Fara í efni

Sveitarstjórn

102. fundur 08. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.
Að auki sátu fundinn, skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson og Kristjana Helga Ólafsdóttir bókari og launafulltrúi.


Dagskrá:


1. 1101001F - Sveitarstjórn - 101


Sveitarstjóri lagði fram minnisblað varðandi námusölu mál, 1011067 samkvæmt bókun frá 101. fundi sveitarstjórnar. HV spurðist fyrir varðandi skólaakstur vegna FVA og samninga við Akraneskaupstað. Ræddi kynningarfund frá Landsneti sem fram fór í dag varðandi hugmyndir um flutningskerfi raforku. Skipulags- og byggingarfulltrúi ræddi sama mál. AH ræddi fram komið minnisblað og hugmyndir varðandi flutningskerfi raforku. HV ræddi námusölu fór yfir ferlið og þá sölumeðferð sem sala námu fór í. SAF ræddi námusölu,að fleiri aðilar hafi tök á að bjóða í námuna en ekki hafi borist tilboð frá þeim og ræddi minnisblað sveitarstjóra. AH ræddi verðmætamat á námu. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Bókun; Hallfreður og Arnheiður gera athugasemdir við að ekki hafi verið tekið tillit til beiðnar þeirra um að salan á námunni í Stóru-Fellsöxl væri á dagskrá fundarins, eins og um var beðið og bókað var á 101. fundi sveitarstjórnar.
Hallfreður, Arnheiður og Stefán ítreka skoðun sína um of lágt söluverð og gera athugasemd við málsmeðferðina á sölu umræddrar eignar. Fundargerðin framlögð.


2. 1101002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 102


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar og breytingar á mannvirkjalögum og áhrif laganna á starfsemi skipulags- og bygginganefnda. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


2.1. 1102005 - Fjöleignahúsalög, frumvarp

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir breytingar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.


2.2. 1101064 - Mannvirkjalög, áhrif


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir breytingarnar sem lögin fela í sér. Á meðan nefndin hefur ekki markað stefnu um hvernig afgreiðslu verður háttað mun skipulags- og byggingarfulltrúi fullafgreiða erindi án staðfestingar sveitarstjórnar en skipulags- og byggingarnefnd fjalli einungis um byggingaráform skv. 11. grein laganna ef skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málum til hennar. Tillagan samþykkt samhljóða.


2.3. 1011043 - Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurgerð reið- og gönguleiðar meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá. Forgangsröðun reiðvega.


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið og þá forgangsröðun sem nefndin leggur til við reiðvegauppbyggingu í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar varðandi forgangsröðun reiðvega.


3. 1102002 - 17. fundur fjölskyldunefndar.


Formaður fór yfir fundargerðina. Ræddi svohljóðandi tillögu nefndarinnar; Nefndi leggur til að greitt verði fyrir akstur liðveitanda að hámarki samanlagt sem nemur einni ferð frá heimili til Reykjavíkur og einni ferð frá heimili til Akraness. Nefndin leggur áfram til að greiddur útlagður kostnaður liðveitanda vegna afþreyingar og veitingar verði að hámarki 5.000 kr í mánuði hverjum.
SÁ ræddi akstur liðveitenda í félagsþjónustu. AH ræddi akstur liðveitenda í félagsþjónustu. Arnheiður, Stefán og Hallfreður leggja til að greitt verði fyrir akstur liðveitanda að hámarki samanlagt sem nemur einni ferð frá heimili til Reykjavíkur og 3 ferðum frá heimili til Akraness eða Borgarness í hverjum mánuði.
SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH ræddi að ekki væri kostnaður nægjanlega ljós. SAF ræddi fram komnar tillögur. SÁ ræddi fram komna tillögu. ÁH ræddi fram komna tillögur. SSJ lagði áherslu á að setja reglur og viðmið. SAF ræddi tillögu fjölskyldunefndar og lagði til stuðning við þá tillögu. Ræddi frestun á afgreiðslu og óskaði eftir nánari kostnaðargreiningu. AH ræddi reglur varðandi greiðslu á akstri liðveitenda. Tillaga AH HV og SÁ samþykkir eru AH, HV og SÁ. SSJ, BMA, ÁH og SAF sátu hjá við afgreiðsluna. Tillagan samþykkt.
Liður 1. samþykktur samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


4. 1101053 - 30. fundur menningarmálanefndar.


