Fara í efni

Sveitarstjórn

184. fundur 11. nóvember 2014 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.


Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.   1410003F - Sveitarstjórn - 183


Fundargerðin framlögð.


2.   1410005F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 47


Fundargerðin framlögð.
AH. fór yfir einstala liði fundagerðarinnar.
SGÁ óskar eftir frekari upplýsingum eða rökstuðningi vegna 7 liðar
fundargerðarinnar.
AH skýrði afgreiðslu nefndarinnar.
SGÁ þakkaði framkomna skýringu frá AH en lagði til að erindið verði aftur
sent nefndinni með ósk um frekari rökstuðning. Einnig verði erindið kynnt
Veiðifélagi Laxár í Leirársveit.


2.1.  1410061 - Breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Melahverfi


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu
aðalskipulags þéttbýlisuppdráttar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.2.  1409031 - Deiliskipulag Melahverfis


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa óverulega breytingu
deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún
grenndarkynnt fyrir íbúum Lækjarmels 10, 16 og Hagamels 13.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.3.  1407014 - Deiliskipulag Bjarkaráss í landi Beitistaða


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulag sbr. 1.
mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

2.4.  1410029 - Ósk um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega, Glammastaðir.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við að
veitt verði undanþága frá skipulagsreglugerð er varðar fjarlægð frá
Svínadalsvegi að íbúðarhúsi í landi Glammastaða, landnr. 190661, svo
fremi sem fjarlægð frá vegi að íbúðarhúsi verði að lágmark 50 metrar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til frekari umræðu í
USN-nefnd."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.5.  1410030 - Umhverfisvænni margnota pokar.


Nefndinni líst vel á erindið og leggur til við sveitarstjórn að gert verði
ráð fyrir fjármagni til kaupa á taupokum fyrir heimili í Hvalfjarðarsveit
á næsta fjárhagsári.
Nefndin þakkar leikskólanum Skýjaborg fyrir erindið og væntir samstarfs
við skólann í tengslum við verkefnið.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

2.6.  1410011 - Ölver 13 - Viðbygging


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega
breytingu deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
fyrir lóðarhöfum Ölvers 3,4,7,8,10,14,19 og 25 og landeiganda.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


3.   1410067 - 22. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.


Menningar- og atvinnuþróunarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna
þátttöku í VISIT- verkefni á vegum Markaðsstofu Vesturlands. Jafnframt
leggur nefndin til að henni verði falið að fara í stefnumótunarvinnu
varðandi kynningar- og ferðaþjónustumál í sveitarfélaginu í samvinnu við
ferðaþjónustuaðila og skuli þeirri vinnu vera lokið í janúarmánuði nk.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


4.   1410068 - 45. fundir fjölskyldunefndar og drög að reglum um
félagslega liðveislu.


Fundargerðin framlögð. 


ÁH skýrði einstaka liði fundargerðarinnar og greindi frá öðrum málum sem
eru á borði fjölskyldunefndar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Drög að reglum um félagslega liðveislu lögð fram til kynningar. Stefnt er
að afgreiðslu reglnanna á næsta fundi sveitarstjórnar."


5.   1411012 - Fjárhagsáætlun 2015 - 2018.


Fyrri umræða. Greinargerð sveitarstjóra.


Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og undirfyrirtækja fyrir árið
2015 ásamt þriggja ára áætlun 2016-2018 lögð fram til fyrri umræðu í
sveitarstjórn.
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri lagði fram og kynnti greinargerð sína vegna
áætlunar næsta árs.
Kristjana Ólafsdóttir, fjármálastjóri fór yfir helstu niðurstöður áætlunar
ársins 2015 og þriggja ára áætlunar 2016-2018.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um álagningu gjalda 2015:


Álagning gjalda í Hvalfjarðarsveit 2015


1. Útsvar
Álagning útsvars á tekjur ársins 2015 er 13,64%
2. Álagning fasteignagjalda árið 2015.
Fasteignaskattur:
Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 segir að allar fasteignir
sem metnar eru af Fasteignaskrá Íslands skuli árlega leggja á skatt til
sveitarfélagsins þar sem fasteignin er.


Fasteignaskattur A-flokkur 0,44%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%


Lóðarleiga í þéttbýli 2% af fasteignamati.

Sorphirðugjald:
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 19.040-.
Sorphirðugjald vegna sumarhúss kr. 10.480-.
Gjöld skulu uppreiknuð miðað við vísitölu í jan. 2015.
Sorpurðunargjald:
Sorpurðunargjald vegna íbúðar og sumarhúsa kr. 1.5685-.
Gjöld skulu uppreiknuð miðað við vísitölu í jan. 2015-.

Rotþróargjald:
Rotþróargjald er kr. 8.440,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á hvert
íbúðarhús og sumarhús. Rotþrærnar sjálfar eru tæmdar þriðja hvert ár.
Þriðjungur kostnaðarins er innheimtur á hverju ári. Gjöld skulu uppreiknuð
miðað við vísitölu í jan. 2015.


