Fara í efni

Sveitarstjórn

67. fundur 12. maí 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Björgvin Helgason formaður skipulags- og byggingarnefndar sat fundinn og svaraði fyrirspurnum varðandi 2. Lið.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og óskaði eftir að fá að taka 15. lið, umræður um minnisblað Stefáns Gíslasonar fyrst á dagskrá, samþykkt, og 14. fundargerð framkvæmdanefndar stjórnsýsluhúss, samþykkt. Að því búnu var gengið til boðaðrar dagskrár

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1. 66. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 5. maí 2009. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

2. 79. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 6. maí 2009 og afgreiðslur. Björgvin fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og svaraði fyrirspurnum.

Afgreiðslur;

A) 5. Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti (00.0380.70) Mál nr. BH070155. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður

Erindi Huga Hreiðarssonar fh. Atlantsolíu dags. 13 mars 2009 varðandi skilti með áminningu til ökumanna í samvinnu við Umferðastofu og FÍB.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá lögreglu dags. 30. mars 2009 Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Vegagerðinni dags. 6. maí 2009. Borist hefur neikvæð umsögn Umhverfis- og náttúrverndarnefndar dags. 21. apríl 2009

Nefndin leggur til að leyfi verði veitt fyrir umræddu skilti Atlantsolíu til eins árs. Jafnframt felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna drög að reglum um skilti í sveitarfélaginu.

Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum. Arnheiður og Stefán leggjast gegn tillögunni og vísa í umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar

B) 6.Skarð, lögbýlisréttur (00.0180.10) Mál nr. BH090035. 260760-2389 Jón Þórarinsson, Efra-Skarði, 301 Akranes. 080377-4289 Birna María Antonsdóttir, Efra-Skarði, 301 Akranes

Umsókn Jóns og Birnu um að á jörðinni verði samþykktur lögbýlisréttur.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða. Með fyrirvara um að nafnið hafi fengið lögformlega meðferð.

C) 7.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag Mál nr. BH060064 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

1. Erindi frá sveitarstjóra varðandi athugsemdir frá Kristófer Péturssyni og Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur við það að landbúnaðarlandi sé breytt í íbúðabyggð.

2. Erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur dags. 5. maí 2009 varðandi bréf Kristins Jens Sigurþórssonar þar sem óskað er eftir rökstuðningi skipulags- og

byggingarnefndar. Bréfriturum er þakkaður sá áhugi sem drögum að aðalskipulagstillögu er sýndur með innsendum erindum. Stefnt er að því að gefa út lagfærða greinargerð, uppdrætti og umhverfisskýrslu og það verður aðgengilegt inni á heimasíðu Landlína (www.landlinur.is) og eru viðkomandi hvattir til þess að kynna sér það efni þar. Erindunum er vísað til lokavinnslu aðalskipulags. Þar sem lokaafstaða verður tekin til allra erinda er varða aðalskipulagið.

Tillagan samþykkt samhljóða

D) 8.Eystra-Miðfell 133167, skipting lands (00.0220.00) Mál nr. BH090034.

240745-2409 Þorvaldur Valgarðsson, Eystra-Miðfelli 1, 301 Akranes. Umsókn Jóns og Þorvaldar Valgarðssona um heimild til þess að skipta út úr landi Eystra Miðfells tveimur skikum, annars vegar vegna íbúðarhúss að stærð 582,0 m2 og hinsvegar landi vegna sumarhúss að stærð 2.277,9 m2 Gjöld kr.: 8.000,-

Erindið samþykkt

Tillagan samþykkt samhljóða svo fremi að ákvæðið/heimildin standist aðalskipulag.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. 40. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 7. maí 2009. Hlynur fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

Bókun; Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni er varðar viðhorfskannanir í skólunum. Sveitarstjórn óskar eftir úrbótaáætlunum frá skólunum þar sem sérstaklega er tekið á því hvernig brugðist verður við þessum niðurstöðum.  Ástæða er til að skólastjórar geri grein fyrir hvernig brugðist verði við athugasemdunum. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og skólanefndar er falið að ræða við skólastjóra Heiðarskóla og skólastjóra Skýjaborgar hvað þetta varðar.

Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin framlögð.

4. Verkfundargerð 13- og 14. (14. lögð fram á fundinum) Innréttingar vegna byggingar stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna.

Fundargerðirnar framlagðar.

5. 8. fundur starfshóps um endurreisn Bláskeggsárbrúar, haldinn 16. apríl 2009.  Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð. Mál til afgreiðslu

6. Lögreglusamþykkt. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður Mýra- og

Borgarfjarðarsýslu mætir. Frestað.

7. Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar og sumarvinna ungs fólks 17-20 ára sumarið 2009. Sveitarstjóri fór yfir áherslur í vinnuskólanum og kynnti samstarfsverkefni Skógræktarfélags Skilmannahrepps og Elkem. Tillaga um sumarstörf samþykkt og fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samstarfsaðilar Elkem, Skógræktarfélagið og Faxaflóahafnir munu greiða

hluta af kostnaði við verkefnið. Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga um gjaldskrá vinnuskóla samþykkt samhljóða.

Tillaga um laun vinnuskóla samþykkt samhljóða.

8. Viðbótarfjárveiting vegna viðhaldsframkvæmda við eignir Hvalfjarðarsveitar.  Sveitarstjóri fór yrir breytingarnar. Tillagan samþykkt samhljóða. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

9. Fundarboð vegna aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 13. maí n.k.

Samþykkt að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar verði Ása Helgadóttir samþykkt

Ársreikningur liggur frammi á skrifstofu.

10. Ferðasumarið 2009. Erindi frá Jónasi Guðmundssyni Markaðsstofu

Vesturlands dagsett 1. maí 2009. Sveitarstjóra falið að vinna með

Markaðsstofunni að kynningu á afþreyingarmöguleikum í Hvalfjarðarsveit.

Erindið sent atvinnumálanefnd til umfjöllunar. Samþykkt samhljóða.

11. Erindi vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir Alifuglabúið Fögrubrekku ehf, frá Helgu Láru Hólm framkvæmdarstjóra Ísfugls ehf. dagsett 28. apríl 2009. Hvalfjarðarsveit gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt í eitt ár frá og með 1. júní . Ljóst er að uppbygging á svæðinu við Fögrubrekku seinkar og að ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um hvenær þær hefjast. Tillagan

samþykkt samhljóða.

12. Kútter Sigurfari, erindi frá Tómasi Guðmundssyni verkefnastjóra Akranesstofu dagsett 6. maí 2009. Sveitarstjóri fór yfir efnisatriðin. Erindið lagt fram.

13. Dvalarheimilið Höfði, stækkun þjónustuálmu. Hvalfjarðarsveit ítrekar fyrra samþykki sitt frá 5. júlí 2007.

14. Ósk um formlegar viðræður við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar vegna byggingar gagnavers í landi Hvalfjarðarsveitar, erindi frá Jónasi Tryggvasyni framkvæmdarstjóra Titan Global ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og Sveitarstjóra að ganga til viðræðna um erindið. Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar

15. Minnisblað vegna starfsleyfis til Elkem Ísland ehf, vegna járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Minnisblaðið er hluti af undirbúningsvinnu við endurnýjun starfsleyfisins og fjallar um þætti eins og afköst ofna, ryklosun, háfaða, orkunýtingu, úrgang, áhættumat, ásýnd og upplýsingagjöf. Stefán Gíslason frá UMÍS ehf. Environice kynnti minnisblað um þau atriði sem vert er að hafa í huga varðandi endurnýjað starfsleyfi, sem nú er unnið að hjá Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn samþykkir minnisblaðið og verður það sent Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela Stefáni að vinna drög að umsögn varðandi starfsleyfið þegar þar að kemur.

16. Niðurstöður umhverfisvöktunar í Hvalfirði 2008. Skýrsla aðgengileg á vef Norðuráls www.nordural.is. Lagt fram. Hvalfjarðarsveit leggur áherslu á að næstu kynningarfundir verði framvegis öllum opnir og vel auglýstir.

