Fara í efni

Sveitarstjórn

120. fundur 17. janúar 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar óskaði gleðilegs nýs árs og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ)undir 14 lið rafræn birting álagningarseðla 15 lið afskriftir krafna og 19 lið útleiga félagsheimila. Oddviti leitaði afbrigða um að taka 14 15 og 19 lið saman fyrst til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð. Í lok fundar lagði oddviti til að fella niður fund sem fyrirhugað er að halda 24. jan 2012. Samþykkt samhljóða 7-0.

 

1. 1112001F - Sveitarstjórn - 119


LJ svaraðir fyrirspurn HV varðandi lið 2. fundargerð verkefnisstjórnar, fór yfir erindið og niðurstöðu og framkvæmdir varðandi ræsi á veginum að Heiðarborg lagði fram gögn. Ræddi 13 lið snjómokstur og framkvæmd hans að undanförnu. BMA, SAF, ræddu kostnað við útboðsgögn varðandi ræsi og framkvæmdina. ÁH ræddi 10 lið í fundargerðinni og lagði fram kostnaðaráætlun v. hitaveituframkvæmda. HV ræddi kostnað við ræsi og kostnaðaráætlun v. hitaveituframkvæmda. AH ræddi verklag v. útboð, framkvæmd þess og gerði athugasemdir við fundarritun síðasta fundar. SAF og ÁH ræddu útboðsleiðir og verklag v. útboða. HV ræddi fundarritun og útboðsleiðir. SÁ ræddi verklýsingu og kostnaðaráætlun við hitaveituframkvæmdir.


2. 1111005F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 5


SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi að nýr skipulags- og byggingarfulltrúi sæti ekki fund sveitarstjórnar. SAF ræddi fundarboð og efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi að gögn nefndarinnar eru ekki send á alla sveitarstjórn líkt og áður var. SAF ræddi fundarboð og fundargögn og svaraði fyrirspurn varðandi lið 1. AH ræddi útsendingu gagna skipulags- og byggingarnefndar. Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi kom inn á fundinn og vék af fundi. Fundargerðin framlögð.


2.1. 1112028 - Bjarkarás. Breyting á Deiliskipulagi dags,15.10.2011


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.2. 1112036 - Sæla, skipting lands.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.3. 1104004 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.4. 1112023 - Hlíð vélageymsla

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.5. 1112030 - Heynes 1, umsókn samkv. 57. gr. 123/2010

ÁH vakti athygli á vanhæfi sínu og vék af fundi. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. ÁH kemur aftur inn á fundinn.


3. 1112047 - 2. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

Fundargerðin framlögð.


4. 1201003 - 47. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla


LJ gerði grein fyrir uppgjöri við Eykt og lokafrágangi verksins.


5. 1201012 - 80. fundur fræðslu- og skólanefndar.

BMA fór yfirefnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi lið 6. og lið 11. HV ræddi undir liðnum önnur mál; Hugsað um barn. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


6. 1201013 - 3. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefnd.

SAF ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð.

7. 1201001 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015. Drög að frumvarpi.


Fyrri umræða.

A) drög að frumvarpi

B) drög að framkvæmdaáætlun og fjárfestingum.


LJ fór yfir forsendurnar. Áætlunin byggir í grunninn á áætluðum rekstri ársins 2012 ( sá grunnur er byggður á endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2011) en tekið er tillit til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og fjármagnsliðum. Í ljósi efnahagsástands og óvissuþátta sérstaklega varðandi reksturs nýs grunnskólahúsnæðis er ljóst að nokkuð erfitt er að áætla mjög nákvæmlega þar sem núna liggur fyrir rekstur húsnæðisins einungis í fjóra mánuði reynt hefur verið að kostnaðargreina liðina eins vel og hægt er.

Ekki er gert er ráð fyrir hækkun skattekna árunum 2013-2015 frá því sem áætlað er á árinu 2012. En á árinu 2012 verður lækkun á útsvarsprósentunni í 12.44 % og hækkun á C lið fasteignagjalda í 1.65%.

Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2012 og ekki eru fyrirséðar miklar breytingar á starfsmannahaldi og kjarasamningar eru bundnir næstu 2 árin.

