Fara í efni

Sveitarstjórn

53. fundur 14. október 2008 kl. 16:00 - 18:00

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Elísabet Benediktsdóttir,

Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár.

Að auki mættu á fundinn Björgvin Helgason og Sigurgeir Þórðarson undir 6. lið.

Oddviti leitaði afbrigða um að fá að taka fulltrúa Akranesstofu inn á fundinn í upphafi fundar. Tillagan samþykkt og bauð oddviti Adolf Friðriksson

fornleifafræðing frá Akranesstofu velkominn. Oddviti leitaði afbrigða að fá að taka fundargerðir starfshóps vegna endurskoðunar samþykkta til umfjöllunar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 52. fundur sveitarstjórnar haldinn 30. september 2008. Oddviti fór yfir

helstu atriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri fór yfir atriði er varða

fjárhagsáætlun og þá stöðu sem upp er komin vegna fjárhagsörðugleika

bankanna og hvernig sú staða hefur áhrif á sveitarfélögin í landinu. Ljóst

er að forsendur fjárlagagerðar fyrir árið 2009 er breytt og ýmsar

forsendur hafa brostið miðað við þriggja ára áætlun fyrir 2009.

Framundan er að fara yfir rekstur og skoða hvaða liði má lækka til þess

að koma til móts við aukinn kostnað og mögulega lækkun tekna.

2) 69. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 8. október 2008.

Tillaga;

Náma Höfn II, Breyting á aðalskipulagi Mál nr. BH070088. 630606-

1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Breyting á

efnistökusvæði á Höfn II. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 18 gr.

skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Engar athugasemdir bárust.

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytinguna. Tillagan samþykkt

samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3) 23. og 24 fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldnir 17.

september og 9. október 2008. Hugmyndir um danskennslu,

ungmennafélag og tónleikahald ræddar.

Tillaga um 20.000 kr styrk til tónleikahalds í Hallgrímskirkju 5. nóvember

nk. Tillagan samþykkt samhljóða. Fjármögnun færist af lið 5948 3-05-895948 3-05-89

Fyrirspurn frá Arnheiði varðandi hvers vegna hætt við Vökudaga.

Fundargerðirnar samþykktar með þremur atkvæðum Hallfreðs

Vilhjálmssonar, Hlyns Sigurbjörnssonar og Stefáns Ármanssonar.

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson og

Elísabet Benediktsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna vegna 4. liðar í

fundargerð frá 9.október. Arnheiður lagði fram eftirfarandi bókun;

„Arnheiður situr hjá við 4. lið í fundargerð frá 9. október vegna þess að

henni finnst að Hvalfjarðarsveit eigi að taka þátt í Vökudögum á

Akranesi 2008.“

4) 32. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldinn 13. október

2008, fundargerð send rafrænt fyrir fund og einnig lögð fram á fundi.

Fundargerðin framlögð.

5) 23. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu Heiðarskóla haldinn 9.

október 2008, fundargerð send rafrænt fyrir fund og lögð fram á fundi.

Arnheiður fór yfir helstu atriðin og næstu skref í samráðsferlinu.

Framundan eru 2 – 3 fundir í samráðsferli með hönnuðunum og

hagsmunaaðilum.

6) 22. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu stjórnsýsluhúss, haldinn

9. október 2008. Undir þessum lið viku Hlynur Sigurbjörnsson og Stefán

Ármannsson sæti vegna tengsla við lægstbjóðanda. Sigurgeir Þórðarson

og Björgvin Helgason varamenn tóku þeirra sæti á fundinum. Tillaga um

að ganga til samninga við B.Ott. á grundvelli tilboða. Tillagan samþykkt

með sex atkvæðum. Magnús Ingi Hannesson situr hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við B.Ott.

7) Verkfundargerð vegna stjórnsýsluhúss. Gluggar og þak. Stefán fór yfir

stöðuna og framvindu verksins. Fundargerðin samþykkt með fimm

atkvæðum en Elísabet Benediktsdóttir og Magnús I. Hannesson sitja

hjá.

 

Mál til afgreiðslu

8) Fundarsköp og nefndarskipan í Hvalfjarðarsveit, seinni umræða.

