Fara í efni

Sveitarstjórn

104. fundur 21. mars 2011 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Magnús Ingi Hannesson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Í veikindaforföllum Sigurðar Sverris Jónssonar oddvita, setti 'Asa Helgadóttir varaoddviti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.
Varaoddviti leitaði afbrigða um að taka ársreikning 2010, afskriftir liður 9 og rekstraryfirlit f jan og feb 2011 en því var frestað á síðasta fundi, fyrst á dagskrá.

Samþykkt samhljóða.
Undir öðrum lið mætti Jóhann Þórðarson endurskoðandi frá endurskoðunarstofunni Áliti og fór yfir endurskoðunarskýrsluna. Að auki sat Kristjana Helga Ólafsdóttir fundinn undir lið 2 ársreikningur og lið 9 afskriftir. Einar Jónsson fór yfir 2ja mánaða rekstraruppgjör. Að auki sat Laufey Jóhannsdóttir fundinn og ritaði fundargerð.


Dagskrá:


1. 1103001F - Sveitarstjórn - 103


AH ræddi lið 2. varðandi spurningar sínar frá síðasta fundi sem bárust sveitarstjórn í dag. HV ræddi lið 3. varðandi sameiningu leik- og grunnskóla lýsti sig andvígan þeirri aðferðafræði sem notuð var við sameiningu. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum AH. MH svaraði að honum gafst ekki ráðrúm til að leita svara við fyrirspurnunum. SAF svaraði fyrirspunum AH varðandi lið 2.
BMA lagði fram tillögu varðandi greiðslur vegna fundarsetu samráðshóps vegna sameiningu grunn- og leikskóla. Lagði til að greitt verði eins og áheyrnarfulltrúar í fræðslu- og skólanefnd fá fyrir fundarsetu. Tillaga varðandi lið 3:Fræðslu- og skólanefnd biður um heimild til að bæta við ráðgjafa sem kæmi að vinnu samráðshópsins. Þessi ráðgjafi hefði það hlutverk að leggja áherslu á faglega þáttinn og að passa upp á að á hvorugt skólastigið halli í sameiningunni. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum. Lagði til að sérstakur ráðgjafi verði ráðinn og starfaði jafnframt með starfshópnum. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Jafnframt lagði BMA til varðandi lið 4: Um tillögu Arnheiðar um nemendahóp. Fræðslu- og skólanefnd líst vel á þessa tillögu og er hlynnt
því að raddir sem flestra fái að njóta sín í sameiningarferlinu. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna og vísa útfærslu og framkvæmd hennar til fræðslu og skólanefndar. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum. AH ræddi fram komna hugmynd varðandi sérstakan ráðgjafa. Lagði áherslu á að fá svör varðandi fyrirspurnir sínar sb lið 2. Ræddi vöktunaráætlun stóriðjunnar. SAF ræddi lið 2. aðalskipulagsbreytingar. HV ræddi fram komnar tillögur.
Fundargerðin framlögð.


2. 1103042 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2010. Fyrri umræða.


Jóhann Þórðarsson frá Endurskoðunarskrifstofunni Áliti, fer yfir ársreikninginn.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við ársreikninginn fyrir árið 2010, fór yfir breytingar á vinnuferlum, fór yfir lykiltölur og gat þess að rekstur Hvalfjarðarsveitar er traustur. Kostnaður hefur farði lækkandi að undanförnu. Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir endurskoðunarskýrslu Álits. ÁH ræddi ársreikning og þakkaði starfsfólki og endurskoðanda störfin. AH ræddi ársreikninginn og lagði fram fyrirspurnir, MH lagði fram fyrirspurnir, sveitarstjóri og endurskoðandi svöruðu fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi ársreikninginn og ræddi athugasemdir varðandi dótturfélög og ábyrgð sveitarstjórnar á skuldbindingum dótturfélaga. JÞ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjóri lagði til að ársreikningi verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


3. 1103038 - Samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um þjónustu við fatlaða.


Hvalfjarðarsveit er aðili að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða. Þessi samningur fellur undir grein 5.1 og 5.2 í þeim samningi.


SAF ræddi samningsdrögin og lagði til við sveitarstjórn að samþykkja þau. AH ræddi drögin. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.


