Fara í efni

Sveitarstjórn

101. fundur 11. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Magnús Ingi Hannesson.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.


Að auki sátu fundinn, skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson og Einar Jónsson bókari.


Ása Helgadóttir vék af fundi kl. 20.30.


Dagskrá:

 

1. 1012001F - Sveitarstjórn - 100


Sveitarstjóri lagði fram samning vegna sölu á námu í Stóru-Fellsöxl dags. 23. desember. Gerði grein fyrir lið 20 varðandi fráveitumál við Bjarkarás. Lagði fram svör varðandi lið 22. vegna aukins starfshlutfalls. Ítrekaði að liður 27 varðandi styrktarsjóð vegna vatnsbóla væri óafgreiddur. Liður 28. varðandi nýtingu á eldra húsnæði Heiðarskóla, verið er að afla gagna varðandi húsnæðið. Lagði jafnframt fram lista yfir jólakveðjur sem bárust Hvalfjarðarsveit. HV spurðist fyrir varðandi stærð lands vegna námusölu í Stóra-Fellsöxl áskyldi sér rétt til athugasemda síðar, spurðist fyrir varðandi greinargerð varðandi Melaleiti. AH spurðist fyrir varðandi starfsmannamál og ráðningarmál, námusölu og lagði til að lið 36. verði vísað til umhverfisnefndar. Tillaga um að vísa lið 36. til umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða. HV ræddi sölu námu. Óskaði eftir að mál er varðar sölu námu verði aftur á tekið á dagskrá sveitarstjórnar. SAF ræddi fram komna beiðni. Lagði til að sveitarstjóri skili minnisblaði til sveitarstjórnar varðandi söluferlið.


2. 1012002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 101


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundargerðinni. Ræddi mögulegar breytingar á gjaldskrá embættisins og ræddi ný lög nr 160/2010 um mannviki og breytingar varðandi byggingarnefndir og afgreiðslu á byggingarleyfum. ÁH ræddi lið 9. Áshamar stækkun lóðar eða stofnun nýrrar lóðar. MH ræddi lið 4. í fundargerðinni. SAF hvatti til varfærni í gjaldtöku. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.1. 1101013 - Digrilækur 1, breytt deiliskipulag


Tillagan samþykkt samhljóða.


2.2. 1012050 - Áshamar stækkun lóðar


Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt samhljóða. Sjá afgreiðslu málsins í lið 10 síðar í þessari fundargerð


3. 1012049 - Verkfundur 18 vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


HV spurðist fyrir varðandi framkvæmdir við nýbygginguna. SSJ og sveitarstjóri svöruð fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð


4. 1101018 - Fundargerð 16. fundar Fjölskyldunefndar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi sérstaklega lið 2. akstur vegna liðveislu. Lagði til að þessum lið verði frestað og vísað til umfjöllunar í fjölskyldunefnd. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


5. 1101016 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014.


Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2012-2014, fyrri umræða.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2012–2013-2014. Áætlunin byggir í grunninn á áætluðum rekstri ársins 2011 en tekið er tillit til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og fjármagnsliðum. Í ljósi erfiðs efnahagsástands og óvissuþátta er fyrirhugað að endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011 fari fram oftar en einu sinni á ári. Þriggja ára áætlun mun síðan verða endurskoðuð í framhaldi af þeirri endurskoðun.Þriggja ára áætlun er byggð á föstu verðlagi og föstu gengi.
Ekki er gert er ráð fyrir hækkun skatttekna árunum 2012-2014 frá því sem áætlað er á árinu 2011. Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2011.Annar rekstrarkostnaður byggir á áætlun 2011 en gert er ráð fyrir að unnið verði að áframhaldandi hagræðingu á næstu árum í rekstri sveitarfélagsins m.a. með sölu eigna. Áætlunin gerir ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli eða 13,03% auk 1.20% vegna málefna fatlaðra alls 14.23 %. Sveitarstjórn mun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 skoða hvort ekki er unnt að lækka álögur og lóðaleigu en þá verður megin þunginn af fjárskuldbindingum vegna nýbyggingar Heiðarskóla komnar fram. Gert er ráð fyrir lágmarks viðhaldi eigna á tímabilinu 2012-2014. Ný Heiðarskóli verður tekinn í notkun í ágúst 2011 og framkvæmdum lokið á yfirstandandi ári.Framkvæmdin verður fjármögnuð með sjóðum sveitarfélagsins, sölu eigna og langtímalánum. Gert er ráð fyrir gerð nýs gervigrasvallar svo nefnds KSÍ vallar við Heiðarskóla 20 milj kr. Gert er ráð fyrir breytingum á frumvarpinu á milli umræðna og er hér með lagt til að því verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
HV ræddi fram komin drög og vísaði jafnframt í erindi frá Birni Valssyni varðandi nýtingu á Fannahlíð. SAF ræddi lækkun á lóðaleigugjaldi. MH óúthlutaðar lóðir í Melahverfi og gatnagerð. AH tók undir varðandi uppbyggingu í Melahverfi.