Breytingartillaga er um að í gr 51, 22 liður fari út úr drögunum enda

kominn inn sem liður II. Í c lið í drögum verði orðið bæjarstjórn fellt út en

sveitarstjórn komi í staðinn. Einnig að Grunnafjarðarnefnd tveir

aðalmenn og einn til vara og í skólanefnd Tónlistarskóla Akraness einn

aðalmaður og annar til vara. Að auki bætist við fulltrúaráð skólastjórnar

FV einn aðalmaður og annar til vara. Rætt um nefndarskipan. Tillagan

samþykkt samhljóða. Miðað er við að samþykktirnar og nefndarskipan

taki gildi um áramótin 2008-9. Fyrirhugað er að halda fund með

formönnum nefnda og fara yfir breytingarnar.

9) Opnun sundlaugar í Heiðarborg veturinn 2008-2009. Sveitarstjóri

leggur til að opnunartími verði eins og sl. vetur. Gjaldskrá 360 kr

fyrir fullorðna og 150 kr fyrir börn og ellilífeyrisþega í sund og 300

kr á stakan tíma fyrir salinn en lágmarksgjald verði 3000 kr fyrir

leigu á sal. Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að

koma gjaldskránni til skólastjóra Heiðarskóla.

10) Uppsetning ADSL þjónustu í Melahverfi, erindi frá Símanum dags.

26. september s.l. Beiðni um aðkomu Hvalfjarðarsveitar vegna

sjónvarpsþjónustu Símans að upphæð 3.000.000 kr. Sveitarstjórn

fagnar ákvörðun Símans á að þjónusta Melahverfið í þessum

áfanga. Tillögunni varðandi sjónvarpsþjónustu er vísað umfjöllunar

við gerð fjárhagáætlunar fyrir árið 2009.

11) Erindi frá Jóni Þórarinssyni móttekið 3. október s.l. varðandi

heimreið að Efra Skarði og Skessubrunni. Erindinu er vísað til

afgreiðslu hjá samgöngunefnd SSV. Tillagan samþykkt

samhljóðar.

12) Málefni Stóru Fellsaxlar. Lauslegt verðmætamat að hálfu

Fasteignamarkaðarins hefur farið fram á landinu sem og á

Félagsheimilinu Fannahlíð en verðmætamat á námum hefur ekki

farið fram. Lögð fram áætlun frá UM‘IS vegna matsáætlunarinnar.

13) Drög að samkomulagi um Reynisrétt á milli landeigenda Vestri

Reyni og Hvalfjarðarsveitar. Samkomulagið samþykkt samhljóða.

Sveitarstóra falið að ganga frá samkomulaginu með landeigenda.

14) Brunavarnaráætlun Akraness, erindi frá Brunamálastofnun dags.

24. september 2008. Sameiginleg áætlun fyrir Hvalfjarðarsveit og

Akranes lögð fram. Sveitarstjórn leggur til að þetta verði

sameiginleg áætlun og samþykkir áætlunina með fyrirvara um að

samþykki Akranesskaupstaðar liggi fyrir. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að ljúka málinu.

15) Beiðni um styrk að upphæð 5.000.000 kr. frá Skógarmönnum

KFUM vegna byggingu nýs þjónustu- og svefnskála í Vatnaskógi í

Svínadal dags. 26. sept. 2008. Sveitarstjórn telur eigi unnt að

verða við erindinu.

16) Starfsmannamál. Lögð fram beiðni frá nefnd sem sér um jólaskemmtun

starfsfólks Hvalfjarðarsveitar um styrk að sömu upphæð

og gert var á síðasta ári. Tillagan samþykkt samhljóða og

fjármögnun af 5948 2-21-855948 2-21-85 óviss útgjöld og færa á 5948 2-215948 2-21-

89 sameiginlegum kostnaði.

Mál til kynningar

17) Ágóðahlutagreiðsla EBÍ árið 2008. Hlutur Hvalfjarðarsveitar fyrir

15. okt 2007-15. okt 2008 er 5.463.000 kr. Bréfið lagt fram.

18) Minnispunktar frá 22. September vegna fundar með fulltrúum

Spalar og skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar

Hvalfjarðarsveitar. Lagt fram.

19) Minnisblað um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hvalfjarðargöng II, frá

22.september. Lagt fram.

20) Samvinna um eflingu safna og vísindastarfs Akraness. Kynning

Adolfs Friðrikssonar fornleifafræðings. Adolf fór yfir hugmyndir að

breytingum á safnastefnu sveitarfélaganna. Fundarmenn þakka góða

kynningu. Erindi um þróun og uppbyggingu safna- og vísindastarfs á

Akranesi og í Hvalfjarðarsveit lagt fram. Sveitarstjóra og oddvita falið

að ræða við bæjarstjóra og bæjarritara Akraness varðandi samstarfið

um Byggðasafnið að Görðum.