Annar rekstrarkostnaður byggir á áætlun 2012 en gert er ráð fyrir að unnið verði að áframhaldandi hagræðingu á næstu árum í rekstri sveitarfélagsins m.a. með sölu eigna. Áætlunin gerir ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli eða 12,44% auk 1.20% vegna málefna fatlaðra alls 13.64 % og að ekki verði breyting á fasteignagjöldum frá árinu 2012. Lagði til að vísa frumvarpinu til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. SÁ, HV ræddu frumvarpið og vildi sjá nánari gögn varðandi áætlunina, ræddu hitaveituvæðingu og ljósleiðaravæðingu. SAF ræddi hitaveituvæðingu og að væntanlega liggi nánari upplýsingar fyrir á næsta fundi varðandi ljósleiðaravæðingu . ÁH ræddi hitaveituvæðingu.

 

Tillaga um að vísa frumvarpinu til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi. Samþykkt samhljóða 7-0.


8. 1201009 - Samningur Björgunarfélags Akraness við Hvalfjarðarsveit.

Beiðni frá Björgunarfélagi Akraness vegna samstarfssamnings.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Formaður hefur óskað eftir að aukaframlag verði til fjögurra ára. Tillaga um að gera 4 ára samning. Samþykkir eru SÁ HV AH situr hjá. Atkvæði gegn tillögunni greiða SSJ BMA SAF ÁH. Tillagan er felld. Tillaga um að gera samning við Björgunarfélagið í 2 ár samtals kr 734.000 á ári samþykkt samhljóða 7-0.


9. 1201002 - Sala eigna, tilboð í Skólastíg 1, eignarhluti no; 010103 / 227 2120


Kauptilboð frá Jóni Ingiberg Bergsveinssyni.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir sölunni og lagði til að tilboðinu verði tekið. SÁ ræddi söluna og tilboð sem borist hafa. Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum SÁ situr hjá við afgreiðsluna. SÁ ræddi bréf frá leigjendum húsnæðisins. SSJ ræddi að erindið verði til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórna.

10. 1112043 - Styrk umsókn frá 10. bekk í Tindaskóla.


Styrkbeiðni vegna ferðar til Danmerkur

SSJ fór yfir erindið. Lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd og að BMA fylgi málinu eftir í samræmi við umræðurnar á fundinum. BMA SAF og HV ræddu erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


11. 1201007 - Tilkynning um undirskriftarsöfnun gegn nýju nafni á skóla.

Erindi frá Ástu Marý Stefánsdóttur, Karen Líndal Marteinsdóttur og Brynjólfi Sæmundssyni. Móttekið 4. janúar 2012.


SAF telur síg vanhæfan og óskar að víkja af fundi. SAF víkur af fundi.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir að tilkynning hafi borist frá málsaðilum og að þau hafi framlengt frest til undirskriftasöfnunar sb. bréf dagsett 9. janúar. SÁ ræddi erindið og vinnubrögð sveitarstjóra vegna tölvupóstssamskipta. SÁ lýsti sig vanhæfan en óskaði eftir úrskurði sveitarstjórnar um hæfi sitt. Sveitarstjórn úrskurðaði SÁ vanhæfan með 5 atkvæðum. SÁ greiddi ekki atkvæði. SÁ yfirgaf fundinn. AH SSJ BMA ræddu málsmeðferðarreglur. ÁH HV ræddu aðdraganda og meðferð erindisins. LJ svaraði athugasemdum. Erindið framlagt. SAF og SÁ komu aftur inn á fundinn.


12. 1201008 - Stjórnsýslukæra frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.


Frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 30. desember 2011. Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar varðandi fyrirhugða natríumklóratverksmiðju Kemira á Grundartanga. Frestur til umsagnar til 18. janúar 2012.


SAF ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur ekki efnislega afstöðu til stjórnsýslukæru Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð vegna úrskurðar Skipulagsstofnunnar en vekur athygli á bókun sinni frá 113. fundi sveitarstjórnar þar sem segir að gera þurfi betur grein fyrir hugsanlegri díoxínmengun vegna samlegðaráhrifa verksmiðjanna á svæðinu. SAF lagði einnig til að erindið verði sent til kynningar í USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
AH ítrekar fyrri afstöðu sína og tekur undir með umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem færði fyrir því rök að natríumklóratverksmiðja á Grundartanga þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum (62. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar, dags. 9. ágúst 2011).

13. 1201010 - Beiðni um styrk vegna þorrablóts í Hvalfjarðarsveit


Beiðni frá Bjarka Sigurðssyni, dagsett 5. janúar 2011.


