Fara í efni

Sveitarstjórn

61. fundur 13. janúar 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Daníel Ottesen, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Dóra Líndal Hjartardóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

Oddviti bauð fundarmenn velkomna óskaði fundarmönnum sem og íbúum Hvalfjarðarsveitar gleðilegs nýs árs, setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár.  Á fundinn mætti Þorsteinn Hannesson fulltrúi frá Elkem og kynnti hugmyndir er varða mögulega framleiðslu sólarkísils í verksmiðju við Grundartanga. Að aflokinni kynningu svaraði Þorsteinn fyrirspurnum. Undir fundargerð skipulags- og byggingarnefndar mætti Björgvin Helgason sem starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Fundargerðir nefndar sveitarfélagsins

 

1.         60. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 16. desember 2008. Oddviti  fór  yfir helstu atriði fundargerðarinnar

2.         73. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 5. janúar 2008 ásamt afgreiðslum. Björgvin fór yfir atriði fundargerðarinnar.

Afgreiðslur;

A)   Hagamelur 5, greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa 

(21.9000.50) mál nr. BH090001 190335-2679 Steinar Marteinsson, Hagamel 5, 301 Akranes.  Greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa til sveitarstjórnar, dags. 2. janúar 2009, varðandi byggingarframkvæmdir. Í ljósi samantektarinnar getur sveitarstjórn ekki fallist á kröfur bréfritara um uppkaup á eigninni.

Erindinu er hafnað.

 

B)   4.   Stóra-Fellsöxl 133650, náma – umhverfismat.  (00.0400.00) mál nr. BH080012 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi drög að matsáætlun vegna malarnámu í landi Stóru Fellsaxlar.Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlun.  Samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða

 

C)   5.   Umferðarmál, gatnamót.  Mál nr. BH060089.  630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. 120280-5119 Sigurður Þór Elísson, Sunnubraut 19, 300 Akranes. 061072-4039 Einar Viðarsson, Furugrund 8, 300 Akranes.  Erindi Sigurðar Þórs Elíssonar og Einars Viðarssonar dagsett 11 desember 2008 varðandi gatnamót vegar 51 og 503 við Akrafjallsveg og Miðgarð.  Nefndin tekur jákvætt í erindið.  Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið á ýta á lok framkvæmda af hálfu Vegagerðar skv. fyrri áætlunum.                                                        Tillagan samþykkt samhljóða.

 

D)   6.   Umferðarmál, strætó.  Mál nr. BH090004. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes.  Umsókn Hvalfjarðarsveitar um heimild til þess að koma fyrir til bráðabirgða snúningsplani fyrir strætó við gatnamót Bugðumelar og þjóðvegar eitt. Meðfylgjandi er riss af fyrirhugaðri staðsetningu. Nefndin samþykkir erindið.                                              Afgreiðslunni frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir um þörf og nákvæmt leiðakerfi.

 

E)   9.   Grundartangaland, verksmiðja 133675, tillaga að matsskyldu framkvæmda.  (31.0000.20) mál nr. BH090002. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes.  Erindi sveitarstjórnar dags. 10. desember 2008 varðandi framleiðslu á sólarkísil í verksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga.  Erindið er talið falla að gildandi aðalskipulagi.  Erindið mun hafa í för með sér breytingar á gildandi deiliskipulagi og stækkun þess svæðis auk breytinga á fyrirliggjandi drögum að nýju aðalskipulagi vegna landnotkunar.  Í skýrslunni er tekið fram að ekki sé þörf á að fjölga háspennulínum, sem nefndin telur mjög jákvætt.  Nefndin telur ljóst að mikil vatnsnotkun verði í nýju framleiðsluferli og full ástæða sé til að kanna möguleika til meiri notkunar iðnaðarvatns eða sjávar í þessari eða annarri starfsemi verksmiðjunnar.  Nefndin gerir ekki að öðru leyti athugasemdir við fyrirliggjandi tilkynningu.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

F)    10. Svæðisskipulag, höfuðborgarsvæðis 2001-2024.  Mál nr. BH080033. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes.  Erindi sveitarstjórnar varðandi umsögn skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis 2001-2024.  Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

Tillagan samþykkt samhljóða  

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.            35. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 8. janúar 2009.  Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar og lagði til að eftirfarandi tillögur nefndarinnar verði samþykktar;

 Undanþágubeiðni um inntöku barns yngri en 18 mánaða í leikskólann Skýjaborg, bréf dags. 2. janúar 2009.

