Fara í efni

Sveitarstjórn

123. fundur 13. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Í upphafi leitaði oddviti afbrigða að taka inn fundargerð starfshóps varðandi ljósleiðaravæðingu og verðu þá 6 liður á dagskránni. Samþykkt samhljóða. Óskaði einnig eftir að taka saman lið 8 afskriftir og 13 rekstraryfirlit og til afgreiðslu fyrst á fundinum. Samþykkt samhljóða. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ)undir 8 og 13 lið, skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.
AH kom kl. 16.11 til fundarins.

 

1. 1203017 - Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

Erindi frá sýslumanninum í Borgarnesi. Til staðfestingar.


KHÓ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja afskriftirnar. Tillagan samþykkt samhljóða 6 -0. AH var ekki komin til fundar undir þessum lið.


2. 1203005 - Rekstrar- og efnahagsyfirlit jan. - des. 2011.


KHÓ fór yfir helstu lykiltölur. Yfirlitið framlagt.
AH mætti kl. 16.11 og tók þátt í fundinum


3. 1202003F - Sveitarstjórn - 122


Undir lið 5. mál 1202060 skoðanakönnun varðandi nafn á sameinuðum skóla. SAF lagði fram drög að kynningarefni sem sent verður til íbúa í Hvalfjarðarsveit og yfir framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Lagði jafnframt til að kjörstjórn fari yfir niðurstöður og sjái um flokkun og talningu gagna og skili jafnframt inn niðurstöðum inn til sveitarstjórnar fyrir 24. apríl nk.
AH ræddi fram komin drög og lýsti sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum við textagerðina. SAF óskaði eftir ábendingum varðandi textann. SSJ ræddi fyrirkomulag. SÁ ræddi kynningarefnið og dagsetningar. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH benti á þrjú atriði, ábending um að stytta texta, texti of gildishlaðinn svo sem varðandi texta

forsvarsmanna undirskriftarsöfnun lagði til styttingu og lagfæringu. SAF svaraði fram komnum athugasemdum og lagði áherslu á að textinn sé ítarlegur. AH fór yfir svörin. Áfram verður unnið lokaútfærslu textans í samræmi við umræður á fundinum. Fundargerðin framlögð.


4. 1203001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 8


Mál 1202023 AH óskar að víkja af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar. SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi hvort fundað hafi verið með landeigendum og spurðist fyrir varðandi auglýsingar. HHK svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


4.1. 1202022 - Brennimelur - Blanda, breyting á aðalskipulagi.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


4.2. 1202023 - Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.


AH vék af fundi undir þessum lið. SAF gerði grein fyrir umræðum nefndarinnar og þeim upplýsingum fram komu á fundi með Landsneti þann 5. mars sl. HV spurðist fyrir varðandi hvort einhverjar viðræður hafa átt sé stað við landeigendur og hvaða áhrif afstaða Kjósahrepps hefur á málið.Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. AH kemur aftur inn á fundinn að aflokinni afgreiðslu málsins.


4.3. 1202051 - V/ lýsingu vegna deiliskipulags á Grundartanga - vestursvæði.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


5. 1203012 - 5. fundur stýrihóps um skólastefnu 2012-2015.


Fundargerðin framlögð.

6. 1203019 - 49. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


7. 1203021 - 17. og 18. fundur starfshóps vegna endurskoðunar á samþykktum.

A) 17. fundur. B) 18. fundur.


SSJ benti á að í 18. fundargerð liður 2. málsmeðferðarreglur. Þetta mál er undir lið 10. mál 1203023 á dagskrá fundarins í dag.
Fundargerðirnar framlagðar.

8. 1203026 - 1. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.


SAF gerði grein fyrir erindinu og lagði til eftirfarandi tillögu hópsins;
Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tilboði Eflu verkfræðiskrifstofu um fullnaðarhönnun á Ljósleiðarakerfi í Hvalfjarðarsveit, dagsett 3 febrúar 2012.Tilboðið hljóðar upp á 6.000.000 kr. án vsk. Alls 8.700.000. kr. AH gerði athugasemd varðandi ferlið og að ekki hafi verið formlega gengið frá skipun í starfshóp. SAF svaraði fram komnum ábendingum. HV ræddi fram komna tillögu og tengingu við nágrannasveitarfélög. SÁ ræddi fyrirkomulag útboðs og ræddi tengistöðvar í ljósleiðarakerfi. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH gerði athugasemd varðandi skipun hópsins. SSJ ræddi erindið. SÁ lagði fram bókun; Undirritaður gerir athugasemd við að ekki skuli boðið út hönnunarverk (fullnaðarhönnun) að upphæð 6 milljónir króna án vsk. og bendir á að mun minni verk hafi farið í útboð á vegum sveitarfélagsins. Gæta verður samræmis í meðferð sveitarstjórnar. SÁ. Tillagan samþykkt með atkvæðum SSJ BMA SAF ÁH og HV. SÁ og AH sitja hjá við afgreiðsluna.