Fundargerðin framlögð.

 

5. 1102008 - 39. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


6. 1101030 - 57. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar.


SÁ ræddi lið 1. í fundargerðinni varðandi fund fulltrúa Faxaflóahafna í umhverfisnefnd. AH óskaði eftir að fá ársskýrslu náttúruverndarnefndar fyrir árið 2010. Ræddi minnispunkta frá ársfundi Umhverfisstofnunar. Ræddi sorphirðumál í Hvalfjarðarsveit. SSJ ræddi sorphirðu.

Fundargerðin framlögð.


7. 1102007 - 58. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. AH ræddi lið 2. íbúafund vegna aðalskipulagsbreytinga frá 27. janúar, þann frest sem veittur er til umsagna á aðalskipulagsbreytingum og umsögn frá umhverfisnefnd vegna aðalskipulagsbreytinga.

Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


8. 1101040 - 58. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi viðhorfskönnun Heiðarskóla og kynningu fyrir sveitarstjórn. SSJ ræddi viðhorfskönnun. BMA ræddi viðhorfskönnun. AH ræddi skólanámskrá og starfsáætlun Heiðarskóla fyrir árið 2010-2011 og niðurstöður PISA könnunnar. BMA ræddi kynningu á niðurstöðu á viðhorfskönnun, skólanámskrá og starfsáætlun. Fundargerðin framlögð.


9. 1102016 - 59. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar.


Formaður ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi lið 5. uppsagnir almennra starfsmanna. Erindi foreldrafélagsins, erindi æskulýðs- og tómstundafulltrúa og ræddi um breytingar á reglum á sundlaugum. HV ræddi uppsagnir í Heiðarskóla. SAF ræddi uppsagnir í Heiðarskóla. AH ræddi viðhorfskannanir, ræddi lið 6. fundargerð foreldrafélagsins, ræddi uppsagnir í Heiðarskóla. SÁ ræddi uppsagnir í Heiðarskóla. Sveitarstjóri svaraði framkomnum fyrirspurnum. BMA ræddi fram komnar fyrirspurnir ræddi uppsagnir í Heiðarskóla. AH ræddi fram komnar athugasemdir. Liður 7. að skipulags og byggingarfulltrúi endurskoði reglur á sundlaugum. Tillagan samþykkt samhljóða. Bókun Hallfreðs, Arnheiðar og Stefáns: okkur þykir miður að heyra um þær uppsagnir sem áttu sér stað í Heiðarskóla í janúar sl. Sveitarstjórn hefur ekki verið upplýst um neinar skipulagsbreytingar eða endurskipulagningu á störfum í Heiðarskóla og því komu þessar upplýsingar verulega á óvart. Að öðru leyti vísa undirrituð í þá umræðu sem spannst á fundinum undir þessum lið og hægt er að nálgast í upptöku á heimasíðu sveitarfélagsins, en þetta var talsvert rætt á fundinum. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

10. 1101034 - 19. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


11. 1101057 - 20. verkfundur vegna byggingar nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


12. 1102015 - 10. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi vinnu við endurskoðunina og mun senda sveitarstjórn drög til umfjöllunar. HV ræddi önnur verkefni sem vísað hefur verið til starfshópsins. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


13. 1101016 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014.