6. 1101005 - Varðar framlengingar á samningum fyrirtækja sem sinna viðhaldsvinnu fyrir sveitarfélagið.


Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa.


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir erindinu og óskaði áframhaldandi samkomulagi við fyrirtækin.
MH ræddi fram komna tillögu og óskaði eftir að fá fleiri aðila til þess að bjóða í verkefnin. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir verklag við verkefnin. Tillaga um framhald samninga eins árs og heimildarákvæði samninga segir til um. Samþykkt með 6 atkvæðum. MH greiddi atkvæði gegn tillögunni.


7. 1101011 - Varðandi skólaakstur í Fjölbrautaskóla Vesturlands.


Erindi frá Baldvini Björnssyni, varðandi skólaakstur nemenda í FVA á Akranes, dagsett 5. janúar 2011.


SSJ lagði til að oddvita og sveitarstjóra verði falið að skoða erindið nánar. SÁ áréttaði erindið. Tillagan samþykkt samhljóða.


8. 1101009 - Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Hótel Brú Hafnarskógi.


Erindi frá Sýslumanni, varðandi umsögn.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum skilyrðum. Samþykkt samhljóða.


9. 1101007 - Varðandi búsetu í Aðalvík.


Umsögn heilbrigðisnefndar Hvalfjarðarsveitar, varðandi búsetu.


SAF, AH, LJ, ÁH MH SSJ ræddu erindið. Tillaga um að erindinu sé vísað til umsagnar í heilbrigðisnefnd Vesturlands og með vísan í 7. greinar laga um hollustuhætti og mengunarvarnir er einnig óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar. Samþykkt samhljóða.


10. 1012050 - Áshamar stækkun lóðar


Erindi Jónu Bjargar Kristinsdóttur og Erlings Þórs Pálssonar varðandi endurskoðun á afgreiðslu nefndarinnar frá 14.11.2007.


ÁH ræddi erindið og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að stofna sjálfstætt landnúmer. AH ræddi erindið og lagði til að áður verði haft samband við bréfritara varðandi þessa tillögu. SSJ gerði grein fyrir erindinu. MH ræddi erindið og tók undir að haft verði samband við bréfritara. HV ræddi tillögunna og óskaði eftir frestun. SSJ lagði til að afgreiðslu verði frestað. Samþykkt samhljóða.


11. 1101010 - Vegna starfleyfis Alifuglabúsins Fögrubrekku.


Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 4. janúar 2011.


Sveitarstjórn fellst á leyfisveitinguna til 6 mánaða. Samþykkt samhljóða.

12. 1101020 - Álagning gjalda 2011. Afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega vegna íbúðahúsnæðis, álagning 2011


Afgreiðslu frestað á fundi sveitarstjórnar 14. desember sl. og tillaga E-listans, málsnúmer 1101023.


SAF óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. AH óskaði eftir að draga tillögu E lista til baka. SSJ lagði fram sameinaða tillögu sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afsláttur á fasteignaskatti verði svohljóðandi;
Einstaklingar 0- 2 milj 100 % afsláttur, hámark 73500. 2 milj - 2,25 milj 80% hámarks afsláttur 51000. 2,25 milj - 2,5 milj hámarks afsláttur 50% 30000 2.5-2,8 milj 25 % hámarks afsláttur 15000.