Beiðnin samþykkt samhljóða, enda liggur fyrir að pláss er til staðar og starfsfólk nægt til að sinna viðkomandi.                                                          

Tillagan samþykkt samhljóða.

Umsókn um flutning nemanda úr Heiðarskóla í Brekkubæjarskóla á Akranesi, bréf dags. 15. des. 2008.  Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitastjórn að gerður verði samningur við Akraneskaupstað um skólagöngu nemandans í Brekkubæjarskóla.

Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin framlögð

4.            35. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 8. janúar 2008. Hallfreður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og afgreiðslur. Fundargerðin er samþykkt samhljóða og sveitarstjórn tekur undir og samþykkir umsögn varðandi Elkem.

„Niðurstaðar umhverfisnefndar: Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er rökrétt að ætla að umrædd framkvæmd hafi ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif umfram það sem þegar er gert ráð fyrir í gildandi starfsleyfi. Færa má gild rök fyrir því að framkvæmdin hafi ýmis jákvæð áhrif í för með sér fyrir umhverfi og samfélag, enda um að ræða tiltölulega mannfreka starfsemi sem byggir á meiri fullvinnslu afurða en áður. Niðurstaða umhverfisnefndar er því sú, að fyrirhugaðar breytingar kalli ekki á umhverfismat. Hins vegar beinir umhverfisnefnd eftirfarandi atriðum til sveitarstjórnar og skorar á hana að fá nánari upplýsingar um:

1. Raforkuþörf: Gert er ráð fyrir að hámarksaflþörf vegna umræddrar starfsemi verði tæp 100 MW og orkunotkun um 720 GWst á ári. Tæplega er hægt að horfa alfarið framhjá orkunotkuninni þegar rætt er um heildarumhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar.

2. Neysluvatnsnotkun: Ætla má að notkun á neysluvatni aukist mjög verulega, hugsanlega umfram afkastagetu vatnslinda á svæðinu, að teknu tilliti til annarra notenda. Þörf er á nánari upplýsingum um vatnsþörfina.

3. Fastur úrgangur: Set og efni frá vatnshreinsistöð gæti numið um 9.400 tonnum á ári. Þessi úrgangur er nokkuð frábrugðinn föstum úrgangi frá núverandi starfsemi, og flokkast líklega ekki allur sem óvirkur úrgangur. Hluti úrgangsins mun jafnvel ekki uppfylla kröfur fyrir almennan úrgang, og gæti þurft að meðhöndlast sem spilliefni.

4. Fljótandi úrgangur: Losun uppleystra efna í sjó með fráveituvatni mun aukast frá því sem nú er. Þessu geta hugsanlega fylgt aukin neikvæð áhrif á umhverfið. 2

5. Samráð: Nefndin leggur áherslu á öflugt samráð í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd og kemur þeirri hugmynd hér með á framfæri að Elkem standi fyrir opinni kynningu á breyttri framleiðslulínu, þar sem íbúum sveitarfélagsins (og jafnvel næstu nágrönnum) verði boðið á sérstakan kynningarfund þar sem innihald skýrslunnar verður kynnt nánar auk þess að veitt verði svör við þeim atriðum sem nefnd eru hér að ofan.“

 

Ársskýrsla nefndarinnar fyrir árið 2008. Hallfreður fór yfir helstu þættina. Sveitarstjórn þakkar fyrir skýrsluna.  Skýrslan samþykkt samhljóða og verður send viðkomandi ráðuneytum og stofnunum.

5.            32. fundur félagsmálanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 2008.  Stefán fór yfir helstu mál fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

Mál til afgreiðslu

6.            Málefni Strætó.  Sveitarstjóri fór yfir samninginn og þær breytingar sem orðið hafa á fyrirhugaðri og áður kynntri áætlun.  Rætt um mögulega biðstöð við Melahverfið og biðstöð við Hvalfjarðargöng og biðskýli á báðum stöðum.  Samningurinn við Strætó bs. samþykktur samhljóða.  Sveitarstjóra og oddvita falið að koma sjónarmiðum Hvalfjarðarsveitar á framfæri við Stætó bs.