Síðari umræða.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og þeim forsendum sem gengið er út frá í áætluninni varðandi tekjur, almennan rekstur og önnur útgjöld. Sveitarstjóri greindi frá hugmyndum varðandi hitaveituframkvæmdir, mögulega sölu á raðhúsum og fleira. Lagði til að sveitarstjórn samþykkti bókun varðandi afgreiðsluna.
Bókun; "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlunina fyrir árin 2012-2014 sem ramma um árlegar fjárhagsáætlanir Hvalfjarðarsveitar. Endurskoða skal áætlunina í tengslum við afgreiðslu hinna árlegu fjárhagsáætlana. Einstakir sveitarstjórnarmenn áskilja sér rétt til þess að leggja fram og fylgja eftir breytingartillögum við hina framlögðu langtímaáætlun.” Bókunin samþykkt samhljóða. HV ræddi málefni hitaveitu við Heiðarskóla. SÁ ræddi framkvæmd við reiðvegagerð og hvort endurgerð við Svarthamarsréttar væri inni í áætluninni. HV ræddi um áhrif endurskoðun á sveitarstjórnarlaga á fjárhagsáætlanir.


14. 1102004 - Reglur um skráningu í tímaskráningarkerfið Tímon


Það hafa aldrei verið gerðar neinar reglur varðandi notkun tímaskráningarkerfisins Tímons fyrir starfsfólk. Endurskoðandi kallaði eftir að slíkar reglur væru til og samþykkja þarf þær af sveitarstjórn. Þetta er eitt að því sem hertar reglur um innra eftirlit kalla á. KHÓ.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir reglunum og tilurð þeirra. HV óskaði eftir upplýsingum varðandi skráningu. KHÓ svaraði fyrirspunum og greindi frá að almennt gengi skráning vel. Tillaga um reglur um skráningu í Tímon samþykkt samhljóða.


15. 1101065 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Hótel Glyms.


Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 28. janúar 2011.


Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni að uppfylltum öðrum tilskyldum leyfum. Samþykkt samhljóða.

 

16. 1101037 - Samningstilboð frá Vaski á bakka, varðandi minkasía og reikningur.


Erindi frá Reyni Bergsveinssyni, dagsett 19. janúar 2011.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrri samþykktum varðandi erindið. SÁ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar. SSJ ræddi erindið og lagði til að erindinu verði hafnað. Samþykkt með atkvæðum SSJ, SAF, BMA og ÁH. HV, SÁ og AH sitja hjá við afgreiðsluna.


17. 1101007 - Varðandi búsetu í Aðalvík.


Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 19. janúar 2011.


SAF gerði athugasemd við upplýsingar í bréfinu er varða skipulagsmál og tilvitnun í bréfið varðandi byggingu. ÁH ræddi erindið. AH ræddi leyfisveitingar fyrir byggingar innan þynningarlínu. SAF ræddi erindið. AH ræddi erindið og fyrra bréf Kristins Aðalbjörnssonar sem var til umfjöllunar á síðasta fundi sveitarstjórnar. Lagt fram.


18. 1011049 - Tillaga H- og L- lista að fjármagni til ráðstöfunar vegna viðhalds, nýlagningar og lagfæringar vatnsbóla.


Erindi var áður á dagskrá á 97. og 100. fundi sveitarstjórnar.


SAF lagði fram drög að verklagsreglum varðandi viðhaldssjóð vegna viðhalds, nýlagningar og lagfæringar vatnsbóla. Sveitarstjórn hefur áætlað 3 miljónir króna í þennan lið á fjárhagsáætlun ársins 2011. SSJ ræddi framkomin drög, lagði til að vísa drögunum til skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra til skoðunar. HV ræddi framkomin drög að verklagsreglum. AH ræddi framkomin drög. SAF ræddi fram komin drög. SSJ lagði til að sveitarstjórn og skipulags- og byggingarfulltrúi fari yfir drögin. Samþykkt samhljóða.


19. 1102011 - Tillaga að vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga 2010-2020.


Erindi hefur verið sent og tekið fyrir hjá umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar.


