Fara í efni

Sveitarstjórn

92. fundur 17. ágúst 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Anna Leif Elídóttir.

 

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Að auki sátu fundinn: Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Hallfreður Vilhjálmsson óskaði eftir að taka saman til umfjöllunar lið 6 og 23. Samþykkt. Taka saman til umfjöllunar lið 10 og 12. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1007001F - Sveitarstjórn - 91

 

Skrifstofustjóri kynnti að búnaður til upptöku á sveitarstjórnarfundum væri tilbúinn. Sveitarstjóri ræddi nokkra liði sem fram komu í fundargerðinn. HV, SÁ, AH, SAF ræddu liði í fundargerðinni. HV AH og SÁ ítrekuðu óskir um skýringar vegna eflingu brunavarna í Hvalfjarðarsveit spurðu um stöðu framkvæmda við Svarthamarsrétt og stöðu mála vegna tillögu E listans um

möguleika á aukinni úrgangsflokkun í sveitarfélaginu.

 

2. 1007003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 96

 

2.1 - Brekka II niðurrif

2.2 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020

2.3 - Vestri Leirárgarðar deiliskipulag

2.4 - Svarfhólsskógur

2.5 - Þórisstaðir deiliskipulag.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisþætti fundargerðarinnar. HV leggur til að afgreiðslu á lið 8 verði frestað. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2.1. 1008003 - Brekka II, niðurrif

 

Tillaga um að fresta afgreiðslu og leita umsagnar landeiganda.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2. 1007044 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.3. 1006001 - Svarfhólskógur breytt deiliskipulag

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.4. 1007038 - Vestri Leirárgarðar, deiliskipulag

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.5. BH080078 - Þórisstaðir deiliskipulag

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3. 1008002 - Fundargerð landbúnaðarnefndar 10. ágúst.

 

Fundargerðin framlögð.

 

4. 1008014 - Fundargerð landbúnaðarnefndar 12. ágúst

 

Tillaga um að skipa í stöður fjárrétta samkvæmt tillögu landbúnaðarnefndar og að seinni réttir verði í samræmi við ákvörðun landbúnaðarnefndar Reynisrétt og Núparétt 25. sept. og Svarthamarsrétt 26. september.  Samþykkt samhljóða.

 

Varðandi lausagöngu hunda, sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða nánar hvernig hægt er að koma þessu banni við. Samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um að koma upp salernisaðstöðu við réttirnar. Samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um að sveitarstjórn kosti kaffiveitingar við Núparétt. Samþykkir eru HV AH og SÁ. ALE situr hjá; Greinargerð undirrituð situr báðum megin borðs í þessu máli, sem fulltrúi H-lista, í sveitarstjórn og sem formaður Kvenfélagsins Greinar. Mun hún sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Anna Leif. SSJ BMA og SAF greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillagan fellur á jöfnum atkvæðum. Bókun; HV. AH og SÁ gera grein fyrir atkvæðum sínum; Við viljum halda í þá sögulegu hefð að sveitarstjórn stuðli að kaffiveitingum fyrir gesti í Núparétt eins og verið hefur sl. 15 ár og Kvenfélagið Grein njóti þess stuðnings eins og verið hefur. Fundargerðin framlögð.

 

5. 1008013 - 22. fundur menningarmálanefndar.

 

AH þakkaði sérstaklega fyrir afmælishátíð að Hlöðum. Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

6. 1008012 - Lækkun á gjaldskrá matargjalds í Heiðarskóla og í leikskólanum Skýjaborg.

 

Tillaga L og H lista; Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá fyrir máltíðir nemenda í Heiðarskóla og Leikskólanum Skýjaborg lækki um 50%.  Lækkunin tekur gildi frá mánaðarmótum ágúst/september 2010 í leikskólanum Skýjaborg og frá upphafi skólaárs í Heiðarskóla.  Fjármögnun er vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar.

 

Tillagan samþykkt með atkvæðum SSJ ALE SAF BMA. HV AH SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.Tillaga til um afslátt af fæðisgjöldum í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúar E-listinn leggja til að veittur verði systkinaafsláttur af fæðisgjöldum í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.Framkvæmdin verði með þeim hætti að foreldrar greiði aldrei meira en sem nemur einu og hálfu gjaldi fyrir fæði barna í skólunum. Sjá afgreiðslu undir lið 23.

Bókun; HV AH og SÁ benda á að tillaga E listans er hagstæðari barnmörgum fjölskyldum en eins og L og H listi benda á í greinargerð, hafa barnafjölskyldur í landinu orðið hvað harðast úti í kjölfar bankahrunsins. Jafnframt óska fulltrúar E lista eftir skýringum L lista á breyttum áherslum þar sem boðað var fullt gjaldfrelsi í mötuneytum skólanna fyrir tæpum 3 mánuðum. Einnig óska E lista fulltrúar eftir upplýsingum um hvort það hafi komið til umræðu hjá L lista að leggja málið í ákvörðun íbúa Hvalfjarðarsveitar með íbúakosningu um málið?