7.            Málefni Elkem, kynning á fyrirhugaðri sólarkísilverksmiðju.  Fulltrúi frá Elkem mætti á fundinn og hélt kynningu.  Sveitarstjórn tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í afgreiðslum bæði skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar varðandi fyrirhugaða verksmiðju.  Að auki leggur sveitarstjórn áherslu á öflugt samráð í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd og hvetur Elkem til að standa fyrir kynningu á breyttri framleiðslulínu ef af verður, þar sem íbúum sveitarfélagsins og þeim er hafa hagsmuna að gæta verði boðið á kynningarfund um verkefnið.  Jafnframt ítrekar sveitarstjórn að farið verði að þeim ítrustu kröfum er varða umhverfis- og mengunarvarnir sem gerðar eru varðandi rekstur slíkrar verksmiðju.  Bókunin samþykkt samhljóða.

8.            Áætlaður kostnaður vegna samstarfssamninga við Akraneskaupstað árið 2009.  Lagt fram.

9.            Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, erindi frá Gesti Guðjónssyni, Olíudreifingu dagsett 17. desember 2008, þegar sent skipulags- og byggingarnefnd.  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að taka upp viðræður við bréfritara varðandi erindið.

10.         Ósk um breytingu á deiliskipulagi, erindi frá Lex lögmannsstofu dagsett 8. desember 2008, þegar sent skipulags- og bygginganefnd.  Sveitarstjórn ítrekar fyrri afgreiðslur og bendir bréfritara á að senda inn endurnýjaða umsókn.  Tillagan samþykkt samhljóða.

11.         11. Landsráðstefna um Staðardagskrá 21 sem haldin verður 20.-21. mars 2009. Sveitarstjórn samþykkir að senda þrjá fulltrúa á ráðstefnuna. Samþykkt samhljóða.

12.         Boð á jafnréttisþing, frá Jafnréttisráði og félags- og tryggingamálaráðuneyti móttekið 8. janúar 2009.  Lagt fram.

13.         Leiðbeiningar félags- og tryggingamálaráðuneytis um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga erindi frá ráðuneytinu dagsett 15. desember, þegar sent félagsmálanefnd.  Nefndin mun fjalla um málið á næsta fundi.

14.         Styrkbeiðni frá hjálparsjóði Kvenfélagsins Lilju í Hvalfjarðarsveit, erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur dagsett 27. desember 2008.  Erindinu er frestað og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

15.         Málefni Aðalvíkur afgreiðslu frestað á fundi 9. des.  Erindinu er frestað vegna þess að umbeðnar upplýsingar hafa ekki borist frá Skipulagsstofnun.

16.         Starfsmannamál.

 A) Umsókn hefur borist varðandi starf umsjónarmanns að Hlöðum, einn umsækjandi er um starfið.  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við umsækjanda.  Hallfreður víkur af fundi við afgreiðsluna.

b)  Margrét Magnúsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu.  Umræða um hvort Hvalfjarðarsveit eigi að kanna möguleika á nýju starfi félagsmálastjóra.  Sveitarstjóra falið að skoða málið milli funda og koma með tillögur að útfærslu.

Sveitarstjórn samþykkir ráðningu starfsfólks í heimaþjónustu.

 

Mál til kynningar

17.         Kostnaðarþátttaka í gerð aðalskipulags fyrir Hvalfjarðarsveit, svar frá Skipulagsstofnun dagsett 4. desember 2008 vegna erinda Hvalfjarðarsveitar 28. ágúst og 14. nóvember 2008.  Lagt fram.

18.         Hugmynd um sameiningu sveitarfélaga, erindi frá Ágústi Einarssyni rektor háskólans á Bifröst. Sveitarstjórn leggur áherslu á að nú þegar er gott samstarf og mikil samvinna  á milli sveitarfélaganna fjögurra, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps, sem eflaust má efla.  Sveitarstjórn telur ekki tímabært á þessari stundu að taka afstöðu til sameiningar þessara sveitarfélaga í eitt.  Öll umræða um sveitarstjórnarstigið er af hinu góða og allra leiða leitað til að styrkja opinbera stjórnsýslu.

