Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

15. fundur 11. apríl 2007 kl. 17:00 - 19:00

Arnheiður, Baldvin, Jóhanna, Petrína, og gesturinn Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi. 

1. Heilbrigðisfulltrúi

Arnheiður bauð heilbrigðisfulltrúa velkominn og frestaði upplestri 14. fundar til að gefa honum orðið:

Helgi þakkaði boð um að sitja fundinn, hann kynnti starf sitt í stuttu máli, sagði frá verksviði sínu og lagaumhverfi, en heilbrigðiseftirlitið starfar samkvæmt mörgun lögum, aðallega þó um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hann ræddi einnig um samstarf við umhverfisnefndir. Helgi færði nefndinni drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Hvalfjarðarsveit.

Orðið var gefið laust, rætt um faglegt eftirlit og hvort t.d. eftirlit með verksmiðju væri best geymt heima í héraði. Rætt um einstök mál s.s. hirðingu bíla, verksmiðjubú, leyfisveitingar til atvinnurekstrar, samþykktir og gjaldskrár, seyrugjald og losun rotþróa.

Einnig var rætt um eftirlit með sleppingum hjá Jarnblendinu og viðbrögð við kvörtunum íbúa.

Arnheiður spurði hvort möguleiki væri á að heilbrigðisfulltúi mætti á fund Umhverfis- og náttúruverndarnefndar (UN) t.d. einu sinni á ári og tók hann því vel.

Að þessari umræðu lokinni vék Helgi af fundi.

 

2. Úrgangsmál

Fyrirspurn barst um hvort mætti setja upp gám fyrir sumarhúsabyggð í Höfn. Fundarmenn sammála um að setja þarf einhverjar reglur um lágmark fjölda húsa fyrir hverja gámastöð. Formlegt erindi þarf að berast nefndinni og í framhaldi af því er hægt að taka afstöðu í málinu.

Rætt var um vorhreinsun, Arnheiður lagði fram hugmynd að staðsetningu gáma fyrir vorhreinsun, sem fundarmönnum leist vel á. Rætt um að senda út kynningu á vorhreinsuninni í tæka tíð og hvetja fólk til dáða.

Tilraunaverkefni um endurvinnslutunnur. Rætt var um þennan möguleika ásamt þeim að setja upp flokkunarstöð. Málið er í mjög jákvæðri skoðun hjá UN og verður afgreitt fyrir haustið.

Nefndinni hafa borist upplýsingar um að frárennsli hafi farið í sundur í Hliðarbæ. Málið er i höndum skipulags- og byggingafulltrúa .

 

3. Brunavarnir til sveita.

Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands um brunavarnir var lagt fyrir umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd tekur jákvætt í þetta erindi og leggur til að sveitarstjórn kanni hvaða upplýsingar liggi fyrir hjá slökkviliði Akraness og þá í ljósi samnings sveitarfélagins við fyrirtækið Eldvörn.

Baldvin vék nú af fundi

 

3. Bréf frá Orkustofnun, dags. 16/2 07, varðandi efnistöku Björgunnar ehf. í Hvalfirði. Umhverfisnefnd eiga eftir að berast fleiri gögn um málið frá Orkustofnun. Málið verður

því áfram í vinnslu hjá nefndinni

 

4. mál

Dagur umhverfisins 25.apríl

Kannaður var möguleiki á samstarfi við skólana varðandi hugsanlega uppákomu þennan dag. Jákvætt var tekið í erindið og umhverfisnefnd mun vinna að útfærslu með hlutaðeigandi aðilum.

Þá verður stefnt að upphafi vorhreinsunar þennan dag í sveitarfélaginu.

(bréf í öll hús í sveitinni).

5. Umhverfisviðurkenningar,

Akveðið var að auglýsa eftir tilnefningum um áberandi snyrtilega staði í sumar og veita í framhaldi af því viðurkenningar t.d. fyrir lögbýli og íbúðarhús. Nánar útfært síðar.

.

6. Erindi frá stýrihóp um skólastefnu

Málinu var frestað til næsta fundar sem haldinn verður miðvikudaginn 25 apríl nk

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:15

Fundarr. Jóh. H

Efni síðunnar