Fara í efni

Sveitarstjórn

103. fundur 08. mars 2011 kl. 13:00 - 15:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Björgvin Helgason.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár. Undir fundargerð 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar mætti Magnús Hannesson formaður nefndarinnar og svaraði fyrirspurnum. Oddviti leitaði afbrigða varðandi lið 20. og að taka þann lið á eftir 11. Tillagan samþykkt samhljóða.


Dagskrá:


1. 1102001F - Sveitarstjórn - 102


Sveitarstjóri gerði grein fyrir athugasemdum rekstraraðila að Hótel Glym vegna Hitaveitu Hvalfjarðar. Gerði grein fyrir tímabilsbundinni ráðningu Einars Jónssonar vegna aukinna umsvifa á skrifstofu. Heimildin er innan starfshlutfalls á skrifstofu. Gerði grein fyrir að tillaga varðandi Facebook síðu sé í vinnslu, tillaga varðandi mannauðsstefnu, endurmenntun sveitarstjórnarfólks og innkaupastefnu. AH ræddi nýjar samþykktir fyrir sveitarfélagið og hvers vegna erindið væri ekki á dagskrá. Ræddi upplýsingar varðandi liðveislu undir fundargerð fjölskyldunefndar. SAF svaraði framkomnum fyrirspurnum.


2. 1102002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 103


Oddviti fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. AH fór yfir atriði í fundargerðinni. Lið 9 og 2 Arnheiður fór yfir fundargerð skipulags- og byggingarnefndar og ræddi sammögnunaráhrif, umhverfisvöktun, íbúalýðræði, umhverfisskýrslu, stefnumótun sveitarfélagsins og fleiri þætti. Bókun AH: Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið leggur undirrituð til að nánari upplýsingar liggi fyrir um framleiðsluaðferðir og mengun, og einnig að sveitarstjórn endurskoði stefnu sína í umhverfis- og uppbyggingarmálum, þar sem þessi breyting er ekki í samræmi við Aðalskipulag eða Staðardagskrá Hvalfjarðarsveitar. Þetta þarf að gerast áður en breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar fer í auglýsingu. Minnt er á að núverandi aðalskipulag var unnið í samstarfi við Faxaflóahafnir. Þá er á það bent að samkvæmt aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar er skilgreint iðnaðarsvæði á Grundartanga sem er óbyggt. Með því að staðsetja verksmiðjurnar innan þess, þarf ekki að koma til breytinga á aðalskipulagi og framtíðarstefnu sveitarfélagsins sem þar er sett fram.
Oddviti ræddi fram komnar fyrirspurnir. Magnús Hannesson formaður skipulags og byggingarnefndar svaraði framkomnum fyrirspurnum. BH ræddi fram komnar
athugasemdir undir lið 9, lagði til að liðnum verði vísað aftur til umfjöllunar í nefndinni.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með þeim breytingum sem fram koma í lið 3 í fundargerðinni og lið 9 vísað aftur til skipulags- og byggingarnefndar.


2.1. 1102022 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting opinna svæða Þórisstöðum


Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða


2.2. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með 5 greiddum atkvæðum. AH og BH sátu hjá við afgreiðsluna.
Tillaga frá AH: Í tengslum við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar, legg ég til að samhliða verði gert endurmat á samlegðaráhrifum mengunar frá núverandi iðnaði og fyrirhugaðri viðbót. Þá komi fram í Aðalskipulaginu hvort og þá hversu mikið rými sé fyrir frekari loftmengandi starfsemi við Grundartanga. Samþykkir tillögunni eru AH BH SÁ. SSJ ÁH SAF BMA greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillaga AH er felld.


2.3. 1004036 - Aðalskipulag 2008 - 2020 breytt landnotkun, frístundabyggð, og niðurfelling reiðleiða í landi Kirkjubóls og Kúludalsár


Sveitarstjórn samþykkir tillöguna en setningin; og reiðleið færð til í landi Kúludalsár, samkvæmt samkomulagi við landeiganda Kúludalsár er felld út.
Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.


