Fara í efni

Sveitarstjórn

119. fundur 13. desember 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Sævar Ari mætti til fundar kl 16.10. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi undir lið 15. fjárhagsáætlun 2012 og 16. lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Að auki sat sveitarstjóri fundinn ritaði fundargerð. Hallfreður vék af fundi kl. 20.36

 

1. 1111002F - Sveitarstjórn - 118


Fundargerðin framlögð.


2. 1112003 - 45. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.

ÁH mat sig vanhæfa þar sem fyrirtæki hennar er bjóðandi í verkið. Ekki gerð athugasemd við vanhæfi hennar. ÁH vék af fundi. HV spurðist fyrir um hversu margir fengu gögn varðandi lið 3 í fundargerðinni og kostnað við útboð og verkeftirlit. Sveitarstjóri svaraði að hluta til og mun svara þessu nánar á næsta fundi. AH spurðist fyrir varðandi fyrirkomulag útboðs og óskaði eftir upplýsingum um verklag varðandi útboð. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum að hluta til.
Afgreiðsla liður 3, tillaga um að semja við lægstbjóðanda Brynjólfur Ottesen. Samþykkir eru SSJ, BMA, SAF, HV og AH. SÁ situr hjá við afgreiðsluna. Fundargerðin framlögð. ÁH tók aftur þátt í fundinum.


3. 1112008 - 46. fundur verkefnisstjórar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


4. 1112002 - Vinnunefnd um forvarnarstefnu, 30. nóvember 2011.

Fundargerðin framlögð.


5. 1112001 - 6. fundur stjórnar Nýsköpunarsjóðs.

 

AH óskaði eftir að víkja af fundi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd. AH vék af fundi. SAF fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð. AH tók aftur þátt í fundinum.


6. 1112007 - 25. fundur fjölskyldunefndar.


SAF ræddi fundarritun. SSJ ítrekaði boðun funda. Fundargerðin framlögð.

7. 1112013 - 79. fundur fræðslu- og skólanefndar.


BMA ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. SSJ ræddi 9. lið Fablab. ÁH svaraði fyrirspurninni. AH spurðist fyrir varðandi lið 5. og skólabraginn almennt og ræddi 1. desember hátíð skólans. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


8. 1112019 - 2. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefnd.

A) Fundargerð. B) Bréf Rögnu Ívarsdóttur varðandi styrk 35.060 kr.


a) Fundargerðin framlögð.
b) Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlutfall í reikningi með þeim fyrirvara að Kjósahreppur greiði sinn hlut á móti. Samþykkt með atkvæðum SSJ, SAF, BMA, ÁH.
SÁ AH og HV sitja hjá við afreiðsluna.


9. 1111030 - Útleiga á rekstri félagsheimila


Áður á dagskrá á 117. fundi sveitarstjórnar.


Sveitarstjóri ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi tillögu; "Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til þess að taka að sér rekstur félagsheimilanna Miðgarði og/eða Fannahlíð. Lagt er til að áhugasamir aðilar skili greinargerð varðandi hugmyndir sínar um starfsemi í húsunum. Ef hugmyndir eru áhugaverðar verði erindið lagt fyrir sveitarstjórn".
SAF ræddi hugmyndir varðandi útleigu og eða jafnvel sölu félagsheimilanna allra þriggja ásamt með sundlauginni að Hlöðum. AH ræddi möguleika á útleigu og ef af verður þarf að hafa samband við starfsmenn félagsheimilanna. AH ræddi útleigu á rekstri skv. tillögunni. HV lýsti sig sammála tillögunni. SAF ræddi möguleika á útleigu sölu eða útleigu varðandi Hlaðir bæði félagsheimili og sundlaug.
Tillaga sveitarstjóra samþykkt samhljóða. SSJ taldi að SAF þurfi að koma með sérstaka tillögu varðandi sundlaugina að Hlöðum.


10. 1104023 - Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.

Áður til umræðu á 117. fundi sveitarstjórnar.

ÁH ræddi fundargerðina og lagði fram leiðrétta fundargerð. HV ræddi fundargerðina og hvar verkefnið er statt núna. ÁH svaraði fram komnum
fyrirspurnum. HV ítrekaði fyrirspurn varðandi kostnað og áætlun. ÁH svaraði og mun koma með nánari svör á næsta fund og lagði fram áætlun varðandi verkið. SÁ SAF ræddu erindið. ÁH svaraði fyrirspurnum. HV ræddi framkvæmdir. ÁH svaraði. SAF lýsti yfir stuðningi við starfshópinn. Erindið er til afgreiðslu undir liðnum fjárhagsáætlun. Sjá liður 15.


