Fara í efni

Sveitarstjórn

64. fundur 24. mars 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, ArnheiðurHjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, MagnúsIngi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund, að því búnu var gengið til boðaðrardagskrár. Á fundinn mætti Skúli Lýðsson skipulags- og byggingafulltrúi. Oddviti leitaði afbrigða varðandi 4 lið um að taka 32. fundargerð framkvæmdanefndar Heiðarskóla einnig til umfjöllunar. Einnig fundargerðir 30. og 31. fundar framkvæmdanefndar um byggingu stjórnsýsluhúss frá 24. febrúar og 23. mars. Samþykkt.

Á fundinn mættu Jónas Tryggvason og Arnþór Halldórsson frá fyrirtækinu Titan Global og kynntu hugmyndir er varða netþjónabú. Oddviti bauð þá velkomna á fundinn.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1. 63. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar haldinn 10. mars 2009. Oddviti fór yfir helstu atriðin. Í 62. fundargerð var frestað afgreiðslu liðs 2b Tunga frestað þar til nánari gögn hafa borist,

Fundargerðin framlögð.

2. 76. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 18. mars 2009 ásamt afgreiðslum.

a) 3. Melar 133788, Skiljuhús og haugtankur, útrás (00.0420.00) Mál nr.

BH060032. 600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116. 600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116. 570297-2289 Lex ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Umsókn Stjörnugrís hf., um að breyta deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank og gera ráð fyrir úthlaupi til sjávar sbr. meðfylgjandi uppdráttum Verkfræðiþjónustu Þráins Víkings ehf. og deiliskipulagsuppdrætti frá Hús og Skipulag og skýrslu frá Verkfræðistofunni Vatnaskil. Lagt er til að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Meðfylgjandi straummælingar Hafrannsóknarstofnunar frá október 2008.

Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 25. apríl 2008.  Við fyrri umfjöllun hafa nokkur skilyrði komið fram, sem talið er að umsækjandi hafi unnið við að fullnægja. Meðal annars kemur fram að gert er ráð fyrir að lengd úthlaups verði 900 m frá strönd, á 11 m dýpi, að magn seyru verði 14.000 m3 á ári

og að rennsli verði jafnt yfir árið. Vegna þessara magnviðmiðunar telur nefndin nauðsynlegt að rennslismæling fari fram. Að þessu athuguðu leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst með vísan til 25. gr. skipulags - og byggingarlaga. Sveitarstjórn leggur til að orðinu blauthluta seyru verði bætt við.

Tillagan samþykkt samhljóða.

b) 5. Svæðisskipulag, höfuðborgarsvæðis 2001-2024. Mál nr. BH080033.

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. mars 2009 varðandi umsögn skipulags- og bygginganefndar um verulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis 2001-2024, vegna Kársness í Kópavogi. Nefndin telur ekki ástæðu til þess að gera athugsemdir við breytinguna. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fram kom að kynning verður á aðalskipulagstillögunni 1.apríl. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. 38. fundur fræðslu- og skólanefndar, haldinn 23. mars 2009, fundargerð send rafrænt. Hlynur fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar og ræddi innra skipulag teikningar að nýjum Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkir að beina athugasemdum fræðslu og skólanefndar til hönnunarhópsins. Fundargerðin framlögð.

4. 32. fundur frá 18.mars og 33. fundur frá 23. mars, framkvæmdanefndar Heiðarskóla, ásamt minnispunktum, haldinn 23. mars 2009. Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og þá þætti sem framkvæmdanefndin leggur áherslu á við hönnun hússins. Framkvæmdanefnd og fræðslu- og skólanefnd eru sátt við innra skipulag eins og það kemur fram í drögum sem kynnt hafa verið. Sveitarstjórn samþykkir innra skipulag nýja Heiðarskóla eins og það hefur verið kynnt að teknu tilliti til minnisblaðs. Jafnframt leggur sveitarstjórn á það áherslu að ábendingum framkvæmdanefndar ( minnisblað frá 23. mars) og fræðslu- og skólanefndar (sjá fundargerð frá 23. mars) sé komið til hönnunarhópsins til frekari skoðunar og útfærslu. Sveitarstjórn ítrekar að kostnaðargreining fari fram á tæknilegum útfærslum sem og efnisvali og leggur áherslu á að ítrustu hagkvæmni verði gætt.

Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum en Sigurður Sverrir Jónsson og Magnús Hannesson sitja hjá.

Fundargerðirnar framlagðar.

5. 2. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 9. mars 2009. Sveitarstjóri fór yfir fundargerðina og benti sérstaklega á Páskadagskrá. Fundargerðin framlögð.

6. 7. fundur starfshóps um endurreisn Bláskeggsárbrúar, haldinn 13. mars 2009. Fundargerðin framlögð.

7. Verkfundargerðir 6- Innréttingar og 7- Innréttingar, vegna byggingar stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir helstu þætti verksins. Fundargerðirnar framlagðar.

 

Mál til afgreiðslu

8. Þriggja ára fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóri fór yfir þætti sem til umfjöllunar hafa verið á milli funda og leggur til breytingatillögu á áður kynntri áætlun þannig; Á árunum 2010 – 2012 verði varið 10 milljónum á ári til uppbyggingar á Melahverfi II. Á árunum 2011 og 2012 komi tekjur á móti þessum gjöldum sem nemi 10 milljónum á hvoru ári. Áhrifin koma þá aðeins fram á árinu 2010 og hafa áhrif á tekjuafgang frá rekstri á því fjárhagsári. Tillagan samþykkt samhljóða.