9. 1202064 - Yfirnefnd fjallskilamála.

Breytingar á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.


SÁ Lagði til að Baldvin Björnsson verði fulltrúi. ÁH lagði til að komi til þess að þessi yfirnefnd verði skipuð þá verði Sigurður Sverrir Jónsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar. Tillaga um Baldvin Björnsson 3 atkvæði SÁ HV og AH. SSJ, BMA, SAF ÁH greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillaga um Sigurð Sverri Jónsson samþykkt með atkvæðum SSJ, BMA, SAF ÁH. SÁ HV og AH sitja hjá við afgreiðsluna. SSJ lagði til að Baldvin Björnsson verði varamaður. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

10. 1203014 - Kosning í umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd.

A) Kosning aðalmanns. B) Kosning varamanns.

A) Aðalmaður H lista Ólafur Ingi Jóhannesson Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 B) Aðalmaður L lista Daníel Ottesen Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 C) Fyrsti varamaður L lista Sigurlín Gunnarsdóttir Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 D) Annar varamaður L lista Þórarinn Þórarinsson. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

 

11. 1203010 - Fyrirspurn vegna afsláttar af fasteignagjöldum.


Erindi frá Steinunni Njálsdóttur, dagsett 17. febrúar 2012.


Hvalfjarðarsveit veitir ekki afslátt vegna staðgreiðslu á fasteignagjöldum. Bréfritara er bent á að kynna sér reglur um afslætti af fasteignagjöldum

fyrir Elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga fasteignir í Hvalfjarðarsveit. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. SÁ situr hjá við afgreiðsluna.


12. 1203023 - Málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit.


Breytingartillaga frá starfshópi um endurskoðun á samþykktum. Hópurinn leggur til við sveitarstjórn að 4.gr. verði: ,,Ábyrgðarmaður undirskriftarsöfnunar getur óskað eftir að fá eintak af íbúaskrá (nafn og heimilisfang) frá Þjóðskrá Íslands". Einnig leggur hópurinn til við sveitarstjórn að settur sé inn ákveðinn frestur til að tilkynna um undirskriftarsöfnun eftir að ákvörðun hefur verið tekin í sveitarstjórn.


SAF fór yfir erindið og lagði til að samþykkja tillögu hópsins. SÁ ræddi tillögur um breytingar á reglum og lagði til að birta reglurnar í b deild stjórnartíðinda. Tillögur um breytingar samþykktar samhljóða með áorðnum breytingum.Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


13. 1203022 - Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar.


Drög.


BMA fór yfir erindið og ræddi útfærslur. AH ræddi fyrirkomulag við umsögn og styrkveitingar. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum og ræddi útfærslur á umsóknum. Afreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða 7-0.


14. 1203009 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 27. febrúar 2012.

Erindið er framlagt.


15. 1203013 - Efling sveitarstjórnarstigsins í landinu.


Frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 2. mars 2012. Áður sent.


SAF ræddi erindið. Lagt fram.


16. 1203016 - Samningur.


Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur annars vegar og Borgarbyggð hins vegar vegna eignarhlut í Faxaflóahöfnum sf.


Lagt fram.


17. 1203011 - XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. febrúar 2012.

Lagt fram.

 

18. 1203001 - Staða nýtingarleyfa á köldu vatni hjá vatnsveitum sveitarfálaga.


Erindi frá Orkustofnun, dagsett 28. febrúar 2012.


SSJ lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd og til Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða 7-0.


19. 1203018 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.


Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 6. mars 2012.

Lagt fram.


20. 1203002 - Aðalfundaboð Spalar, 8. mars 2012.


Skýrsla stjórnar Spalar ehf. 2011, og ársreikningur samstæðu og móðurfélags, og ársreikningur Spalar ehf. liggur frammi.


Sveitarstjórn hafði staðfest umboð sveitarstjóra til setu á aðalfundi á milli funda. Það staðfestist hér með. Ársreikningur er fram lagður.


21. 1203015 - Frumvarp til breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun 2008/98/EB.


Erindi frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 2. mars 2012. Þegar sent formanni USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.


Framlagt.


22. 1203006 - Frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 112. mál.


Frá Alþingi, dagsett 29. febrúar 2012. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Lagt fram.


23. 1203007 - Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (heildarlög), 555. mál.


Frá Alþingi, dagsett 29. febrúar 2012. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Lagt fram


24. 1202065 - 12. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin er framlögð.

25. 1203004 - 86. fundur stjórnar SSV, 16. febrúar 2012.


Fundargerðin er framlögð.


26. 1203008 - 794. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin er framlögð.


27. 1203020 - 8. fundargerð um sameiningu fjallskilasamþykkta.


Fundargerðin er framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:41

Efni síðunnar