Fara í efni

Sveitarstjórn

51. fundur 09. september 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Stefán Ármannsson, Arnheiður
Hjörleifsdóttir, Daníel Ottesen, Sigurður Sverrir Jónsson, Dóra Líndal Hjartardóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár. Á fundinn mætti einnig Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari og fór yfir 6 mánaðayfirlit og endurskoðaða fjárhagsáætlun ásamt sveitartjóra.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1) 50. fundur sveitarstjórnar haldinn 12. ágúst 2008. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Oddviti benti á liður að 10 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23. júlí varðandi Eystra-Katarnes var frestað og er lagt til að þessum lið verði aftur frestað. Samþykkt. Oddviti fór yfir efnisatriði önnur. Sigurður Sverrir Jónsson vék sæti undir 8 lið fundargerðarinnar.
Sveitarstjóri lagði fram samninga um skólaakstur til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga um skólaakstur sem byggðir eru á áður samþykktum útboðum.
2) 65., 66. 67. og 68. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldnir 19., 20. ágúst, 1. september og 8. september 2008 ásamt afgreiðslum. Fundargerðin frá 65. fundi samþykkt samhljóða, fundargerð frá 66. fundi samþykkt samhljóða. Fundargerð frá 67. fundi samþykkt samhljóða. Fundargerð 68. fundar samþykktsamhljóða.
3) 30. fundur umhverfis- og náttúrverndarnefndar haldinn 18. ágúst 2008.
Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Ræddi tilnefningar varðandi umhverfisviðurkenningar. Fór yfir þætti er varða flúormengun í Hvalfirði. Oddviti óskaði eftir að umsögn umhverfisnefndar er varða starfsleyfi Olíubirgðarstöðvar Skeljungs verði tekin til afgreiðslu. Samþykkt. Tillaga umhverfisnefndar um starfsleyfi til Skeljungs í Hvalfirði samþykkt samhljóða. Athygli er vakin á að kynna verður málið fyrir Slökkviliði Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Sveitarstjóra falið að undirrita samþykktina og koma til Umhverfisstofnunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram;
„Umhverfismál í Hvalfjarðarsveit. Tillaga frá umhverfis- og
náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn
að hafnar verði viðræður við stórfyrirtæki í sveitarfélaginu sem jafnframt eru með mengandi starfsemi, þess efnis að ráðinn verði sérstakur
umhverfisfulltrúi í sveitarfélaginu. Rökstuðningur: Í Hvalfjarðarsveit ríkja afar sérstakar aðstæður sé litið til iðnaðarstarfsemi og íbúafjölda. Mörg brýn verkefni á sviði umhverfis- og mengunarmála liggja fyrir sem erfitt reynist fyrir jafn fámennt sveitarfélag að leysa með góðu móti.“
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við fyrirtækin og koma með mótaðar hugmyndir fyrir fjárhagsáætlun 2009. Tillagan samþykkt samhljóða.
„Tillaga frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfisnefnd beinir því til sveitastjórnar að huga að undirbúningi að nýju útboði sem fyrst, þar sem núgildandi samningur um sorphirðu í
Hvalfjarðarsveit við Gámaþjónustuna rennur út 1. júlí 2009.Umhverfisnefnd
leggur áherslu á aukna hagræðingu í málaflokknum, sem og bætta
möguleika til úrgangsflokkunar.“
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning að
viðræðum, ásamt aðildarsveitarfélögunum, að nýjum samningum.
Fundargerðin fram lögð.
4) 27. fundargerð félagsmálanefndar. Afgreiðslu 5. liðs frestað fundargerðin framlögð. 28. fundur félagsmálanefndar haldinn 8. september 2008. Fundargerðin framlögð.
5) Verkfundargerðir vegna byggingu stjórnsýsluhúss. 4-einingar og 5-einingar haldnir 2. júlí og 29. ágúst. 1-gluggar/þak og 2-gluggar/þak haldnir 27. ágúst og 3. september. Málefni tengd byggingu stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðanna. Sveitarstjóri fór yfir mál er varða Mest vegna gjaldþrots og kröfu Hvalfjarðarsveitar á þrotabúið. Fundargerðirnar framlagðar.
6) 23., 24. og 25. fundur framkvæmdanefndar um byggingu Heiðarskóla, haldnir 26. og 29. ágúst og 3. september sl. Arnheiður fór yfir helstu þættina og rakti ferilinn í verkefninu. Fundargerðirnar fram lagðar.