2.4. 1011075 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Samþykkt með sjö atkvæðum.


2.5. 1101013 - Digrilækur 1, breytt deiliskipulag


Samþykkt með sjö atkvæðum.


2.6. 1102019 - Vestri Leirárgarðar, breytt deiliskipulag


Samþykkt með sjö atkvæðum.


2.7. 1103022 - Umhverfismál- mengunarþolmörk


Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að endurmeta samlegðaráhrif mengunar frá núverandi iðnaði. Nefndin gerir kröfu til þess að landeigandi, Faxaflóahafnir láti meta
þolmörk með t. t. mengunarálags. BH lagði til að vísa tillögunni aftur til skipulags- og byggingarnefndar. Samþykkt með sjö atkvæðum.


3. 1102035 - 60. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Gerði grein fyrir fundum sem haldnir hafa verið að undanförnu og lagði fram tillögu um sameiningu leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit. Tillagan var samþykkt samhljóða í fræðslu- og skólanefnd;


Tillaga
Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til og beinir því til sveitarstjórnar að sameina leik- og grunnskóla sveitarfélagsins í eina skólastofnun frá og með 1. ágúst 2011. Við breytinguna verði lagðar niður stöður stjórnenda og aðstoðarstjórnenda leik- og grunnskóla og auglýst eftir einum skólastjóra er síðan ráði til sín undirstjórnendur. Að auki leggur nefndin til að settur verði á fót samráðshópur með fulltrúum foreldra beggja skóla, fulltrúum stjórnenda beggja skóla, fulltrúum starfsmanna beggja skóla og tveimur fulltrúum fræðslu- og skólanefndar. Hópurinn verði undir stjórn utanaðkomandi aðila er ráðinn verði til ráðgjafar á meðan á sameiningarferlinu stendur. Hlutverk hópsins verði meðal annars að fjalla faglega um þau álitamál er upp kunna að koma og varða sameininguna. Eftir ráðningu nýs skólastjóra mun nýr samráðshópur verða stofnaður undir hans forystu. Sá hópur mun verða skipaður fulltrúum foreldra og kennara beggja skóla auk fulltrúa fræðslu- og skólanefndar. Hópurinn mun vinna að því að setja upp nýtt skipurit fyrir skólann og móta stefnu og starf sameinaðrar stofnunnar. Fulltrúar hópanna bera ábyrgð á að koma til samráðshópsins málum frá sínum hagsmunahópi og er einnig gert að kynna niðurstöður hvers fundar í sínum hagsmunahópi.
Greinargerð:
Miklar breytingar eru framundan á skólastarfi í Hvalfjarðarsveit með tilkomu nýs og glæsilegs skólahúsnæðis. Sem skapar ný og spennandi tækifæri. Til að nýta þá möguleika til fulls sem opnast með nýrri byggingu er það skoðun fræðslu- og skólanefndar að farsælast sé að sameina kennslu allra barna á leik- og grunnskólastigi undir eina stjórn. En í dag rekur sveitarfélagið tvær litlar skólaeiningar. Nánara samstarf og markvissari stjórnun allra þeirra er að kennslu koma, er líkleg til að skila sterkari faglegri einingu og nýta um leið það fé sem lagt er í skólann á skilvirkari hátt. Ekki er gert ráð fyrir beinum sparnaði við sameiningu skólanna þar sem ekki er gert ráð fyrir því að draga úr framlögum til skólamála. Fjölmörg sveitarfélög hafa góða reynslu af sameiningu skólastofnanna og náð fram með því kostum sem fólk telur að ekki sé hægt að ná með öðrum hætti. Kannanir hafa sýnt að hægt er að gera betur í skólastarfi í sveitarfélaginu og er tímabært að svara því kalli.
Sameining beggja skólastiga sveitarfélagsins hefur fjölmarga kosti í för með sér eins og t.d:
 Meiri samfella og sveigjanleiki milli skólastiga.
 Skilvirkari stjórnun.
 Betri nýting á mannauði.
 Betri nýting á sérfræðiþjónustu.
 Eflir faglegt samstarfi starfsfólks.
 Öflugri sí- og endurmenntun starfsfólks.
 Betri nýting fjármuna í skólastarfi.
 Hagræðing í rekstri með sameiginlegum innkaupum.
 Einföldun í rekstri í litlu samfélagi.
 Mörg tækifæri til nýbreytni og þróunarvinnu óháð aldri nemenda.
