Fara í efni

Sveitarstjórn

202. fundur 25. ágúst 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir 

ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson 

aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

 

Oddviti leitaði afbrigða og óskaði eftir því að tekinn yrði á dagskrá fundarins 11. liður; 

Skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.   1508001F - Sveitarstjórn - 201

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1508004F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 58

 

AH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

 

2.1.  1508011 - Grundartangahöfn - Tangabakki 3. áfangi -Framkvæmdaleyfi

 

Erindi frá Faxaflóahöfnum þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 

Grundartangahöfn, Tangabakka, 3. áfanga, baksvæði hafnarbakka og 

fyllingar í lóð Klafastaðavegur 3, Grundartanga. Á 58. fundi USN 

nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd leggur til við 

sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni 

samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að 

vinna málið áfram."

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi skv. 13. 

gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna 

málið áfram."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.2.  1508001 - Breyting á rekstri Kratusar, Grundartanga. Beiðni um 

umsögn.

 

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna  

breytingar á rekstri Kratusar ehf. Grundartanga. Málið var tekið fyrir á 

fundi sveitarstjórnar þann 11. ágúst 2015 og gerð var eftirfarandi 

bókun: "Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umsagnar USN 

nefndar." Á 58. fundi USN nefndar var gerð eftirfarandi bókun:

"USNnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða færslu skolgryfju á 

Grundartanga en skv. kafla 3.2 stefnir framkvæmdaraðili að því að fá 

leyfi fyrir færslu skolgryfju frá Helguvík og yfir á Grundartanga. USN nefnd

óskar eftir ítarlegri upplýsingum um hvað sú tilfærsla kemur til 

með að hafa í för með sér. Einnig bendir USN-nefnd á áminningar og 

kröfur um úrbætur frá Umhverfisstofnun vegna núverandi starfsemi og 

umgengni hjá Kratus, sjá heimasíðu Umhverfisstofnunar. USN-nefnd 

treystir sér ekki til að meta hvort eða á hvaða forsendum fyrirhuguð 

framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum en telur eðlilegt að 

fyrirtækið bæti úr þeim frávikum sem Umhverfisstofnun hefur gert 

athugasemdir við, áður en leyfi eru veitt til breytingar á rekstri Kratusar 

ehf."

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að gera afgreiðslu USN-nefndar að sinni og 

óskar ítarlegri upplýsinga um fyrirhugaðan flutning skolgryfju frá 

Helguvík að Grundartanga, hvers eðlis sú starfsemi sé og hvað hún 

geti haft í för með sér. Þá tekur sveitarstjórn undir bókun USN-nefndar

og kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur vegna núverandi 

starfsemi og umgengni á lóð Kratusar. Þá leggur sveitarstjórn ekki 

mat á hvort eða á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð 

mati á umhverfisáhrifum, en gerir þá kröfu að fyrirtækið bæti úr þeim 

frávikum sem Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við, áður en

leyfi er veitt til breytingar á rekstri Kratusar ehf."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.3.  1507033 - Faxaflóahafnir - Framkvæmdaleyfi Grundartangi

 

Erindi frá Faxaflóahöfnum þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 

lóðargerð að Leynisvegi 6, Grundartanga. Á 58.fundi USN nefndar var 

gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt 

verði framkvæmdaleyfi fyrir lóðargerðinni samkvæmt 13. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið 

áfram. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en breyting á 

deiliskipulagi lóðarinnar hefur tekið gildi."

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeiði framkvæmdaleyfi skv. 13. 

gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna 

málið áfram. Framkvæmdaleyfi verði ekki gefið út fyrr en breyting á 

deiliskipulagi lóðarinnar hefur tekið gildi."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.4.  1507032 - Skorradalshreppur - Breyting Aðalskipulags 

Skorradalshrepps 2010-2022

 

Erindi frá Skorradalshreppi dags. 13. júlí 2015 þar sem kynnt er 

breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 2. mgr. 30. 

gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin sem um er að ræða varðar 

frístundalóðir Hvammsskóga 18 og 20 í landi Hvamms sem breytt er í 

eina íbúðarlóð. Á 58. fundi USN nefndar var gerð eftirfarandi bókun: 

"USN gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags 

Skorradalshrepps 2010-2022 og leggur til við sveitarstjórn að 

samþykkja fyrir sitt leyti breytinguna."

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við 

skipulagsbreytinguna."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.5.  1308017 - Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi 

Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

 

Á 56. fundi USN nefndar 16. júní 2015 var gerð eftirfarandi bókun: 

"USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að áður samþykkt tillaga frá 20. 

janúar 2014 (liður 15) um breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 

2008-2020 er varðar landbúnaðarsvæði fari í sinn lögformlega feril." 

