Fara í efni

Sveitarstjórn

50. fundur 12. ágúst 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.Oddviti bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár. Á fundinn mættu einnig Björgvin Helgason formaður skipulags- og byggingarnefndar og fór kynnti deiliskipulag Melahverfi II og önnur skipulagsatriði. Elisabet Benediktsdóttir og tók þátt í fundinum undir lið 8. Magnús vék af fundi kl. 20.25

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1)             49. fundur sveitarstjórnar haldinn 24. júní  2008. Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir helstu atriði fundargerðarinnar.  Fundargerðin framlögð.

2)             64. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 23. júlí 2008 ásamt afgreiðslum.

Mál no 1;  Aðalskipulag Hvalfjarðarstrandahrepps, breyting v. varnarsvæðis.  Mál nr. BH080065.  471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandahrepps vegna tillögu að nýju  deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit.Óskað er eftir því að tillagan  verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar sem afgreidd var á 29. fundi nefndarinnar þann 18.6.2008

Erindi Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi hf. dags. 1. júlí 2008. Það svæði sem áður var varnarsvæði skv. aðalskipulagi var um 48 ha. að flatarmáli. Vegna afstöðu nefndarinnar hefur það svæði sem nú er ráðgert að skilgreina sem iðnaðarsvæði, verið takmarkað við um 18 ha. að flatarmáli en annað land verður skilgreint sem landbúnaðarland.  Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags - og byggingarlaga og þar með staðfest sú landnotkun sem verið hefur á svæðinu undanfarna áratugi.

Arnheiður Hjörleifsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu um að erindinu verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags, þar sem hún telur að um verulega breytingu á landnotkun og starfsemi umrædds svæðis sé að ræða og margt sé enn óljóst í gögnunum. Með þvígætir sveitarstjórn samræmis í vinnubrögðum sínum og þá verði umrædd aðalskipulagsbreyting skoðuð heildrænt og í samræmi við þær áherslur og þau markmið sem sett verða í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Framsögumaður greiddi atkvæði með tillögunni aðrir greiddu atkvæði gegn.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 6 atkvæðum og 1 greiðir gegn tillögunni.

 

 

Mál no 2.          Digrilækur 1, nýtt deiliskipulag (00.0485.05)         Mál nr. BH080058    471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda  varðandi tillögu að nýju  deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit Óskað er eftir því að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar sem afgreidd var á 29. fundi nefndarinnar þann 18.6.2008. Erindi Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi hf. dags. 1. júlí 2008

Nefndin til  leggur við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum 1 á móti, Arnheiður Hjörleifsdóttir greiðir tillögunni ekki atkvæði og vísar í bókun sína við mál 1 og bendir jafnframt á efnisatriði í umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar um málið.

Mál no 3;Aðalskipulag Skilmannahrepps, breyting vegna Melahverfis. Mál nr. BH080043 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna deiliskipulags Melahverfis. Aukinn þéttleiki byggðar. Verslunar og þjónustukjarni verði við  innkomu í hverfið.  Lagt er til að breytingin verði auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Mál no 4. Melahverfi, deiliskipulag  Mál nr. BH070133. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Lokadrög  V.S.Ó að deiliskipulagi Melahverfis, uppdrættir og greinargerð. Lagt er til að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 Tillagan samþykkt  samhljóða.

Mál no 5.          Mál nr. BH080102. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Erindi Oddvita dags. 30. júní 2008, varðandi ósk íbúa um 30 km. hámarkshraða og hraðhindrun í Botnsdal.Nefndin leggur til að notuð verði 2-3 viðvörunarmerki  "gangandi vegfarendur" og nánari skýring um frístundahverfi. Jafnframt ákveður nefndin að taka til skoðunar merkingar þar sem aðstæður eru sambærilegar annars staðar í sveitarfélaginu.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Mál no 6.          Kúludalsá 133701, Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir malarnámu.  (00.0380.00).  Mál nr. BH080027. 020750-7319 Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá 1, 301 Akranes.Umsækjandi sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í malarnámu Kúludalsár. Úr námu sem hafin var efnistaka úr árið 1990. Með erindi er uppdráttur af námusvæðinu hnitsettur.Svæðið verður ekki stærra undir 2,5 ha. og efnistaka undir 50.000 rúmmetrum.Gjöld kr.:  44.600,-

Ása vék af fundi undir afgreiðslu erindisins. Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Mál no 7.          Belgsholt 133734, leyfi til þess að framleiða steinsteypu  (00.0160.00). Mál nr. BH080089. 210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes.  Erindi Haraldar Magnúsar varðandi heimild til þess að framleiða steinsteypu. Meðfylgjandi skýrsla Mannvits dags. 26.06.2008 og erindi Karsten Iversen dags. 7. júlí 2008. Gjöld kr.: 7.300,-

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að rekstrarleyfið  verði veitt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Mál no 8.Kirkjuból 134656, grjótnáma (00.0320.00).  Mál nr. BH080046.  231061-3719 Hallgrímur Þ Rögnvaldsson, Innra-Hólmi, 301 Akranes. 281065-4089, Sigurrós Sigurjónsdóttir, Innra-Hólmi, 301 Akranes.  Umsókn Hallgríms og Sigurrósar um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnámi úr grjótnámu í landi Kirkjubóls.Miðað er við að efnismagn verði innan við 49000 m3 og ekki stærra en 1,5 ha. Gjöld kr.: 44.600,-

Ása vék af fundi undir afgreiðslu erindisins. Nefndin leggur til að framkvæmdarleyfi verði veitt.