Gert er ráð fyrir að skólastarf beggja skóla haldist óbreytt til loka yfirstandandi skólaárs. Að auki er lagt til að í samráðshópnum verði tveir starfsmenn frá hvorum skóla, einn almennur starfsmaður og einn kennari.
AH lagði fram eftirfarandi; Breytingartillaga vegna tillögu fræðslu- og skólanefndar um að sameina leik- og grunnskóla sveitarfélagsins í eina skólastofnun.
Arnheiður, Björgvin og Stefán leggja til að stofnaður verði samráðshópur um skólamál í Hvalfjarðarsveit sem hafi það hlutverk að skoða leiðir til að efla lærdómssamfélag Hvalfjarðarsveitar. Hópnum er ætlað að standa vörð um faglegt skólastarf og skoða leiðir til að efla það sem og að benda á leiðir til hagræðingar, án þess að slíkt bitni á gæðum skólastarfsins. Samráðshópurinn stuðli að opinni og upplýstri umræðu um skólastarf og leiti leiða til að fá fram fjölbreytt sjónarmið allra hagsmunaaðila. Hópnum er ætlað að skila tillögum til fræðslu- og skólanefndar og sveitarstjórnar eigi síðar en í desember 2011. Á þessum tillögum getur fræðslu- og skólanefnd byggt, rökstutt sínar tillögur mun betur en nú er gert og gert ítarlega áætlun um innleiðingu þeirra breytinga sem ákveðið verður að ráðast í. Slík aðferðafræði skapar mun meiri sátt og lágmarkar óvissu og óöryggi.
Lagt er til að samráðshópinn skipi fulltrúar frá fyrirfram skilgreindum hagsmunahópum. Undirrituð leggja til eftirfarandi fulltrúaskipun: skólastjórnendur leik- og grunnskóla, fulltrúar kennara beggja skóla, fulltrúar almenns starfsfólks beggja skóla, fulltrúar foreldra beggja skóla, fulltrúi fræðslu- og skólanefndar, fulltrúi úr sveitarstjórn ásamt 1-2 utanaðkomandi aðilum sem valdir verða m.t.t. verkefna samráðshópsins. Þá leggja undirrituð til að stofnaður verði sérhópur með nemendum, þar sem unnið verði með sjónarmið þeirra og hugmyndir. Fenginn verði utanaðkomandi aðili úr háskólasamfélaginu, með þekkingu á leikskólastarfi og grunnskólastarfi, til að vinna með báðum hópunum og stýra vinnunni.
Undirrituð leggja til að eftirfarandi þættir verði m.a. hluti af vinnu samráðshópsins:
 Undirbúa samþættingu á hugmyndafræði og starfsaðferðum milli skólastiga ásamt því að þróa   kennslufræðileg- og uppeldisfræðileg verkefni þvert á skólastig.
 Meta kosti og galla á sameiningu leikskólans og grunnskólans í eina skólastofnun.
 Vinna að samþættingu og samræmingu á skólanámskrám skólanna.
 Greina möguleika á samnýtingu skólahúsnæðis, t.d. með tilliti til skólavistunar að loknum hefðbundnum skólatíma ef upp kemur þör fyrir slíkt.
 Kanna möguleika á frístundastarfi að loknum hefðbundnum skólatíma í samstarfi við æskulýðsfulltrúa og félög.
 Hefja undirbúning að stofnun tónlistarskóla í Heiðarskóla.
 Undirbúa málþing um skólamál í Hvalfjarðarsveit.
Greinargerð:
Skólamál hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur, og mörg sveitarfélög eru að skoða þá leið að sameina skólastofnanir til að lækka rekstrarkostnað og draga úr útgjöldum. Samhliða á að reyna að verja skólastarfið, svo breytingarnar bitni ekki á gæðum þess. Ljóst er að mörg þessara sveitarfélaga eru drifin áfram af þeirri augljósu staðreynd að skatttekjur hafa minnkað en kostnaður aukist. Slík áhyggjuefni eru sem betur fer ekki hluti af raunveruleika Hvalfjarðarsveitar. Sveitarfélagið er vel rekið og búið er að skapa traustan grunn í uppbyggingu þess til framtíðar. Hvatinn að breytingum á skólastarfi í Hvalfjarðarsveit á því að vera sá að skapa ný og spennandi tækifæri í sátt við samfélagið.
Allar breytingar á skipulagi skólastarfs þurfa að hafa skýr markmið. Skólastarf í þróun og mótun, þar sem ákvarðanir eru vel ígrundaðar getur falið í sér margvísleg og spennandi tækifæri til eflingar skólastarfsins. Skólastarf snýst fyrst og fremst um börn og nemendur og það má aldrei gleymast.