19.         Endurgreiðsla Umhverfisstofnunar til Hvalfjarðarsveitar vegna refa- og minkaveiða árið 2008.  Lagt fram

20.         Eignaskiptalýsing, Hnúkur, Hvalfjarðarsveit.  Lagt fram

21.         Árleg úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2009, erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 5. janúar 2009.  Lagt fram.

22.         Frumvarp til laga um hækkun hámarksútsvars í 13,28%, erindi frá samgönguráðuneyti dagsett 17. desember 2008.  Lagt fram

23.         Íþróttavakning framhalsskólanna, erindi frá menntamálaráðuneytinu dagsett 19. desember 2008, þegar sent fræðslu- og skólanefnd.  Áður vísað til fræðslu- og skólanefndar sem og skólastjórnenda Heiðarskóla.

24.         Útskurður í samgönguráðuneytinu varðandi afslátt á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega, erindi frá samgönguráðuneytinu dagsett 7. janúar 2008.

25.         Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana send til umsagnar, erindi frá heilbrigðisráðuneytinu dagsett 7. janúar 2009.  Hvalfjarðarsveit gerir ekki ágreining varðandi fyrirkomulagið.

26.         Umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um fráveitur, 187. mál frá umhverfisnefnd Alþingis.  Lagt fram.

27.         Áhrif fjármálakreppunnar á EBÍ, erindi frá EBÍ Brunabót dagsett 12. desember 2008.  Lagt fram

 

Aðrar fundargerðir

28.         82. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn 10. desember 2008 ásamt fjárhagsáætlun ársins 2009 og greinargerð.  Lögð fram.

29.         40. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 30. desember 2008. Send rafrænt.  Minnispunktar af fundi stjórnar og sveitarstjórum 5. janúar 2008. Lagt fram.

30.         759. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga. Send rafrænt.  Lögð fram.

 

Önnur mál.

a)    Fyrirspurn frá Sigurði Sverri Jónssyni þar sem hann spyr um kostnað vegna útboðsgerðar og samningagerðar varðandi skólaakstur við Heiðarskóla, fyrir árið 2007 fyrra útboð og 2008.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu á næsta fundi.

b)    Erindi frá leiklistarklúbbi FV.  Styrkbeiðni vegna leiksýningar.  Samþykkt að styrkja um 25.000 kr.  Fjármögnun af almennum styrkjum

c)    Ályktun frá Félagi tónlistarkennara um stöðu tónlistarskólanna.  Vísað til fræðslu-og skólanefndar og skólastjórnenda.

d)    Möguleikar til hitaveitu á köldum stöðum.  Bréf með undirritun 70 manns þar sem vakin er athygli sveitarstjórnar á aðstöðumun sem felst í aðgangi að orku til upphitunar í sveitarfélaginu og fara þess á leit að nú þegar verði íbúum bættur sá munur.  Sveitarstjóra og oddvita falið að halda áfram viðræðum við orkufyrirtæki varðandi möguleika á heitu vatni til húshitunar.

e)    Bréf frá Sigurbjörgu Kristmundsdóttur dags. 13. janúar varðandi fyrirhugaða skólabyggingu.  Lagt fram og vísað til kynningar í framkvæmdanefnda um byggingu Heiðarskóla.  Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.  Umræður um nýbyggingu Heiðarskóla.  Rætt um kostnaðargreiningu við deiliskipulag.

f)     Verksamningur við Trésmiðjuna Akur.  Samningurinn samþykktur með fimm atkvæðum.  Magnús Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá við afgreiðsluna.  Sigurður Sverrir vakti athygli á kostnaði við nýbygginu.

g)    Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.  Umsókn um starfsleyfi til kræklingaræktar við Þyrilsnes í Hvalfirði.  Erindinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd og óskað eftir hvort landeiganda og umráðamanni lands hafi verið kynnt málið varðandi starfsleyfið.  Samþykkt samhljóða

h)    Fjárhagsáætlun ársins 2009 í endanlegir útfærslu dreift.  Þriggja ára fjárhagsáætlun verður tekin til umfjöllunar væntanlega á næsta fundi.

i)      Oddviti kynnti þátttöku í auglýsingu félags um sjávarnytjar.  Enginn kostnaður fellur á sveitarfélagið.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:40

 

Hallfreður Vilhjálmsson

Hlynur Sigurbjörnsson

Dóra Líndal Hjartardóttir

Daníel Ottesen

 

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

 

Efni síðunnar