11. 1111020 - Beiðni um styrk. Áður á dagskrá á 117. fundi sveitarstjórnar.


Erindi frá Kvenfélaginu Lilju, rök fyrir fjárstuðning, dagsett 5. desember 2011.

SAF lagði til að vísa til fyrri afgreiðslu varðandi styrki. AH ræddi styrkveitingar til hjálparsjóðs. HV ræddi styrkveitingar til hjálparsjóðsins lagði til sambærilega upphæð og áður hefur verið gert. SÁ lagði til styrkveitingu til sjóðsins. SAF ræddi erindið. SÁ ræddi erindið og óskaði eftir upplýsingum varðandi upphæð veitta til styrktarsjóðsins og viðhorf SAF til sjóðsins. SAF svaraði. Sveitarstjóri svaraði. AH ítrekaði fyrri afstöðu sína.
A) SSJ bar fram tillögu um styrk til sjóðsins á árinu 2011. Samþykkir styrkveitingu eru; HV SÁ og AH. Atkvæði gegn tillögunni greiða SSJ, BMA ÁH og SAF. Tillagan er felld. Gert var örstutt fundarhlé. Að afloknu hléi.
Bókun; HV, AH og SÁ lýsa yfir vonbrigðum sínum með það að Hvalfjarðarsveit skuli ekki styrkja Hjálparsjóð kvenfélagsins Lilju nú í ár sem og undanfarin ár.
Tillaga varðandi styrktarsjóðsframlag fyrir árið 2012.
Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

B) Styrkur til starfsemi félagsins 2012.
Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


12. 1112015 - Samstarfsverkefni á milli unglingadeildanna í Heiðarskóla og Brekkubæjarskóla. Styrkbeiðni.


Erindi frá Samúel Þorsteinssyni og Heiðrúnu Hámundardóttur, dagsett 8. desember 2011.


SSJ lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd. AH ræddi erindið og fyrirkomulag varðandi styrkveitingu. BMA ræddi erindið, styrkveitingar og mun fara yfir erindið í nefndinni. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

13. 1003012 - Snjómokstur utan þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit.


Áður á dagskrá á 88. fundi, frestað.


Sveitarstjóri fór yfir drög að verklagsreglum og lagði til að sveitarstjórn samþykkti drögin. SSJ ræddi framkvæmd skv verklagsreglum. SAF ræddi fyrirkomulag og framkvæmd snjómoksturs. BMA ræddi fyrirkomulag og verklagsreglur. SSJ óskað eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. SAF ræddi erindið. SÁ ræddi fyrri tillögu og afgreiðslu. Tillaga um viðmiðunarreglur samþykkt samhljóða 7-0.
Á milli funda hafði sveitarstjórn samþykkt að moka einu sinni hverja heimreið samkvæmt beiðni sb. tölvupóst og auglýsingu 7. desember. Sveitarstjórn staðfestir fyrri afgreiðslu.


14. 1112017 - Beiðni um styrk fyrir starfsmannafélag Hvalfjarðarsveitar.


Frá stjórn starfsmannafélags Hvalfjarðarsveitar, dagsett 8. desember 2011.


Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


15. 1110035 - Fjárhagsáætlun 2012


A) Álagning gjalda 2012, útsvar og fasteignagjöld. B) Síðari umræða fjárhagsáætlunar og breytingar.


A)

1. Útsvar

Álagningargjaldstig útsvars á tekjur ársins 2012 er 12,44% auk útsvars vegna tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga 1,20 prósentustig, samtals 13.64 %


2. Álagning fasteignagjalda árið 2012.


Fasteignaskattur;
Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 segir, að allar fasteignir sem metnar eru af Fasteignaskrá Íslands skuli árlega leggja á skatt til sveitarfélagsins þar sem fasteignin er.


Fasteignaskattur A-flokkur 0,47%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%


Lóðarleiga í þéttbýli 1,25% af fasteignamati. ( samkv. samþykkt sveitarstjórnar 11. október 2011)


Sorphirðugjald
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 15.260,-
Sorphirðugjald vegna sumarhúss kr. 9.665,-
Rotþróargjald kr. 6.150,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki . Rotþrærnar sjálfar eru þó ekki tæmdar árlega, heldur u.þ.b. þriðja hvert ár. Þriðjungur kostnaðarins er innheimtur á hverju ári.
Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, og ágúst. Fyrsti gjalddagi 15. febrúar. Ef álagning er 25.000 kr eða minna er einn gjalddagi 15. maí.


