Fara í efni

Sveitarstjórn

110. fundur 05. júlí 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð fólk velkomið til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.


1. 1105004F - Sveitarstjórn - 109


AH spurðist fyrir varðandi fundarboðun til aukafundar og lagði fram bókun; Á 109. fundar sveitarstjórnar:
Í lið 2.2 í 109. fundargerð sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var m.a. nefnt að sú aðalskipulagsbreyting sem þar var til afgreiðslu samræmdist Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit. Ítrekar undirrituð fyrirspurn sína frá síðasta fundi um hvað líði endurskoðun á Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjóri svaraði að skipulags- og byggingarfulltrúi sé að fara yfir stöðu verkefnisins.
HV ræddi fundarboðun til aukafundar. Óskaði eftir kynningu á stöðu mála sem til umfjöllunar voru á síðasta fundi. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir afgreiðslurnar. Fundargerðin framlögð.


2. 1106024 - 61. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.


AH Lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir varðandi 6. lið; a) Hvaða fulltrúar umhverfisnefndar sátu fund á Hótel Glym þar sem ársskýrsla umhverfisvöktunar á Grundartanga var kynnt? b) Hvaða niðurstöðum úr mælingum á kinda- og hrossabeinum er verið að kalla eftir og hvar verða þær niðurstöður birtar? Fyrirspurnunum vísað til umhverfisnefndar.
Fundargerðin framlögð.


3. 1106025 - 68. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH lagði fram fyrirspurn; AH lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir; Leitaði fræðslu- og skólanefnd til menntamálaráðuneytisins með formlegum hætti vegna sameiningar grunnskóla og leikskóla í Hvalfjarðarsveit, og fékk leiðbeiningar þaðan varðandi sameiningarferlið? Formaður svaraði fram kominni fyrirspurn játandi. Fundargerðin framlögð.

 

4. 1106026 - 69. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.


5. 1106036 - 70.fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar.


Tillaga um skipurit sjá einnig 16. dagskrárliður, B) liður í fundargerðinni.
Ábendingar og fyrirspurnir AH varðandi skipurit fyrir sameinaðan skóla í Hvalfjarðarsveit. Undirrituð hefur áður sent formanni fræðslu- og skólanefndar fyrirspurnir í tölvupósti varðandi skipuritið, enda kynnt þannig fyrir sveitarstjórn. Einnig var kynningarfundur með skólastjóra fyrir sveitarstjórnarfund þar sem sveitarstjórnarfulltrúar fengu tækifæri til að kynna sér skipuritið betur og bera fram spurningar og hugmyndir. Undirrituð spurðist fyrir um eftirtalda þætti:
- Starfshlutfall staðgengla, kennsluskyldu þeirra og fyrirkomulag stjórnunar þar sem stjórnunarstöðum fækkar úr 4 í eina.
- Fyrirkomulag á ráðningum verkefnastjóra, auglýsingu á þeim stöðum og umfang verkefnastjórnunar á hverju skólaári.
- Skólabílstjóra og sérfræðinga og stöðu þeirra í skipuritinu.
- Ritara, fyrirkomulag starfsins og starfsstöð.
- Íþróttahús og staðsetningu starfsmanna íþróttahúss í skipuritinu.
- Reynslu af sambærilegu skipuriti í öðrum skólum.
- Sérkennslustjórastöðu, sem er getið í texta með skipuritinu en ekki í skipuritinu sjálfu.
- O.fl. þætti.
SAF ræddi skipuritið og fagnaði þeirri framtíðarsýn sem í því birtist.
Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum. HV gerði grein fyrir atkvæði sínu.
A) Tillaga um flutning. Sveitarstjórn samþykkir að fela skólastjóra að sjá um skipulagið á flutningi í nýjan grunnskóla.
B) Tillaga um hugmyndasamkeppni. Sveitarstjórn samþykkir að fela fræðslu- og skólanefnd að útfæra samkeppnina og að fræðslu- og skólanefnd verði dómnefnd í nafnasamkeppninni.
C) Tillaga um heimasíðu. Sveitarstjórn óskar eftir að skólastjóri komi með tillögur um útfærslur og koma með hugmyndir varðandi hugsanlegan kostnað á þessum þremur liðum á næsta fund sveitarstjórnar.
AH, SAF , sveitarstjóri, HV ræddu tillögurnar. Fundargerðin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


6. 1106037 - 4. fundur samráðshóps um sameiningu skóla.

