Fara í efni

Sveitarstjórn

90. fundur 22. júní 2010 kl. 18:00 - 20:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sátu fundinn Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundargerð upplesin og undirrituð.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1006005F - Sveitarstjórn - 89

 

Fundargerðin framlögð.

Hallfreður gerði athugasemd við að það vantaði 88. fundargerð sveitarstjórnar í gögn. Stefán gerði athugasemd lið 2. b) Kosið var um

varamann þar sem Sigrún Sigurgeirsdóttir var kosin áður en bókun fulltrúa E listans var lögð fram. Það vantar inn í fundargerðina.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

2. 1006023 - Kosningar skv. IV.kafla 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009.

a) Faxaflóahafnir sf.

b) Spölur ehf.

c) Grunnafjarðarnefnd

 

A) Faxaflóahafnir; Aðalmaður Sigurður Sverrir Jónsson. Varamaður Ása Helgadóttir. Samþykkt samhljóða.

 

B) Spölur ehf. Kosningu frestað þar til boð á aðalfund berst til Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða.

 

C) Grunnafjarðarnefnd. Aðalmenn; Helgi Þorsteinsson, Stefán Ármannsson og varamenn Bjarki Borgdal og Arnheiður Hjörleifsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

 

Oddviti leitaði afbrigða að taka til afgreiðslu kosningu skoðunarmanna reikninga. Samþykkt samhljóða.

 

D) Skoðunarmenn reikninga; Aðalmenn; Guðmundur Ólafsson og Helgi Bergþórsson varamenn; Guðmunda Lilja Grétarsdóttir og Sigurjón Guðmundsson.

 

3. 1006025 - Skipanir.

a) Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

b) Sorpurðun Vesturlands

 

A) Aðalfulltrúar á aðalfund SSV Ása Helgadóttir og Hallfreður Vilhjálmsson. Varafulltrúar Sævar Ari Finnbogason og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 

B) Hallfreður, Arnheiður og Stefán óska eftir því að skipun á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands verði frestað þar til aðalfundarboð berst en áætlað er að halda aðalfund í mars 2011. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

C) Oddviti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá kjör fulltrúa í stjórn Snorrastofu. Tillagan samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, samþykkir að sameiginlegur fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í stjórn Snorrastofu verði Davíð Pétursson.

 

4. 1006035 - Ráðning sveitarstjóra.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu; "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ráða Laufeyju Jóhannsdóttur í starf sveitarstjóra

kjörtímabilið 2010 - 2014. Oddvita er falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við sveitarstjóra, sem lagður skal fyrir sveitarstjórn til

staðfestingar."

Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ ÁHe. SAF og BMA og 3 sitja hjá HV SÁ AH.

 

Bókun; Hallfreður, Arnheiður og Stefán ítreka að þeim finnst miður að ekki skuli hafa verið haft samráð við alla kjörna fulltrúa í sveitarstjórn

Hvalfjarðarsveitar við ráðningu sveitarstjóra. Fordæmi eru um slík samráðsvinnubrögð í sveitarstjórn bæði árið 2006 og 2008.

 

Bókun; Í meirihlutaviðræðum L og H lista var samkomulag um að leita eftir viðræðum við Laufeyju Jóhannsdóttur sem næsta sveitarstjóra,

enda hefur hvergi komið fram hjá fráfarandi sveitarstjórn annað en að ánægja hafi verið með hennar störf. L og H listi.

 

5. 0907005 - Mál er varðar Aðalvík í Hvalfjarðarsveit

Erindi frá Kristni Aðalbjörnssyni dagsett 18. maí 2010.

 

Sambærilegar afgreiðslur sem áður hafa verið afgreiddar í skipulags- og byggingarnefnd og í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samanber

afgreiðslur í málinu sjá BH 080054. Rétt er að benda á að Hvalfjarðarsveit hefur áður sent erindi Kristins til skoðunar hjá Umhverfisstofnun varðandi vikmörk þynningarlínu og vísast til svars stofnunarinnar frá 30. júlí 2009. Þar kemur fram að ekki er gert ráð fyrir

vikmörkum á þynningarlínu án þess að til komi lagabreytingar. Með tilliti til fyrri afgreiðslna og álits Umhverfisstofnunar sem og álits lögmanns

sveitarfélagsins telur sveitarstjórn eigi unnt að verða við beiðninni varðandi frávik á lögheimilisskráningu í Aðalvík. Samþykkt 6 atkvæðum.

