Fara í efni

Sveitarstjórn

65. fundur 14. apríl 2009 kl. 16:00 - 18:00

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Elísabet Benediksdóttir, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. . Á fundinn mætti Jóhann Þórðarson endurskoðandi frá JÞH endurskoðun og Kristjana Óladóttir aðalbókari. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og óskaði eftir að fá að taka umræðu um ársreikning fyrst á dagskrá og síðan kynningu Soffíu Magnúsdóttur á“ Sælureitur í sveit“, samþykkt, að því búnu var gengið til boðaðrar dagskrár

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 64. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 24. mars 2009. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Arnheiður Hjörleifsdóttir tók til máls undir 4. lið í fundargerðinni og lagði fram svohljóðandi tillögu;

Ég legg það til við sveitarstjórn að hönnunarhópi Heiðarskóla verði falið það verkefni að vinna að nýrri útfærslu á þaki byggingarinnar þar sem miðað er við 14° þakhalla. Í þessari útfærslu verði stefnt að því að gera sem minnstar breytingar á innra skipulagi ásamt því að hagkvæmni á framkvæmdar- og rekstrartíma sé höfð að leiðarljósi. Þetta verði unnið á grundvelli minnisblaðs frá VSB verkfræðistofu frá 6. apríl 2009. Reiknað er með að tillögunni fylgi frumkostnaðaráætlun og að nýjum hugmyndum verði skilað til sveitarstjórnar og framkvæmdanefndar eigi síðar en 27. apríl. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin framlögð.

2. 77. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 25. mars 2009. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir helstu atriðin frá kynningarfundi um aðalskipulagstillöguna. Fundurinn var 1. apríl og mættu um 50 manns á fundinn. Nokkrar athugasemdir hafa borist. Farið verður yfir athugasemdir á næsta fundi nefndarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. 39. fundur fræðslu- og skólanefndar, haldinn 2. apríl 2009. Hlynur fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. 38. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar, haldinn 6. mars 2009,

Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

a) Lagði fram Minnisblað er varðar umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna

starfsleyfis Elkem Ísland ehf. frá Environice.

b) Lagði eftirfarandi til varðandi vorhreinsun; Umhverfisnefnd leggur það til

við sveitarstjórn að komið verði upp sorpgámum og efnt til vorhreinsunarátaks í sveitarfélaginu, líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Nefndin leggur til þriggja vikna hreinsunartímabil, frá 15. maí – 8. júní, og

að gámum verði fyrir komið á eftirtöldum stöðum í samráði við landeigendur: a. Innnes/Krossland, b. Stóri-Lambhagi 1a, c. Skorholtsmelar, d. Ferstikla. e. Hóll í Svínadal. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. 3. fundur fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 1. apríl 2009. Stefán fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri lagði fram ráðningarsamning við Karl Marinósson í starf félagsmálastjóra, tímabundin ráðning.

6. Verkfundargerðir 8- Innréttingar 9-Innréttingar og 10- Innréttingar, vegna byggingu stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir efnisatriðin. Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

Mál til afgreiðslu

7. Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2008, fyrri umræða. Jóhann

Þórðarsson endurskoðandi, Kristjana Ólafsdóttir aðalbókari og Laufey

Jóhannsdóttir sveitarstjóri svöruðu fram komnum fyrirspurnum tillaga um að vísa ársreikningi til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar samþykkt samhljóða.

8. Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og

umhverfismat 7 - 8 maí n.k. Vísað til kynningar í umhverfis- og

náttúruverndarnefnd og í skipulags- og bygginganefnd

9. Fjölgun notenda á hitaveitu Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf., svar Reynis

Ásgeirssonar formanns félagsins við fyrirspurn sveitarstjóra, erindi dagsett 25. mars 2009. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

10. Samningar við Vættir ehf. um rekstur og uppbyggingu á Safnasvæðinu,

erindi frá Tómasi Guðmundssyni verkefnastjóra Akranesstofu dagsett 23. mars 2009. Málið er í vinnslu.

11. Endurgerð Kútters Sigurfara – 1. áfangi, erindi frá Tómasi Guðmundssyni verkefnastjóra Akranesstofu dagsett 23. mars 2009.

„Í ljósi afgreiðslu í fundargerðar Akranesstofu frá 7. apríl liður 2. Arnheiður

gerði grein fyrir stöðu mála varðandi endurgerð kúttersins, en fram hafa

komið nýjar hugmyndir um hvernig haga má þessu verkefni, þar sem áhersla er lögð á að viðgerðin fari fram á Safnasvæðinu þar sem skipið hefur staðið. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir þau sjónarmið sem fram komu á 15. fundi stjórnar Akranesstofu, þriðjudaginn 7. apríl sl. þar sem lagt er til að kannað verði til hlýtar hvort umræddar hugmyndir geti orðið að veruleika og að ekki verði teknar ákvarðanir um framhald verkefnisins fyrr en niðurstaða fæst hvað þetta varðar.“ Samþykkt samhljóða. Fundargerð Akranesstofu frá 7. Apríl lögð fram.

12. Vátryggingar sveitarfélagsins, erindi frá Jóni Gunnlaugssyni umdæmisstjóra VÍS á Vesturlandi dagsett 7. apríl 2009. Sveitarstjóra falið að ganga frá endurskoðun á samingi.

13. Alþingiskosningar 25. apríl 2009. Erindi frá Þjóðskrá 20. mars 2009, Dóms og kirkjumálaráðuneyti ásamt kjörskrá. Samþykkt að kjörstaður

Hvalfjarðarsveitar verði í Skýjaborg. Kjörskrá samþykkt samhljóða.