SSJ ræddi umsögnina og lagði til að sveitarstjórn samþykki að gera umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefdnar að umsögn Hvalfjarðarsveitar um tillögu að vöktunaráætlun. AH ræddi fram komna umsögn umhverfisnefndar og málsmeðferð. Lagði fram bókun: Sveitarstjórn tekur undir umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar varðandi drög að vöktunaráætlun fyrir stóriðjuufyrirtækin á Grundartanga. Sveitarstjórn leggur á það sérstaka áherslu að komið verði upp mælistöð fyrir loftgæði í Melahverfi og að sú mælistöð verði hluti af reglubundinni vöktun iðjuveranna. Þá ítrekar sveitarstjórn að nánar sé kveðið á um ábyrgð og verklag við sýnatökur og mælingar í vöktunaráætluninni. SAF ræddi fram komna tillögu og afmörkun við loftgæðastöð í Melahverfi. AH ræddi fram komnar tillögur. BMA ræddi fram komna tillögu varðandi umsögn umhverfisnefndar. SSJ ræddi fram

komna tillögur lagði til að umsögn umhverfisnefndar verði umsögn Hvalfjarðarsveitar og ásamt bókun AH. Samþykkt samhljóða.


20. 1101036 - Tillaga að vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga f. árin 2011-2020, og fundargerð nr. 4 frá samráðshópi vegna endurskoðunar.


Framhald frá 101. fundi sveitarstjórnar.

Minnispunktar AH frá 29. júní 2010.

Minnispunktar AH frá 9. desember 2010.

Samantekt frá fundi 18. nóvember 2010 vegna vöktunaráætlunar.


Vísað í afgreiðslu 19. liðar í fundargerðinni.


21. 1102009 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands.


Tilnefning fulltrúa á aðalfund. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 11. mars 2011 að Hótel Hamri.


SSJ lagði fram tillögu um að Ása Helgadóttir verði fulltrúi á aðalfundi. AH lagði til að Stefán Ármannsson verði til vara. Samþykkt samhljóða.


22. 1012050 - Áshamar stækkun lóðar. Framhald, var frestað á 101. fundi sveitarstjórnar.


Samþykki fyrir stofnun sjálfstætts landsnúmers, frá Erlingi Þór Pálssyni og Jónu Björg Kristinsdóttur.


SSJ óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.


23. 1102012 - Ráðningarbréf um endurskoðun árið 2010.


Erindi frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf.


Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.


24. 1102014 - Tillaga um að Hvalfjarðarsveit opni opinbera Facebook síðu til þess að birta fréttir, viðburði og fleira.


Erindi frá Sævari Ara Finnbogasyni, dagsett 4. febrúar 2011.


SAF ræddi fram komna tillögu. HV ræddi fram komna tillögu. BMA ræddi fram komna tillögu. AH ræddi fram komna tillögu og vefsíðu. Sveitarstjóri ræddi tillöguna og vefsíðu sveitarfélagsins. SSJ ræddi fram komna tillögu. SAF ræddi fram komna tillögu og svaraði fyrirspurnum. Tillagan samþykkt að stofna facebooksíðu þar sem lokað er á athugasemdir. Samþykkir tillögunni eru SAF, BMA ÁH AH. Atkvæði gegn tillögunni greiða SSJ SÁ og HV.


25. 1102017 - Starfsmannamál, tillaga frá E-lista.


Fulltrúar E-listans í sveitarstjórn gera það að tillögu sinni að mótuð verði

mannauðsstefna Hvalfjarðarsveitar, sem m.a. tekur á ráðningarmálum, starfsumhverfi, ábyrgð og skyldum, starfslokum, nýliðafræðslu og endurmenntun.


AH ræddi fram komna tillögu. ÁH ræddi fram komna tillögu og lagði til að sveitarstjóra verði falið að koma með drög að mannauðsstefnu. SÁ ræddi að mannauðsstefnu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir námskeiðshaldi fyrir sveitarstjórnarmenn. SAF ræddi fram komna tillögu um mannauðsstefnu. BMA ræddi fram komna tillögu og varaði við of mörgum reglum. SSJ ræddi fram komna tillögu. AH ræddi fram komna tillögu og lagði fram tillögu um að sveitarstjóri aflaði upplýsinga og geri drög að stefnu. Samþykkt samhljóða.


