Fara í efni

Sveitarstjórn

210. fundur 15. desember 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir 

ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson 

aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.   1511007F - Sveitarstjórn - 209

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1512004F - Fræðslu- og skólanefnd - 124

 

Fundargerð framlögð.

DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

 

2.1.  1508009 - Forvarnarstefna

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi 

forvarnarstefnu Hvalfjarðarsveitar."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.2.  1503028 - Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa stefnumótuninni til 

áframhaldandi umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.3.  1205004 - Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir tilnefningu fræðslu- og 

skólanefndar í stýrihóp til að endurskoða skólastefnu 

Hvalfjarðarsveitar."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

 

3.   1509002 - Fjárhagsáætlun 2016-2019.

 

Seinni umræða.

 

Fjárhagsáætlun 2016-2019

Síðari umræða.

 

Oddviti fór yfir og kynnti:

 

Álagning gjalda í Hvalfjarðarsveit 2016:

Álagning fasteignagjalda árið 2016.

Fasteignaskattur:

Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 segir að allar fasteignir

sem metnar eru af Fasteignaskrá Íslands skuli árlega leggja á skatt til

sveitarfélagsins þar sem fasteignin er.

Fasteignaskattur A-flokkur 0,44%

Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%

Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

Lóðarleiga í þéttbýli 1,25% af fasteignamati. 

 

Sorphirðugjald:

Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 19.450-.

Sorphirðugjald vegna sumarhúss kr. 10.700-.

Gjöld skulu uppreiknuð miðað við vísitölu í jan. 2016.

 

Sorpurðunargjald:

Sorpurðunargjald vegna íbúðar- og sumarhúsa kr. 1.630-.

Gjöld skulu uppreiknuð miðað við vísitölu í jan. 2016-.

 

Rotþróargjald:

Rotþróargjald er kr. 8.620,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á hvert

íbúðarhús og sumarhús. Rotþrærnar sjálfar eru tæmdar þriðja hvert ár.

Þriðjungur kostnaðarins er innheimtur á hverju ári. Gjöld skulu uppreiknuð

miðað við vísitölu í jan. 2016. 

 

Gjalddagar fasteignagjalda:

Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti 15. hvers

mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, og ágúst. Fyrsti gjalddagi

15. febrúar. Ef álagning er 25.000 kr. eða minna er einn gjalddagi 15. maí.

 

Elli- og örorkulífeyrisþegar:

Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur.

Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður vélrænn samanburður

tekna samkvæmt fyrirliggjandi skattframtali. Örorkulífeyrisþegar þurfa að

leggja fram örorkuskírteini.

Afsláttur vegna einstaklinga:

Tekjumörk : Afsláttur : 

0 - 2.979.000 kr. 100 % afsláttur

2.979.001 - 3.260.000 kr. 80% afsláttur

3.260.001 - 3.552.700 kr. 50% afsláttur

3.552.701 - 4.238.500 kr. 25% afsláttur 

Afsláttur vegna hjóna:

Tekjumörk : Afsláttur :

0 - 4.722.000 100% afsláttur

4.722.001 - 5.396.500 kr. 80% afsláttur

5.396.501 - 5.733.800 kr. 50% afsláttur

5.733.801 - 5.958.700 kr. 25% afsláttur

 

Oddviti ber upp tillögu um álagningu gjalda og var framangreind tillaga 

samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Gjaldskrár: 

Gjaldskrá félagsheimila. Tillaga að hækkun gjaldskrár um 25 %.

Oddviti bar upp tillögu um breytingu á gjaldskrá félagsheimila og var 

framangreind tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Aðrar gjaldskrár hækka samkvæmt vísitölu.

Fæðisgjöld í leik- og grunnskóla. Tillaga er um að veittur afsláttur af 

fæðisgjaldi verði 25 % í stað 50 % áður frá og með 1. mars 2016.

Oddviti bar upp tillögu um lækkun á afslætti fæðisgjalda í leik- og 

grunnskóla og var framangreind tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Fjárhagsáætlun 2016-2019

Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður 

fjárhagsáætlunar ársins 2016 og fjárhagsáætlun áranna 2017-2019.

Fjárhagsáætlun A og B hluta Hvalfjarðarsveitar vegna ársins gerir ráð fyrir 

jákvæðri rekstrarafkomu að fjárhæð 17,7 millj. kr. og að handbært fé í 

árslok verði 23,5 millj. kr.

Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu A og B hluta öll árin. 

Niðurstaða fyrir hvert ár er eftirfarandi:

2017: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 38,4 millj. kr. og handbært fé í 

árslok 63,1 millj. kr.