“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlunina fyrir árin 2010-2012 sem ramma um árlegar fjárhagsáætlanir Hvalfjarðarsveitar. Endurskoða skal áætlunina í tengslum við afgreiðslu hinna árlegu fjárhagsáætlana. Einstakir sveitarstjórnarmenn áskilja sér rétt til þess að leggja fram og fylgja eftir breytingartillögum við hina framlögðu langtímaáætlun.” Bókunin samþykkt samhljóða.

9. Drög að samkomulagi um rekstur og uppbyggingu á Safnasvæðinu að Görðum. Oddviti fór yfir atriðin sem varða drögin. Lagt fram. Samþykkt að fela Arnheiði Hjörleifsdóttur og sveitarstjóra að kynna sér hvernig önnur sveitarfélög hafa unnið varðandi álíka samkomulag.

10. Aðild Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. að heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, erindi frá Reyni Ásgeirssyni formanni félagsins dagsett 11. mars 2009. Samþykkt

11. Raf- og rafeindatækjaúrgangur, erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 16. mars 2009. Vísað til umhverfisnefndar til kynningar og skipulags- og byggingarfulltrúa.

12. Samstarfs- og samvinnusamningur á milli Akranes, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepp og Borgarbyggð. Áður send gögn. Sveitarstjóra falið að koma breytingum sem fram komu á framfæri.

13. Ósk um gerð samnings um rekstarframlag til Snorrastofu, erindi frá Bergi Þorgeirssyni forstöðumanni Snorrastofu dagsett 13. febrúar 2009. Málinu var frestað á 63. fundi sveitarstjórnar. Oddviti fór yfir samstarfið og samvinnu á undanförnum árum. Tillaga um að framlag til Snorrastofu verði kr. 200.000 en að styrkurinn tengist viðburðum í Hvalfjarðarsveit.

Tillagan samþykkt samhljóða. Fjármögnun er vísað í endurskoðun

fjárhagsáætlunar.

14. Tillaga að verulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Kársness í Kópavogi, erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 2. mars 2009, þegar sent skipulags- og bygginganefnd til umfjöllunar. Sjá afgreiðslu í lið 2. B í fundargerðinni.

 

Mál til kynningar

15. Kynning Jónasar Tryggvasonar framkvæmdastjóra og Arnþórs Halldórssonar frá Titan Global á hugmyndum þeirra varðandi gagnaver í Hvalfjarðarsveit. Oddviti bauð þá velkomna. Að lokinni kynningu svöruðu þeir fyrirspurnum. Titan Global mun senda erindi inn til sveitarstjórnar með formlegum hætti.

16. Leyfi til efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði, við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell, afrit af erindi Orkustofnunar til Björgunar ehf. dagsett 16. mars 2009. Erindi sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd og skipulags- og bygginganefnd til kynningar. Lagt fram.

17. Menningarlandið 2009, ráðstefna á Hótel Stykkishólmi 11. og 12. maí n.k. erindi frá Menntamálaráðuneyti dagsett 12. mars 2009. Vísað til Menningarmálanefndar til kynningar

18. Ungmennafélag Íslands, auglýsing eftir mótshaldara vegna 14. Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2011, erindi frá framkvæmdarstjóra UMFÍ Sigurði Runólfssyni. Vísað til kynningar í fræðslu- og skólanefnd sem og til Ungmenna og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar.

19. Hagnýting niðurstaðna Forvarnardagsins 2009, erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 6. mars 2009.

20. Tillaga að matsáætlun vegna líparítvinnslu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í Hvalfirði, beiðni um umsögn sveitarfélagsins frá Skipulagsstofnun dagsett 13. mars 2009. Vísað til skipulags- og bygginganefnd og umhverfis og náttúruverndarnefnd.

21. Öryggismál sund- og baðstaða, erindi frá Samtökum forstöðumanna sundstaða á

22. Íslandi (SFSÍ) dagsett 13. mars 2009. Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa og skólastjóra Heiðarskóla og forstöðumanna sundstaðanna.

23. Minnisblað af fundi um Vegaskrá sem haldinn var 25. febrúar 2009. Lagt fram

 

Aðrar fundargerðir

24. 14. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn 19. mars 2009. Fundargerð aðgengileg á vef Akraness www.akranes.is. Arhneiður fór yfir atriðin í  undargerðina. Fundargerðin framlögð.

25. 59. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 11. mars 2009. Fundargerðin framlögð.

26. 25. fundur samgöngunefndar SSV, haldinn 13. febrúar 2009. Fundargerð aðgengileg á vef SSV, www.ssv.is. Fundargerðin framlögð.

27. 761. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27. febrúar 2009. Fundargerð send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

28. 30. og 31. Fundargerð byggingarnefndar stjórnsýsluhúss frá 24.febrúar og 23. mars. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

Önnur mál

a) Á 61. fundi í 14.lið var tekið fyrir eftirfarandi erindi;

Styrkbeiðni frá hjálparsjóði Kvenfélagsins Lilju í Hvalfjarðarsveit, erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur dagsett 27. desember 2008. Erindinu er frestað og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara. Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að sjóðunum verði veittar 175.000 kr. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

b) Borist hefur tilboð í núverandi stjórnsýsluhús Innrimel 3 og samþykkir sveitarstjórn að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá sölu hússins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

c) Sveitarstjóri fór yfir átak er varðar kynningu á Vesturlandi um páska.

Hvalfjarðarsveit er þátttakandi í verkefninu. Sundlaugin að Hlöðum verður opin um páska sem hluti af þessu verkefni og verður frítt í sundlaugina um páska. Samþykkt samhljóða.

d) Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir umsækjendum við umsjón og verkstjórn vinnuskóla.

e) Arnheiður fór yfir atriði frá ársfundi Staðardagskrá 21

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:14

 

Hallfreður Vilhjálmsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Hlynur Sigurbjörnsson

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Efni síðunnar