlaður  14.apríl.

 

 

Andrea Anna Guðjónsdóttir, ritari

Efni síðunnar