4. 1103037 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá starfshópi sem unnið hefur að endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar. Fyrri umræða.


SAF ræddi fram komin drög. Lagði til að haldinn verði vinnufundur sveitarstjórnar ásamt samþykktarhópi varðandi drögin og lagði til að erindinu verði vísað til síðari umræðu.
SÁ, ÁH og HV ræddu drögin. MH ræddi drögin. Lagði til breytingu á nefndum; menningar- og ferðamálanefnd sameinuð 5 aðalmenn, fjölskyldunefnd 5 eða 3 ja manna nefnd fræðslu og skólanefnd verði fræðslunefnd 5 aðalmenn, ein kjörstjórn, skipulags- atvinnu- og landbúnaðarnefnd 5 aðalmenn, umhverfis- og náttúruverndarnefnd 5 aðalmenn. AH og SAF svöruðu fyrirspurnum. Drögunum og tillögum
vísað til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar. Samþykkt með 6 atkvæðum. MH situr hjá við afgreiðsluna.

 

5. 1103036 - Málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit.


Erindi frá starfshópi sem unnið hefur að endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


ÁH lagði til að þessum lið verði frestað þar til afgreiðsla á samþykktum liggur fyrir. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


6. 1103032 - Beiðni sveitarstjóra um frekari könnun á möguleikum lagningar hitaveitu.


Niður Leirársveit, allt að Heiðarskóla, Bjarkarási og víðar, áætlun kostnaður o.fl.. Erindi frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf. dagsett 8. mars 2011.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Hitaveitufélagið. Lagði til að framkomnum gögnum verði vísað til starfshópsins. HV ræddi samþykktir Hitaveitufélagsins. Lagði til að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í stjórn Hitaveitufélagsins fundi með sveitarstjórn. MH hvatti til þess að starfshópurinn verði kallaður sem fyrst saman, tók undir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í stjórninni fundi með sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.


7. 1103016 - Rekstraryfirlit í janúar og febrúar 2011.


Einar Jónsson, aðalbókari fór yfir yfirlitið.


Sveitarstjóri lagð fram drög að tilboði vegna kaupa á landspildu við Fögrubrekku 1 og Sólvelli 3 og ræddi möguleika á að kaupa landið. ÁH ræddi möguleika á að kaupa landspildu við Fögrubrekku 1 og Sólvelli 3. Tillaga um að veita sveitarstjóra að ganga frá tilboðinu í samræmi við fyrirliggjandi tilboðið. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


8. 1010031 - Tillaga L og H lista, sameiginleg innkaupastefna Hvalfjarðarsveitar.


Drög að innkaupastefnu.


Sveitarstjóri fór yfir drögin og lagði til að þau verði samþykkt. AH lagði til breytingartillögu varðandi vistvæn innkaup og að tekið verið tillit til umhverfissjónarmiða í stefnunni. SAF ræddi framkomna tillögu. Sveitarstjóra og AH falið að ganga frá endanlegum texta. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


9. 1102017 - Starfsmannamál, tillaga frá E-lista.


Fulltrúar E-listans í sveitarstjórn gera það að tillögu sinni að mótuð verði mannauðsstefna Hvalfjarðarsveitar, sem m.a. tekur á ráðningarmálum, starfsumhverfi, ábyrgð og skyldum, starfslokum, nýliðafræðslu og
endurmenntun. Drög að mannauðsstefnu.


Sveitarstjóri fór yfir þessi fyrstu drög og lagði til að þeim verði vísað til umfjöllunar í stofnunum sveitarfélagsins. HV SAF og AH ræddu fram komin drög og lögðu til að mannauðsstefnunni verði jafnframt vísað til umfjöllunar í nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


10. 1103044 - Afskriftir krafna 2010.


Erindi frá Kristjönu Helgu Ólafsdóttur.


KHO gerði grein fyrir erindinu og lagði til að framangreindar kröfur verði afskrifaðar, kr 478.977. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


11. 1103050 - Skólaakstur Heiðarskóla.


Samningar 2300, 2301, 2302. Samkvæmt 4. gr. renna samningarnir út í ágúst 2011, framlenging er möguleg til tveggja ára, eins árs í senn, hámark fimm ár.