Skólarnir í Hvalfjarðarsveit eru að mörgu leyti vel settir í dag. Hlutfall fagfólks er hátt, hagræðing hefur náðst í rekstri stofnananna og báðir skólarnir taka virkan þátt í þróunarverkefnum og öðru fagstarfi. Sumt eiga skólarnir sameiginlegt, þeir byggja t.d. báðir á hugmyndafræði Grænfánans og það gefur tækifæri til frekari þróunar á því sviði. Aðrir þættir eru ólíkir, t.d. uppeldissýn, starfsaðferðir og hefðir. Með stofnun samráðhópsins er hægt að rýna í slíka þætti og skoða möguleikann á frekari samþættingu og samræmingu, en slíkt kemur sér að öllum líkindum betur fyrir nemendur og ætti að minnka skil milli skólastiga svo dæmi sé tekið. Tillaga fræðslu- og skólanefndar gengur fyrst og fremst út á að sameina rekstur leik- og grunnskóla. Þegar horft á slíkt í stærra samhengi sést að ekki er búið að sameina marga leik- og grunnskóla og því er lítil reynsla komin á hverju slík sameining skilar og í hverju þessi breyting á rekstri felst. Sú reynsla sem þó er komin á slíka sameiningu, virðist ekki skila jákvæðum eða tilætluðum árangri nema þar sem skólarnir eru á sama stað. Slíkt er ekki raunin í Hvalfjarðarsveit. Það er því of mikil áhætta í því fólgin að ganga til slíkra aðgerða áður en kannað hefur verið með skýrum hætti hverjir eru kostir og gallar slíkrar sameiningar og hvort hægt sé að ná fram öðrum og betri kostum með annars konar aðferðum og breytingum í skólastarfinu og þeirri umgjörð sem sveitarfélagið skapar.
Lykillinn að farsælli innleiðingu á breyttu kerfi er að tryggja þátttöku hagsmunaaðila í ferlinu. Slíkt samstarf er að engu gert í tillögu fræðslu-
og skólanefndar eins og hún liggur fyrir. Ákvörðunin var tekin án nokkurs samráðs. Þá virðist sú ráðgjöf og þau gögn sem fræðslu- og skólanefnd byggir tillögu sína á, af skornum skammti og að hluta byggð á röngum upplýsingum eða misskilningi. Slíkt verður að leiðrétta og eini möguleikinn á farsælli lausn er að fresta tillögu fræðslu- og skólanefndar og stofna samráðshóp eins og hér er lagt til sem skilar áliti og tillögum til fræðslu- og skólanefndar. Slík aðferð hefur verið prófuð í öðrum sveitarfélögum og hefur einmitt leitt til þess að í ferlinu sjá yfirvöld aðrar leiðir og betri kosti. Með því að samþykkja tillögu fræðslu- og skólanenefndar eins og hún liggur fyrir núna, er slíkt samstarf að engu gert. Samráð tryggir ekki að allir verði sammála en það tryggir að öll sjónarmið komist til skila og að ákvarðanir verði betur ígrundaðar og þar af leiðandi skynsamlegri. Slíkt getur varla falið í sér annað en kosti. Arnheiður, Björgvin, og Stefán.
BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi fram komna tillögu E lista og lýsti yfir stuðningi við hana. ÁH ræddi fram komnar tillögur. Vísaði til umræðu um sameiningu leik- og grunnskóla á síðasta kjörtímabili og á þessu kjörtímabili. Ræddi stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skólamál. AH ræddi fram komna tillögu E lista. Sveitarstjóri svaraði athugasemdum varðandi sameiningu leik- og grunnskóla á fyrra kjörtímabili. SAF ræddi fram komna tillögu og fyrri umræðu varðandi sameiningu leik- og grunnskóla. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH svaraði fyrirspurnum. SSJ las upp áskorun frá sjö starfsmönnum Skýjaborgar. Tillaga AH BH SÁ er felld með fjórum greiddum atkvæðum SSJ SAF BMA og ÁH.
Tillaga fræðslu og skólanefndar samþykkt með 4 atkvæðum, SSJ, BMA SAF og ÁH. Atkvæði gegn tillögunni greiða; AH SÁ og BH.
Tillaga frá sveitarstjóra. Jafnframt er sveitarstjóra falið að fara yfir með núverandi stjórnendum hvernig staðið verði að starfslokum í viðkomandi starfi. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt fræðslu- og skólanefnd að undirbúa auglýsingu eftir nýjum stjórnendum og vinna það ferli hratt og örugglega þannig að hefðbundið skólastarf raskist sem minnst. Tillagan er samþykkt með atkvæðum; BMA SSJ ÁH og SAF. Þrír sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar, SÁ, AH og BH.


