Fara í efni

Sveitarstjórn

100. fundur 14. desember 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Halldóra Halla Jónsdóttir.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til 100. fundar og var síðan gengið til dagskrár.
Að auki sátu fundinn, skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson og aðalbókari Kristjana Helga Ólafsdóttir.


Dagskrá:

1. 1011005F - Sveitarstjórn - 99


SÁ spurðist hvort atvinnumálanefnd hafi ekki verið kölluð saman. SSJ svaraði fyrirspurninni að svo sé ekki. Fundargerðin framlögð.


2. 1011004F - Skipulags- og byggingarnefnd - 100


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. SAF óskaði eftir upplýsingum varðandi efnisatriði og benti á samstarf varðandi skiltamál. HV óskaði eftir upplýsingum varðandi línulagnir Landsnets. ÁH óskaði eftir upplýsingum deiliskipulag, fjárhagsáætlun og línulagnir. AH óskaði eftir upplýsingum varðandi afgreiðslu á fyrsta lið og línulagnir Landsnets. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði framkomnum spurningum. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


2.1. 1011075 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.


2.2. 1009009 - Herdísarholt, breytt deiliskipulag


Tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.


2.3. 1011043 - Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurgerð reið- og gönguleiðar meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá.


Tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.


2.4. 1004009 - Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar


Tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.


2.5. 1011016 - Fjárhagsáætlun 2011- tillaga


Tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.


3. 1012010 - 57. fundur fræðslu- og skólanefndar.


AH ræddi lið 13, skólabragur í Hvalfjarðarsveit.SAF ræddi lið 5. undanþágu frá vistun barna yngri en 18. mánaða og beindi tilmælum til fræðslu- og skólanefndar að skoða aldur barna við innritun leikskólabarna. HV ræddi lið 8. skólaakstur. SÁ spurðist fyrir varðandi sæti í skólabíl. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


4. 1011078 - 38. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingu Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.


Fundargerðin framlögð.


5. 1011070 - Verkfundur 16 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


6. 1012026 - Verkfundur 17 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


7. 1011080 - Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 19. nóvember 2010.


Fundargerðin framlögð.


8. 1011081 - Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit 26. nóvember 2010.


Fundargerðin framlögð.


9. 1012020 - 27. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


10. 1012021 - 28. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


11. 1012022 - 29. fundargerð menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar.


Fjárhagsáætlun vegna skiltagerðar.


AH óskaði eftir atkvæðagreiðslu um hæfi sitt til að taka þátt í
afgreiðslu. Atkvæðagreiðsla fór fram án umræðu. Sveitarstjórn lýsir AH vanhæfa til þess að taka þátt í afgreiðslunni með sjö atkvæðum. AH víkur af fundi undir þessum lið. Tillaga um að
verja 1,5 millj. til skiltagerðar samþykkt samhljóða með sex greiddum atkvæðum. Fundargerðin samþykkt samhljóða. AH kemur inn á fundinn aftur.


12. 1012023 - 56. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar.


AH ræddi lið 2. varðandi hreinsun stranda og hvatti sveitarstjórn til aðgerða og nefndi til þess nokkur dæmi. ÁH ræddi sama lið. Fundargerðin framlögð.


13. 1012029 - 7. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


14. 1012027 - 8. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


15. 1012028 - 9. fundur um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


16. 1011015 - Gjaldskrá félagsheimila.


SSJ lagði fram breytingartillögu um að leiga fyrir dúka verði 650 kr. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga um gjaldskrá samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


17. 1011014 - Gjaldskrá sundlauga og Heiðarborgar 2011


SÁ lagði fram breytingatillögu: börn undir 13 ára greiða 0 kr. fullorðnir 350 kr. og 10 miða kort 2500 kr. Eldri borgarar sem ekki hafa lögheimili í Hvalfjarðarsveit greiða 125 kr. Öryrkjar greiði 0 kr. SAF óskaði eftir fundarhléi. Breytingatillaga um gjaldskrá samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Gjaldskrá með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.


