Fara í efni

Sveitarstjórn

109. fundur 14. júní 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Björgvin Helgason og Halldóra Halla Jónsdóttir.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Leitaði afbrigða að taka lið 14. kosningar, til afgreiðslu fyrst og lið 31. rekstraryfirlit, sem annað mál á dagskrá, samþykkt samhljóða. Að auki sátu fundinn skipulags- og byggingafulltrúi og launa- og fjármálafulltrúi auk sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Undir lið 1105003 F tók Halldóra Halla Jónsdóttir sæti á fundinum en SAF vék af fundi undir sama lið.

 

1. 1105002F - Sveitarstjórn - 108


Sveitarstjóri ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi fundargerðina.


2. 1105003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 106


SAF ræddi vanhæfi sitt og lýsti því að hann mæti sig vanhæfan til að fjalla um fundargerðina og óskaði eftir að HHJ tæki sæti sitt. SAF vék af fundi og HHJ tók sæti í hans stað á fundinum. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina og svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV gerði fyrirvara á afgreiðslu 11. liðar. Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum. Að afgreiðslu lokinni tók SAF sæti á fundi og HHJ vék af fundi.


2.1. 1105073 - Ljósleiðari frá Brennimel að Gagnaveitu GR við Melahverfi


HV spurðist fyrir varðandi ljósleiðara. Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


2.2. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


AH og HV tóku undir bókun BH og GJ í afgreiðslu nefndarinnar og ræddu skipulag á Grundartanga. ÁH og BH ræddu skipulag á Grundartanga. AH ræddi hvað liði endurskoðun á Staðardagskrá 21. BMA ræddi skipulag á Grundartanga og lagði fram viðbótarbókun vegna afgreiðslu skipulags og byggingarnefndar; Sveitarstjórn leggur áherslu á að þess verði gætt við
endurvinnslu álgjalls og stáls að ekki skapist hætta á díoxínmengun. AH lagði fram eftirfarandi tillögu; Undirrituð leggja til frestun á afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna Grundartanga. Boðað verði til almenns kynningar- og fræðslufundar um skipulags- og umhverfismál þar sem áhersla verði lögð á faglega og óhlutdræga umræðu. Rökstuðningur. Óljósar afleiðingar umræddrar aðalskipulagsbreytingar eru að okkar mati næg ástæða þess að sveitarstjórn ber að gæta fyllstu varúðar við afgreiðslu málsins. Áður en ákvörðun er tekin um að stækka iðnaðarsvæðið við Grundartanga þurfi m.a. að skoða betur þætti er varða mengunarþolmörk, fordæmisgildi, skaðabótaskyldur, áhættumat og skipulagsskilyrði. Þá getur sveitarstjórn ekki horft fram hjá þeim fjölda athugasemda sem bárust á kynningartíma og rétt að bregðast við áhyggjum íbúa og annarra varðandi umræddar breytingar með upplýstri umræðu og stefnumótunarvinnu þar sem íbúum er gefinn kostur á virkri þátttöku. Þá ítrekum við þann vilja okkar að taka þátt í framtíðarstefnumótun í umhverfis- og atvinnumálum á Grundartangasvæðinu í samvinnu við landeigendur, íbúa og aðra notendur lands á umræddu iðnaðar- og athafnasvæði. Undir þetta rita HV, AH og BH. HHJ óskaði eftir fundarhléi. Samþykkt. Að afloknu fundarhléi. Afgreiðsla; 3 styðja fram komna tillögu HV AH og BH. 4 greiða atkvæði gegn tillögunni SSJ ÁH BMA og HHJ. Tillagan er felld. Samþykkir tillögu meirihluta skipulags- og byggingarnefndar eru SSJ ÁH BMA og HHJ. Þrír greiða atkvæði gegn tillögunni HV AH BH. ÁH lagði fram bókun og tekur undir þau sjónarmið sem fram koma hjá meirihluta skipulags- og byggingarnefndar; Á svæðinu er ekki heimilt að koma fyrir starfsemi sem hefur veruleg umhverfisáhrif í för með sér svo sem þungaiðnaði eins og álbræðslu, kísiljárnbræðslu og fl. þ.h. Horft er til lítt mengandi iðnaðarstarsemi sem ekki er líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