SAF situr hjá.

 

 

6. 1004011 - Rafmagnsgirðing á Hvalfjarðarströnd.

Tillaga frá Hallfreði Vilhjálmssyni, Arnheiði Hjörleifsdóttur og Stefáni Ármannssyni dagsett 17. júni 2010.

 

Tillaga um þátttöku í kostnaði við viðhald og endurbætur á girðingu frá Svarthamarsrétt að Kúhallará. Rökstuðningur; Á undanförnum árum og hvað mest sl. sumar og haust bárust margar kvartanir yfir búfé á veginum við Þórisstaði, innan friðlanda vestan vegar yfir Ferstikluháls

og inn á Hvalfjaðarströnd. Einnig hefur verið kvartað undan miklum ágangi búfjár við íbúabyggð í Hlíðarbæ og við félagsheimilið Hlaðir

ásamt því að kirkjugarðurinn í Saurbæ hefur orðið fyrir skemmdum af völdum sauðfjár. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og

byggingarfulltrúa að taka saman kostnaðaráætlun varðandi verkefnið. Í framhaldinu skal boðað til fundar með hagsmunaaðilum. Samþykkt samhljóða. Afgreiðsla tillögu HV AH og SÁ frestað þar til fyrrnefndur fundur hefur farið fram. Samþykkt samhljóða.

 

7. 0911027 - Samningur milli Hvalfjarðarsveitar og Regins um uppbyggingu í landi Kross.

 

Sveitarstjórn samþykkir samnginn samhljóða.

 

8. 1006028 - Umsókn um styrk til þátttöku á Youth Cub 2010 sem fram fer í Kalö í Danmörku 9-18. júlí.

Erindi frá Svandísi Lilju Stefánsdóttur dagsett 18. júni 2010.

 

SÁ vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir að veita 25.000 kr styrk. Fjármögnun af almennum styrkjum. Samþykkt með 6 atkvæðum.

Jafnframt er óskað eftir við fræðslu- og skólanefnd sem fer með æskulýðsmál Hvalfjarðarsveitar að nefndin móti stefnu varðandi styrkveitingar á sviði æskulýðsmála. Samþykkt með 6 atkvæðum.

 

9. 1006032 - Aðalfundur Byggðasafnsins í Görðum 7. júlí.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Akranesstofu sæki aðalfund byggðasafnsins. Samþykkt samhljóða.

 

10. 1006033 - Kútter Sigurfari - erindi Mennta og menningarmálaráðuneytis.

Erindi frá Tómasi Guðmundssyni Akranesstofu dagsett 11. júní 2010.

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið áður en endanleg afstaða er tekin til málsins, jafnframt er málinu vísað til kynningar í menningarmálanefnd. Samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til kynningar

 

11. 1005013 - Sveitarstjórnarkosningar 29.maí 2010.

Úrskurður kjörnefndar vegna kæru Ásu Helgadóttur fyrir hönd H lista.

 

Úrskurðurinn framlagður. Niðurstaðan er að úrskurður kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar skal standa.

 

12. 1006027 - Vorskoðun búfjáreftirlits 2010.

Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dagsett 26. maí 2010.

 

Lagt fram. Erindinu er vísað til kynningar í landbúnaðarnefnd.

 

13. 1006031 - Fundur starfshóps um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

 

Fundargerðin framlögð. Hallfreður óskar eftir að skipaður verði nýr fulltrúi í starfshópinn, þar sem hann var skipaður ótímabundið.

Tillaga um að tilnefna Sævar Ara Finnbogason til þess að taka sæti Hvalfjarðarsveitar í starfshópnum.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

14. 1006030 - 58. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð.

 

15. 1006029 - 61. stjórnafundur í Sorpurðun Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

16. 1006034 - 90. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.56

Efni síðunnar