18. 1012002 - Beiðni um styrk frá Markaðsstofu Vesturlands.


Í framhaldi af umræðum á fundi framkvæmdastjóra sveitarfélaganna á Hótel Hamri. Erindi dagsett 22. nóvember 2010.


SAF lagði til að samþykkja tillöguna og að vísa erindinu varðandi tengilið til menningarmálanefndar. AH vakti athygli á beiðni um tengilið. ÁH vakti athygli á að við erum hluti af SSV sem styrkir Markaðsstofuna. Tillaga um
200 kr framlag á íbúa, kr 125.200. Tillagan samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


19. 1012005 - Óskað er eftir að sveitarstjórn geri ráð fyrir lagfæringum á reiðvegum sunnan Akrafjalls.


Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur þar sem óskað er eftir að gert sé ráð fyrir fjárveitingum til reiðvega í fjárhagsáætlun ársins 2011. Erindi dagsett 26. nóvember 2010.


SSJ lagði til að tillögunni sé vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd sem mótar stefnu er varðar uppbyggingu reiðvega í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


20. 1011068 - Athugasemdir frá íbúum Bjarkaráss 5, 8 og 10 í Hvalfjarðarsveit vegna fráveitumála.


Samantekt frá Pacta, Jóni Hauki Haukssyni. Varðandi skipulag og samþykktir sveitarstjórnar vegna kostnaðarþátttöku í fráveitulögnum. Erindi dagsett 7. desember 2010.


Sveitarstjóri fór yfir erindi lögmanns og lagði til að kostnaðarþátttaka vegna Bjarkaráss 8 og 10 verði greidd. SÁ lýsti yfir ánægju með niðurstöðu. SÁ endurflutti tillögu frá 94. fundi sveitarstjórnar frá dags. 12. október og greinargerð frá 96. fundi dags. 22. nóvember 2010. SSJ lagði til frestun á afgreiðslu tillögu E lista. SAF ræddi fram komna tillögu og ræddi stuðning vegna rotþróa. Oddviti lagði til samstarf allra lista varðandi útfærslu á tillögunni. Tillaga um frestun samþykkt samhljóða. Tillaga um að taka þátt í kostnaði vegna Bjarkaráss 8 og 10 samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


21. 1010008 - Ósk um þátttöku Hvalfjarðarsveitar í kostnaði við skólaakstur á milli Borgarness og Akraness.


Erindinu var frestað á 97. fundi sveitarstjórnar.


Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við skólameistara FVA varðandi skólaakstur. Líklegt er að mjög fáir nemendur munu nýta skólaakstur frá Borgarnesi á vorönn. AH ræddi stuðning við skólaakstur á haustönn. SÁ ræddi stuðning við skólaakstur. ÁH ræddi stuðning við FVA. Tillaga um styrkja skólaakstur vegna haustannar um 190.000 kr samþykkt samhljóða.


22. 1011071 - Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2010.


Erindi frá Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum, dagsett 22. nóvember 2010.


SSJ lagði til að erindinu verði hafnað. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


23. 1008008 - Tillaga um að girða af Hlíðarbæ.


Tillaga frá 92. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2010. Afgreiðslu frestað. Drög að samkomulagi um uppgerð og viðhald girðingar frá Svarthamarsrétt að Kúhallará. Milli Hvalfjarðarsveitar, Skógræktar ríkisins, Vegagerðar og Vesturlandsskóga. Dagsett 8. desember 2010.