2.3. 1004036 - Aðalskipulag 2008 - 2020 breytt landnotkun, frístundabyggðar, og niðurfelling reiðleiða í landi Kirkjubóls og Innra Hólms


Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


2.4. 1105072 - Dragháls, nýtt íbúðarhús


Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


3. 1105076 - 30. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


4. 1106001 - 31. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


5. 1104023 - Starfshópur um hitaveituvæðingu kaldra svæða.


Fundargerð 3. fundar.

A) minnisblað

B) drög að samningi


A) Formaður ræddi minnisblaðið og fór fyrir fyrirliggjandi samningsdrög lagði til að sveitarstjórn samþykki lið 2. varðandi kostnað vegna tengi- og jarðvinnu 4,7 milj kr samtals. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
B) Sveitarstjórn samþykkir að heimila formanni og sveitarstjóra að ræða við landeigendur á grundvelli samningsdraganna. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.SAF, BH og ÁH ræddu erindið. Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


6. 1105078 - 21. fundur fjölskyldunefndar.


Fundargerðin framlögð.


7. 1106002 - 13. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


8. 1106003 - 14. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


Formaður greindi frá umræðum sveitarstjórnar á milli umræðna um samþykktirnar, fram komnar breytingartillögur á samþykktunum frá fyrri umræðu þann 21. mars sl.og lagði til að greidd yrðu atkvæði um breytingartillögur og þá um fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Tillaga Magnúsar Hannessonar frá sama fundi, 21. mars liggur einnig fyrir óafgreidd. SAF óskaði eftir hvort fyrir liggi fleiri breytingartillögur á samþykktunum.
HV; Undirritaður legg hér með fram tillögu þess efnis að áfram verði fimm aðalmenn og fimm til vara í fjölskyldunefnd Hvalfjarðarsveitar. Hallfreður Vilhjálmsson. AH, SAF ÁH og SSJ ræddu drögin og lögðu til að samþykkja drögin.
Tillaga MH frá 104 fundi 21. mars. Sjö greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er felld. Tillaga frá HV samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Drög að samþykktum með áorðnum breytingum. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Fundargerðin framlögð.


9. 1106007 - 65. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð.


10. 1106010 - 66. fundur. fræðslu- og skólanefndar.


Formaður ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð.


11. 1106015 - 67. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Lagði til að samþykkja að framlengja heimild til aukins starfshlutfalls og samþykkja launað námsleyfi skv. lið 9. Tillaga um undanþágu á reglum varðandi lágmarksaldur sb lið 5.
AH HV LJ BMA SAF ræddu efnisatriðin. AH óskaði eftir fundarhléi.

Samþykkt. Að afloknu fundarhléi.
Tillaga um launað námsleyfi samþykkt samhljóða, fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og tillaga um undanþágu samþykkt samhljóða. Tillaga um að framlengja heimild til aukins starfshlutfalls samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.


12. 1106019 - 41. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingar Heiðarskóla


Fundur 6. maí 2011


Sveitarstjóri gerði grein fyrir verkefnastöðunni og lagði fram samantekt varðandi áætlun vegna búnaðarkaupa. AH ræddi samantektina. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


13. 1105070 - Kosningar skv. II kafla 15. og 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009.


Kosningar til eins árs: A) Oddviti;

B) Varaoddviti;

C) Skrifari og varaskrifari;


Oddviti dreifði atkvæðaseðlum vegna skriflegra kosninga
A) Kjör oddvita. SSJ 4 atkvæði HV 2 atkvæði einn auður. SSJ rétt kjörinn oddviti.
B) Kjör varaoddvita. ÁH 4 atkvæði AH 2 atkvæði HV 1 atkvæði. ÁH rétt kjörinn varaoddviti.
c) Kjör skrifara. SAF 7 atkvæði og telst rétt kjörinn. Varaskrifari BMA 5 atkvæði AH 2 atkvæði. BMA telst rétt kjörinn varaskrifari.
HV spurðist fyrir um málefnasamning L og H lista. SSJ svaraði að samningurinn hafi ekki verið lagður fram.


