Fara í efni

Sveitarstjórn

86. fundur 11. maí 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir,

 

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sátu fundinn Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1004003F - Sveitarstjórn - 85

 

Áskorun til Alþingis.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fréttar í MBL í dag 11. maí þar sem fram kemur að forráðamenn Hvals hf. sjá öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu í sumar vegna framkomins frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Alþingi.

Reglugerðin kveður á um heimild til að veiða 150 dýr á ári.

Hér með skorar sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á Alþingi, í ljósi hinnar erfiðu stöðu í atvinnumálum, að afturkalla strax frumvarp varðandi leyfisveitingar til hvalveiða frá 20. apríl sl. Atvinnuástand á Vesturlandi er grafalvarlegt og nái frumvarpið fram að ganga eru a.m.k. 150 störf í hættu.

Áréttað er það óvissuástand sem skapast hefur við rekstur fyrirtækisins Hvals hf.

Þess ber að geta að mjög margt námsfólk hefur fengið sumarvinnu hjá Hval hf. auk hinna fjölmörgu verktaka sem starfa hjá fyrirtækinu við viðhaldsþjónustu og fleira allt árið.

 

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

Liður 4 mál 1004025. Tillaga um að veita styrk að upphæð kr.30.000 til verkefnis vegna útgáfu geisladisks með flutningi Passíusálmanna.

Fjármögnun verði af liðnum; páskadagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

2. 1004004F - Skipulags- og bygginganefnd - 93

 

Sveitarstjóri fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.1. 1004036 - Aðalskipulag 2008 - 2020 breytt landnotkun.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.2. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.3. 1001058 - Stallar, umsókn um byggingarleyfi.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.4. 1005001 - Vegamót Grundartangavegar og Þjóðvegar 1

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir við Vegagerðina að fram fari umferðartalning við gatnamótin á þjóðvegi eitt, Vesturlandsvegi og Grundartangavegi. Samþykkt samhljóða.

 

2.5. BH080078 - Þórisstaðir 133217

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3. 1005002 - Fræðslu og skólanefnd 52. fundur 6. maí 2010.

 

Formaður fræðslu- og skólanefndar fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

4. 1005028 - Tillaga af 52. fundi fræðslu- og skólanefndar.

 

Tillaga um styrk til framhaldsnáms grunnskólanema í 9. og 10. bekk Heiðarskóla í einni námsgrein.

Tillagan samþykkt samhljóða, fjármögnun vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar.

 

5. 1005004 - Fjölskyldunefnd 10. fundur 5. maí 2010.

 

Fundargerðin samhljóða. Fjármögnun varðandi lið 1. beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk vegna sumardvalar í Reykjardal sumarið 2009 vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar.

 

6. 1005005 - 3. verkfundur vegna byggingu Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

7. 1005006 - 4. verkfundur vegna byggingu Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

8. 1005007 - Bifreið sveitarfélagsins, rekstrarleiga.

 

Rekstrarleigan rennur út 5. júní. Tillaga um að Hvalfjarðarsveit festi kaup á eigin bifreið enda er það talinn hagkvæmasti kosturinn. Tillagan samþykkt samhljóða. Fjármögnun vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar.

 

9. 1005008 - Merkingar í Hvalfjarðarsveit.

 

Sveitarstjóri fór yfir tillögur varðandi merkingar í Hvalfjarðarsveit, skilti líkt og nú þegar er búið að koma upp í Kjós. Tillögunni er vísað til skipulags og byggingarnefndar en nefndin hefur safnað saman upplýsingum varðandi skilti og merkingar.

 

Erindi frá ferðaþjónustuaðilum í Hvalfjarðarsveit varðandi styrk til skiltagerðar. Styrkveiting að upphæð kr.200.000 samþykkt. Styrkveiting fer fram við verklok. Fjármögnun vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunnar.

 

10. 1005009 - Líparítvinnsla í Hvalfirði. Mat á umhverfisáhrifum.

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 29. apríl 2010.

 

Erindinu áður vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

 

11. 1005014 - Endurvinnsla álgjalls á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.  Umsagnarbeiðni um tilkynningaskylda framkvæmd.

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 4. maí 2010.

 

Erindinu áður vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

 

12. 1005011 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012, 582. mál frá samgöngunefnd Alþingis.

 

Sveitarstjóra falið að veita umsögn við ályktunina í samvinnu við

samgöngunefnd SSV.

 

13. 1005012 - Hitaveituframkvæmdir á Byggðasafni í Görðum.

Erindi frá Jóni Allanssyni dagsett 21. apríl 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 150.000.

Fjármögnun vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunnar.

 

14. 1005013 - Sveitarstjórnarkosningar 29.maí 2010.

1. Erindi frá sveitarstjóra dagsett 3. maí 2010.

2. Erindi frá Þjóðskrá dagsett 19. apríl 2010.

 

1. Sveitarstjórn samþykkir tillögu varðand kjördeild og að kjörstaður verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel.

2. Erindi frá Þjóðskrá lagt fram.

 

15. 1005021 - Tillaga frá Hvalfjarðarlistanum um hækkun heimagreiðslu til foreldra.

