Fara í efni

Sveitarstjórn

121. fundur 14. febrúar 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Björgvin Helgason og Ása Hólmarsdóttir.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka lið 9 undirskriftarsöfnun, fyrst til afgreiðslu. Og að taka lið 22. fjárhagsáætlun, samþykkt samhljóða. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) undir 22 lið, skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri (LJ) fundinn og ritaði fundargerð. ÁHó vek af fundi kl. 19.56. HV óskaði eftir að víkja af fundi kl. 21.05

1. 1112004F - Sveitarstjórn - 120


Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundarboðun á skipulags- og byggingarnefndarfundi. SAF ræddi fundarboðun og verklag við fundarboðun skipulags- og byggingarnefndar. HV ræddi fram komnar athugasemdir. ÁHó ræddi ræðutíma. Fundargerðin framlögð.


2. 1201002F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 6


Fundargerðin framlögð.

2.1. 1111052 - Grundartangi stóriðnaðarsvæði,spennuvirki.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


3. 1202002 - 26. fundur fjölskyldunefndar.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir lið 1 og 2 og lagði til að samþykkja tillögur nefndarinnar. SAF ræddi lið 3 og lagði fram bókun: Málinu frestað á meðan sveitarstjórn aflar frekari upplýsinga um hverjar hugmyndir nefndarinnar eru. SSJ, SAF BMA og ÁHe
Liður 1. samþykkt samhljóða 7-0
Liður 2. samþykkt samhljóða 7-0
Liður 3. afgreiðslu frestað með 5 atkvæðum SSJ SAF BMA ÁHe BH. HV situr hjá við afgreiðsluna ÁHó greiðir atkvæði gegn tillögu um frestun. Fundargerðin framlögð. HV gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

4. 1202009 - 81. fundur fræðslu- og skólanefndar.


BMA fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. ÁHó ræddi 5 lið um fjölda barna á leikskóla, lið 11 og samstarf leik- og grunnskóla. BMA ræddi fram komnar fyrirspurnir og svaraði.
Liður 6 undanþága vegna aldurs. Samþykkt samhljóða 7-0
Liður 10 fé til forvarna. Samþykkt samhljóða 7-0. ÁHó ræddi lið 12; aðstaða fyrir námsfólk. SAF ræddi einnig lið 12. Fundargerðin framlögð.


5. 1202015 - 4. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.


Fundargerðin framlögð.


6. 1202027 - 8. fundur starfshóps um heitaveituvæðingu kaldra svæða.

Greinargerð stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðar, varðandi afhendingu á heitu vatni, dagsett 6. febrúar 2012, liggur frammi.


Fundargerðin framlögð.


7. 1202028 - 9. fundur starfshóps um heitaveituvæðingu kaldra svæða.


ÁHe ræddi fundargerðina. BH spurðist fyrir hvort væntanleg sé samantekt varðandi verkefnið og hver sé ráðgjafi nefndarinnar. ÁHe svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ ræddi erindið. SAF ræddi greinargerð Hitaveitufélags Hvalfjarðar. Ræddi beiðni um að kalla saman eigendafund í Hitaveitufélaginu. BMA ræddi samstarf við OR og HH og mikilvægi þess að HH tæki vel í erindi starfshópsins. SSJ ræddi hitaveituvæðingu í Hvalfjarðarsveit. SAF ræddi nauðsyn þess að kalla saman eigendafund í HH. ÁHe ræddi greinargerðina.
Liður 1 aukið samstarf. Samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð.


8. 1202031 - 48. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðaskóla.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og líklegum verklokum. Fór yfir afgreiðslur varðandi verkeftirlit og lokafrágang verktaka. Lagði fram samning varðandi lokafrágang við Eykt. BH ræddi frágang við lækinn. HV ræddi lokauppgjör. Sveitarstjóri ræddi fram komnar athugasemdir.


9. 1201007 - Tilkynning um undirskriftarsöfnun gegn nýju nafni á skóla.


Undirskriftarlistinn liggur frammi.


Sveitarstjórn hefur fundað með forsvarsmönnum undirskriftarsöfnunarinnar fyrr í dag. SAF sat ekki þann fund.
SAF gerði grein fyrir tengslum sínum við þann sem tilnefndi nafnið Tindaskóli í nafnasamkeppni. Lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið og vék af fundi. SSJ gerði grein fyrir erindinu. HV ræddi erindið og skoraði á sveitarstjórn að draga ákvörðun sína til baka og lagði til að skólarnir héldu sínum fyrri nöfnum. SSJ gerði grein fyrir afstöðu sinni. ÁHó ræddi erindið og styður tillögu HV. BMA ræddi

erindið og lagði fram eftirfarandi bókun;


Tillaga meirihlutans:


Að sveitarstjórn falli ekki frá fyrri ákvörðun sinni en samþykkir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um ákvörðun sveitarstjórnar frá 118. fundi þegar hún samþykkti tillögu dómnefndar um nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í samræmi við málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit. Kosið verður á milli tveggja kosta:

Já - Ákvörðunin heldur gildi sínu og skóli sveitarfélagsins heldur nafni sínu.