HV fór yfir undirbúning og upphaf málsins og aðkomu málsaðila að verkefninu. SAF lýsti yfir ánægju með samkomulagið þakkaði fyrir vel unnin störf. ÁH þakkaði vel unnin störf í þágu verkefnisins. AH tók undir þakkir. HV ræddi framkvæmdina og næstu skref. Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið samanber kostnaðaráætlun eins og samningur liggur fyrir um. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


24. 1010005 - Starfsmannamál


Í framhaldi af tillögu frá fundi sveitarstjórnar þann 17. ágúst og vísað var til afgreiðslu við fjárhagsáætlun ársins 2011 er óskað eftir að aukið verði við starfshlutfall á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar um 0,62 starfshlutfall.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir beiðni varðandi aukið starfshlutfall. Lagði til að aukið verði við starfshlutfall.
AH spurðist fyrir varðandi starfið og SÁ óskaði eftir upplýsingum varðandi launakostnað. AH óskaði eftir fundarhlé. Að afloknu fundarhléi. AH gerði grein fyrir atkvæði E lista; Samþykkt á grundvelli þeirra svara og upplýsinga sem komu frá sveitarstjóra en ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum þrátt fyrir þetta aukna starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að sparist í öðrum liðum á móti. Jafnframt óskum við eftir því að fá skrifleg svör við fyrirspunum okkar, sem auk þess verði bókaðar inn í fundargerðina.
Skriflegar fyrirspurnir E-lista vegna tillögu um aukið starfshlutfall á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar: Hver er kostnaðurinn við aukið starfshlutfall? Hvaða starfsreynslu og/eða menntun þarf viðkomandi starfsmaður að hafa? Hversu mikið sparast af öðrum kostnaði, þ.m.t. í aðkeypta bókhaldsaðstoð, svo sem afstemmingar á reikningum og samantekt og frágang vegna vsk. uppgjörs? Tillagan um aukið starfshlutfall samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


25. 1011074 - Aðkoma Hvalfjarðarsveitar að rekstri Snorrastofu í Reykholti.


Erindi frá Bergi Þorgeirssyni, dagsett 19. nóvember 2010 um stuðning við Snorrastofu í Reykholti.


ÁH lagði til að veita stuðning til Snorrastofu. Sveitarstjóri lagði til að veita styrk ræddi endurskoðun á samningi. Jafnframt er lagt til að formaður menningarmálanefndar og sveitarstjóri endurskoði samning við Snorrastofu. SSJ lagði til að framlag til Snorrastofu verði kr. 200.000. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


26. 1012033 - Tillaga um að veita Styrktarsjóði Kvenfélagsins Lilju styrk.


Erindi frá fjölskyldunefnd, dagsett 10. desember 2010.


SAF lagði til að veita allt að kr 200.000 styrk til sjóðsins. Samþykkt
samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


27. 1011049 - Tillaga H- og L- lista að fjármagni til ráðstöfunar vegna viðhalds, nýlagningar og lagfæringar vatnsbóla.


A. Tillögu var frestað á 97. fundi sveitarstjórnar.

B. Drög að verklagsreglum vegna styrktarsjóðs til viðhalds og nýframkvæmda við neysluvatnslagnir og neysluvatnsbóla fyrir íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit.


A. Tillaga um fjárveitingar í sjóð vegna viðhalds og nýframkvæmda við neysluvatnslagnir og neysluvatnsbóla. SSJ lagði til að veita kr. 3.000.000 á árinu 2011. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.
B. Drög að verklagsreglum. Tillaga um frestun. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


28. 1012032 - Stofnun starfshóps um möguleika á framtíðarnýtingu eldra húsnæði Heiðarskóla.


Tillaga fulltrúa E-lista. Hallfreður, Arnheiður og Stefán. Dagsett 10. desember 2010. Sveitarstjórn samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp um mögulega nýtingu á eldra húsnæði Heiðarskóla. Með byggingu nýs Heiðarskóla er nauðsynlegt að velta upp þeim möguleikum sem kunna að felast í eldra húsnæðinu og starfsemi sem þar kann að rýmast. Starfshópurinn þarf að taka mið af fyrirliggjandi samningum og deiliskipulagi lóðar. Áður en hópurinn tekur til starfa verði útbúið erindisbréf þar sem skilgreind eru m.a. hlutverk og skyldur hópsins. Starfshópurinn sé þriggja manna og að hann skili tillögum innan árs.