17. Minnispunktar af fundi sveitarstjóra, oddvita og Stefáns Ármannssonar með Kristjáni Helgasyni Siglingastofnun. Lagt fram

18. Afrit af bréfi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur og afrit af bréfi Ragnheiðar

Þorgrímsdóttur til Norðuráls. Lagt fram.

19. Kynning á skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil, erindi frá Bændasamtökum Íslands, áður send landbúnaðarnefnd til kynningar. Lagt

fram

20. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020 lokaútgáfa.

Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu verkefnisins www.samlausn.is.

Vísað til umhverfisnefndar. Tillagan samþykkt samhljóða.

21. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til UMÍS ehf Environice vegna Líparítvinnslu sementsverksmiðjunnar á Akranesi við Miðsandsá í Hvalfjarðarsveit dagsett 4. maí 2009. Erindið framlagt.

22. Samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ, erindi frá Íþrótta og ólympíusambandi Íslands dagsett 29. apríl. Lagt fram. Erindið sent Ungmennafélagi Hvalfjarðarsveitar til kynningar.

23. Ársreikningur SSV. Ársreikningur liggur frammi á skrifstofu. Lagt fram.

24. Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2009. Áætlun liggur frammi á skrifstofu.

Lagt fram.

25. Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar. Skýrsla liggur frammi á skrifstofu. Lagt fram.

26. Ársreikningur Skógræktarsjóðs Skilmannahrepps. Ársreikningur liggur frammi á skrifstofu. Lagt fram.

27. Ársskýrsla Menningarráðs Vesturlands 2008. Skýrsla liggur frammi á

skrifstofu. Lagt fram.

 

Aðrar fundargerðir

28. 763 fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. apríl 2009. Fundargerð áður send rafrænt. Stefnumörkun Sambands

íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2009-2010 með aðgerðaáætlun sem staðfest var í stjórn sambandsins 29. apríl 2009. Fundargerðin fram lögð.

29. Stjórnarfundir Hitaveitu Hvalfjarðar sf haldnir 7. og 20. apríl 2009 ásamt erindi frá Reynis Ásgeirssyni varðandi frekari dreifingu hitaveitunnar í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við

Hitaveitufélagið um stækkun. Samþykkt samhljóða.

30. 60. fundur stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 17. apríl 2009 ásamt bókun frá fundinum með fylgiskjölum. Aðalfundarboð vegna aðalfundar

Faxaflóahafna 20. maí 2009. Samantekt helstu verkefna Faxaflóahafna sf.

Lagt til að oddviti verði fulltrúi að aðalfundi. Samþykkt samhljóða. Erindið er lagt fram.

 

Önnur mál .

a) Minnisblað frá fundi með Vegagerðinni í Borgarnesi er varðar viðhald,

viðgerðir og verkefni á samgönguáætlun 2007-2010

b) Erindi varðandi staðfestingu á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Staðfesta þarf áætlunina fyrir 1. júní. Vísað til umhverfis- og

náttúruverndarnefndar.

c) Erindi frá Birnu Maríu Antonsdóttur vegna Kvennareiðar í Hvalfjarðarsveit.

Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu.

d) Oddviti fór yfir atriði frá fundi með forsvarsmönnum félaga

sumarhúsaeigenda í Hvalfjarðarsveit. Samantekt frá fundinum dreift fyrir

næsta sveitarstjórnarfund.

e) 44. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilsins Höfða. Send rafrænt. Lögð

fram.

f) Erindi frá Orkustofnun varðandi beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf um leyfi til efnistöku af hafsbotni. Umsögnin skal send Orkustofnun fyrir 27. maí. Vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd. Samþykkt samhljóða.

g) Magnús Hannesson segir sig úr Framkvæmdanefnd Heiðarskóla.

h) Oddviti minnti á kynningarfund sem fyrirhugað er að halda í Heiðarskóla

13. maí kl. 20.00 á hugmyndum varðar nýbygginu við Heiðarskóla.

 

Hallfreður Vilhjálmsson

Hlynur Sigurbjörnsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Efni síðunnar