Erindi frá Magnúsi Hannessyni dagsett 3. maí 2010.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

16. 1002049 - Málefni Melaleiti.

Erindi frá lögfræðingi sveitarfélagsins dagsett 4. maí 2010 varðandi matsgerð.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu lögmanns Hvalfjarðarsveitar um að fram fari yfirmat vegna bótakröfu á hendi Hvalfjarðarsveitar að hálfu eigenda Melaleitis. Fjármögnun vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunnar.

 

17. 1003016 - Samningur um framkvæmdaeftirlit við THG arkitekta.

Lagður fram á fundinum.

 

Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

18. 1004018 - Málefni félagsheimila í Hvalfjarðarsveit.

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samingi við Íslenska heilsu ehf.

Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin samhljóða.

 

19. 1003055 - Endurskoðun á vöktunaráætlun vegna mengandi útblásturs frá álveri Norðuráls á Grundartanga.

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Ragnheiði Þorgrímsdóttur ásamt lögmanni Hvalfjarðarsveitar. Fór yfir þau atriði sem fram koma í bréfi Ragnheiðar og ræddi drög að svari til hennar. Sveitarstjóra falið að svara Ragnheiði bréflega.

 

 

Mál til kynningar

 

20. 0904023 - Niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir rekstrarárið 2009 hjá Norðuráli ehf. og Elkem Ísland ehf.

Skýrslan er unnin af Mannviti apríl 2010.

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem nýlega var haldinn með forsvarsmönnum Norðuráls, sveitarstjórn var boðuð til fundarins. Ræddi þær hugmyndir sem fram komu varðandi vöktunaráætlun og þær breytingar sem rætt hefur verið um, bæði varðandi fjölgun vöktunarstaða.

Einnig rætt að komið verði af stað samstarfshópi sem Hvalfjarðarsveit eigi fulltrúa í sem fari yfir vöktunaráætlunina. Tillaga um að Arnheiður Hjörleifsdóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í þeim hópi. Samþykkt samhljóða.

Skýrsla varðandi umhverfisvöktun fram lögð.

 

21. 1005003 - Rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveit jan-mar 2010.

Lagt fram á fundi.

 

Sveitarstjóri fór yfir rekstraryfirlitið.

 

22. 1005015 - Minnisblað vegna fundar með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við OR varðandi frekari dreifingu OR á svæðinu.

 

23. 1005016 - Styrktarsjóður EBÍ.

Erindi frá sjóðnum dagsett 6. maí 2010.

 

Lagt fram.

 

24. 0912039 - Eignarhald Hvalfjarðarsveitar í Byggðasafninu í Görðum.

Erindi frá Akranesstofu dagsett 15. apríl 2010.

 

Lagt fram.

 

25. 1005017 - Geymslumál Byggðasafnsins í Görðum.

Erindi frá Akranesstofu dagsett 15. apríl 2010.

 

Arnheiður fór yfir erindið frá Akranesstofu. Sveitarstjórn óskar eftir því við verkefnisstjóra Akranesstofu að fá nánari kostnaðargreiningu á verkefninu.

 

26. 1005018 - Vatnsmiðlun í Geitarbergsvatni, Hvalfjarðarsveit

Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Veiðifélags Laxár í Hvalfjarðarsveit dagsett 20. apríl 2010.

 

Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

 

27. 1005020 - Efling umræðu um fjölbreytileg úrræði í barnavernd.

Erindi frá Velferðarvaktinni dagsett 20. apríl, þegar vísað til fjölskyldunefndar.

 

Lagt fram.

 

28. 0911076 - Kostnaðarþátttaka Jöfnunarsjóðs í nýframkvæmdum við Heiðarskóla.

Erindi frá Jöfnunarsjóði dagsett 15. apríl 2010.

 

Lagt fram.

 

29. 0910011 - Stóra Fellsöxl, náma mat á umhverfisáhrifum.

Efnistaka við Stóru Fellsöxl álit Skipulagsstofnunar dagsett 21. apríl 2010.

 

Lagt fram.

 

30. 1002038 - Krafa um endurgreiðslu hluta reiknings vegna fasteignarskrár 2008 og 2009.

 

Úrskurður Dóms- og kirkjumálaráðuneytis vegna kæru Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram

 

31. 1005022 - Sorpurðun Vesturlands, ársreikningur 2009.

Liggur frammi á skrifstofu.

 

Lagður fram.

 

32. 1001023 - Afnot af Fannahlíð, Skraddaralýs, hópur kvenna í Hvalfjarðarsveit sem stunda hannyrðir.

 

Þakkir fyrir veittan stuðning, erindi frá Skraddaralúsum dagsett 7. maí 2010.

 

Lagt fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

33. 1005023 - 9. fundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf.

 

Fundargerðin framlögð.

Úrskurður frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti frá 7. maí lagður fram.

 

34. 1005024 - 55. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð.

 

35. 1005025 - 56. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð.

 

36. 1005026 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

37. 1005027 - 2 fundir hjá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf.

Fundargerðirnar framlagðar.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.50


Efni síðunnar