4. 1103026 - 61. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Ásamt ályktun foreldrafélags Heiðarskóla, umsögn foreldrafélags Skýjaborgar og ályktun skólaráðs.
Formaður ræddi fundargerðina og umsagnir foreldrafélags Heiðarskóla, Skýjaborgar og ályktun skólaráðs.
Tillaga um aukið starfshlutfall á Skýjaborg samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum og fjármögnun vísað til endurskoðunnar
fjárhagsáætlunar.
Tillaga varðandi undanþágu á vistun vegna aldurs barns á leikskólanum Skýjaborg. Tillaga fræðslu- og skólanefndar samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
Viðbótartillaga við sameiningartillögu að í samráðshópi starfi tveir starfsmenn frá hvorum skóla, annars vegar almennur starfsmaður og hins vegar kennari. Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
SÁ spurðist fyrir varðandi lið 7. BH óskaði eftir upplýsingum varðandi verklagsreglur vegna innheimtu.
AH lagði fram eftirfarandi tillögu; Að stofnaður verði sérhópur með nemendum, þar sem unnið verði með sjónarmið þeirra og hugmyndir. Fenginn verði utanaðkomandi aðili úr háskólasamfélaginu, með þekkingu á leikskólastarfi og grunnskólastarfi, til að vinna með báðum hópunum og stýra vinnunni.
Einnig að eftifarandi þættir verði m.a. hluti af vinnu samráðshópsins sem samþykkt hefur verið að stofna:
 Undirbúa samþættingu á hugmyndafræði og starfsaðferðum milli skólastiga ásamt því að þróa kennslufræðileg- og uppeldisfræðileg verkefni þvert á skólastig.
 Vinna að samþættingu og samræmingu á skólanámskrám skólanna.
 Greina möguleika á samnýtingu skólahúsnæðis, t.d. með tilliti til skólavistunar að loknum hefðbundnum skólatíma ef upp kemur þör fyrir slíkt.
 Kanna möguleika á frístundastarfi að loknum hefðbundnum skólatíma í samstarfi við æskulýðsfulltrúa og félög.
 Hefja undirbúning að stofnun tónlistarskóla í Heiðarskóla.
 Undirbúa málþing um skólamál í Hvalfjarðarsveit.
SSJ upplýsti að næsti fundur sveitarstjórnar verði mjög fljótlega. SAF lagði til að vísa fram kominni tillögu til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd. Tillaga SAF samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum
.