Fundargerðin samþykkt

Oddviti lagði til að lið 10.  um Eystra-Katanes verði frestað.  Samþykkt. Fundargerðin samþykkt samhljóða. Formaður skipulags- og bygginarnefndar mætti á fundinn og fór yfir deiliskipulagstillögu Melahverfi II sem og fundargerðina.

3)             22. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 10. júlí 2008. Minnt er á að sýning verður á mynd Egils Arnar Egilssonar um Sveinbjörn Beinteinsson að Hlöðum 13. ágúst nk. Kynning send á öll heimili í Hvalfjarðarsveit. Reiðnámskeið á Kúludalsá fyrir börn kynning send. Fundargerðin samþykkt.

4)             10. og 11. fundur atvinnumálanefndar Hvalfjarðarsveitar haldnir 23. janúar og 9. júní 2008.  Stefán fór yfir helstu atriði varðandi fundargerðirnar. Hann fór einnig yfir kortamál er varða gönguleiðir í Hvalfjarðarsveit. Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

5)             22. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu Heiðarskóla haldinn 11. júlí s.l.  Arnheiður fór yfir helstu atriðin. Hún fór einnig yfir kynningarfund sem haldinn var í Heiðarskóla með þeim sem eru áhugasamir um hönnun skólans.  Fundargerðin framlögð.

6)             29. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 7. ágúst s.l. Hlynur fór yfir helstu atriðin og ræddi uppsagnir og ráðningarmál við skólann. Endurráðning sérfræðinga rædd, sjálfsmat Heiðarskóla og athugasemdir frá Menntamálaráðuneytinu. Ræddi framkomnar athugasemdir um uppsagnir stuðningsfulltrúa og bréf starfsmanna. Mjög vel hefur gengið að ráða í kennarastöður.  Fundargerðin samþykkt samhljóða. Tillaga sveitarstjóra um fæðisgjöld nemenda var kynnt á fundinum. Tillaga sveitarstjóra um fæðisgjöld í  Heiðarskóla 2008 verði; 1-4 bekkur 4500 kr. mán. 5-7 bekkur 5750.- kr. mán.8-10 bekkur 6900.kr mán. samþykkt samhljóða.

 

Mál til afgreiðslu

 

7)             Endurskoðun reglna um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit. Tillaga sveitarstjóra eftir ábendingar að fyrir aftan málsgreinina í 3. grein bætist við; En notandi greiðir fyrir notkunina. Samþykkt samhljóða.

8)             Opnun útboða vegna skólaaksturs í Hvalfjarðarsveit, fundargerð frá Ríkiskaupum haldinn 10. júlí s.l.  Sigurður Sverrir Jónsson vék af fundi undir þessum lið en Elísabet Benediktsdóttir tók sæti hans á fundinum. Oddviti fór yfir framgang útboðsins og útboðsferla. Á grundvelli tillögu frá Ríkiskaupum lagði sveitarstjóri til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðendur en þeir eru;  Skagaverk, Reynir Jóhannsson og Sigurður Sverrir Jónsson. Sveitarstjóra verði falið að ganga frá að þeir fyrirvarar sem fram koma í gögnum Ríkiskaupa verði uppfylltir. Tillagan samþykkt samhljóða.

9)             Tilboð vegna frágangs á stjórnsýsluhúsi utanhúss og verksamningur.  Upplýsingar um framgang mála.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við málsaðila vegna gjaldþrots Mest.  25% af gluggakostnaði hafði verið fyrirframgreitt til Mest án þess að gluggarnir væru afgreiddir.  Pacta lögmönnum falið að sjá um kröfu Hvalfjarðarsveitar í þrotabú Mest.     Tillaga um að ganga til samninga við P.J. byggingar á grundvelli áðurgengins útboðs samþykkt með fimm atkvæðum en Magnús Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá við afgreiðsluna.  Stefán fór yfir tilboð frá Makron vegna þakdúks á Stjórnsýsuhúsið.  Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum en Magnús Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá við afgreiðsluna.  

10)         Tillaga atvinnumálanefndar frá 10. fundi um verndun svæðis við Glym, sjá fundargerð 10. fundar. Sveitarstjórn fagnar áhuga atvinnumálanefndar á ferðamálum og fleiru í sveitarfélaginu. Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga til viðræðna við landeigendur í Botnsdal vegna framkominna hugmynda  á svæðinu. Tillagan samþykkt samhljóða.