Afsláttur hjóna; 0-2,9 milj 100% hámarks afsláttur 73500. 2,9 milj - 3,3 milj 80% hámarks afsláttur 51000, 3,3 milj - 3,8 milj 50% hámarks afsláttur 30000, 3,8 milj-4,05 25% hámarks afsláttur 15000. Samþykkt samhljóða.


13. 1012035 - Umsókn um styrk til tækjakaupa frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.


Erindinu frestað á fundi sveitarstjórnar 14. desember 2010.


SSJ lagði fram tillögu um styrkveitingu að upphæð 100.000 kr og afnot af húsnæði í Fannahlíð eða Miðgarði til fundarhalda tvisvar sinnum á árinu. Samþykkt samhljóða. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. ÁH yfirgaf fundinn eftir þennan lið.


14. 1101008 - Innanríkisráðuneyti tekur til starfa.


Tekur til starfa 1. janúar 2011.


Lagt fram.


15. 1101004 - Endurgreiðsla vegna refa- og minkaveiða árið 2010.


Uppgjör frá Umhverfisstofnun, dagsett 9. desember 2010.


Vísað til kynningar í landbúnaðarnefnd. Samþykkt samhljóða.


16. 1101003 - Greiðslur til sveitarfélaga vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember´10.


Reikningur þegar sendur. Erindi frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, dagsett 22. desember 2010.


Lagt fram.


17. 1101006 - Samkomulag um framlög til Varasjóðs húsnæðismála.


Erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett 21. desember 2010.


Lagt fram.


18. 1101012 - Lágmarkstekjuviðmið til framfærslu lífeyrisþega.


Trygging að einstaklingar hafi að lámarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.


Vísa til kynningar í fjölskyldunefnd. Samþykkt samhljóða.


19. 1012051 - Verkfallslistar 2011.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. desember 2010.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir bréfinu og lagði fram lista yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsrétt. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti lista yfir þá starfsmenn í Hvalfjarðarsveit sem ekki hafa verkfallsrétt og felur sveitarstjóra að undangengnu samráði við stéttarfélögin að auglýsa listann samkvæmt þeim reglum sem birtingu hans gilda. Samþykkt samhljóða.


20. 1012030 - Vöktunaráætlun Iðjuveranna á Grundartanga.


Nánari gögn varðandi 4. fund endurskoðunar á vöktunaráætluninni.


SSJ gerði grein fyrir að fundargerðin barst 11. janúar. AH sagði að fundargerðin væri ófullgerð og óskaði eftir að fundargerðirnar verði allar teknar fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. SAF ræddi fundargerðina og ræddi endurskoðunina í heild. Fundargerðin framlögð.


21. 1101022 - Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegs leiguhúsnæðis.


Erindi frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 7. janúar 2011.


Lagt fram.


22. 1101021 - Uppreiknuð eignamörk vegna húsaleigubóta.


Erindi frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 7. janúar 2011.


Lagt fram.


23. 1101024 - Erindi frá æskulýðs- og tómstundarfulltrúa. Og viðburðaskrá frá hausti 2010.


Erindi frá Birni Valssyni, dagsett 7. janúar 2010


Vísað til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd. Samþykkt samhljóða.


24. 1101025 - Íbúaskrá Hvalfjarðarsveitar 1. des. 2010.


Íbúafjöldi 1. desember 2010, 617.


Lögð fram á fundinum.


25. 1101026 - Rekstraryfirlit til 31. desember 2010.


Lagt fram á fundi.


Einar Jónsson gerði grein fyrir stöðunni um áramót.


26. 1012047 - 63. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.


Fundargerðin framlögð.


27. 1012040 - Fundargerð 782. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.


28. 1012034 - 82. fundur Faxaflóahafna sf.


SAF óskaði eftir upplýsingum varðandi lið 8 og 10 í fundargerðinni. SSJ svaraði spurningunum. Fundargerðin framlögð.


29. 1101002 - Fundargerð 94. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


30. 1101019 - Fundargerð fundar Almannavarnanefndar Borgarfjarðar og Dala-ABD- þann 17. des.´10


HV spurðist fyrir varðandi efnisatriði er varða fjármál og fjáröflun ABD á síðasta kjörtímabili. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ kannar málið nánar. Fundargerðin framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:08

Efni síðunnar