Nei - Ákvörðun sveitarstjórnar fellur úr gildi og fram fer skrifleg skoðanakönnun þar sem allir kosningabærir íbúar geta skráð hvert það nafn sem þeir vilja fyrir a) sjálfan skólann í Hvalfjarðarsveit , b) grunnskólasvið og c) leikskólasvið. Fáist ekki afgerandi niðurstaða í skoðanakönnuninni verið kosið milli efstu nafna.


Skal niðurstaða kosningarinnar vera bindandi til loka kjörtímabilsins og skal kosningin fara fram laugardaginn 31. mars 2012.


Bókun:


Meirihluti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar hóf strax í upphafi kjörtímabilsins undirbúning að því að færa íbúum þann rétt að kalla eftir almennri atkvæðagreiðslu um ákvarðanir sveitarstjórnar og fagnar því að íbúar nýti sér nú þennan rétt. Því teljum við lýðræðislegt að fram fari "íbúakosning í samræmi við málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit sem samþykktar voru 25 október sl." eins og fram kemur í áskorun þeirri sem undirrituð hefur verið af íbúum. Ennfremur að fyrir liggi strax í þeirri atkvæðagreiðslu að ef ákvörðunin verður felld verði farin sú leið sem gefi öllum kosningabærum íbúum færi á að leggja sitt mat á hvað skóli Hvalfjarðarsveitar og svið hans eigi að heita.


Vegna orðalags áskorunar þeirra sem er til umfjöllunar teljum við þessa leið líklegasta til að leiða fram vilja íbúa í ljósi þeirra reglna sem fara þarf eftir. Samkvæmt 1. gr þeirra reglna fjallar íbúakosning "um ákvörðun sveitarstjórnar" og í 12 gr. segir að "Sveitarstjórn tekur ákvörðun um orðalag og framsetningu spurningar í atkvæðagreiðslu." Við þá ákvörðun verður sveitarstjórn að taka afstöðu til texta áskorunarinnar sjálfrar eins og hún er framsett enda undirrituð þannig af íbúum. Í ljósi þess er ástæða til að árétta að í Hvalfjarðarsveit er aðeins einn skóli. Það er skóli fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri sem starfar í tveimur byggingum. Þegar sveitarstjórn samþykkir tillögu dómnefndar á 118. fundi samþykkti hún aðeins nafn á þennan nýja skóla, en ákvörðunin fjallaði ekki um nöfn bygginga sem hýsa skólasviðin eða skólasviðin sjálf. Einnig er óljóst þegar erindið er lesið hvort krafan er að svið skólans fá þau nöfn sem skólarnir hétu áður og skólinn sjálfur haldi því nafni sem sigraði í nafnasamkeppninni eða eitthvað annað. Því teljum við nauðsynlegt að íbúar fái að segja hug sinn í málinu, fyrst í almennri atkvæðagreiðslu og felli þeir ákvörðunina fái þeir, án nokkurrar íhlutunar að velja nöfn á skólann og skólasviðin úr öllum innsendum tillögum í nafnasamkeppninni sem og annarra. (Um öll tildrög og þá tillögu sem sveitarstjórn samþykkti á 118. fundi ásamt innsendum tillögum upplýsingum um hvað hvert nafn kom oft fyrir og vinnuskjöl dómnefndar má finna undir fundargerð 78. fundar Fræðslu og skólanefndar á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar.) ÁHe, BMA og SSJ.

BH ræddi tillöguna og lagði til að fara beint í skoðanakönnun. HV ræddi fram komna tillögu. SSJ ræddi fram komna tillögu og leggur til að fara í kosningar. ÁHó ítrekaði fyrri

afstöðu sína. BMA lagði fram eftirfarandi málamiðlunar tillögu:

Að sveitarstjórn falli frá afgreiðslunni frá 118. fundi en að fram fari skrifleg skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélagsins þar sem allir kosningabærir íbúar geta skráð hvert það nafn sem þeir vilja fyrir a) sjálfan skólann í Hvalfjarðarsveit , b) grunnskólasvið og c) leikskólasvið. Fáist ekki afgerandi niðurstaða í skoðanakönnuninni verið kosið milli efstu nafna.BMA.