14. Beiðni um greiðslu á ferðakostnaðar vegna skólagöngu barns utan

lögheimilissveitarfélags.Erindi frá Ásgerði G. Ásgeirsdóttur og Pálma

Jóhannessyni dagsett 24. mars 2009. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og skólanefndar falið að skoða málið nánar.

Kvörtun vegna starfsmanns við Heiðarskóla, erindi frá Ásgerði G.

Ásgeirsdóttur og Pálma Jóhannessyni dagsett 24. mars 2009. Sveitarstjóra

og formanni fræðslu- og skólanefndar falið að skoða málið nánar.

15. Opnunartími sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2009, erindi frá

sveitarstjóra dagsett 7. apríl 2009. Lagt fram.

16. Stóra Fellsöxl, mat á umhverfisáhrifum, erindi frá skipulags- og

byggingafulltrúa dagsett 8. apríl 2009. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

17. Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 2009, fundarboð. Sveitarstjórn

samþykkir að Ragna Kristmundsdóttir verði fulltrúi á aðalfundinum ásamt

sveitarstjóra.

 

Mál til kynningar

18. Sælursetur í sveit, ný lausn í búsetu og þjónustu við eldri borgara í

Hvalfjarðarsveit. Kynning Soffíu Magnúsdóttur. Soffía fór yfir

hugmyndafræðina sem liggur að baki verkefninu og svaraði fram komnum

fyrirspurnum.

19. Talning á farþegum með Strætó bs. á tímabilinu 24. feb. – 29.mar. Lagt

fram.

20. Svar Bergs Þorgeirssonar forstöðumanns Snorrastofu við afgreiðslu

sveitarstjórnar á styrkbeiðni til stofunnar dagsett 6. apríl 2009. Lagt fram.

21. Svar Jóns Hauks Haukssonar hjá Pacta vegna fyrirspurnar sveitarsjóra á málefnum varðandi hitaveitu Heiðarskóla dagsett 19. mars 2009. Lagt fram.

22. Óleyfisíbúðir eftirlit með framkvæmd sveitarfélaga, erindi frá Guðmundi Gunnarssyni yfirverkfræðingi hjá Brunamálastofnun dagsett 16. mars 2009. Vísað til skipulags- og byggingafulltrúa til frekari vinnslu og framkvæmda.

23. Hvatning til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna frá SAMAN- hópnum dagset 30. mars 2009. Vísað til fræðslu- og skólanefndar.

24. Samantekt vegna kynningafundar sem haldinn var í Miðgaði um mælingar á

flúor og rannsóknir á áhrifum flúors í Hvalfirði. Lagt fram.

25. Formleg tilkynning um veikindi hrossa í grennd við athafnasvæði Norðuáls ehf. á Grundartanga, afrit af erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur til Norðuráls og Umhverfisstofnunar dagsett 6. apríl 2009. Lagt fram.

26. Ársreikningur Skógræktarsjóðs Skilmannahrepps 2008, ársreikningur liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. Ársreikningurinn lagður fram.

27. Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007, vímuefnarannsókn framkvæmd af Háskólanum á Akureyri. Rafræn útgáfa aðgengileg á vef verkefnisins www.espad.is. Vísað til fræðslu og

skólanefndar til kynningar.

28. Líparítvinnsla Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í Hvalfirði, Hvalfjarðarsveit, erindi vísað til nefnda á 64. fundir sveitarstjórnar.

„Sveitarstjórn gerir umsögn umhverfisnefndar að sinni; Umhverfisnefnd hefur tekið til skoðunar og umfjöllunar drög að tillögu að matsáætlun fyrir

líparítvinnslu í Hvalfirði. Eftirfarandi er umsögn nefndarinnar:

Í drögunum kemur fram að um er að ræða námu 3 en jafnframt er tekið fram að tvær aðrar námur á svipuðum slóðum hafi verði tæmdar að mestu (náma 1 og náma 2). Á mynd 3 sést hvar náma 2 er staðsett. Staðsetning námu 1 er líst í texta.

Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur á þessu stigi málsins mestar

áhyggjur af frágangi námanna. Ekki fæst betur séð á mynd 3 að náma 2 sé ófrágengin. Ekki er vitað um námu 1. Umhverfisnefnd óskar eftir

upplýsingum um frágang námanna, og þó umhverfismatið eigi eingöngu við um námu þrjú, væntir nefndin þess að frágangsáætlanir séu til staðar fyrir námu 1 og 2, þar sem þær hafa nú verið tæmdar að mestu.

Varðandi námu 3 fæst ekki betur séð en vandasamt gæti orðið að ganga frá svæðinu að efnistöku lokinni, þar sem náman er á gilbarmi. Reyndar er

Miðsandsárgljúfrið ákaflega fallegt og efnistaka á þessum stað því ákveðið

lýti í landslaginu.

Að öðru leiti gerir umhverfisnefnd ekki athugasemd við drögin.”

Samþykkt samhljóða

Aðrar fundargerðir

1. 43. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 6. apríl 2009.

Fundargerðin framlögð.

2. 83. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn 4. mars 2009. Fundargerð aðgengileg á vef SSV, www.ssv.is. Fundargerðin framlögð.

3. 68. stjórnarfundur SSV haldinn 24. mars 2009. Fundargerð aðgengileg á vef SSV, www.ssv.is. Fundargerðin framlögð.

4. Fundur í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands haldinn 1. apríl 2009,

Ársskýrsla skólans. Fundargerðin framlögð.

5. 762. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 26. mars 2009.

Fundargerð áður send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

 

Önnur mál ( ef einhver eru)

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:50

 

Hallfreður Vilhjálmsson

Hlynur M. Sigurbjörnsson

Magnús I Hannesson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Stefán G. Ármannsson

Elísabet Benediktsdóttir

Laufey Jóhannsdóttir


Efni síðunnar