Elli- og örorkulífeyrisþegar:
Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og er
hámarksafsláttur kr.73.500.- Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2010. Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini.

Afsláttur vegna einstaklinga:

Tekjumörk :              Afsláttur :             Hámark :
0-2.000.000                  100%                 73.500
2.000.001-2.250.000      80%                  51.000
2.250.001-2.500.000      50%                  30.000
2.500.001-2.800.000      25%                  15.000

Afsláttur vegna hjóna:
Tekjumörk :                Afsláttur :            Hámark :
0-2.900.000                   100%                 73.500
2.900.001-3.300.000        80%                 51.000
3.300.001-3.800.000        50%                 30.000
3.800.001-4.050.000        25%                 15.000


Sveitarstjóri ræddi álagningu og ræddi möguleika varðandi hækkun á C lið fasteignaskatts í 1.65%. Gerði grein fyrir að rótþróargjald hækkaði um 9% vegna verðlagsbreytinga. Sorphirðugjald er óbreytt milli ára.
Tillaga um að fasteignaskattur C gjald hækki úr 1.32 í 1.65 %. Samþykkir eru SSJ, SAF, BMA ÁH. SÁ AH HV greiða atkvæði gegn tillögunni.

Tillagan samþykkt.
Bókun: Undirrituð eru alfarið á móti því að hækka fasteignagjöld í c-flokki undir þeim kringumstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu í dag. Forsendur fjárhagsáætlunar gerðu ráð fyrir óbreyttum fasteignaskatti í c-flokki, eða 1.32%. Að okkar mati er því um ótímabæra og óþarfa skattahækkun að ræða, sem leggst þungt á atvinnurekendur og einstaklinga í
Hvalfjarðarsveit.

Hallfreður, Arnheiður og Stefán


Allar aðrar tillögur varðandi álagningu gjalda, afslætti, gjalddaga eru samþykktar 7-0 með áorðnum breytingum.


Fjárhagsáætlun 2012

B) Sveitarstjóri fór yfir helstu breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu á milli umræðna og eftir uppfærslur afskrifta. Fór yfir áhrif skerðingar á framlagi Jöfnunarsjóðs til Hvalfjarðarsveitar sem nemur 55 miljónum. Ræddi að frumvarpið geri ráð fyrir sölu eigna að upphæð 38 miljónum en komi ekki til eignasölu og að framkvæmdir gangi eftir skv áætluninni geti komið til lántöku í árslok 2012. Lagði til að breytingar á frumvarpinu verði samþykktar.

ÁH ræddi fjárhagsáætlunina og lagði til hækkun á C lið fasteignagjalds í 1.65%. SAF ræddi fjárhagsáætlunina og lagði til að lækka upphæðina til ljósleiðaravæðingar í 13 miljónir. HV óskaði eftir upplýsingum varðandi styrkveitingar, framkvæmdir og ræddi tillögur um hækkun á C lið fasteignagjalds og styður ekki tillöguna. AH ræddi fjárhagsáætlunina og ákvörðun Innanríkisráðuneytisins, lántökur og ljósleiðaravæðingu. Styður ekki hækkun á C lið fasteignagjalds. BMA ræddi starfshætti IRR og skerðingu á Jöfnunarsjóðsframlagi 55 milj. leggur til hækkun á C lið fasteignagjalda í 1.65%, lántökur og nýframkvæmdir. SSJ ræddi lántökur, framgöngu IRR varðandi Jöfnunarsjóð og skerðingu framlaga sjóðsins um 55 miljónir. SAF ræddi sama mál og álagningu C gjalda í öðrum sveitarfélögum og framgöngu IRR. ÁH ræddi framkvæmdir við nýbyggingu og fjárhagslega stöðu Hvalfjarðarsveitar. KHÓ og sveitarstjóri svöruðu fram komnum fyrirspurnum. AH fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar framkvæmdaáætlun og álögur. HV ræddi styrkveitingar og álögur á C gjald fasteignagjöld.