BH ræddi fram komna málamiðlun og lýsti yfir stuðningi. HV ræddi málamiðlunartillögu lýsti yfir stuðningi. ÁHe styður fram komna tillögu. Sveitarstjóri ræddi tillögurnar og taldi að málamiðlunartillaga gangi lengst. HV ræddi að orð sveitarstjóra. SSJ ræddi tillögurnar.


Tillaga BMA samþykkt með 6-0 ; SSJ BMA ÁHe ÁHó HV BH.


SAF kemur aftur inn á fundinn.

10. 1201037 - Ósk um leiguhúsnæði á vegum Hvalfjarðarsveitar.

Erindi frá Karen Líndal Marteinsdóttur og Maríasi Hjálmari Guðmundssyni, dagsett 16. janúar 2012.


SSJ ekki er hægt að verða við ósk bréfritara að svo stöddu. SAF lagði fram bókun; Tekið skal fram að áður hefur verið haft samband við sveitarfélagið með ósk um að fá að leiga umrædda íbúð og hefur ekki verið orðið við þeim óskum vegna ástands hússins og óvissu. SSJ, BMA, SAF og ÁH.
HV ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið. SSJ ræddi erindið. ÁHó ræddi erindið og lagði til að verða við erindinu. ÁHe ræddi erindið og óskaði eftir að að skipulags- og byggingarfulltrúi skoðaði húsnæðið nánar og leggi fram greinargerð á næsta fundi sveitarstjórnar. SAF ræddi erindið og dregur bókun sína til baka. BMA ræddi erindið. Sveitarstjóri ræddi erindið. HV ræddi erindi bréfritara. SAF ræddi erindið. Tillaga ÁHe samþykkt 7-0.


11. 1202017 - Gerð sparkvallar.


Erindi frá sveitarstjóra varðandi framkvæmdir 2012.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu við verkefnið og óskaði eftir heimild sveitarstjórnar varðandi útboð í

A) gervigras og varðandi lið

B) jarðvegsframkvæmdir og fleira.
ÁHe samþykkti

A) lið en tekur ekki þátt í afgreiðslu á

B) lið. BMA lagði til að samþykkja

A) lið. ÁHe óskar eftir að víkja af fundi við

B) lið. SAF ræddi erindið og lagði til að formaður fræðslu- og skólanefndar vinni með sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að verkefninu. HV lagði til að leita til verktaka á svæðinu.
A)Tillaga um að vera í samfloti við önnur sveitarfélög varðandi tilboð í gervigras. Tillagan samþykkt 7-0.
B) Tillaga um að leitað verði til verktaka á svæðinu varðandi verðkönnun. Tillagan samþykkt 6-0. ÁHe tekur aftur þátt í fundinum.

 

12. 1201039 - Snjómokstur vegna Hótels Glyms og sumarbústaða í Svarfhólsskógi.


Erindi frá Jóni Guðmundssyni, dagsett 19. janúar 2012.


SSJ ræddi erindið og lagði til að erindinu verði hafnað. Tillagan samþykkt 4-0 SSJ SAF BMA ÁHe. 3 sitja hjá HV BH ÁHó. SAF ræddi endurskoðun á reglum varðandi snjómokstur og að tekið verður tillit til erindisins þegar og ef af endurskoðun verður.


13. 1202004 - Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnis Bændur græða landið.


Erindi frá Landgræðslu ríkisins, dagsett, 12. janúar 2012.


SSJ ræddi erindið. Lagði til að erindinu verði hafnað. Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á árinu og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Bréfrita er bent á að fylgjast með þegar styrkir verða auglýstir síðar.


14. 1202006 - Tilboð í vatnsveitukerfi, brunna og lagnir.


Erindi frá Vigni G. Jónssyni hf / Atlantsskel, dagsett 30. janúar 2012.
SSJ fór yfir erindið.


Lagði til að hafna erindi Vignis Jónssonar hf og lagði til að sveitarstjóri haldi áfram að reyna að fá samninga vegna leigusamnings lands lækkaða og að ítreka beiðni um kaup á vatni í landi Saurbæjar
SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Biskupsstofu varðandi vatnskaup og leigu á landi sem staðið hafa alllengi yfir. ÁHó óskaði eftir að víkja af fundi, yfirgaf fundinn kl. 19.56. SAF ræddi erindið og möguleika um vatnskaup við Biskupsstofu. Tillaga SSJ samþykkt samhljóða með 6-0.


15. 1103050 - Skólaakstur Tindaskóla.


Óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess að nýta heimild varðandi framlengingu í eitt ár.


SSJ víkur af fundi vegna vanhæfis. Sveitarstjóri ræddi skólaakstur og að heimild er til framlengingar um eitt ár af samningi. BMA ræddi erindið og lagði fram bókun;
Bókun.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við verktaka í skólaakstri um hvort hægt sé að ná fram þeim áherslum sem sveitarfélagið hefur innan þessa samnings með það fyrir augum að framlengja samningnum um eitt ár ef samkomulag um það næst.
SAF BMA ÁH Tillagan samþykkt 5-0. SSJ tekur aftur þátt í fundinum


16. 1202020 - Varðandi byggðamerki Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Magnúsi Hannessyni, dagsett 3. febrúar 2012.

 

SSJ lagði til að erindinu verði hafnað. SAF ræddi erindið og lagði fram bókun; Af framsetningu erindisins er ekki annað að ráða en að um ósk um almenna atkvæðagreiðslu sé að ræða. Einnig hefur bréfritari látið í ljós þann vilja sinn að niðurstaða þeirrar kosningar yrði bindandi. Um almennar atkvæðagreiðslu er fjallað í samþykktum sveitarfélagsins og nánar í málsmeðferðarreglum um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit frá 25. október sl. Hafa verður í huga að ákvörðunin um byggðamerki Hvalfjarðarsveitar var staðfest á fundi 24. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2007 og hefur merkið verið notað á öllu efni sveitarfélagsins síðan 2007. Í fyrrnefndum reglum, samþykktum og sveitarstjórnarlögum er kveðið á um rétt 20% íbúa eða fleiri til þess að knýja fram almenna atkvæðagreiðslu um mál og ein slík undirskriftasöfnun hefur þegar farið fram í sveitarfélaginu. Það væri því óeðlilegt að víkja frá öllum meginreglum hér og verða við ósk eins aðila um slíka atkvæðagreiðslu. Bréfritara er bent á að ef 20% eða fleiri kosningabærir menn undirrita áskorun til sveitarstjórnar um þetta mál yrði sveitarstjórn að sjálfsögðu við því að láta greiða atkvæði um þetta mál.SSJ, ÁHe BMA og SAF.
BH spurðist fyrir um hvort hægt sé að taka upp öll mál sem sveitarstjórn hefur samþykkt og óska eftir atkvæðagreiðslu um þau. SAF svaraði fram kominni fyrirspurn og greindi frá afstöðu IRR varðandi erindið. Erindinu er hafnað og með öllum greiddum atkvæðum 6-0.

17. 1202029 - Aðkoma Hvalfjarðarsveitar að verkefnum á vegum Markaðsstofu Vesturlands.


Erindi frá Markaðsstofu Vesturlands, dagsett 9. febrúar 2012.

SSJ leggur til að óska verði eftir upplýsingum um hvað aðilar Hvalfjarðarklasans hygðust leggja til þessara verkefna. HV ræddi erindið og hvort ekki sé rétt að Markaðsstofan sæki um í styrkjasjóðinn. SAF ræddi erindið og tók undir tillögu HV og SSJ. BMA ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til Menningar- og atvinnuþróunarnefndar. Erindinu er frestað þar til upplýsingarnar liggja fyrir. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0


18. 1202030 - Breyting á eignaraðild að Faxaflóahöfnum.


Erindi frá Faxaflóahöfnum varðandi aukna þátttöku í eignahlut. ( bréf Faxaflóahafna verður sent rafrænt )


SSJ fór yfir erindið. Sveitarstjórn samþykkir að auka við eignahlut í Faxaflóahöfnum sb. bréf Faxaflóahafna frá 10. febrúar og samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga fram samkomulagi við Faxaflóahafnir varðandi erindið. Sveitarstjóri ræddi erindið. HV styður tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


19. 1202032 - Stofnun lögbýlis Áttmælingi landnúmer 211779 land ú landi Ytra-Hólms 1.


Erindi frá Brynjólfi Ottesen og Kristínu Ármannsdóttur, dagsett 9. febrúar 2012. Afrit af fundargerð sveitarstjórnar frá 19. fundi þann 14. febrúar 2007.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Sveitarstjórn staðfestir fyrri afgreiðslu frá 19. fundi sveitarstjórnar frá 14. febrúar 2007 en þar er stofnun lögbýlisins samþykkt. HV ræddi erindið. Samþykkt samhljóða 6-0.

 

20. 1202033 - Beiðni um leyfi til móttöku tómstundaávísana sem Hvalfjarðarsveit gefur út.


Erindi frá Myndlistarskólanum á Akranesi, dagsett 9. febrúar 2012.