5. 1102027 - 31. fundur menningarmálanefndar.


Oddviti gerði grein fyrir lið 2 og lagði til að Leikfélaginu Sunnan Skarðsheiðar verði veittur 250.000 kr. styrkur og að fjármögnun verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum. Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


6. 1103027 - 32. fundur menningarmálanefndar.


SÁ spurðist fyrir varðandi klasasamstarf. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspunum. Fundargerðin framlögð.


7. 1103006 - 59. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefnda.


AH spurðist fyrir um lið 3, Dag umhverfisins og Grænn apríl. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa verkefnið. Sveitarstjóri gerði gein fyrir umræðum varðandi hreinsunarátak og að fyrirhugað er að ráðast í átak á vormánuðum. Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


8. 1102036 - 21. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


9. 1103002 - 22. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


10. 1103001 - 18. fundur fjölskyldunefndar.


SAF ræddi umræður á fundi fjölskyldunefndar vegna ákvörðunar sveitarstjórnar á 102. fundi varðandi akstur liðveitenda. Fundargerðin framlögð.


11. 1103011 - 6. fundur atvinnumálanefndar Hvalfjarðarsveitar.


ÁH ræddi fundargerðina. SÁ spurðist fyrir varðandi atvinnuástand í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjóri upplýsti um atvinnuleysi í sveitarfélaginu. Fundargerðin framlögð.


12. 1102031 - Drög að menningarsamningi fyrir Vesturland og 50. fundargerð Menningarráðs.


Endurnýjaður samningur til 3. ára.


Sveitarstjórn samþykkir samninginn með sjö greiddum atkvæðum.
Fundargerðin er framlögð.


13. 1102043 - Lóðarumsókn á Grundartanga.


Erindi frá Faxaflóahöfnum en umsókn frá Thorsil ehf., dagsett 14. febrúar 2011.


Oddviti gerði grein fyrir umræðum í stjórn Faxaflóahafna. SAF ræddi erindið og lagði fram bókun;
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum og í stefnuskrá allra framboða kom skýrt fram sá vilji að lögð væri áhersla á léttan iðnað og fjölbreytta starfsemi á Grundartanga, frekar en aukna stóriðjuuppbyggingu. Að okkar mati skiptir fleira máli en umhverfisáhrif þessarar auknu stóriðjustarfsemi, í viðbót við þá sem fyrir er. Einnig þarf að huga að áhrifum hennar á framtíðar uppbyggingar möguleika á svæðinu í samræmi við fyrrnefnd markmið. Það má ekki horfa framhjá samfélagslegum áhrifum þeirrar einhæfni í atvinnustarfsemi sem stefnir í með þessu. Á ýmsum stöðum á landinu er kallað eftir verkefnum á borð við þetta, sem kjölfestu í atvinnustarfsemi eða til að bregðast við bágu atvinnuástandi. Sú kjölfesta er þegar fyrir hendi í Hvalfjarðarsveit og því tími
til að huga að fjölbreyttari framtíð í atvinnuuppbyggingu. Sævar Finnbogason og Birna María Antonsdóttir.
SAF ræddi hugmyndir varðandi möguleika á fundi með stjórn Faxaflóahafna og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um stefnumörkun og framtíðaruppbygginu Faxaflóahafna. AH ræddi stefnumörkun sveitarfélagsins. Oddviti lagði til að fundað verði með hafnarstjóra og stjórn Faxaflóahafna um málið. Tillaga um fund samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. AH ræddi annan lið frá 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Ræddi bókun skipulags- og bygginarnefndar varðandi stefnumörkun vegna uppbygginar á Grundatangasvæði. Oddviti svaraði fram kominni fyrirspurn.