Sveitarstjóri fór yfir samningana. Í dag lítur út fyrir umtalsverða fækkun nemenda og töluverðar breytingar hafa orðið búsetu barna. Lagði til að skólastjóri, varaoddviti og sveitarstjóri færu yfir samningana og að samantekt varðandi skólaakstur verði lögð fram á næsta fundi. SÁ SAF ræddu skólaakstur og bentu á að kanna akstur fyrir ungmenni í FVA samhliða. Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


12. 1009072 - Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit-greiðsla á kostnaði.


Erindi frá sveitarstjórn varðandi greiðslu á kostnaði við rotþrær og siturlagnir við nýbyggingu íbúðarhúsa í Hvalfjarðarsveit.


Tillaga sveitastjórnar: Sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sveitarfélagið kosti 3200 lítra rotþró CE merkt með stútum, lokum og jarðvegsdúk til siturlagnar við hverja nýbyggingu íbúðarhúss í Hvalfjarðarsveit, á svæðum þar sem ekki er skipulögð fráveita. HV SAF SÁ ræddu fram komna tillögu. ÁH ræddi fram komna tillögu og lagði til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar þar sem fjallað verður um samþykktir Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt með sjö atkvæðum.


13. 1103024 - Tillaga um stofnun Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


Skipun í stjórn.


ÁH lagði til að Hlynur Guðmundsson tæki sæti fyrir hönd H lista, AH lagði til að Hallfreður Vilhjálmsson tæki sæti fyrir hönd E lista. BMA lagði að Sævar Ari Finnbogason tæki sæti fyrir hönd L lista.
ÁH SÁ og AH ræddu jafnréttissjónarmið. SAF ræddi vanda við að
framfylgja jafnréttissjónarmiðum við skipanir í nefndir og ráð. BMA lagði til frestun á tilnefningum. Tillaga um frestun samþykkt með 4 greiddum atkvæðum AH SAF og HV sitja hjá við afgreiðsluna.


14. 1103052 - Breyting á nefndarmönnum í skipulags- og byggingarnefnd.


Erindi frá Ásu Helgadóttur, dagsett 17. mars 2011.


ÁH lagði fram svohljóðandi tillögu; Fyrir hönd H lista mun Kristján Jóhannesson Bjarkarási sitja sem aðalmaður í bygginga og skipulagsnefnd Hvalfjarðarsveitar, í stað Hjalta Hafþórssonar sem hefur flutt lögheimili sitt . Varamaður Kristjáns mun verða Hlynur Guðmundsson Bjarkarási. Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


15. 1103039 - Fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands og 53. fundargerð.


Erindi frá Menningarráði Vesturlands, dagsett 3. febrúar 2011.


Fjárhagsáætlunin framlögð. Fundargerðin framlögð.


16. 1103033 - Kútter Sigurfari.


Samantekt starfshóps um kútter Sigurfara, febrúar 2011.


Samantektinni er vísað til kynningar í menningarmálanefnd.


17. 1103035 - Þingsályktunartillaga um ljóðakennslu og skólasöng, 284. mál.


Þegar sent skólaskrifstofum.


Tillaga um að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. Samþykkt með sjö atkvæðum. Ályktunin framlögð.


18. 1103031 - Frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, 533. mál.


Þegar sent skólaskrifstofum.


Tillaga um að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. Samþykkt með sjö atkvæðum. Ályktunin framlögð.


19. 1103040 - Þingsályktunartillaga um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis, 274. mál.


Þegar sent Helgu Stefaníu og Dóru.


Tillaga um að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. Samþykkt með sjö atkvæðum. Ályktunin framlögð.


20. 1103041 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011. Íbúaskrá.


Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 9. mars 2011.


Kjörskrá liggur ekki fyrir en þeir sem eru með lögheimili í Hvalfjarðarsveit 19. mars 2011 eiga að vera á kjörskrá. Kjördagur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu er 9. apríl. Sveitarstjórn fer yfir kjörskrá þegar hún liggur fyrir. Samþykkt með sjö atkvæðum.


21. 1103046 - Ársreikningur 2010 og greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings.


Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 11. mars 2011.


Ársreikningur og greinargerð framlögð.


22. 1103051 - Arðgreiðsla frá Sorpurðun Vesturlands hf.


Frá Sorpurðun Vesturlands hf., dagsett 11. mars 2011.


Framlagt.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:30.

 

Efni síðunnar