Afgreiðslur; Breytingaskjal, samþykkt samhljóða 7-0. Tillaga um að lækka framkvæmdir til ljósleiðaravæðingar, tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


Yfirlit yfir áætlaðar framkvæmdir á árinu 2012, samþykkt samhljóða 7-0


Frumvarp að fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða 7-0.


16. 1112018 - Lántaka - Lánasjóður sveitarfélaga ohf

Á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun ársins 2011, en þar er gert ráð fyrir langtímalántöku að upphæð 35 miljónir króna hef ég kannað lánsmöguleika Hvalfjarðarsveitar. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 35 m.kr. til 13 ára, er möguleg og lánið er verðtryggt með föstum vöxtum 3,95%.


Sveitarstjóri og KHÓ fóru yfir kjörin og afborganir lánsins.


Á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun ársins 2011, en þar er gert ráð fyrir langtímalántöku að upphæð 35 miljónir króna. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 35 m.kr. til 13 ára, er möguleg og lánið er
verðtryggt með föstum vöxtum sem nú eru 3,95%.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 35.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.


Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að standa straum að nýbyggingu grunnskóla og er í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar varðandi langtímalántökur sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun fyrir Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2011., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

Jafnframt er Laufeyju Jóhannsdóttur kt. 060348-4729 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hvalfjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

17. 1112020 - Dýralæknaþjónusta í Hvalfjarðarsveit.


Tillaga frá Stefáni Ármannssyni, dagsett 9. desember 2011.


SÁ gerði grein fyrir tillögunni. Samþykkt samhljóða. 7-0.
HV vék af fundi.


18. 1112005 - Ráðgert að skerða jöfnunarframlag tekjuhárra sveitarfélaga.


Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2011.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Innanríkisráðuneytið-Jöfnunarsjóð og að athugasemdum Hvalfjarðarsveitar hafi verið komið á framfæri. BMA lagði til ítrekun á fyrri bókun sveitarstjórnar og sveitarstjórn mótmælir harðlega vinnubrögðum Innanríkisráðuneytisins vegna skerðingar á framlögum Jöfnunarsjóðs. Ákvörðunin varðandi skerðingu hefði þurft að koma fram miklu fyrr. Tilkynning um tillögu starfshóps um endurskoðað regluverk jöfnunarsjóðs barst Hvalfjarðarsveit ekki fyrr en þann 28. nóvember. Þá hafði fyrri umræða um fjárhagsáætlun þegar farið fram en ávörðun ráðuneytisins lá ekki fyrir fyrr en 9 desember, fjórum dögum fyrir síðar umræðu um fjárhagsáætlun. Hvalfjarðarsveit hefur ekki enn borist tilkynning þessa efnis.
Krafa er gerð um að sveitarfélög fái aðlögunartíma að þessum nýju úthlutunarreglum. Bókunin samþykkt samhljóða 6-0


19. 1112006 - Styrkir til gæðaverkefna árið 2011.


Frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 6. desember 2011. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Lagt fram.

 

20. 1112009 - Samstarf í Hvalfirði.


Frá Markaðsstofu Vesturlands, dagsett 1. desember 2011.

SSJ lagði til að vísa erindinu til menningar og atvinnuþróunarnefndar. Samþykkt samhljóða 7-0.


21. 1112010 - Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra.

Erindi frá Skagafirði, dagsett 2. desember 2011.

Lagt fram.


22. 1112011 - Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.


Frá Umhverfisstofnun, dagsett 29. nóvember 2011.

Vísað til umfjöllunar í USN nefnd.

23. 1112012 - UMFÍ vill vekja athygli á tillögum sem voru samþykktar á 47. sambandsþinginu.


Frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 29. nóvember 2011.


Lagt fram.


24. 1106040 - Grunnafjörður skilti


Bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. nóvember 2011.


Lagt fram.


25. 1112004 - Fundargerð samstarfsnefndar SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga.


Lagt fram.


26. 1112014 - Fundur um almenningssamgöngur á Vesturlandi.


Fundargerðin framlögð.


Oddviti lagði til að fella niður fund sveitarstjórnar þann 27. desember en fela sveitarstjóra að kalla saman fund ef þurfa þykir. Samþykkt 6-0.
Oddviti þakkaði samstarfið á árinu og óskaði fundarmönnum og íbúum Hvalfjarðarsveitar gleðilegra jóla. Þakkaði samstarfið á árinu sem er að líða.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.20

Efni síðunnar