26. 1102018 - Greiðsla kostnaðar vegna flúormælinga og áréttun erindis dags. 29. júlí 2010.


Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dagsett 20. janúar 2011.


Umhverfisnefnd hefur erindið til umfjöllunar og við endurskoðun á vöktunaráætluninni fyrir iðnaðarsvæðið við Grundartanga hefur Hvalfjarðarsveit lagt áherslu á að bæta vöktunarþætti varðandi skoðun á hrossum inn í áætlunina. Umhverfisnefnd hefur ekki lokið umfjöllun sinni vegna þess að endurskoðun á vöktunaráætlun hefur staðið yfir. AH ræddi fram komið erindi. SSJ ræddi erindið varðandi beiðni um greiðslur fyrir sýnatöku. Lagði til að ekki verði fallist á greiðslur að svo stöddu. Tillagan samþykkt samhljóða.


27. 1101029 - Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar


Þorvaldur Valgarðsson afhenti Hvalfjarðarsveit gögn félagsins til varðveislu.


Sveitarstjórn þakkar Þorvaldi Valgarðssyni gjöfina. Lagt fram.


28. 1101049 - Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir áhyggjum sínum yfir viðbótar vegtollum til Vesturlands.


Ályktun. Erindi frá SSV, dagsett 21. janúar 2011.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir bókun stjórnar SSV vegna viðbóta vegtolla á Vesturlandi. SAF lagði áherslu á að þetta væri sérstakt áhyggjuefni vegna hækkandi eldsneytisverðs. Samþykkt samhljóða.


29. 1101035 - Varhugaverð þróun löggæslumála á Vesturlandi.


Erindi frá stjórn Lögreglufélags Vesturlands, dagsett 18. janúar 2011.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir áhyggjur stjórnar Lögreglufélags Vesturlands. Samþykkt samhljóða.


30. 1101051 - Yfirlit æskulýðsrannsóknanna Ungt fólk 2011 til 2016.


Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 20. janúar 2011. Þegar sent fræðslu- og skólanefnd.

 

Lagt fram.


31. 1101043 - Beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnastarf SAMAN-hópsins á árinu 2011.


Erindi frá Saman-hópnum, dagsett 20. janúar 2011.


Tillaga um að styrkja erindið um 20.000 kr. Fjármögnun af almennum styrkjum. Samþykkt samhljóða.


32. 1102001 - Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál.


Frá Alþingi, dagsett 1. febrúar 2011. Þegar sent fjölskyldunefnd og félagsmálastjóra.


Lagt fram.


33. 1101068 - þingsályktunartillaga um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál.


Frá Alþingi, dagsett 31. janúar 2011. Þegar sent fjölskyldunefnd og félagsmálastjóra.


Lagt fram.


34. 1101067 - Frumvarp til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.), 377. mál.


Frá Alþingi, dagsett 31. janúar 2011. Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúa.


Lagt fram.


35. 1101066 - Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðar(einbýli), 214. mál.


Frá Alþingi, dagsett 31. janúar 2011. Þegar sent fjölskyldunefnd og félagsmálastjóra.


SAF ræddi erindið. Lagt fram.


36. 1102010 - 1. fundur ráðgjafanefndar um Grunnafjörð, haldinn 5. janúar 2011.


Fundargerðin framlögð.


37. 1102003 - 63. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


38. 1101056 - 1. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð.

 

39. 1101061 - 50. fundur Menningarráðs Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


40. 1101039 - 46 - 49. fundur Menningarráðs Vesturlands.


Fundargerðirnar framlagðar.


41. 1101038 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands og ályktun.


Fundargerðin framlögð.


42. 1101033 - 83. fundur Faxaflóahafna sf.


Fundargerðin framlögð.


43. 1101031 - 79. fundur stjórnar SSV.


Fundargerðin framlögð.


44. 1102013 - Fundargerð 783. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.

 

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 23.57


Efni síðunnar