Fara í efni

Sveitarstjórn

63. fundur 10. mars 2009 kl. 16:00 - 18:00

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund, að því búnu var gengið til boðaðrar dagskrár.

Á fundinn mættu Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Undir liðnum 3ja ára fjárhagsáætlun svaraði Kristjana fyrirspurnum. Undir fundargerð skipulags- og byggingarnefndar svaraði Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fyrirspurnum.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1. 62. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 10. febrúar 2009. Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Rætt um lið 2. B. Tunga. Skipulags-og byggingarfulltrúi svaraði fyrirspurnum, erindinu er frestað þar til nánari upplýsingar hafa borist.

2. 75. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 4. mars 2009 ásamt afgreiðslum. Skúli fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og svaraði fyrirspurnum. Rætt um atriði er varða Litla-Botn og málsmeðferð.

Afgreiðslur;

a) 7. Efra-Skarð 133164, skipting lands (00.0180.00). Mál nr. BH090016

260760-2389 Jón Þórarinsson, Efra-Skarði, 301 Akranes, 080377-4289 Birna María Antonsdóttir, Efra-Skarði, 301 Akranes. Umsókn Birnu Maríu og Jóns um heimild til þess að skipta landi eins og meðfylgjandi uppdráttur Guðmundar Sigurðssonar sýnir dags. 5. febrúar 2009.Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða

b) 8. Grundartangahöfn 133676, breytt deiliskipulag vestursvæði (31.0001.00). Mál nr. BH080144. 530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.

Erindi Faxaflóahafnar varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæði, vestursvæði. Samanber meðfylgjandi uppdrætti og greinargerð Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar. Erindið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997. Eftirtalin erindi bárust á auglýsingatíma.

1. Skipulagsstofnun 4. febrúar 2009

2. Umhverfisstofnun 10. febrúar 2009

3. Vegagerð ríkisins 11. febrúar 2009

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að svæðið neðan Grundartangavegar svæði 001 á deiliskipulagsuppdrætti sem í aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-2014 er skilgreint sem blönduð landnotkun, iðnaðar- og afnarsvæði, verði samþykkt. Jafnframt felst nefndin á heiti gatna sem eru á uppdráttum.

c) 9. Innri-Hólmur 133691, námur, Hólabrú (00.0280.00). Mál nr. BH080021. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi Skipulagsstofnunar dags. 4. febrúar 2009 varðandi efnistöku úr Hólabrú, umsögn um frummatsskýrslu. Nefndin gerir engar athugsemdir við frummatsskýrslu vegna efnistöku úr Hólabrú. Ása Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Tillagan samþykkt samhljóða Ása Helgadóttir víkur sæti.

d) 10. Litli-Sandur 133532, drög að matsáætlun líparítsnámu (00.0482.00). Mál nr. BH090017. 560269-5369 Sementsverksmiðjan hf, Mánabraut 20, 300 Akranes.

Erindi Umís ehf. dags. 16. febrúar 2009 varðandi drög að matsáætlun

líparítsnámu. Nefndin gerir engar athugsemdir við drög að tillögu að matsáætlun vegna líparítsvinnslu. Guðjón Jónasson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Tillagan samþykkt samhljóða

e) 11. Skipulagsmál, gókartbraut. Mál nr. BH090009. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Erindi Sigmars H. Gunnarssonar, varðandi aðstöðu fyrir gókartbraut í Hvalfjarðasveit.

Viðræður við Sigmar um staðsetningu aðstöðu. Nefndin getur fallist á að aðrar staðsetningar verði skoðaðar en að tekið verði tillit til sjón- og hávaðamengunar og landnotkunar.

Tillagan samþykkt samhljóða

f) 12. Stóri-Lambhagi 2 133657, skipting lands (00.0440.00). Mál nr. BH090007. 010329-4939 Svandís Haraldsdóttir, Brekkubyggð 7, 210 Garðabær. Umsókn Svandísar um heimild til þess að skipta landi eins og meðfylgjandi uppdráttur Ólafs K. Guðmundssonar sýnir dags. janúar 2009.

Meðfylgjandi heimild landeiganda aðliggjandi lands um aðkomu dags. 26.1.2009.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða Sigurður Sverrir víkur sæti við afgreiðsluna.