Samþykkt samhljóða 6-0.


21. 1202034 - Fyrirspurn varðandi hitaveituvæðingu.


Erindi frá landeigendum á Þórisstöðum og Geitabergi, dagsett 8. febrúar 2012.


SAF ræddi erindið og lagði fram bókun;
Það er stefna sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að koma hitaveitu til sem flestra íbúa á köldum svæðum í sveitarfélaginu og kemur hún fram í erindisbréfinu. Bréfriturum er bent á að kynna sér erindisbréf starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit. Bréfritara er bent á að þetta er umfangsmikið verkefni og í erindisbréfi er sett fram ákveðin forgangsröðun en hópurinn hefur að öðru leyti heimild til að vinna verkið eins og hann telur hæfa verkefninu. Umbjóðendur bréfritara eru því ekki í annarri stöðu en íbúar á fleiri köldum svæðum, s.s. við rætur Akrafjalls. Bréfritara eru þakkaðar ábendingarnar. HV ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til starfshópsins. Bókunin er samþykkt 6-0

22. 1201001 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015.


Milli umræða.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi og lagði fram breytingartillögur varðandi frumvarpið og lagði til að vísa frumvarpinu til afgreiðslu á næsta fundir sveitarstjórnar HV ræddi fram komna tillögur og hitaveituvæðingu. SAF ræddi athugasemdir HV varðandi hitaveituvæðingu. HV ræddi metnaðarleysi varðandi hitaveituvæðingu. ÁHó ræddi tillögur varðandi áherslur. ÁHe ræddi fram komnar tillögur. SAF ræddi hugmyndir varðandi þriggja ára fjárhagsáætlun. HV ræddi hitaveituvæðingu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögunum.


23. 1202013 - Ársskýrsla Fjölbrautaskóla Vesturlands 2011.


Liggur frammi.


Ársskýrslan framlögð.


24. 1202019 - Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands ásamt ársreikningi 2011.


Erindi frá Menningarráði Vesturlands, dagsett 2. febrúar 2012. Ársreikningur liggur frammi.


SSJ lagði til að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi verði formaður menningar- og atvinnuþróunarnefndar. Samþykkt 6-0.

25. 1202021 - Niðurstaða Umhverfisstofnunar um tillögu að

vöktunaráætlun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir árin 2012-2021.

Frá Umhverfisstofnun, dagsett 3. febrúar 2012. Þegar sent USN nefnd og skipulags- og byggingarfulltrúa.


Lagt fram


26. 1202022 - Brennimelur-Blanda, ósk um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Landsneti.


Erindinu hefur verið til umfjöllunar í USN nefndar til umfjöllunar. Erindið framlagt.


27. 1202023 - Spennuhækkun Brennimelslínu 1, ósk um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Landsneti.

Erindinu hefur verið til umfjöllunar í USN nefndar til umfjöllunar. Erindið framlagt. HV vék af fundi kl. 21.05.

28. 1202024 - Frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða, þingskjal 207-202. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. febrúar 2012. Liggur frammi. Hægt að nálgast á slóðinni http://www.althingi.is/altext/140/s/pdf/0207.pdf


Lagt fram.


29. 1202008 - Til umsagnar; tilaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í máefnum fatlaðs fólks til ársins 20147, 440. mál.

Frá Alþingi, dagsett 1. febrúar 2012. Þegar sent félagsmálastjóra og formanni fjölskyldunefndar.

Lagt fram.


30. 1202011 - Frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál.


Frá Alþingi, dagsett 3. febrúar 2012. Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni USN.

Lagt fram.


31. 1202012 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál.


Frá Alþingi, dagsett 3. febrúar 2012. Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni USN.

BH ræddi samgönguáætlun og hvað hefur verið gert til að þrýsta á
samgöngumál. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁHe og SAF ræddu áætlunina.


32. 1202025 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343 mál.

Frá Alþingi, dagsett 8. febrúar 2012. Þegar sent formanni USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.


Lagt fram.


33. 1202026 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022, 342. mál.


Frá Alþingi, dagsett 8. febrúar 2012. Þegar sent formanni USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Lagt fram.


34. 1201040 - 4. og 5. fundargerð um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.

ÁHe ræddi erindið. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðirnar framlagðar.

 

35. 1201038 - 94. fundur Faxaflóahafna.

Fundargerðin framlögð.


36. 1202003 - 11. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð.


37. 1202007 - 793. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.


38. 1202016 - 59. - 63. fundur Menningarráðs Vesturlands.


Fundargerðirnar framlagðar.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.20

Efni síðunnar