Gjalddagar fasteignagjalda:
Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, og ágúst. Fyrsti gjalddagi
15. febrúar. Ef álagning er 25.000 kr. eða minna er einn gjalddagi 15. maí.

Elli- og örorkulífeyrisþegar:
Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur.
Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður vélrænn samanburður
tekna samkvæmt fyrirliggjandi skattframtali. Örorkulífeyrisþegar þurfa að
leggja fram örorkuskírteini.
Afsláttur vegna einstaklinga:


Tekjumörk : Afsláttur :
0 - 2.809.000 100%
2.809.001 - 3.074.000 80%
3.074.001 - 3.349.600 50%
3.349.601 - 3.996.200 25%


Afsláttur vegna hjóna:
Tekjumörk : Afsláttur :
0 - 4.452.000 100%
4.452.001 - 5.088.000 80%
5.088.001 - 5.406.000 50%
5.406.001 - 5.618.000 25%


Tillagan borin upp í heild sinni og samþykkt samhljóða 7-0.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um fæðisgjöld í leik- og grunnskóla:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hækka fæðisgjöld í leik - og
grunnskóla um 10% fyrir árið 2015."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa fjárhagsáætlun
sveitarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og undirfyrirtækja til síðari umræðu í
sveitarstjórn þann 9. desember nk."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
ÁH tók til máls og færði starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu þeirra
að gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.


6.   1409046 - Beiðni um að launauppbót almennra starfsmanna verði endurnýjuð.


Áður frestað.


Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að launauppbót ófaglærðs starfsfólks
Hvalfjarðarsveitar í leik- og grunnskóla verði framlengd tímabundið en 
ekki verði tekið tillit til óska um hækkun fjárhæðarinnar. Samþykkt þessi er
tímabundin og skal hún gilda frá 1. júlí 2014 til og með 31. ágúst 2015.
Fjármögnun verði samþykkt af liðnum óviss útgjöld 21085-5971. Fyrir
leikskóla alls kr. 710.000- og fyrir grunnskóla alls kr. 1.170.000-"
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


7.   1411003 - Starfsumsóknir - félagsmálastjóri


Gögn lögð fram á fundinum.


Sveitarstjóri greindi frá því að 8 umsóknir hafi borist um stöðu
félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar en umsóknarfrestur um starfið rann út
þann 7. nóvember sl.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, varaoddvita, sveitarstjóra og
formanni fjölskyldunefndar að fara yfir umsóknirnar, taka viðtöl við
umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu í starfið."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


8.   1411001 - Starfsumsóknir - skipulags- og umhverfisfulltrúi.


Gögn lögð fram á fundinum.


Sveitarstjóri greindi frá því að 11 umsóknir hafi borist um stöðu skipulagsog umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar en umsóknarfrestur um starfið rann
út þann 7. nóvember sl.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra að
fara yfir umsóknirnar, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir
sveitarstjórn tillögu um ráðningu í starfið."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


9.   1411011 - Fjárhagsáætlun 2015 og bréf frá heilbrigðisfulltrúa
Vesturlands.


Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 5. nóvember 2014.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits
Vesturlands fyrir árið 2015."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


10.   1411015 - Ósk um greiðslu ferðakostnaðar.


Erindi frá Jóni Hróa Finnssyni.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindi Jóns Hróa Finnssonar um
greiðslu ferðakostnaðar hans í tengslum við ráðningu sveitarstjóra sl.
sumar þar sem engin fordæmi eru fyrir slíku hjá sveitarfélaginu."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


11.   1411013 - Rekstraryfirlit janúar - september 2014.


Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Rekstraryfirlit sveitarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og undirfyrirtækja fyrir fyrstu
9 mánuði ársins 2014, lagt fram.


12.   1411006 - Ágóðahlutagreiðsla 2014.


Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 24. október
2014.


Bréf Eignarhaldsfélagsins Brúnabótafélags Íslands lagt fram en þar er
tilkynnt um ágóðahlutagreiðslu til Hvalfjarðarsveitar vegna ársins 2014,
alls kr. 607.000-

 

13.   1411014 - Skýrsla um fasteignamat 2015.


Frá Þjóðskrá Íslands. Skýrslan liggur frammi og hægt að sjá á slóðinni
http://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/
Skýrsla um fasteignamat lögð fram.


14.   1411005 - 44. og 45. fundir stjórnar Höfða hjúkrunar- og
dvalarheimilis.


Fundargerðirnar framlagðar.


15.   1411009 - 821. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.


16.   1411010 - 122. fundur Heilbrigðisnefndar.


Fundargerðin framlögð.


SGÁ vakti athygli á skipan stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands og taldi
hann ástæðu til að afla upplýsinga um þetta atriði.
Oddviti lagði til að sveitarstjóra verði falið að afla skýringa hjá SSV á
skipan stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands og var sú tillaga samþykkt
samhljóða.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:15 .

Efni síðunnar