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn 

senda lýsingu á verkefninu til umsagnar Skipulagsstofnunar og 

umsagnaraðila og kynna hana fyrir almenningi. Á 58. fundi USN 

nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd samþykkir fyrir sitt 

leiti lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að 

senda lýsingu á verkefninu til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og 

umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi sbr. 30.gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Oddviti bar upp tillögu um breytingu á lýsingu vegna breyttrar 

stefnumörkunar um landbúnaðarsvæði: 

Breytingartillagan er svohljóðandi og varðar lið nr. 6 á bls. 36 í 

Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020:

”Þegar fleiri en tvö íbúðarhús/frístundahús eru ráðgerð á sömu jörð 

skal deiliskipuleggja svæði sem nær yfir öll húsin og aðkomu að 

þeim. Þjónusta sveitarfélagsins er takmörkuð og ekki sú sama og í 

þéttbýli, t.d. hvað varðar neysluvatn, viðhald vega og snjómokstur.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Skipulagslýsingin að samþykktri þessari breytingatillögu borin undir 

atkvæði og samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða að fela 

skipulagsfulltrúa að senda lýsingu á verkefninu til umsagnar hjá 

Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að hún verði kynnt 

almenningi sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"

 

2.6.  1401020 - Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð, Litli-Sandur

 

Á 56. fundi USN nefndar 16. júni 2015 var gerð eftirfarandi bókun: 

"USN nefnd frestar afgreiðslu. Gögnin þarfnast lagfæringar. 

Skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum til höfundar skipulags." Á 

58.fundi sveitarstjórnar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúi 

hefur átt fund með höfundum skipulags og fullnægjandi gögn hafa borist. 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að 

auglýsa deiliskipulag fyrir olíubirgðastöðina á Litla-Sandi í Hvalfirði 

sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa 

deiliskipulag fyrir olíubirgðastöðina á Litla-Sandi í Hvalfirði sbr. 1. 

mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

3.   1507003F - Fjölskyldunefnd - 52

 

ÁH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

 

3.1.  1503043 - Stefnumótun fjölskyldunefndar.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á stefnumótun 

fjölskyldunefndar. Sveitarstjórn mun vinna áfram með tillöguna í 

stefnumótunarvinnu fyrir ýmis málefni sveitarfélagsins."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

4.   1508015 - 10. fundur landbúnaðarnefndar.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um tilhögun gangna og rétta 

haustið 2015. Sveitarstjóra falið að birta upplýsingar um dagsetningar 

gangna og rétta á heimasíðu sveitarfélagsins."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

5.   1507030 - 6. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.

 

SÁ fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

Fundargerð framlögð.

 

6.   1508016 - 7. fundur veitunefndar, 20. ágúst 2015.

 

SÁ greindi frá fyrirhugaðri lokaúttekt á framkvæmd ljósleiðaralagnar.

Fundargerð framlögð.

 

7.   1508004 - Álagning fasteignaskatts á sumarhúsaeigendur.

 

Bréf frá Landslögum, dagsett 14. ágúst 2015.

 

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði 

við lögmann sveitarfélagsins og lögfræðinga Sambands íslenskra 

sveitarfélaga."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

 

8.   1508017 - Samkomulag um framkvæmd eftirlits vegna ríkisstyrkja 

Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð til 

endurkröfu.

 

Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

 

Oddviti bar uppeftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir framlagt samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framkvæmd eftirlits vegna 

ríkisstyrkja Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð um

endurkröfu og felur sveitarstjóra undirritun þess."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. AH situr hjá 

við atkvæðagreiðsluna.

 

9.   1505027 - Másstaðir 3 - Smáhýsi 5 talsins

 

Afgreiðsla að fengnu áliti Skipulagsstofnunar og lögmanns 

sveitarfélagsins

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Byggingarleyfisumsókninni er synjað að svo stöddu þar sem umsóknin 

samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. umsögn 

Skipulagsstofnunar frá 22. júní sl.

Hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð 

fyrir sambærilegum framkvæmdum þó þannig að eingöngu sé heimilt að 

byggja þrjú frístundahús á hverri jörð, samkvæmt skipulagslýsingu sem 

nú liggur fyrir. Þá gerir skipulagslýsingin ráð fyrir því að þegar fleiri en tvö 

íbúðarhús/frístundahús séu ráðgerð á sömu jörð skuli deiliskipuleggja 

svæði sem nær yfir öll húsin. Er umsækjanda bent á að fylgjast með 

kynningar- og auglýsingarferli tillögunnar. Í ljósi þess að tillagan gerir ráð 

fyrir því að vinna þurfi deiliskipulag er umsækjanda bent á að hann geti á 

eigin ábyrgð látið vinna tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar eða þess 

svæðis sem byggja á umrædd hús sem mögulegt væri að auglýsa til 

kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingunni til að flýta því ferli. Er 

umsækjanda bent á að hafa samvinnu um það við skipulagsfulltrúa vilji 

hann fara þá leið."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. HS situr hjá 

við atkvæðagreiðsluna.

 

10.   1508013 - 52. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

11.   1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri fór yfir helstu störf sín frá síðasta fundi 

sveitarstjórnar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:50 

Efni síðunnar