Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

1. fundur 10. júlí 2006 kl. 19:30 - 21:30

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti sveitarstjórnar, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Brynjólfur Ottesen, Bylgja Hafþórsdóttir og Jóhanna G. Harðardóttir

Hallfreður setti fundinn og kvað hlutverk sitt á þessum fundi vera að kalla nefndina saman, leggja fram gögn og árétta um störf nefndarinnar. Hann greindi frá því hvernig kosningum til ábyrgðarstarfa í nefndum væri háttað og lagði fram drög að erindisbréfi nefndarinnar. Hann kvað tvo af hreppum þeim sem nú eiga aðild að Hvalfjarðarsveit hafa skipað umhverfisnefnd, Hvalfjarðarstrandarhrepp og Skilannahrepp, og að Arnheiður hafi átt sæti í umhvefisnefnd hins fyrrnefnda.

Hallfreður sagði frjálst að koma með tillögur að fólki í stjórnarstörf en kosningar formanns, varaformanns og ritara eiga að vera skriflegar.

Þvínæst var gengið til kosninga og skipuðust atkvæði þannið

Formaður. Fram komu tillögur frá Jöhönnu, Brynjólfi og Bylgju um Arnheiði sem formann. Arnheiður var kjörin formaður með 5 atkvæðum.

Varaformaður.Engar tillögur komu fram, Brynjólfur hlaut 3 atkvæði, Baldvin 2 og var því Brynjólfur kjörin varaformaður.

Ritari.  Fram komu tillögur frá Arnheiði og Brynjólfi um Jóhönnu sem ritara. Jóhanna var kjörinn ritari með 5 atkvæðum.

Upp komu tilögur um Bylgju sem vararitara og var hún kjörin með handauppréttingu hinna fjögurra nefndarmannanna.

 

Hallfreður óskaði hlutaðeigandi til hamingju, sagðist vænta góðs samstarfs við nefndina, en gekk síðan af fundi og fól nýkjörnum formanni, Arnheiði Hjörleifsdóttur, stjórn fundarins.

 

Arnheiður byrjaði á að ræða hugmyndir um fundatíma. Almennt var talið að dagtími hentaði betur til fundarsetu og var ákveðið að boða til funda 2. miðvikudag hvers mánaðar og þá næst fyrir miðjan ágúst.

 

4. liður að dagskrá fundarins var þá tekinn fyrir en hann fjallaði um  hlutverk nefndarinnar. Arnheiður afhenti drög að erindisbréfi fyrir Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Aðeins var rennt í gegnum lög sem snúa að nefndinni en annars ákveðið að nefndarmenn litu yfir plaggið og lög um svipaðar nefndir fyrir næsta fund.

 

5. Arnheiður lagði fram bækling sem unninn hafði verið í Hvalfjarðarstrandarhreppi um Staðardagskrá 21. Verkefnið er ekki lögbundið, en styrkt af Ríki og sveitarfélögum, rætt var um hvort nefndin skyld taka upp umræður og etv. gera tillögur sem lagðar yrðu fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Nefndarmenn taka plaggið með sér heim til skoðunar og umhugsunar. Arnheiður benti á að Umhverfisráðgjöf Íslands væri til ráðgjafar um vinnuna a.m.k. til áramóta án greiðslu fyrir og því etv. skynsamlegt að hefja starfið fyrir þann tíma.

JH lagði fram spurningu varðandi bæklinginn hvort hann hefði verið saminn aðeins með Hvalfjarðarstr.hr. í huga og fram kom í svari AH að reynt hefði verið að hugsa um svæðið sem  heild, þ.e. hreppina fjóra sunnan Skarðsheiðar, þó megináhersla hefði eðli málsins samkvæmt verið lögð á Hvalfjarðarstrandarhrepp.

 

Önnur mál.

 

AH lagði fram erindi frá Brunabótafél. Íslands varðandi stryktarsjóð EBÍ 2006 en þar er gefinn kostur á umsóknum um styrk til verkefna utan almenns rekstrar sveitarfélaganna. AH minntist á verkefni sem henni fannst vera hæft til umsóknar í sveitarfélaginu en það er varðandi uppbyggingu á Bláskeggsárbrú sem verður 100 ára á næsta ári og er jafnframt elsta  steinbogabrú landsins, en er farin að lasnast nokkuð.

Þessi  hugmynd verður rædd frekar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 21.10

 

 

Jóhanna Harðardóttir

 

Efni síðunnar