Mál til afgreiðslu
7) Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 og 6 mánaða uppgjör. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008. Aðalbókari Kristjana Ólafsdóttir og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri gerðu grein fyrir tillögum að breytingum og helstu niðurstöðum við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008. Endurskoðun fjárhagsáætlunar byggir á rekstraryfirliti sveitarfélagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem samhliða er lagt fram og breyttum forsendum frá upphaflegri fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar eru niðurstöður rekstrarreiknings samstæðuáætlunar fyrir árið 2008 þessar:
Aðalsjóður: Hækkun gjalda 6.299.937 kr., jákvæði rekstrarniðustaða verður 21.563.063 kr., eða breyting 6.299.937 kr. var áður áætluð jákvæð
27.863.000 kr. Eignasjóður: Hækkun gjalda 1.110.000 kr., jákvæð rekstrarniðustaða verður 38.040.000 kr., eða breyting 1.110.000 kr. var áður áætluð jákvæð 39.150.000 kr. Áætlað handbært fé í árslok 36.482.831 kr. var áætlað 43.892.768 kr., breyting 7.409.937 millj. kr.
Samantekinn ársreikningur Hvalfjarðarsveitar. Hækkun gjalda 7.409.937 kr., jákvæði rekstrarniðustaða verður kr. 59.603.063, eða breyting 7.409.937 kr. var áður áætluð jákvæð 67.013.000 kr.
Áætlað handbært fé í árslok 36.482.831 kr. var áætlað 43.892.768 kr.,
breytingin 7.409.937 kr. Tillaga um endurskoðaða fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
8) Ávísanir til greiðslu á tómstundastarfi erindi frá sveitarstjóra dags. 9. september. Tillaga sveitarstjóra um ávísanir að upphæð kr. 10.000 verði sendar til barna á grunnskólaaldri í Hvalfjarðarsveit til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi sem börn stunda. Fjármögnun er innan ramma fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða.
9) Lagfæring á vatnsveitu Hlíðarbæjar, erindi frá skipulags- og byggingafulltrúa dags. 22. ágúst s.l. Tillagan samþykkt og fjármögnun komin inn í endurskoðun.
10) Niðurstaða útboðs vegna vals á hönnuðum fyrir Heiðarskóla. Minnisblað frá VSÓ ráðgjöf 08107 frá 8. september varðandi endanlega niðurstöðu lagt fram. Arnheiður fór yfir helstu atriði málsins. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu; Á grundvelli undangengis útboðs og niðurstöðu tilboða legg ég til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að gengið verði til samninga við VSB á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs þeirra í hönnun verksins. Greinargerð; Svo sem kunnugt er bauð Hvalfjarðarsveit út hönnun verksins og voru það átta aðilar sem uppfylltu skilyrði útboðsins. Niðurstaða valnefndar um verkefnið liggur fyrir og 4. september sl. var síðari opnunardagur tilboðanna, þ.e. varðandi verðin. Niðurstaðan liggur nú fyrir og er VSB verkfræðistofa með hæstu heildareinkunn. Er sveitarstjóra falið að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs í verkið.
Tillagan samþykkt samhljóða.
11) Starfsmannamál leikskólans rædd. Starf æskulýðsfulltrúa rætt.
12) Ósk Akraneskaupstaðar um viðræður um breytingar á skipulagsskrá
Byggðarsafnsins í Görðum. Sveitarstjóri lagði fram drög að svarbréfi.
Sveitarstjóra falið að koma sjónarmiðum Hvalfjarðarsveitar á framfæri við
Akraneskaupstað.
13) Fyrirspurn um snyrtingar og kaffiveitingar við fjárréttir í sveitarfélaginu frá Kristínu Ármannsdóttur dags. 1.september s.l. og erindi frá Baldvini Björnssyni varðandi kaffiveitingar við Núparétt eins og verið hefur, lagt fram á fundinum. Erindin rædd. Tillaga um að ferðasalernum verði komið fyrir við skilaréttirnar fyrri réttardaginn. Samþykkt samhljóða. Tillaga um kaffiveitingar í Núparétt samþykkt með fimm atkvæðum. Sigurður Sverrir Jónsson situr hjá. Dóra Líndal Hjartardóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
14) Erindi sumarhúsaeigenda varðandi fjalægingu opinna gáma við
grenndarstöðvar, dags. 26. ágúst s.l. lagt fram. Sveitarstjóra falið að svara
bréfritara.
15) Erindi er varðar beiðni um nemakort í Strætó fyrir námsfólk í Hvalfjarðarsveit frá Vésteini Sigmundssyni dags. 4. september. Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu að sinni.
16) Framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í landi Skorholts, tillaga sveitarstjóra að afgreiðslu málsins dags. 9. september.
Í framhaldi af bréfaskrifum Acta lögmannsstofu er erindið um framkvæmdaleyfi fyrir námuvinnslu í Skorholti sent til afgreiðslu sveitarstjórnar. Greinargerð;Acta lögmannsstofa fyrir hönd B M Vallár hefur gert athugasemdir við umsókn um námuleyfið. Athugasemdirnar byggja á nýjum lögum um vinnsluleyfi fyrir námur sem tóku gildi 1. júlí sl.Hjálagt eru bréfaskrifin og það er tillaga mín að Hvalfjararsveit hafi frumkvæðið að því að fá álit hjá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála um álit Skipulagsstofnunar á máli þessu. Tilagan samþykkt samhljóða.