14. 1103010 - Kosningar vegna Icesave.


Tillaga um framkvæmd kosninga.Erindi frá sveitarstjóra.


Tillagan samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Kjörstjórn falið að undirbúa kosningarnar.


15. 1103024 - Tillaga um stofnun Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja allt að tveimur miljónum króna í nýsköpunarsjóð Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi fram komna tillögu og ræddi möguleika á að stofna þriggja manna stjórn til þess að sjá um úthlutanir. BH ræddi fram komna tillögu og lýsti stuðningi við að sjóðnum verði skipuð þriggja manna stjórn. SÁ lýsti yfir stuðning við tillöguna. Tillagan er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Skipað verður í stjórnina á næsta fundi sveitarstjórnar.


16. 1103023 - Tillaga L og H lista um starfshóp um hitaveituvæðingu kaldra svæða.


Tillaga um að kanna möguleika og kostnað hitaveituvæðingu kaldra svæða í sveitarfélaginu.Forgangsverkefni er úttekt á svæðinu við Heiðarskóla.


SÁ ræddi fram komna tillögu. AH ræddi tillöguna og lagði til að sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltúri semji erindisbréf fyrir hópinn. Tillaga um að í hópnum verði; Ása Helgadóttir, Haraldur Magnússon og Stefán Ármannsson. Tillagan í heild sinni samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


17. 1103017 - Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar.


Til samþykktar.


Sveitarstjórn samþykkir jafnréttisáætlunina eins og hún liggur fyrir með sjö greiddum atkvæðum.


18. 1102047 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Gistihússins Móar.

Erindi frá Sýslumanni, dagsett 25. febrúar 2011.


Sveitarstjórn samþykkir veitingu rekstrarleyfis fyrir sitt leiti að uppfylltum öðrum skilyrðum. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


19. 1103025 - Endurnýjað starfsleyfi svínabúsins Stjörnugrís að Melum.


Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 3. mars 2011.


Oddviti lagði til að erindinu væri vísað til umsagnar umhverfisnefndar. AH benti á að umtalsvert af gögnum hefur áður verið unnin og lagði áherslu á að þau gögn fylgdu erindinu til umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


20. 1012050 - Áshamar stækkun lóðar. Framhald, var frestað á 101. og 102. fundi sveitarstjórnar.


Oddviti lagði til að samþykkja að veita heimild til landskipta og að stofna nýtt landnúmer. SÁ spurðist fyrir varðandi málið hjá oddvita. SAF ræddi erindið. ÁH lagði til að samþykkja tillöguna. AH ræddi erindið. Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF BMA og ÁH. AH BH og SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.


21. 1102050 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóða sveitarfélaga.


Erindi frá Lánasjóði Sveitarfélaga, dagsett 23. febrúar 2011.


SAF ræddi erindið. Lagt fram.


22. 0908018 - Bótakrafa vegna Melaleiti.


Sáttaboð. Erindi frá Landslög-lögfræðistofu, dagsett 18. febrúar 2011.


Bótakrafa vegna Melaleitis – möguleg sáttagjörð. Sveitarstjórn hefur áður myndað sér afstöðu til málsins og hefur falið lögmanni sveitarfélagsins að fara með málið. Það er mat sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að fá þar til bært dómsvald til þess að skera úr um mögulegan bótarétt vegna skipulags á svæðinu við Mela eins og það var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Leirár- og Melahrepps í ágúst 2000. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


23. 1102024 - Ósk um endurmat fasteignargjalda á sumarhúsi við Eyrarskóg 43.


Erindi frá Jóni Vali Frostasyni, dagsett 11. febrúar 2011.


Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu.


24. 1103028 - Fyrirspurn frá fulltrúum E-lista um tillögur sem hafa verið í frestun og meðferð hjá sveitarstjórn og nefndum Hvalfjarðarsveitar.