Fundargerðin samþykkt samhljóða. Ása og Sigurður Sverrir sitja hjá í 9. og 12. lið.

3. 37. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 2. mars 2009.

Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

A) 3. Umsögn varðandi umhverfisáhrif Hólabrú-frummatsskýrslan; Sveitarstjórn gerir umsögn umhverfisnefndar að sinni umsögn;

Eftirfarandi er umsögn nefndarinnar:

Í kafla 4.3.3 sem fjallar um umferð kemur fram að við vissar aðstæður geti skapast hættuástand vegna umferðar í og úr námunni. Umhverfisnefnd hefur áhyggjur af þessum þætti og telur brýnt að auka umferðaröryggi á þessum slóðum með t.d. aðrein eða sambærilegum aðgerðum. Ekki er ásættanlegt að leggja það fram sem rök, að mati umhverfisnefndar, að akstur í og úr námu sé takmarkaður á álagstímum umferðar um Hringveg.

Að öðru leiti gerir umhverfisnefnd ekki athugasemd við drögin.

Samþykkt samhljóða.

B) 4. Mat á umhverfisáhrifum: Líparítnáma – Drög að tillögu að matsáætlun. Sveitarstjórn gerir umsögn umhverfisnefndar að sinni; Umhverfisnefnd hefur tekið til skoðunar og umfjöllunar drög að tillögu að matsáætlun fyrir líparítvinnslu í Hvalfirði.

Eftirfarandi er umsögn nefndarinnar:

Í drögunum kemur fram að um er að ræða námu 3 en jafnframt er tekið fram að tvær aðrar námur á svipuðum slóðum hafi verði tæmdar að mestu (náma 1 og náma 2). Á mynd 3 sést hvar náma 2 er staðsett. Staðsetning námu 1 er líst í texta.

Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur á þessu stigi málsins mestar áhyggjur af frágangi námanna. Ekki fæst betur séð á mynd 3 að náma 2 sé ófrágengin. Ekki er vitað um námu 1. Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum um frágang námanna, og þó umhverfismatið eigi eingöngu við um námu þrjú, væntir nefndin þess að frágangsáætlanir séu til staðar fyrir námu 1 og 2, þar sem þær hafa nú verið tæmdar að mestu.

Varðandi námu 3 fæst ekki betur séð en vandasamt gæti orðið að ganga frá svæðinu að efnistöku lokinni, þar sem náman er á gilbarmi. Reyndar er

Miðsandsárgljúfrið ákaflega fallegt og efnistaka á þessum stað því ákveðið lýti í landslaginu.

Að öðru leiti gerir umhverfisnefnd ekki athugasemd við drögin.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða. Ása víkur sæti við 3. lið.

4. 37. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 5. mars 2009. Hlynur ræddi efni fundargerðarinnar.

Tillaga; Undanþágubeiðni um vistun fyrir barn yngra en 18. mánaða.

Fræðslu- og skólanefnd hefur farið yfir málið og leggur til við sveitarstjórn að veita undanþágu; Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn óskar eftir skýringum á synjun á bókasafnskorti Bókasafns Akranes. Varðar starfsmann Heiðarskóla.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. 31. fundur framkvæmdarnefndar um bygginu Heiðarskóla haldinn 23. febrúar 2009. Arnheiður fór yfir helstu atriðin í fundargerðinni og næstu skref. Fundargerðin framlögð.

6. 1. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 24. febrúar 2009. Fundargerðin samþykkt.

7. 1. og 2. fundur fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar, haldnir 18. febrúar og 4. mars 2009. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

8. 1. fundur landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 24. febrúar 2009. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9. 1. fundur atvinnumálanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 26. febrúar 2009. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10. Verkfundargerðir 7-Lóð, 8-Lóð, 2-Innréttingar, 3-Innréttingar, 4-Innréttingar og 5- Innréttingar vegna byggingu stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir helstu atriðin í fundargerðunum. Fundargerðirnar framlagðar.