Að lokum ítreka E lista fulltrúar að þeir eru síður en svo mótfallnir niðurgreiðslum á máltíðum í mötuneytum skóla Hvalfjarðarsveitar, enda er flutt hér tillaga í anda þess sem lofað var í aðdraganda síðustu kosninga.

 

7. 1008011 - Frítt í sund fyrir eldri borgara búsetta í Hvalfjarðarsveit og gildir í sundlaugar sveitarfélagsins.

 

L og H listi leggja til við sveitarstjórn að frítt verði í sund fyrir eldri borgara (67 ára og eldri) Hvalfjarðarsveitar.

 

Breytingartillaga E lista. Jafnfram frítt fyrir atvinnulausa og öryrkja. Lagt er til að tillagan taki gildi 1. október og að fjármögnun verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

8. 1008010 - Tillaga L og H lista vegna starfs eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.

Tillaga um að sveitarfélagið standi fyrir opnu húsi í það minnsta einu sinni í mánuði fyrir eldriborgara og aðra sem áhuga hafa á að koma saman.  Fjölskyldu- og félagsmálanefnd skal falið að útfæra nánar þessar hugmyndir nánar og kanna með hvaða hætti félagasamtök eða áhugamannahópar innan sveitarfélagsins geti komið að þessu verkefni.

 

Vísað til fjölskyldunefndar og nánari útfærslu til samræmis við umræðu á fundinum.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

9. 1008009 - Tillaga um að láta fara fram skoðun á kaldavatnsmálum í Hvalfjarðarsveit.

 

Tillaga L og H lista; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltúa að láta fara fram heildstæða skoðun á stöðu kaldavatnsmála í Hvalfjarðasveit og skila skýrslu sem sveitarstjórn getur nýtt til að móta framtíðarstefnu í vatnsmálum.  Skýrslan skuli liggja fyrir á október fundi sveitarstjórnar.

 

Viðbótar tillaga E lista. Samhliða verði skilað inn skýrslu um stöðu heitavatnsmála í Hvalfjarðarsveit skýrslan skuli liggja fyrir á nóvember fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

10. 1008008 - Tillaga um að girða af Hlíðarbæ.

 

L og H listi leggja fram tillögu um að sveitarfélagið láti girða Hlíðarbæ og Hlaðir af, með tilheyrandi hliðum og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2011. Sveitarstjóri skal sjá til þess að verkið verði boðið út þegar þar að kemur.

Gera skal ráð fyrir erindinu við fjárhagsáætlun 2011. Sveitarstjóri skal sjá til þess að verkið verði boðið út.

 

Breytingartillaga L og H listi: Afgreiðslu tillögunnar er frestað. Tillaga um að stofnaður verði þriggja manna starfshópur undir stjórn HV til þess að koma á samstarfi um girðingu frá Svarthamarsrétt að Kúhallará. Skal nefndin skila niðurstöðum fyrir desemberfund sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

11. 1008004 - Aukið starfshlutfall á skrifstofu.

 

Tillaga L lista og H lista; Sveitastjóra er falið að ráða starfsmann á skrifstofu og meta þörf á starfshlutfalli.

 

Tillaga um að vísa fram kominni tillögu til fjárhagsáætlunar 2011.  Samþykkt samhljóða.

 

12. 1004011 - Rafmagnsgirðing á Hvalfjarðarströnd. Tillaga HV AH SÁ varðandi kostnaðarþátttöku í viðhaldi og endurbótum á girðingu frá Svarthamarsrétt að Kúhallaá, frá 17. júní.

 

Samantekt frá fundi í Fannahlíð 26. júlí sl.

 

Sjá afgreiðslu í lið 10. Frestað.

 

13. 1007013 - Verksamningur vegna sorphirðu á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi.

 

Samningurinn verður lagður fram á fundinum.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

14. 1007042 - Umsögn um starfsleyfi fyrir Alifuglabúið Fögrubrekku ehf.

 

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands 10. júlí 2010 varðandi framlengingu á starfsleyfi fuglabúsins.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við starfsleyfið.

 

15. 1007044 - Aðalskipulag Hvalfjararsveitar 2008-2020.

 

Skipulags og byggingarfulltrúi fór yfir ákvæði laga varðandi heildar endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir að ekki verði unnin heildar endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar enda liggur fyrir nýsamþykkt aðalskipulag sem staðfest var af umhverfisráðherra 19. maí sl. Samþykkt samhljóða.

 

16. 1007047 - Skipan í nefndir og ráð í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá Jafnréttisstofu 9. júlí 2010 varðandi skipan í nefndir og ráð og svar sveitarstjóra við erindinu 21. júlí 2010.

 

Sveitarstjórn mun hafa ábendingar Jafnréttisstofu í huga við endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.

 

17. 1002016 - Flúorinnihald í hrossabeinum.

 

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur 29. júlí varðandi greiðslur á rannsóknum.

 

Sveitarstjórn samþykkir að greiða reikning, kr 31.375 gegn skilum á niðurstöðu rannsóknarinnar. Fjármögnun af liðnum óviss útgjöld. Tillaga um að vísa erindinu til umhverfisnefndar og að nefndin móti stefnu varðandi aðkomu sveitarfélagsins í mengunarrannsóknum. Samþykkt samhljóða.

