Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

25. fundur 03. janúar 2008 kl. 20:00 - 22:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Gauti Halldórsson, Baldvin Björnsson og Petrína Ottesen sem ritaði fundargerð. Andrea Anna Guðjónsdóttir boðaði forföll og María Lúísa Kristjánsdóttir mætti í hennar stað.

1.
Fundargerð 24. fundar umhverfis-og náttúruverndarnefndar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
2.
Fjárhagsáætlun 2008. Nefndin fór ýtarlega yfir kostnað vegna sorphirðu árið 2007. Raunkostnaður við sorphirðu sumarhúsa er kr. 12.044 pr. hús og leggur nefndin til að sorphirðugjald verði, eins og á síðasta ári, 75% af raunkostnaði eða kr. 9.033. Kostnaður vegna sorphirðu á hvert íbúðarhúsnæði árið 2007 er kr. 20.686 og leggur nefndin til að, eins og í fyrra, verði sorphirðugjald 60% af kostnaði eða kr. 12.412. Einnig leggur nefndin til að markvisst verði skráður fjöldi sorptunna og stærð þeirra í sveitarfélaginu til að skapa betri yfirsýn yfir málaflokkinn. Umhverfis- og náttúrverndarnefnd hefur að markmiði að á næstu fjórum árum verði sorphirðugjöld færð í áföngum til þess horfs að þau standi undir kostnaði við sorphirðu. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur til að vorhreinsun verði efld og gámum á völdum stöðum verði jafnvel fjölgað frá fyrra ári, en jafnframt leggur nefndin til að hætt verði að útdeila gámum á lögbýli endurgjaldslaust. Fundargerð fylgja auk þess minnispunktar og gögn formanns eftir yfirferð reikninga er málaflokkin varða.
Varðandi aðra þætti í fjárhagsáætlun leggur nefndin fram sérstakt vinnublað.
3.
Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd, umsögn varðandi breytingu á hluta af landi Dragháls úr landbúnaðarnotum í frístundabyggð. Umrætt svæði er á skilgreindu vatnsverndarsvæði, merktu grann- og fjarsvæði. Erindinu fylgdi uppdráttur af svæðinu. Afgreiðsla: Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggst gegn byggð á grannsvæði, sbr. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns (með síðari breytingum), en gerir ekki athugasemd við þann hluta skipulagsins sem er á fjarsvæði enda segir í texta með uppdrættinum að um sé að ræða byggð á fjarsvæði.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 22.36
Petrína Ottesen
fundarritari 

Efni síðunnar