 

Mál til afgreiðslu

11. Þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóri fór yfir helstu forsendur; Þriggja

ára fjárhagsáætlun byggir á föstu verðlagi og föstu gengi. Ekki er gert ráð fyrir hækkun tekna og rekstur byggir á forsendum í fjárhagsáætlun 2009. Gert er ráð fyrir framkvæmdum við nýjan grunnskóla á næstu þremur árum. Fjármögnun verði með sölu eigna, lántökum og eigin fé. Kristjana aðalbókari og sveitarstjóri svöruðum framkomnum fyrirspurnum. Áætlunin verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.“

12. Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Hlíðarbæjar og nágrennis, síðari umræða. Samþykkt samhljóða. Gjaldskráin verður send ráðuneytinu til staðfestingar og til auglýsingar í b- deild Stjórnartíðinda.

13. Afskriftir, erindi frá aðalbókara Hvalfjarðarsveitar vegna endurskoðunar bókhalds 2008. Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Ingi Hannesson situr hjá við afgreiðsluna og fjármögnun vísað í endurskoðun fjárhagsáætlunar.

14. Erindi sveitarstjóra vegna samnings um ráðgjöf við UMÍS. Sveitarstjóri fór yfir samninginn. Tillagan samþykkt samhljóða og fjármögnun vísað í endurskoðun fjárhagsáætlunar.

15. Kostnaður ársins 2009 vegna samninga við Akraneskaupstað.

Samþykkt. Fjármögnun er í fjárhagsáætlun ársins.

16. Efnistaka af hafsbotni í Hvalfirði. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 26. febrúar, sent umhverfis- og

náttúruverndarnefnd og skipulags- og bygginganefnd. Hvalfjarðarsveit áréttar fyrri

athugasemdir og afstöðu sveitarstjórnar sem fram kom á fundi 10. janúar.

17. Beiðni um umsögn um leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell í Hvalfirði, erindi frá Orkustofnun dagsett 25. febrúar, sent umhverfis og náttúruverndarnefnd og skipulags- og bygginganefnd.

Efni: umsögn um leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell í Hvalfirði.  Björgun sækir um tímabundið leyfi til nýtingar efnis úr ofangreindun námum. Félagið hefur látið fara fram mat á umhverfisáhrifum og hyggst sækja um áframhaldandi leyfi til nýtingar á jarðefnum af hafsbotni Hvalfjarðar á grundvelli matsins og álits

Skipulagsstofnunar á því. Þar sem fyrirsjáanlegt er að einhvern tíma taki að fjalla um málið, sækir Björgun ehf. um tímabundið leyfi.

Þar sem umsóknin nær eingöngu til þriggja mánaða, eða fram til 1. júní nk. finnst Hvalfjarðarsveit rétt að skoða hvort ekki megi takmarka annars vegar efnismagnið (sem er 365.000 m3) og hins vegar þau svæði sem bráðabirgðaleyfið nær til en sótt er um að sækja efni í 3 svæði (Brekkuboði, Laufagrunn og Kiðafell). Hvalfjarðarsveit telur að með því að takmarka bráðabirgðaleyfið, t.d. við eina námu og minna magn sé varla verið að skerða starfsemi félagsins og það geti því með nokkuð eðlilegum hætti stundað starfsemi sína meðan unnið er að útgáfu nýtingarleyfis til lengri tíma.  Þá sé stuðst við þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að vinnslu sé stýrt á þann hátt að fyrst í stað verði efni dælt af hafsbotni sem næst útmörkum viðkomandi námu.  Með því að halda raskinu í lágmarki m.t.t. umfangs efnistökunnar á þessu tímabili sem sótt er væntanlega möguleiki að halda neikvæðum áhrifum á vistfræðilega þætti í lágmarki, en skv. niðurstöðu Skipulagsstofnunar þarf að gera frekari rannsóknir til

að hægt verði að meta vistfræðilegt gildi efnistökusvæðanna. Að öðru leiti gerir Hvalfjarðarsveit ekki athugasemd við nýtingarleyfi til bráðabirgða.

Samþykkt samhljóða.

18. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009.

Sveitarstjórn samþykkir að oddviti verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum.

19. Ósk um gerð samnings um rekstarframlag til Snorrastofu, erindi frá Bergi Þorgeirssyni forstöðumanni Snorrastofu dagsett 13. febrúar 2009. Sveitarstjórn frestar afgreiðslunni og óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið.