Ásamt tillögu að skipuriti fyrir sameinaðan skóla.


BMA fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð.


7. 1106029 - 32. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.

 

8. 1106034 - 33. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir varðandi lið 13. að teikningum var komið til skila 24. maí. Fundargerðin framlögð.


9. 1106050 - 37. fundur menningarmálanefndar.


SAF ræddi fundarritun og tók fram að BPFV er ekki fulltrúi í menningarmálanefnd en situr fundinn. Fundargerðin framlögð.


10. 1106051 - 38. fundur menningarmálanefndar.


SAF ræddi fundarritun og tók fram að BPFV er ekki fulltrúi í menningarmálanefnd en situr fundinn. Fundargerðin framlögð.


11. 1106052 - 39. fundur menningarmálanefndar.


SAF ræddi fundarritun og tók fram að BPFV er ekki fulltrúi í menningarmálanefnd en situr fundinn. Sveitarstjóri fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð.


12. 1103036 - Málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit.


SSJ lagði til að erindinu verði frestað. Samþykkt samhljóða


13. 1106044 - Umsókn um leyfi til að halda Sæludaga í Vatnaskógi um verslumannahelgina.


Erindi frá Skógarmönnum, KFUM til Sýslumanns í Borgarnesi, dagsett 20. júní 2011.


SSJ og SÁ ræddu erindið. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við hátíðarhöld í Vatnaskógi enda sé tryggt að öllum skilyrðum þar af lútandi sé fullnægt. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


14. 1106030 - Umsókn fyrir leyfi vegna brennu.


Erindi frá Skógarmönnum KFUM - Vatnaskógi, dagsett 20. júní 2011.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við umrædda brennu, enda sé tryggt að öllum skilyrðum þar að lútandi sé fullnægt. Þá leggur sveitarstjórn á það áherslu að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun opins elds, vandað sé mjög til staðarvals og í alla staði reynt að fyrirbyggja að eldurinn geti breiðist út eða valdið skaða. Sveitarstjórn leggur einnig áherslu á góðan frágang að brennu lokinni. Að lokum óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um hver er brennustjóri viðkomandi brennu. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


15. 1106047 - Framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar

og Dala.


Óskað eftir staðfestingu sveitarstjórnar á framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar 2010-2014.


SAF kynnti erindið. Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaáætlunina samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


16. 1106048 - Starfsmannamál.


A) Drög að skipuriti og nefndarkjör. B) Drög að skipuriti fyrir nýjan leik- og grunnskóla. C) Sumarleyfi Sveitarstjórnar.


A) Sveitarstjóri fór yfir drög að nýju skipuriti. AH gerir það að tillögu sinni að fulltrúar framboðanna hittist á óformlegum fundi fyrir lögboðin sveitarstjórnarfund þar sem skipað verður í nefndir samkvæmt nýjum samþykktum. Það sé gert m.a. til þess að koma í veg fyrir að jafnréttislög verði brotin, eins og gerðist við síðustu skipan í nefndir hjá Hvalfjarðarsveit.
SAF lagði til að sveitarstjóra og samþykktarhópi verði falið að koma með drög að nýjum erindisbréfum fyrir nýjar nefndir á vegum Hvalfjarðarsveitar fyrir fund sveitarstjórnar þann 23. ágúst nk. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


B) nýtt skipurit fyrir sameinaðan leik- og grunnskóla. Sjá lið - 5 í fundargerðinni, mál 1106036


C) Tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar er fyrirhugað frá 12. júlí - 23. ágúst. Skrifstofan verður lokuð 29 júlí - 5 ágúst báðir dagar meðtaldir. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


ÁH ræddi umræðu frá síðasta fundi vegna starfsmannamála. HV, AH, SAF SSJ og BMA ræddu skipuritið og nefndarskipan.


17. 1105068 - Skilgreining raforkudreifingar á Grundartanga.


Svarbréf Orkustofnunar til Faxaflóahafna, dagsett 24. júní 2011.


Framlagt.


18. 1106012 - Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.


Ársreikningur félagsins liggur frammi.


SAF ræddi skýrslu stjórnar og langtímaáætlanir. SSJ ræddi vatnsöflun og fl. Ársreikningur framlagður.


19. 1106046 - Dómur, mál nr. E-124/2011.


Niðurstaða héraðsdóms í málinu er varðar Melaleiti.


