Fara í efni

Sveitarstjórn

143. fundur 26. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason
ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra
Halla Jónsdóttir vararitari og Björgvin Helgason 1. varamaður.


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og
var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. SSJ leitaði afbrigða að taka lið 7 mál
1302060 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

1.   1301003F - Sveitarstjórn - 142


Fundargerðin framlögð.


2.   1301001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 19


HHV fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. SÁ lagði til að taka undir bókun
USN nefndar varðandi lið 4, samgöngumál og lagði til að sveitarstjóri
fylgdi verkefninu eftir. Spurðist fyrir varðandi umhverfisviðurkenningar.
SAF tekur undir varðandi lið 4 og ræddi lið 8 og lagði til við sveitarstjórn
að taka undir bókun nefndarinnar. SAF svaraði fram komnum
fyrirspurnum. SSJ lagði til að taka undir bókun í lið 8. mál 1302040.
Tillagan samþykkt 7-0.
Fundargerðin framlögð.


2.1.  1211030 - Hrafnabjörg 1. Stofnun lóðar í fasteignaskrá.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.2.  1212031 - Ölver. Stofnun lóðar í fasteignaskrá


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.3.  1302045 - Samgöngumál.


SSJ lagði fram bókun; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir
bókun USN nefndar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar andmælir þeim
hugmyndum sem komið hafa fram að Melasveitarvegur 505 verði 409
byggður upp í einni vegbreidd. En verði byggður eins og vegur 502
Svínadalsvegur þar sem um sambærilega vegi er að ræða. Jafnframt
vill sveitarstjórn beina því til veghaldara að bæði 505-Melasveitavegur og 502-Svínadalsvegur verði byggðir upp í þeirri
breidd að bílar geti mæst án erfiðleika (6 -6,5 m).
Jafnframt vill sveitarstjórn benda á mikilvægi þess að bregðast við
þeim miklu þungaflutningum sem eiga sér stað um Melasveitarveg að
svínabúi Stjörnugríss að Melum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.4.  1302047 - Höfn. Skipting lands


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.5.  1302048 - Fundur með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að Hótel Glym


LJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. Erindið framlagt.

3.   1211054 - Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags og augl.
um ritun fundargerða.

Drög að samþykktum, síðari umræða.


LJ fór yfir að erindið er komið frá IRR og að um er að ræða samræmt
módel og að fyrirmyndin er byggð á grundvelli 9. gr sveitarstjórnarlaga
138/2011. Bráðabirgðaákvæði nr IV í lögunum um sveitarstjórnarmál
138/2011 (en það fjallar um heimild til að láta fyrri samþykktir standa
óbreyttar þar til samþykktir taka gildi) en þetta ákvæðið féll úr gildi 1.
janúar 2013.
SÁ óskaði eftir að fá vinnuskjalið aftur sent og að erindinu verði frestað.
LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi fram komnar
athugasemdir og lagði til að fresta afgreiðslu. LJ svaraði fram komnum
fyrirspurnum. Tillaga um að fresta afgreiðslu til næsta fundar
sveitarstjórnar 12. mars. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

4.   1302056 - Til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál.


Frá Alþingi, dagsett 20. febrúar 2013. Þegar sent sveitarstjórn.


Erindið framlagt


5.   1302028 - Uppbygging reiðvega í Hvalfjarðarsveit. Reiðvegur við
Kúludalsá.


Frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dagsett 22. febrúar 2013. Upplýsingar
vegna reiðvega í landi Kúludalsár.


SSJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. SÁ ræddi erindið og býður fram að
formaður hestamannafélagsins Dreyra komi að málinu.
Tillaga um að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, sveitarstjóra og
formanni hestamannafélagsins Dreyra að kanna með samþykki
landeigenda, samþykki Vegagerðarinnar um uppbyggingu á reiðvegi.
Jafnfram að kanna hvort umræddur vegur er samkvæmt gildandi
skipulagi. SAF ræddi erindið. SÁ fór yfir erindið. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0.


6.   1302061 - Samstarf varðandi umsókn um styrk í framkvæmdasjóð
ferðamannastaða vegna uppbyggingar við fossinn Glym.

Erindi frá Markaðsstofu Vesturlands, dagsett 22. febrúar 2013.


LJ fór yfir erindið. Lagði fram eftirfarandi bókun; Sveitarstjórn samþykkir
að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við landeigendur varðandi
mögulegt samstarf er varðar hugsanlega uppbyggingu vegna
ferðaþjónustu á svæðinu. SSJ ræddi erindið. HV ræddi erindið og lagði til
að sækja um í framkvæmdasjóð ferðamála með fyrirvara um samþykki
landeigenda. SAF ræddi erindið og tók undir að sækja um í sjóðinn. SÁ
ræddi fram komið erindi og lagði til að sækja um í sjóðinn. BH ræddi
erindið og lagði til að sækja um. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. SÁ
situr hjá við afgreiðsluna og gerði grein fyrir atkvæði sínu. SAF gerir grein
fyrir atkvæði sínu.