20. Styrkbeiðni vegna ferðar á heimsmeistaramót landsliða í Kína, erindi frá Magnúsi Inga Helgasyni landsliðsmanni í badminton dagsett 3. mars 2009. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk kr. 25.000, fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

21. Styrkbeiðni frá FEBAN, félagi eldri borgara Akranesi og nágrenni, erindi frá Sigurlaugu I. Árnadóttur formanni félagsins dagsett 26. febrúar 2009.

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk kr. 25.000, fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

22. Úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins, erindi frá forsætisráðuneyti dagsett 2. mars 2009.

Vísað til skipulags og byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

23. Frumkvöðull Vesturlands 2008, erindi frá SSV þróun og ráðgjöf dagsett 4. mars 2009. Hvalfjarðarsveit tilnefnir fjóra aðila.

 

Mál til kynningar

24. Starfsmannamál til kynningar. Sveitarstjóri fór yfir tímabilsbundna ráðningu Karls Marinóssonar í starf félagsmálastjóra fyrir Hvalfjarðarsveit.

25. Tillaga að verulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Kársness í Kópavogi, erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, erindi sent til skipulags- og bygganefndar.

26. Drög að matsáætlun vegna líparítvinnslu í Hvalfirði, erindi frá UMÍS ehf. dagsett 16. febrúar 2009, sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd og skipulags- og bygginganefnd.

27. Málefni Litla Botns, Hvalfjarðarstrandarhreppi, erindi frá GHP lögmannsstofu dagsett 10. febrúar 2009, sent skipulags- og bygginganefnd. Skúli Lýðsson fór yfir umræður í skipulags- og byggingarnefnd og næstu skref er varða málið.

28. Úthlutanir frá Menningarráði Vesturlands. Lagt fram

29. Samskipti sveitarstjóra við Sýslumanninn í Borgarnesi vegna lögreglusamþykktar. Sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktir og undirbúa fund með sýslumanni.

30. Erindi Samgönguráðuneytis varðandi fjárhagsáætlanir 2009 og fjármálalegra upplýsinga dagsett 16. febrúar 2009 og samskipti sveitarstjóra vegna erindisins. Lagt fram.

 

Aðrar fundargerðir

31. 13. fundur Akranesstofu haldinn 3. mars 2009. Ársskýrsla Bókasafns Akraness, væntanleg á vef bókasafnsins www.akranes.is/bokasafn. Arnheiður fór yfir atriði er fundargerðarinnar og upplýsti m.a. neikvæða afkomu Byggðasfnsins upp á 3,7 milljónir. Þá lagði Arnheiður fram árskýrslu Bókasafns Akraness sem kynnt var á fundi Akranesstofu 3. mars. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á villu í skýrslunni þar sem fullyrt er að Hvalfjarðarsveit hafi á árinu 2008 sagt upp samningi við

Akraneskaupstað um samvinnu sveitarfélaganna um bókasafnsþjónustu. Hið rétta er að Akraneskaupstaður sagði samningnum upp 27. desember 2007.

32. 41. og 42. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða, haldnir 17. febrúar og 3. mars 2009. Áður send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

33. 58. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 13. febrúar 2009. Fundargerðin framlögð.

34. 53. stjórnarfundur í Sorpurðunar Vesturlands haldinn 13. febrúar 2009 og 6. mars. Fundargerðirnar aðgengilegar á vef SSV, www.ssv.is. Fundargerðirnar fram lagðar.

35. 67. stjórnarfundur SSV, haldinn 10. febrúar 2009. Fundargerð aðgengileg á vef SSV, www.ssv.is.

36. 761. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27. febrúar 2009.

Fundargerð send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

37. 5. Stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðar haldinn 3. mars. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Tillaga um að stofnframlag Hvalfjarðarsveitar verði aukið um 6 miljónir samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram.

38. 12. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands haldinn 6. mars. Fundargerðin send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

39. Fundarboð Byggðastofnunar vegna fundar um byggðaáætlun 24. mars að Hótel Hamri kl. 18. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri mæti sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

40. 25. Fundur samgöngunefndar haldinn 13. febrúar. Fundargerðin send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

41. Fundarboð á aukafund fulltrúaráðs EBÍ. Sveitarstjórn samþykkir að Ása Helgadóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum.

 

Önnur mál

Drög að varðandi samstarf og samvinnu milli Akranes, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepp dreift. Sveitarstjórn falið að koma með athugasemdir til sveitarstjóra.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.50

 

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Efni síðunnar