14. 1105071 - Kosningar skv. IV.kafla 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009


Til eins árs:

a) Kjörstjórn til alþingiskosninga;

b) Vatnsveitufélag Hvalfjarðar sf. í samræmi við ákvæði sameignafélagsamnings.


A) tillaga um að í kjörstjórn verði óbreytt; Jón Haukur Hauksson, Jóna Kristinsdóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir. Varamenn Ásgeir Kristinsson, Margrét Magnúsdóttir og Dóra Líndal.
Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
B) Aðalmenn Haraldur Magnússon og Guðjón Jónasson Varamenn Ólafur Jóhannesson og Stefán Ármannsson. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


15. 1105075 - 30% stöðugildi djákna við dvalar og hjúkrunarheimilið Höfða.


Erindi frá Margréti Magnúsdóttur ásamt bréfi frá Ragnheiði Guðmundsdóttur djákna, dagsett 23. maí 2011.


Sveitarstjóri ræddi fram komið erindi og fór yfir kostnaðarþátttöku lagði til þátttöku út starfsárið 2011. SAF ÁH ræddu erindið. Viðbótarkostnaður er
líklega uþb. 200 þús kr. vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum SAF situr hjá.


16. 1105061 - Styrkbeiðni frá Icefitness ehf., vegna Skólahreysti.


Erindi frá Icefitness ehf., móttekið 18. maí, 2011.


Tillaga um sama stuðning á síðastliðnu ári 50.000 kr. fjármögnun er á lið 06 89. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


17. 1105069 - Beiðni um greiðslu á rotþró.


Erindi frá Hlyni Guðmundssyni, 23. maí 2011.


SAF ræddi erindið og lagði til við sveitarstjórn að samþykkja erindið fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan er samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


18. 1106018 - Beiðni um afgreiðslu vegna galla á rotþró


Erindi frá Helga Pétri Ottesen er varðar meintan galla í rotþró. Erindi dagsett 8. júní 2011


Sveitarstjóri fór yfir erindið og ræddi það hvort ábyrgðin vegna galla væri alfarið á kostnað sveitarfélagsins. SAF ÁH ræddu erindið. Tillaga um að fela sveitarstjóra að fara yfir erindið með bréfritara á grundvelli þess að sveitarfélagið greiði aðeins fyrir rotþróna. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan er samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


19. 1103050 - Skólaakstur Heiðarskóla.


Frestað frá 107. og 108. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


SSJ vék af fundi við undir þessum lið. ÁH tók við fundarstjórn. Sveitarstjóri fór yfir erindið og lagði til að framlengja samningnum um eitt ár. Tillagan er samþykkt með sex greiddum atkvæðum.
SSJ tók aftur við fundarstjórn.


20. 1106014 - Ósk um að afréttarland Hvalfjarðarsveitar verði girt frá landi Brekku.


Erindi frá Guðmundi Ágústi Gunnarssyni og Úrsúlu Árnadóttur, dagsett 19. maí 2011.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir að með aðgerðum sínum er Hvalfjarðarsveit fyrst og fremst að verja þéttbýlið við Hlíðarbæ. Á svæðinu var áður girðing sem varði fyrir ágangi búfjár en gegnir ekki lengur hlutverki sínu.
Sveitarstjórn telur að það sé ekki í verkahring sveitarfélagsins að girða umræddan afrétt. Sveitarstjórn felur oddvita og skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna erindið nánar fyrir næsta fund sveitarstjórnar og er erindinu frestað þar til þeirri könnun er lokið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. SAF og SSJ ræddu erindið.