21) Nýstofnuð Vesturlandsstofa, markaðsstofa Vesturlands. Kynning

Jónasar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra. Frestað.

22) Framlag sveitarfélags í Varasjóð húsnæðismála vegna ársins 2008,

erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 11. september 2008. Lagt

fram.

23) Greinagerð um starfsstöðvar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Lagt

fram

24) Málefni Strætó sveitarstjóri og oddviti fóru yfir mál er rædd voru á

síðasta samráðsfundi Borgarbyggðar, Akraness og Hvalfjarðarsveitar

3. okt. sl. Strætó bs. mun senda hugmyndir að útfærslu.

25) Losun fráveituvatns frá Akranesi og Borgarnesi, erindi frá Orkuveitu

Reykjavíkur dags 10. október 2008. Lagt fram til kynningar og vísað

til kynningar í umhverfisnefnd.

Aðrar fundargerðir

26) 1. 2. og 3. stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar haldnir

26. maí, 18. júlí og 2. september 2008. Stefán fór yfir efnisatriðin,

fundargerðirnar fram lagðar.

27) 53. og 54. fundir stjórnar Faxaflóahafna haldnir 12. september og

10. október 2008. Hallfreður fór yfir helstu málin, fundargerðirnar

fram lagðar.

28) 8. fundur stjórnar Akranesstofu haldinn 8. október 2008, fundargerð

send rafrænt. Arnheiður fór yfir efnisatriðin. Fundargerðin framlögð.

29) 129. og 130. stjórnarfundur Spalar ehf. haldnir 29. maí og 11.

september 2008. Fundargerðirnar framlagðar.

30) 35. og 36. fundur Dvalarheimilisins Höfða haldnir 10.og 30.

september 2008, ásamt skýrslu stjórnar. Fundargerðirnar og

árskýrsla framlögð.

31) 228. fundur Launanefndar sveitarfélaga haldinn 24. september 2008.

Fundargerð send rafrænt. Fundargerðin framlögð.

32) Fundur í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands haldinn 23.

september 2008. Fundargerðin framlögð.

33) 79. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn 20. ágúst 2008.

Fundargerðin framlögð.

34) 1. 2. 3. og 4. fundur starfshóps varðandi endurskoðun á samþykktum

Hvalfjarðarsveitar. Haldnir 6. ágúst, 17. og 26. september og 13.

október. Fundargerðirnar lagðar fram.

Önnur mál.

A) Erindi frá Ríkiskaupum vegna útboðs skólaaksturs. Beiðni í þátttöku í

viðbótarkostnaði. Samþykkt að veita sveitarstjóra umboð til þess að

fara yfir málið með Ríkiskaupum og finna sanngjarna leið á málinu.

B) Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla um tilfærslu fjármuna innan

fjárhagsáætlunar. 110.000 færast af 2850 sem er efni til

handavinnukennslu og inn á 2610 sem er timbur og trjáviður. Um er

að ræða geymsluskúr sem nemendur í smíðum hafa unnið við.

Tillagan samþykkt samhljóða.

C) Erindi frá Skipulagsstofnun er varðar umhverfismat vegna efnistöku á

hafsbotni í Hvalfirði dags. 10. október.Tillaga um að vísa málinu til

umsagnar umhverfisnefndar samþykkt samhljóða.

D) Bréf frá Speli varðandi beiðni um þátttöku í kaupum á slökkvibifreið.

Erindinu er hafnað að hálfu stjórnar Spalar. Sveitarstjórn

Hvalfjarðarsveitar harmar þessa niðurstöðu og óskar eftir því við

stjórn Spalar að endurskoða afstöðuna.

E) Svarbréf frá Elkem á Íslandi ehf vegna athugasemda sem gerðar hafa

verið á reyklosun í byrjun október. Lagt fram.

F) Elísabet Benediktsdóttir benti á að smölun er ekki lokið á ákveðnum

svæðum umhverfis Akrafjall. Rætt um kærur og viðurlög ef smölun fer

ekki fram.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:45

Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hlynur Sigurbjörnsson,

Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson

Elísabet Benediktsdóttir, Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri

Efni síðunnar