17) Lántaka Sorpurðunar Vesturlands vegna urðunarreinar í Fíflholtum, dags. 3. september s.l. Bókun¸ Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að veita ábyrgð að sínum hluta vegna lántöku Sorpurðunar Vesturlands hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 35.000.000 kr. til 6 ára, með 5,0% breytilegum verðtryggðum vöxtum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Jafnframt er sveitarstjóra Laufeyju Jóhannsdóttur, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hvalfjarðarsveitar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
18) Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2008. Sveitarstjóra falið að fara á fund fjárlaganefndar og ítreka fyrri beiðnir til nefndarinnar frá síðasta ári. Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að fara á fund nefndarinnar og ítreka fyrri erindi.
19) Aðalfundur SSV 18. september n.k. Hvalfjarðarsveit á rétt á tveimur fulltrúum. Tillaga um að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar verði; Hlynur Sigurbjörnsson og Ása Helgadóttir og að varamaður verði Daníel Ottesen.
Mál til kynningar.
20) Erindi sveitarstjóra til Skipulagsstofnunar varðandi endurgreiðslur vegna aðalskipulagsgerðar fyrir sameinað sveitarfélag dags. 28. ágúst. s.l. Lagt fram
21) Minnispunktar sveitarstjóra frá ársfundi SHA 2. september s.l. Sveitarstjóri fór yfir atriði frá fundinum sérstaklega varðandi erindi Sigurðar Sigursteinssonar varðandi félagið Hver. Hvalfjarðarsveit styrkti Hver um 150 þúsund kr.
22) Sjóvarnir í Hvalfjarðarsveit, svar Siglingarstofnunar við fyrirspurn sveitarstjóra um stöðu mála dags. 18. ágúst s.l. Lagt fram.
23) Framlög til menningarmála á Vesturlandi, erindi frá Menningarráði
Vesturlands sent sveitarstjórnum á Vesturlandi 19. ágúst s.l. Vísað til
æslulýðs- og menningarmálanefndar.
24) Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 28. og 29. júlí s.l. Lagt fram.
25) Bréf Stéttarfélags Vesturlands til Sambands íslenskra sveitarfélaga er
varðandi kjarasamning aðila SGS og LN dags. 29. ágúst s.l. Erindið kynnt,
lagt fram.
26) Gjaldskrárbreyting Sorpurðunar Vesturlands, tilkynning frá stofnuninni dags. 27. ágúst s.l. Lagt fram.
27) Erindi frá SSV varðandi nýsköpunarmál á Vesturlandi móttekið 29. ágúst s.l. ábendingar Reiðskólinn í Kúludalsá, Art sérsmíði, Hróar ehf,
Tamningarmiðstöðin í Steinsholti. Haraldur Magnússon Belgsholti.
28) Erindi frá SSV varðandi átaksverkefni til að auka þátttöku sveitarfélaga í evrópskum samstarfsáætlunum dags. 27. ágúst s.l. Lagt fram.
Aðrar fundargerðir
29) 6. fundur stjórnar Akranesstofu haldinn 2. september s.k. Fundargerð á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Arnheiður fór yfir fundargerðina.
Arnheiður fór yfir hugmyndir um þátttöku í Vökudögum á Akranesi. Samþykkt að fela menningarmálanefnd og sveitarstjóra að vinna hugmyndirnar áfram ásamt Arnheiði.
30) 756. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 22. ágúst s.l. áður send rafrænt. Lögð fram.
31) 50. fundur Sorpurðunar Vesturlands haldinn 26. ágúst s.l. Fundargerð á vef SSV www.ssv.is. Lögð fram.
32) 64. fundur stjórnar SSV haldinn 26. ágúst s.l. Fundargerð á vef SSV
www.ssv.is. Lögð fram
33) 34. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 13. ágúst 2008. Áður send með tölvupósti. Lögð fram.
34) Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar haldinn 29. apríl 2008. Fundargerðin framlögð
Önnur mál.
1.Tilkynning frá Iðnaðarráðuneytinu.
Dagsetning 5. september varðandi tímabundið vinnsluleyfi til 6. mánaða.
Samþykkt að vísa málinu til kynningar í umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
2. Málefni leikskóla í landi Fögrubrekku og efndir á samningi.
Sveitarstjóri lagði fram drög að bréfi til Byggingarfélasins JBB. Fór yfir stöðu málsins og það sem varðar samninginn. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir við JBB byggingarfélag að staðið verði við áðurgerðan samning og samþykkir. Drögin að bréfinu samþykkt.
3. Lagt fram bréf frá foreldrum er varðar beiðni um leikskólavist og hvað líðurframkvæmdum við leikskólann að Krosslandi.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:42

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Daníel Ottesen
Dóra Líndal Hjartardóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Efni síðunnar