Sveitarstjóri fór yfir erindið og ræddi næstu skref. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi með lögmanni sveitarfélagsins og sveitarstjórn. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Erindið er framlagt.

 

20. 1106027 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011.


Frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 3. júní 2011.


Sveitarstjóri lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis- fræðslu- og skólanefnd og menningarmálanefnd og þeim falið að undirbúa slíkan dag í Hvalfjarðarsveit.
BMA ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu einnig til skólastjóra og ungmennafélaganna.
AH ræddi erindið og benti á ferð um friðlandið við Grunnafjörð. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


21. 1106028 - Varðar öryggi á sundstöðum.


Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. júní 2011.


Sveitarstjóri ræddi erindið. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um undanþágu vegna vaktafyrirkomulags. Tillagan samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum SSJ, ÁH SAF og BMA. Þrír sitja hjá SÁ AH og HV


22. 1106045 - Minnisblað vegna fundar um málefni Kútters Sigurfara.


Frá fundi sem haldinn var í Mennta- og menningarráðuneytinu 22. júní 2011


HV ræddi fundarboðun og aðkomu að verkefninu. Sveitarstjóri svaraði athugasemdum. Erindið framlagt.


23. 1107001 - Athugasend vegna stjórnsýslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


Frá Sigurbirni Hjaltasyni, dagsett 20. júní 2011.


Bókun; Í 5 mgr. 23 gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar segir "Sveitarstjórnarmanni sem veit hæfi sitt orka tvímælis ber að vekja athygli sveitarstjórnar á því." Það er skilningur minn, eftir að hafa kynnt mér vanhæfisreglur ítarlega, -bæði vegna vinnu við nýjar samþykktir Hvalfjarðarsveitar og eins í samtölum við lögfróða menn- að ef sveitarstjórnarmaður telur hæfi sitt óvíst (orka tvímælis) beri honum að kalla eftir atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. Við það tækifæri má viðkomandi lýsa ástæðum þess að hann telji sig geta talist vanhæfan og að því loknu eru greitt atkvæði.


Þessi málsgrein fjallar ekki um þau tilvik þar sem sveitarstjórnarmaður veit sig vanhæfan, t.a.m. þegar viðkomandi eða nánir venslamenn hans eru aðilar máls. Í þessu tilfelli var fjallað um athugasemdir vegna skipulagsbreytinga og meðal þeirra er persónuleg athugasemd frá foreldrum mínum. Ég tel því augljóst að ég hafi verið vanhæfur til að fjalla um þá athugasemd í það minnsta, bæði í skilningi samþykkta sveitarfélagsins, sveitarstjórnar- og stjórnsýslulaga. Ég tel ennfremur að það væri í það minnsta óverjandi í siðferðilegu tilliti, ef ekki lagalegu, að ég fjallaði um hinar athugasemdir þar sem þær fjalla að stórum hluta um sömu efnisatriði. Sævar Ari Finnbogason.
SSJ vakti athygli á röngu föðurnafni sínu í bréfinu. AH ræddi erindið. HV ræddi athugasemdir vegna vanhæfis. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. BMA lýsti sig

sammála Sævari varðandi hæfi hans. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ, AH, HV ÁH ræddu erindið.
HV vakti athygli á að afgreiða þurfi erindið.
SSJ lagði til að fela sveitarstjóra að fá álit Sambands Íslenskra sveitarfélaga á erindinu. Tillagan er samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Erindið framlagt.


24. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga.

Umsagnarbeiðni.


Þegar sent til umfjöllunar í umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.


SAF HV og SSJ ræddu erindið. SSJ lagði til að fá lengri frest til umsagnar. Samþykkt samhljóða. Erindið framlagt.


25. 1106013 - Rekstraryfirlit, jan. - apr. 2011.


Svar KHÓ við fyrirspurnum frá fundi sveitarstjórnar þann 14. júní.


Sveitarstjóri fór yfir svörin. HV AH ræddu erindið. Erindið framlagt.


26. 1106023 - 88. fundur Faxaflóahafna.


Fundargerðin framlögð.


27. 1106035 - 4. fundur stjórnar og aðalfundur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


SAF ræddi málefni Höfða. Fundargerðirnar framlagðar.


28. 1106049 - 81. fundur stjórnar SSV.


AH og SAF ræddu fundargerðina og vörpuðu fram fyrirspurnum. HV svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:05

Efni síðunnar