21. 1106016 - Beiðni um lækkun á byggingarleyfisgjaldi


Hestafl hrossarækt ehf óskar eftir endurskoðun á byggingarleyfisgjaldi vegna byggingar reiðhallar og hesthúsabyggingar á Vestri- Leirárgörðum
SSJ SAFog BH ræddu erindið og BH lagði til að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


22. 1106020 - Kaffisala kvenfélagsins Lilju 17. júní. Niðurgreiðsla veitinga


Erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur, fyrir hönd kvenfélagsins Lilju.


SSJ ræddi erindið og lagði til að erindinu verði hafnað. Tillaga SSJ er samþykkt með 4 atkvæðum SSJ ÁH BMA SAF. HV og AH greiða atkvæði gegn tillögunni og BH situr hjá.


23. 1105062 - Eftirlit með leiksvæðum.


Erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett 19. maí, 2011.


Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa til kynningar. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum


24. 1105059 - Úthlutun framlaga vegna sölu félagslegs íbúðahúsnæðis.


Erindi frá Varasjóð húsnæðismála, dagsett 20. maí, 2011.


Lagt fram.


25. 1105060 - Frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.), 778. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 18. maí, 2011. Þegar sent sveitarstjórn, fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.


SAF ræddi erindið. Lagt fram.


26. 1105068 - Skilgreining raforkudreifingar á Grundartanga.


Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 23. maí 2011.


Lagt fram.


27. 1105074 - Tilboð um hagkvæma og vistvæna aðferð til að hemja útbreiðslu á lúpínu.


Erindi frá Grænn gróði ehf., dagsett 18. maí 2011. Kynning á "Umræða um líffræðilegan fjölbreytileika" liggur frammi. Sent til umhverfisnefndar.


ÁH ræddi erindið. Framlagt

 

28. 1105077 - Umsögn um frv. til sveitarstjórnarlaga, 726. mál.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. maí 2011. Þegar sent sveitarstjórn.


Lagt fram.


29. 1106012 - Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.


SSJ lagði til að fela Sævari Ara Finnbogasyni umboð á aðalfundi félagsins.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


30. 1106013 - Rekstraryfirlit, jan. - apr. 2011.


KHÓ fór yfir rekstraryfirlitið. HV spurðist fyrir vegna aðalskipulags og byggingar nýs Heiðarskóla. SAF spurðist fyrir varðandi ferðamál. HV lagði fram fyrirspurn;Við undirrituð óskum eftir samantekt og upplýsingum um þau atriði sem vísað hefur verið til endurskoðunar á fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar frá því að áætlunin var samþykkt í des 2010. Jafnframt óskum við eftir samantek og greiningu á þeirri ráðgjöf og sérfræðiþjónustu sem nú þegar hefur verið kostað til í tengslum við sameiningu leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar verði sendar sveitarstjórnarmönnum og lagðar framá næsta fundi sveitarstjórnar. Hallfreður Arnheiður og Björgvin.
Sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum varðandi byggingu Heiðarskóla. AH spurðist fyrir varðandi framvindureikninga. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum spurningum varðandi kostnað við aðalskipulagsgerð.


31. 1106017 - Greining á viðhaldi fjárrétta, framkvæmdir.


Samantekt skipulags- og byggingarfulltrúa vegna framkvæmda við viðhald fjárrétta skv. fjárhagsáætlun 2011


AH HV ræddu erindið. Framlagt.


32. 1105066 - Fundur ABD haldinn 18. maí 2011.


Frá Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum.


Fundargerðin framlögð.


33. 1105057 - 8. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands og ársskýrsla 2010.


Ársskýrsla liggur frammi.


Fundargerðin og ársskýrslan framlögð.


34. 1105058 - 3. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis. og ársreikningur 2010


Ársreikningur 2010 liggur frami.


Fundargerðin framlögð.

 

35. 1105065 - 87. fundur Faxaflóahafna og ársskýrsla 2010.


Ársskýrslan liggur frammi.


SAF AH ræddu fundargerðina. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


36. 1106009 - 787. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.


37. 1106011 - 96. 97. og 98. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðirnar framlagðar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22.51

Efni síðunnar