2018: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 34,1 millj. kr. og handbært fé í 

árslok 86 millj. kr.

2019: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 36,1 millj. kr. og handbært fé í 

Árslok 109,2 millj. kr.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi breytingatillögu í tengslum við afgreiðslu 

fjárhagsáætlunar ársins 2016:

 

”Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að færa kr. 3,500.000- v/ 

reksturs sundlaugar að Hlöðum af rekstri æskulýðs- og íþróttamála yfir á 

óviss útgjöld í sameiginlegum kostnaði og að færa kr. 31.084.000- v/ 

viðhalds sundlaugar á Hlöðum af rekstri eignasjóðs yfir á óviss útgjöld 

eignasjóðs. Breytingin er komin til vegna frekari skoðunar sem þarf að 

fara fram á viðhaldsáætlun ársins 2016. Sveitarstjórn hyggst fara í þá 

vinnu í upphafi árs og skal endurskoðuð viðhaldsáætlun liggja fyrir eigi 

síðar en 1. mars nk.“

 

Oddviti bar framangreinda tillögu undir atkvæði og var hún samþykkt með 

7 atkvæðum. 

 

Þá bar oddviti upp tillögu um samþykkt fjárhagsáætlunar 2016-2019 

ásamt áorðinni breytingu og var hún samþykkt með 7 atkvæðum.

 

AH tók til máls og fjallaði um einstök atriði sem fram koma í 

fjárhagsáætlun ársins 2016. Fór hún yfir nokkur atriði og fagnaði mörgu af 

því sem gert er ráð fyrir í áætluninni og benti jafnframt á annað sem hún 

taldi að vantaði stað í áætluninni. Þá gat hún um að fjölmargar áskoranir 

biðu sveitarstjórnar á komandi ári t.d. vegna endurskoðunar á 

viðhaldsáætlun sveitarfélagsins sem og stefnumótunarvinnu.

 

4.   1511022 - Viðaukar.

 

Frá fjármálastjóra.

 

Viðauki 14 - Óskað er eftir viðbótarframlagi vegna framkvæmda á brú yfir 

Hafnará.

Sveitarstjórn samþykkir að færa 825.000 kr af óvissum 

útgjöldum 21085 og yfir á eftirfarandi lykla: 

13021-2690 150.000 kr. 13021-4120 50.000 kr. 13021-4320 100.000 kr. 

13021-4638 200.000 kr og 13021-4990 325.000 kr.

Viðauki 14 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. 

Viðauki 15 -Óskað er eftir viðbótarfjármagni vegna styrkja til íbúa vegna 

endurbóta á vatnslögnum. Samtals 471.000 kr. Kostnaði 

verði mætt með óráðstöfuðu fé af liðnum 13089-5946. 

Viðauki 15 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

 

5.   1502044 - Reglur og verklag um snjómokstur og hálkueyðingu -Drög.

 

Viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi reglur um 

snjómokstur og hálkueyðingu í Hvalfjarðarsveit." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

6.   1511007 - Samningur við landeigendur Hlíðarfótar um vatnstökurétt.

 

Áður frestað.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi 

samning við eigendur Hlíðarfótar sem dagsettur var þann 20. maí 2014." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

SÁ situr hjá við afgreiðslu samningsins.

 

7.   1510030 - Jafnréttisstefna

 

Frestað af síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi Jafnréttisstefnu 

Hvalfjarðarsveitar." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

8.   1512021 - Rekstraryfirlit janúar- október 2015.

 

Frá fjármálastjóra.

 

Rekstraryfirlit framlagt.

 

9.   1512002 - Sorphirða og eyðing sorps-gjaldskrá 2016.

 

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir ekki efnislegar athugasemdir við 

gjaldskrána enda er hún í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998 um 

hollustuhætti og mengunarvarnir og samþykkt Hvalfjarðarsveitar nr. 

582/2008 um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.

 

Bréf lagt fram til kynningar.

 

10.   1506031 - Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og 

Þórisstaðarvatns

 

Ósk um umsagnaraðild, erindi frá stjórn Félags landeigenda í 

Glammastaðalandi.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar 

í USN-nefnd." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

11.   1512018 - 120. og 121. fundir stjórnar SSV, 6/10 og 25/11 2015.

 

Lagt fram minnisblað um málefni fatlaðra á Vesturlandi.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

12.   1512019 - 21. fundur menningar- og safnanefndar.

 

Fundargerðin framlögð til kynningar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:55 .

 

Efni síðunnar