 

18. 0903020 - Líparítvinnsla Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í Hvalfirði, Hvalfjarðarsveit.

 

Erindi frá Skipulagsstofnun 22.júlí 2010, álit stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum.

 

Erindinu hefur verið vísað til umhverfisnefndar. Lagt fram.

 

19. 1006035 - Starfsmannamál.

 

Tillaga sveitarstjóra varðandi áframhaldandi samning við skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

Oddviti ræddi samning skipulags- og byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að taka upp viðræður við skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi áframhaldandi starf. Jafnframt að endurskoða starfslýsingar með tilliti til mögulegrar endurskipulagningar á tæknideild Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða.

 

20. 1007046 - Styrkbeiðni frá Icefitness ehf. vegna Skólahreysti.

 

Erindi frá Icefitness móttekið 14. júlí 2010.

 

Samþykkt samhljóða að veita kr 50.000 styrk. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

21. 1007049 - Styrkur til byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

 

Erindi frá stofnuninni dagsett 10. júlí 2010.

 

Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu.

 

22. 1008005 - Beiðni um undanþágu fyrir inntöku barns á leikskólann Skýjaborg.

 

Erindi frá Bynjari Ottesen og Guðnýju Guðnadóttur dagsett 11. ágúst.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita heimild til undanþágu vegna aldurs barns. Samþykkt samhljóða.

 

23. 1008015 - Tillaga um afslátt af fæðisgjöldum í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

 

Systkinaafsláttur, tillaga E - lista.

 

Samþykkir tillögunni eru HV AH og SÁ. SSJ SAF BMA og ALE greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er felld. Sjá afgreiðslu í lið 6.

 

24. 1008016 - Fjárréttir 2010. Kaffiveitingar og salernisaðstaða.

 

Erindi Kristínar Ármannsdóttur og Brynjólfs Ottesen dags. 13. ágúst.

 

Vísað er í afgreiðslu sveitarstjórnar í lið 4 í fundargerðinni varðandi salernisaðstöðu. Beiðni um kaffiveitingar í Svarthamarsrétt. Samþykkir tillögunni HV AH SÁ. Gegn tillögunni greiða atkvæði SSJ BMA SAF. ALE situr hjá og gerir grein fyrir atkvæði sínu; Greinargerð undirrituð situr báðum megin borðs í þessu máli, sem fulltrúi H-lista sveitarstjórn og sem formaður Kvenfélagsins Greinar. Mun hún sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Anna Leif. Tillagan fellur á jöfnum atkvæðum.

 

25. 1008017 - Tómstundaávísanir 2010-2011.

 

Tillaga sveitarstjóra; Lagt er til að börn og ungmenni með lögheimili í Hvalfjarðarsveit eigi möguleika að að velja sér tómstundastarf við hæfi og að niðurgreiðsla Hvalfjarðarsveitar verði kr. 10.000.-

Tómstundaávísanirnar verði sendar til nemendanna.

Gildistími ávísunar verði til til 31.ágúst 2011 og hana sé hægt að nota til að greiða fyrir tómstundastarf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum sem Hvalfjarðarsveit skipuleggur eða hefur gert samkomulag við.

 

Breytingartillaga; Tillaga E lista; Að gefnar verði út tvær tómstundaávísanir að upphæð kr. 10.000 hvor skólaárið 2010 - 2011.  Önnur ávísunin gildi til 31.12.2010 og hin gildi til 31. ágúst 2011. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til kynningar

 

26. 1007045 - Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6. september n.k.

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 13. júlí 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að greiða námskeiðsgjald fyrir tvo fulltrúa í sveitarstjórn. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

27. 1007050 - Fundarboð vegna félagsfundar í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf., fundargerð aðalfundar 29. apríl 2010, skýrsla stjórnar og ársreikningur 2009 ásamt framkvæmdar og rekstraráætlun félagsins.

 

Fundargerð og ársreikningur framlagt.

 

28. 1007035 - Rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar jan-júl 2010.

 

Lagt fram á fundinum.

 

Sveitarstjóri fór yfir nokkrar lykiltölur. Lagði jafnframt fram drög að vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

 

29. 1008001 - Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar 2010.

 

Verkefni sumarsins. Samanteknar upplýsingar og kynningarblöð verða lögð fram á fundinum.

 

Sveitarstjóri lagði fram gögn frá Vinnuskólanum, sumarvinnu ungs fólks og leiðbeiningar til flokksstjóra. Erindinu vísað til kynningar í fræðslu- og skólanefnd.

 

30. 1008006 - Samgönguáætlun 2011 - 2014 sjóvarnir.

 

Áætlunin framlögð

 

31. 1008007 - Svar vegna fyrirspurnar AH mál 1007022 umboð sveitarstjóra á aðalfundi Vatnsveitufélagsins.

 

Lagt fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

32. 1007043 - 10. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 00.03


Efni síðunnar