HV ræddi tillöguna. SAF ræddi fram komna tillögu og lagði fram breytingatillögu.
Breytingartillaga; Ég legg til að skipulags og byggingarfulltrúi geri úttekt á áætluðum rekstrarkostnaði við gömlu Heiðarskólabygginguna, auk að setja fram áætlun um fyrirsjáanlegt viðhald og kostnað við það. Einnig þurfa að liggja fyrir upplýsingar um hvernig hægt verði að kynda bygginguna, kostnað við framkvæmdir þar að lútandi og áætlaðan kyndingarkostnað. Þá legg ég ennfremur til að sveitarstjóra verði falið að auglýsa gömlu Heiðarskólabygginguna til sölu. Samantekt verði skilað til sveitarstjórnar fyrir lok febrúar. SSJ lagði til að afgreiðslu á tillögu E lista verði frestað. Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Breytingatillaga SAF. Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


29. 1009055 - Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2011.


A. Álagning gjalda árið 2011.

B. Síðari umræða um fjárhagsáætlun.


A. Tillaga um að lóðarleiga verði 2% af fasteignamati lóðarinnar eins og það er á hverjum tíma. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.
Tillaga um að sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis verðir kr. 15.260,- Samþykkt samhljóða og að sorphirðugjald vegna sumarhúss verði kr. 9.665,- Samþykkt samhljóða.
Tillaga um að rotþróargjald verði kr. 5.700,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á hvert íbúðarhús,sumarhús og fyrirtæki . Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.
Tillaga um að gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, og ágúst. Fyrsti gjalddagi 15. febrúar. Ef álagning er 25.000 minna er einn gjalddagi 15. maí. Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.
Elli- og örorkulífeyrisþegar: Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og er hámarksafsláttur kr. 61.000.- Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður vélrænn samanburður
tekna samkvæmt skattframtali 2009. Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini. Afsláttur vegna einstaklinga:

Tekjumörk: Afsláttur:
- 1.883.700. 100% ( 61.000)
1.883.700 - 2.161.425 80% ( 48.800)
2.161.425 - 2.511.600 50% ( 30.500)
Afsláttur vegna hjóna:

Tekjumörk: Afsláttur:
- 2.632.350. 100% ( 61.000)
2.632.350 - 2.946.300 80% ( 48.800)
2.946.300 - 3.513.825 50% ( 30.500


Breytingatillaga E lista;
Tillaga frá fulltrúum E-lista að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi breytingu á reglum um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega.Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur. Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður er vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2009. Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini. Tekjumörk verði:


Fyrir einstaklinga
með tekjur allt að kr. 2.299.000 er veittur 100% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 2.299.001 - 2.660.000 er veittur 75% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 2.660.001 - 3.020.000 er veittur 50% afsláttur


Fyrir hjón
með tekjur allt að kr. 3.800.000 er veittur 100% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 3.800.001 - 4.250.000 er veittur 75% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 4.250.001 - 4.700.000 er veittur 50% afsláttur.


Þessi breytingartillaga er lögð fram á fundi sveitarstjórnar 14.12.2010. Hallfreður, Arnheiður og Stefán.


SSJ lagði til að afgreiðslum á afslætti verði frestað til næsta fundar samþykkt samhljóða.


