Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

13. fundur 01. mars 2007 kl. 20:00 - 22:00

 Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Börnsson, María Lúísa Kristjánsdóttir í fjarveru Jóhönnu Harðardóttur, Gauti Halldórsson í fjarveru Bylgju Hafþórsdóttur og Petrína Ottesen sem ritaði fundargerð í fjarveru ritara og vararitara.

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Mál til afgreiðslu:

1.

Fundargerð 12. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesin og undirrituð. Frestað var til næsta fundar upplestri fundargerðar 12. fundar vegna forfalla ritara.

2.

Staðardagskrá 21 - lokayfirferð. Í framhaldi samkipta nefndarmanna á tölvupósti lagði Baldvin fram til upplýsinga samning um Landgræðslufélag við Skarðsheiði og upplýsti fundarmenn um aðila að samningi þessum. Nokkur umræða varð um aðra birkiskóga í sveitarfélaginu. Staðan er sú að í Saurbæjarhlíð er fyrirhuguð sumarhúsabyggð bæði í landi Kalastaða og Saurbæjar. Land Kalastaða hefur verið deiliskipulagt en ekki land Saurbæjar. Í Hafnarskógi er deiliskipulögð sumarhúsabyggð. Fundarmönnum er ekki fullkomlega ljóst á hvaða skipulagsstigi Botnsdalur er, en það verður kannað fyrir næsta fund. Lokið var við þann hluta Staðardagskrár 21 er snýr að Umhverfis- og náttúruverndarnefnd. Arnheiður upplýsti að stýrihópur kemur til með að hittast í næstu viku og samræma þau gögn er liggja fyrir.

3.

Samþætting Aðalskipulags fyrir Hvalfjarðarsveit (birkiskógar, friðlýst svæði/Grunnafjörður o.fl.). Samþykkt að fresta þessum lið til næsta fundar þann 14. mars, enda er von á gögnum frá Landlínum þann 6. mars.

4.

Fyrirhugaður fundur vegna grenndarstöðva við sumarhúsahverfi - undirbúningur. Arnheiður rifjaði upp það sem nefndarmenn ræddu um þessi mál í tengslum við fjárhagsáætlun. Hún upplýsti að áhugi væri hjá sveitarstjórn að halda fund með félögum sumarhúsaeigenda þar sem sorphirðumál og önnur mál er snerta samskipti þessara aðila yrðu rædd. Fram kom hugmynd um að halda fundinn þann 24. mars n.k. og Umhverfisnefnd tilnefnir fyrir sína hönd formann og varaformann þau Arnheiði og Baldvin sem fulltrúa á fundinn.

5.

Undirbúningur að fyrirhuguðum fundi með Heilbrigðisfulltrúa Vesturlands. Samþykkt að bjóða Heilbrigðisfulltrúa Vesturlands á fund nefndarinnar þann 11. apríl n.k. Nefndarmenn afla gagna fyrir fundinn.

6.

Gerð kynningarefnis og kortagerð (skv. Starfs/fjárhagsáætlun). Arnheiður upplýsti að Atvinnumálanefnd er komin á gott skrið með þá vinnu. Samþykkt var að rita Atvinnumálanefnd bréf og láta þau vita að í fjárhagáætlun Umhverfis og náttúruverndarnefndar er gert ráð fyrir kr. 100.000 til þessa verkefnis. Umhvefisnefnd sér ekki ástæðu til að tveir aðilar séu að vasast í þeirri vinnu og telur eðlilegt að þessi upphæð verði flutt til Atvinnumálanefndar. Umhverfisnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu mála hjá Atvinnumálanefnd.

7.

Yfirlitsskilti við mörk sveitarfélagsins (skv. Starfs/fjárhagsáætlun) og önnur skiltagerð og/eða merkingar í sveitarfélaginu. Staða mála. Arnheiður upplýsti að hún ásamt byggingarfulltrúa hafi farið um hluta sveitarfélagsins til að fara yfir merkingar og byggingafulltrúi fari um þá staði sem eftir eru. Mál þessi eru í góðum farvegi hjá Skipulags- og bygginganefnd.

8.

Rammaskipulag fyrir Melahverfi – skógrækt og göngustígar. Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar vegna þess að gögn bárust ekki í tæka tíð. Umhverfisnefnd sammála um að huga þurfi að göngustígum og skógrækt í rammaskipulaginu.

9.

Bréf frá Orkustofnun, dags. 16/2 07, varðandi efnistöku Björgunar ehf. Í Hvalfirði. Sveitarstjórn hefur ekki vísað þessu erindi formlega til nefndarinnar og því var málinu frestað til næsta fundar. Nefndarmenn afla frekari gagna fyrir þann tíma.

Mál til kynningar:

1.

Fundargerð 16. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar. Lögð fram.

2.

Fundargerð 1. fundar nefndar um endurreisn Bláskeggsárbrúar. Lögð fram. Arnheiður er fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í nefndinni en frá Vegagerð er Jakob Hálfdánarson minjavörður Vegminjasafns og frá Fornleifanefnd ríkisins er Kristinn Magnússon. Nefndarmenn eru sammála um að stefnt skuli að endurgerð brúarinnar á þessu ári en brúin er 100 ára í ár. Stefnt er að því að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi metið ástand hennar fyrir lok marsmánaðar.

3.

Ímynd Vesturlands – niðurstöður könnunar. Kynningarfundur var haldinn í liðinni viku. Umhverfisnefnd er afar ósátt við þá nálgun er SSV og framkvæmdaraðilar könnunarinnar hafa haft hvað Hvalfjarðarsveit varðar. Sveitarfélagið er ekki skilgreint sérstaklega heldur sem Akranes og nágrenni. Þessi nálgun gerir erfitt fyrir um ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar.

4.

Fundargerð frá kynningarfundi með Umhverfisnefndum (og fulltrúum annarra nefnda) Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps með Þór Tómassyni, sérfræðingi á Umhverfisstofnun. Formaður sendir nefndarmönnum fundargerðina til yfirlestrar.

5.

Stöðvun framkvæmda á Narfastöðum. Baldvin greindi frá því að á Narfastöðum er deiliskipulag í kynningu en engu að síður hafa eigendur hafið framkvændir samkvæmt deiliskipulaginu m.a. lagt veg og opnað námu. Byggingarfulltrúi hefur stöðvað framkvæmdir.

6.

Staðardagskrárráðstefna á Hótel Örk, 23.-24. mars nk. Arnheiður greindi frá að ráðstefnunni hefur verið frestað til haustsins og hvatti nefndarmenn að sækja ráðstefnuna og aðra fundi og kynningar sem haldnar eru um Staðardagská 21 og umhverfismál almennt.

Önnur mál

1.

Dagur umhverfisins miðvikudaginn 25. apríl n.k. Umhverfisnefnd hefur áhuga á að bjóða sveitungum upp á fræðsluerindi um umhverfismál í tilefni dagsins.

Næsti fundur verður haldinn 14. mars n.k. á hefðbundnum fundardegi og tíma.

Fleira ekki gert

Fundi slitið kl. 22:30

Petrína H. Ottesen

fundarritari

Efni síðunnar