Óskað er eftir að skrifleg svör verði lögð fram og yfirfarin á fundi
sveitarstjórnar 8. mars n.k.


Sveitarstjóri lagði fram svör fram. AH ræddi svörin óskaði eftir upplýsingum varðandi málsstofu og aðgegngi að stjórnsýsluhúsi. SAF ræddi nýtingu á eldra húsnæði Heiðarskóla. Lagt fram.

 

25. 1103016 - Rekstraryfirlit í janúar og febrúar 2011.


Frá aðalbókara.


Frestað til næsta fundar.


26. 1102049 - XXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykktir.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. febrúar 2011. Listi yfir kjörna fulltrúa á Landsþing og samþykktir Sambandsins liggur fyrir á fundi.


Lagt fram.


27. 1102048 - Þingsályktun um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf, 273 mál.


Þegar sent skólastjórnendum.


Erindið er framlagt.


28. 1102041 - Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.


Erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 11. febrúar 2011.


Lagt fram.


29. 1102039 - Staðgreiðsluuppgjör 2010.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. febrúar 2011.


Lagt fram.


30. 1103021 - Vinnuskóli sumarstörf


Möguleikar á vinnuskóla, sumarstörf fyrir ungt fólk og samstarf við Vinnumálastofnun varðandi atvinnuátaksverkefni.


Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á samstarfið við Vinnumálastofnun og að hefja undirbúning að vinnuskóla með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. SÁ ræddi möguleika á lengingu á störfum í vinnuskóla f 8. bekk og lengra tímabil fyrir 10. bekk.

31. 1103004 - Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur sumarið 2011.


Erindi frá Vinnumálastofnun, dagsett 1. mars 2011.


Lagt fram.


32. 1103019 - Staða mála hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf., áætlun 2011, ársreikningur 2010 og vatnsöflunarmöguleikar við Hvalfjörð.


Ársreikningur 2010 og vatnsöflunarmöguleikar við Hvalfjörð, lagt fram á fundi.


Lagt fram.


33. 1102030 - Varðar undirbúning að endurskoðun ársreiknings Hvalfjarðarsveitar 2010.


Erindi frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf., dagsett 18. janúar 2011.


Sveitarstjóri ræddi erindið og benti sérstaklega á tengda aðila. Bréf verður varðandi þetta mál með ársreikningi Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2010.


34. 1103020 - Niðurskurður sem bitnar á börnum.


Erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett 2. mars 2011.


Lagt fram.


35. 1102033 - Auglýst eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 1. Landsmót UMFÍ 50+.


Erindi frá Ungmennafélagi Íslands.


Lagt fram.


36. 1102032 - Auglýst eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ, vegna Unglingalandsmóts árin 2013 og 2014.


Erindi frá Ungmennafélagi Íslands.


Lagt fram.


37. 1103005 - Grænt bókhald 2010 og ársreikningur 2010.Frá Sorpurðun Vesturlands, lagt fram á fundi.


Lagt fram.


38. 1103015 - Ályktun mótmælafundar 'Samstaða um framhald tónlistarskólanna'


Erindi frá félagi tónlistarskólakennurum, félagi íslenskra hljómlistarmanna, samtök tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum, dagsett 18. febrúar 2011.


Lagt fram.


39. 1102023 - 16. fundur verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála.


Fundargerðin framlögð.


40. 1102026 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


41. 1102038 - 84. fundur Faxaflóahafna sf.


Fundargerðin framlögð.


42. 1102053 - 51. og 52. fundur Menningarráðs Vesturland, og ársreikningur 2010.


Ársreikningur lagður fram á fundi.


Fundargerðirnar framlagðar.

Ársreikningur framlagður.


43. 1103007 - 2. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð.


44. 1103012 - Fundargerð 784. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.


45. 1103013 - 95. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


46. 1103018 - 11. 12. og 13. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.


Fundargerðirnar framlagðar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:10

Efni síðunnar