B. Sveitarstjóri fór yfir helstu breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu í milli umræðu og eftir uppfærslur afskrifta. Lagði til að breytingar á frumvarpinu verði samþykktar. Tillaga frá E lista. Forvarnarstarf í Hvalfjarðarsveit - Tillaga að styrkbeiðni frá fulltrúum E-lista. Um að fræðslu og skólanefnd verði lagt til kr. 250.000 til forvarnarverkefna. Æskulýðsfulltrúa verði falið að skipuleggja forvarnarverkefni í samráði við skólastjórnendur grunnskóla. Hallfreður, Arnheiður og Stefán. Tillaga um frestun afgreiðslu. Samþykkt samhljóða. Styrkbeiðni frá Umhverfisvaktinni vegna tækjakaupa. Tillaga um að fresta afgreiðslu. Samþykkt samhljóða. Breytingartillögur á fjárhagsáætlun samkvæmt framlögðum gögnum samþykktar samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


Frumvarp að fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða. HV óskaði eftir fundarhléi samþykkt samhljóða. Bókun E-lista vegna fjárhagsáætlunar 2011. Fulltrúar E-listans í sveitarstjórn telja fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar endurspegla stöðu sveitarfélagsins ágætlega. Við höfum tekið virkan þátt í umræðunni og lagt til nokkrar breytingar og varpað fram hugmyndum sem við teljum gera góða fjárhagsáætlun enn betri, t.d. með því að hvetja til hækkunar á tekjumörkum vegna afsláttar af fasteignasköttum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, en slíkt er orðið tímabært að okkar mati. Sérstakt utanumhald um æskulýðsmál með ráðningu starfsmanns, hækkun á tómstundaávísunum og sérstök áhersla á forvarnarstarf eru einnig áhersluatriði sem við höfum lagt áherslu á. Þá fögnum við hugmyndum um aðkomu sveitarfélagsins að endurbótum og lagfæringum á vatnsbólum, stuðningi sveitarfélagsins við félagasamtök og grasrótarstarfs í Hvalfjarðarsveit og áframhaldandi átaks í brunavörnum. Sérstaklega er ástæða til að benda á að ekki er fyrirhuguð lántaka nema að upphæð 35.000.000 króna vegna nýrrar grunnskólabyggingar á árinu 2011, þrátt fyrir að stefnt sé að því að hefja skólahald í nýjum skóla haustið 2011. Það undirstrikar vandað undirbúningsferli, þó það hafi leitt til a.m.k. árs seinkunar á framkvæmdum. Við í E-listanum hefðum reyndar viljað skoða það mun betur með endurskoðanda sveitarfélagsins og sveitarstjórn að taka hærra lán fyrir framkvæmdinni, hugsanlega til að koma á móts við íbúa Hvalfjarðarsveitar með bættri þjónustu og lækkuðum gjöldum, þrátt fyrir skólabyggingu. Við teljum það t.d. raunhæfan og spennandi kost að
lækka útsvar í Hvalfjarðarsveit, jafnvel strax við næstu fjárhagsáætlunargerð. Við viljum benda á að rekstur Hvalfjarðarsveitar virðist í góðu jafnvægi þrátt fyrir talsverðar framkvæmdir á sl. árum sem styrkt hafa stöðu Hvalfjarðarsveitar sem sjálfstæðs og öflugs sveitarfélags. Góður árangur hefur náðst í nokkrum málaflokkum á undanförnum árum, t.d. hreinlætismálum sem er stór málaflokkur í öllum sveitarfélögum. Þess verður þó ætíð að gæta að sýna aðhald í rekstri og nýta hvert tækifæri til hagræðingar. Stjórnsýslan má t.d. ekki vaxa sér yfir höfuð og ekki má gleymast að Hvalfjarðarsveit er fámennt og dreifbýlt sveitarfélag sem nýtt getur einfaldari og skilvirkari leiðir en mörg hinna stærri sveitarfélaga. Þegar heildarmyndin er skoðuð er því, að okkar mati, útlit fyrir áframhaldandi góðan rekstur í Hvalfjarðarsveit, hér eftir sem hingað til. Framtíðin er því björt í sveitarfélaginu okkar. Hallfreður, Arnheiður og Stefán.


30. 1012019 - Frumvarp til laga um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja (heildarlög),238. mál.


Frá Alþingi, dagsett 25. nóvember 2010. Áður sent.


Erindið framlagt.


31. 1012016 - Frumvarp til laga um málefni fatlaðra, 256. mál.