AH ræddi erindið og ræddi hugmyndir varðandi húsnæðisstyrk. SSJ HV og ÁH ræddu erindið og styrkveitingar. LJ ræddi fjárveitingar og fjárhagsáætlun. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og formann menningar- og atvinnuþróunarnefndar varðandi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

14. 1201016 - Rafræn birting álagningarseðla fasteignagjalda á Ísland.is

Erindi frá Þjóðskrá Ísland, dagsett 12. janúar, 2012.


KHÓ ræddi erindið og lagði til að senda einungis út álagningaseðla til 67 ára og eldri og til þeirra sem sérstaklega óska eftir seðlum. Ræddi útsendingu reikninga á vegum sveitarfélagsins. Breytingin verður kynnt með útsendingu tilkynninga á hvert heimili og tilkynninga á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar. Fjárhagslegur ávinningur er líklega uþb. 700 þúsund kr. á ári. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

15. 1201017 - Tillaga að afskriftum krafna árið 2011.

Erindi frá fjármála- launafulltrúa Hvalfjarðarsveitar.


KHÓ gerði grein fyrir erindinu og lagði til afskriftirnar verði samþykktar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


16. 1201006 - Framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012.


Skert framlög til Hvalfjarðarsveitar árið 2012.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu og að óskað hafi verið eftir við Samband Ísl. sveitarf. að kanna réttmæti ákvörðunarinnar með tilliti til samnings sveitarfélaganna á yfirtöku grunnskólanna á sínum tíma. Lagt fram.

17. 1201004 - Umsagnir um brennuleyfi í desember


Afgreiðslur sveitarstjórnar varðandi umsagnir til sýslumanns vegna brennuleyfa; Mál 1112035, við Litlu-Fellsöxl, 1112049 Eystri-Reynir og að Hlöðum.


Sveitarstjórn hefur staðfest umsagnirnar á milli funda. Lagt fram.


18. 1112059 - Samningur um almenningssamgöngur á Vesturlandi og á milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins.


Frá SSV, dagsett 29. desember 2011.


Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða 7-0.


19. 1112042 - Varðandi umræðu vegna útleigu á Fannahlíð.


Erindi frá Hannessínu Ásgeirsdóttur.

KHÓ gerði grein fyrir leigutekjum af félagsheimilunum í sveitarfélaginu og lagði fram samantekt. SAF ræddi útleigu á félagsheimilunum.

20. 1201011 - Mantal og húsnæðistal, beiðni frá Hagstofu Íslands.


Frá Hagstofu Íslands, dagsett 13. janúar 2012.

LJ gerði grein fyrir erindinu og að aðalbókari hafi tekið að sér að vera tengiliður og sjá um upplýsingaöflun. Lagt fram.


21. 1201014 - Upplýsingar vegna fyrirhugaðar orlofs- og frítímastarfsemi að Svarfhóli.

Erindi frá F.G.J. Hafur ehf., dagsett 9. janúar 2012.

Lagt fram.


22. 1201015 - Skýrsla um fasteignamat 2012.


Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 2. janúar 2012. Skýrslan liggur frammi.

 

Lagt fram.

23. 1112037 - 10. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

 

Fundargerðin framlögð.

24. 1112052 - 84. fundur stjórnar SSV, 24. október 2011.


Fundargerðin framlögð.

25. 1112053 - 85. fundur stjórnar SSV, 14. desember 2011.

SAF ræddi lið 10 - c í fundargerðinni. Fundargerðin framlögð.


26. 1112051 - Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands, 16. desember.


Ásamt erindi sem fór til Umhverfisráðun. varðar metangasmál í urðunarreinum í Fíflholtum.

Fundargerðin framlögð.


27. 1112050 - 93. fundur Faxaflóahafna.


Fundargerðin framlögð.


28. 1112054 - 102. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


29. 1112055 - 103. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


30. 1112046 - 21. fundur verkefnisst. um aukna hagsm.gæslu ísl. sveitarf. á sviði úrgangsmála.


Fundargerðin framlögð.


31. 1112056 - 792. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfálaga.

Fundargerðin framlögð.


32. 1201005 - Fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar 2011.


Tölvusendar 30. desember 2011


Fundargerðir frá 19. febrúar, 11. og 19. apríl, 3. 16. og 19. maí, 2. júní, 16. júlí, 9. ágúst, 6. og 27. desember lagðar fram.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:09

Efni síðunnar