7.   1302060 - Rekstraryfirlit jan. - des. 2012.


Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


KHÓ fór yfir erindið. ÁH ræddi yfirlitið. Erindið framlagt.


8.   1211064 - Minnisblað vegna ljósleiðaravæðingar fyrir Hvalfjarðarsveit


Minnisblað frá sveitarstjóra.


LJ fór yfir erindið og mun vinna áfram að gagnaöflun. SAF ræddi erindið.
Ræddi minnisblað Mílu. Ræddi leyfisveitingar varðandi erindi til Póst- og
fjarskiptastofnunar. Hvort sækja þurfi um leyfi. Ræddi næstu skref hvort
fara eigi leið Mílu eða halda áfram óbreytta fyrri leið. Fór yfir minnisblað
GD um teikningar Eflu og kostnaðaráætlun.
SAF: Leggur til að ljósleiðarahópur fari yfir minnisblað Mílu, og síðan haldi
sveitarstjórn vinnufund um málið og fjalli um hvort það gefi tilefni til
einhverrar stefnubreytingar, ekki verði fundað með Mílu eða öðrum aðilum
á fjarskipamarkaði fyrr en sveitarstjórn hefur fjallað um þetta mál. Erindið
framlagt.

9.   1302051 - Minnisblað vegna umræðu um bókasöfn.


Frá Sveitarstjóra.


LJ fór yfir erindið. Erindið framlagt.


10.   1302054 - Minnisblað varðandi fund með stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar og fl.


Minnisblað frá sveitarstjóra.


LJ fór yfir erindið. Erindið framlagt.


11.   1302043 - XXXVII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. febrúar 2013.

LJ gerði grein fyrir að á fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2010 var
eftirfarandi bókað; Tillaga um að aðalmaður verði Sigurður Sverrir
Jónsson. Samþykkt samhljóða. Varamaður tillaga, Ása Helgadóttir.
Samþykkt samhljóða. Að auki á sveitarstjóri seturétt að landsþingi með
málfrelsi og tillögurétt. Erindið framlagt.


12.   1302031 - Auglýst eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og
framkvæmd 28. Landsmót UMFÍ 2017 og 29. Landsmót UMFÍ 2021.

Frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 7. febrúar 2013.


Erindið framlagt


13.   1302030 - Auglýst eftir umsóknum frá Sambandsaðilum UMFÍ um að
taka að sér undirbúning og framkvæmd 19. Unglingalandsmóts UMFÍ.


Frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 7. febrúar 2013.


Erindið framlagt


14.   1302029 - Auglýst eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og
framkvæmd 5. Landsmóts UMFÍ +50 árið 2015.


Frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 7. febrúar 2013.


Erindið framlagt


15.   1302049 - Afgreiðsla frá 38. sambandsráðsfundi Ungmennafélags Íslands.


Frá Ungmennafélagi Íslands.


Erindið framlagt


16.   1302055 - 21. desember sl. voru afgreidd frá Alþingi lög, nr. 139/2012, um breytingu á III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr 4/1995 með síðari breytingum.


Frá Jöfnunarsjóði, dagsett 15. febrúar 2013.


Erindið framlagt


17.   1302057 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.


Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 18. febrúar 2013.


Erindið framlagt


18.   1302033 - Til umsagnar frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.


Frá Alþingi, dagsett 8. febrúar 2013. Þegar sent form. landbúnaðarnefndar.


Erindið framlagt


19.   1302034 - Til umsagnar frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál.


Frá Alþingi, dagsett 8. febrúar 2013. Þegar sent form. landbúnaðarnefndar.


Erindið framlagt


20.   1302044 - Boð á afhendingu styrkja til þeirra verkefna er hæstu styrki hlutu í ár.


Frá Menningarráði Vesturlands.


Erindið framlagt


21.   1302058 - Fjölskyldustefna og framkvæmd hennar.


Frá velferðarvaktinni, dagsett 20. febrúar 2013. Þegar sent form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.

Erindið framlagt


22.   1204035 - Tillaga frá E-lista, íbúaþing.

Á dagskrá að beiðni Arnheiðar Hjörleifsdóttur.


HV lagði fram tillögu frá AH um að halda íbúaþing laugardaginn 13. apríl
og tímasetning verði uþb kl. 10 -15. SAF ræddi fram komna tillögu. SSJ
fór yfir erindið og lagði til að þeir aðilar sem tilnefndir voru (SAF, AH og
LJ) komi með hugmyndir og útfærslur að íbúaþingi á næsta fund
sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


23.   1302050 - 106. fundur Faxaflóahafna.


Fundargerðin framlögð

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50 

Efni síðunnar