Frá Alþingi, dagsett 26. nóvember 2010. Áður sent.


Sveitarstjórn tekur undir umsögn Sambands ísl sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða. AH ræddi breytt þjónustufyrirkomulag við þjónustuþega. SAF svaraði framkominni fyrirspurn og ræddi fyrirkomulag varðandi þjónustu.


32. 1012024 - Frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, 301. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. desember 2010. Áður sent.


Lagt fram.


33. 1012001 - Lokaúthlutun framlaga til þeirra sveitarfélaga er sameinuðust á árinu 2006.


Erindi frá Jöfnunarsjóði, dagsett 19. nóvember 2010.


HV ræddi framlag vegna leikskóla. Erindið framlagt.


34. 1012025 - Varðandi innri leigu.


Erindi frá Endurskoðunarskoðunarstofu JÞH, dagsett 6. desember 2010.


Lagt fram.


35. 1012018 - Erindi frá Lögmönnum Árbæ.


Þ. Skorri Steingrímsson flytur stefnuna fyrir hönd Steinars Marteinssonar, dagsett 21. nóvember 2010.


Lagt fram.


36. 1012011 - Umhverfisráðuneytið varðandi strendur.


Erindi dagsett 23. nóvember 2010.


AH ræddi hugmyndir varðandi stefnu og lagði fram eftirfarandi:
Vísað er í 12.lið í þessari fundargerð, 56. fund umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar. Þar hvatti undirrituð sveitastjórn til aðgerða og nefndi eftirfarandi hugmyndir:
- Samstarf við Náttúrustofu Vesturlands sem m.a. hefur fengið það verkefni að safna saman gögnum um náttúrufar í Hvalfjarðarsveit.
- Upplýsingar frá verkstjóra vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar frá þeim tíma þegar hreinsun strandsvæða fór fram síðast.
- Greining á niðurstöðum vöktunarmælinga sem sérstaklega lýtur að haf- og strandsvæðum.
- Leita til Kjósarhrepps um samstarf, m.a. með tilliti til gagnaöflunar
- Samstarf við háskóla um möguleg rannsóknarverkefni nemenda er tengjast erindinu.


37. 1011072 - Erindi frá bæjarstjórn Grundarfjarðar.


Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir fyrirhugaðri hækkun gjaldskrár í Fíflholtum. Erindi dagsett 14. nóvember 2010.


Lagt fram.


38. 1012004 - Aðalfundaboð Spalar 9. desember 2010.


Skýrsla stjórnar og ársreikningur liggur frammi á fundinum. Afrit af umboði sveitarstjóra.
Sveitarstjórn staðfestir umboð og tillögu um stjórnarsetu. Sveitarstjóri upplýsti að stjórnarlaun eru kr 474.000 á ári og eru hluti af launakjörum sveitarstjóra.


39. 1012030 - Vöktunaráætlun Iðjuveranna á Grundartanga.


Endurskoðun vöktunaráætlun Iðjuveranna á Grundartanga, minnisblöð og fundargerð.


Lagt fram.


40. 1012031 - Yfirmatsgerð vegna matsmáls nr. M-5/2010, Melaleiti í Hvalfjarðarsveit.


Matsgerð yfirmatsmanna til að meta áhrif gildistöku deiliskipulags af jörðinni Melum þann 23. ágúst 1999 á jörðina Melaleiti. Dagsett 25. nóvember 2010.


HV spurðist fyrir um næstu skref. Sveitarstjóri svaraði málið verður
dómtekið 18. janúar. Lagt fram.


41. 1012003 - 62. Fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.


Fundargerðin framlögð.


42. 1011073 - Fundargerð 781. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.

 

 


Oddviti þakkaði samstarfið á árinu og óskaði fundarmönnum og íbúum Hvalfjarðarsveitar gleðilegra jóla. Þakkaði samstarfið á árinu sem er að líða.


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:20

 

Efni síðunnar