11)         Erindi framkvæmdarnefndar um byggingu Heiðarskóla frá 22. fundi um val í dómnefnd, sjá fundargerð 22. fundar. Tillaga  oddvita um að valnefndin verði framkvæmdanefnd um byggingu Heiðarskóla. Valnefndin fari yfir tilboðin og geri tillögu til sveitarstjórnar um hönnunarhóp. Í nefndinni verða; Arnheiður Hjörleifsdóttir, Magnús Hannesson, Haraldur Magnússon, Daníel Ottesen og Ása Hólmarsdóttir.Með nefndinni starfi Þorbergur Karlsson ráðgjafi frá VSÓ og aðrir þeir sem nefndin kallar til. Tillagan samþykkt samhljóða.

12)         Fjallskil og réttir. Tillaga um að  fyrri Svarthamarsrétt verði 14. september kl. 10,  fyrri Núparétt verði 14. september kl. 13, fyrri Fellsaxlarrétt 14. september  kl. 10.00 og fyrri Reynisrétt 13. september að smölun lokinni.  Seinni réttir  Svarthamarsrétt 28. september að smölun lokinni,  Núparétt 27. september að smölun lokinni og Reynisrétt 27. september að smölun lokinni. Fellsaxlarrétt 27.september að lokinni smölun. Vísað er í fjallskilareglugerð.  Leitarstjórar og réttarstjórar þeir sömu og áður. Nánar auglýst síðar.  Tillagan samþykkt samhljóða.

13)         Afstaða sveitarstjórnar vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Hafnar II. Tillaga;

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur að skipulagstillagan taki fullt tillit til sérstöðu náttúrulegs birkiskógar og tekur undir með Skógrækt ríkisins um mótvægisaðgerðir. Í skipulagsskilmálum er gróður sem planta má skilgreindur og tekið tillit til sérstöðu svæðisins með þeim hætti. Afmörkun hvers húseigenda er takmörkuð og þannig er svæðið opið sem heild. Tillagan samþykkt samhljóða.

14)         Málefni olíubirgðastöðvar Skeljungs í Hvalfirði.  Tillaga að starfsleyfi og nýju nafni á höfn. Nafngiftir eru í höndum skipulags- og byggingarnefndar. Tillaga um Miðssandshöfn samþykkt.  Umsókn um starfsleyfi vísað til umhverfisnefndar til umsagnar.

15)         Umferðaröryggi, merkingar og úrræði við Lækjarmel, Melahverfi. Erindi frá Bylgju Mist Gunnarsdóttur dags. 4. ágúst s.l. Sveitarstjórn tekur undir um að fjölga skiltum um börn að leik og koma þeim í þéttbýliskjarna. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætluna. Erindinu vísað til skipuglags- og byggingarfulltrúa til úrvinnslu og kostnaðargreiningar.

16)         Erindi varðandi fasteignagjöld í Hvalfjarðarsveit, frá aðalbókara Hvalfjarðarsveitar dags.27. júní                                                                                                             A) Frá K F U M.  Samþykkt að fela sveitarstjóra skoða og  afgreiða málið í samræmi við fyrri úrskurð Yfirfasteignamatsnefndar.                                                                                                        B) frá Jóhanni Þórðarsyni dags.2. júlí s.l. Með vísan til 6. gr. reglna um afslátt af fasteignaskatti samþykkir sveitarstjórn að fella niður sorphirðugjaldið.

17)         Málefni Hagamels 7, bréf frá Steingrími Þormóðssyni lögfræðingi dags. 9. júlí s.l. Bréfið lagt fram.

18)         Beiðni um styrk vegna vinnu við endurútgáfu Sögukorts Vesturlands, erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar dags.26. júní s.l. Beiðni um styrk er hafnað á grundvelli þess að unnið er að gerð gönguleiðakorts.

19)         Beiðni um styrk vegna þýðingar á ráðleggingaforriti vegna hegðunarvandamála barna og unglinga, erindi frá  sálfræðingi og dósent og nemum við sálfræðideild HÍ. Sveitarstjórn telur eigi unnt að verða við erindinu.

20)         Beiðni um styrk vegna Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, erindi frá Vitanum verkefnastofu móttekið 24. júní s.l. Sveitarstjórn telur eigi unnt að verða við erindinu.

 

Mál til kynningar

 

21)         Samþykkt um stjórn og fundarsköp og nýtt skipurit fyrir Hvalfjarðarsveit.   Stefán Ármannsson, Magnús Hannesson ásamt sveitarstjóra fóru yfir hugmyndir um breytingar.  Tillögur um breytingar á nefndaskipan ræddar. Sveitarstjóri fór yfir nýtt skipurit. Samþykkt að tillögur verði lagðar fyrir næsta sveitarstjórnarfund til afgreiðslu.

22)         Starfsmannamál. Sveitarstjóri fór yfir starfsmannamál og þær athugasemdir sem komið hafa vegna uppsagna stuðningsfulltrúa. Tillaga um TV einingar við skólana 2008. Tillagan er samþykkt samhljóða.

23)         Sala fasteigna, minnisblað frá sveitarstjóra afhent á fundi. Minnisblað lagt fram.

24)         Kynning sveitarstjóra á viðræðum við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar vegna byggðarsafnsins á Görðum og skipulagskrá byggðarsafnsins.  Málefni safnsins rædd og aðkoma Hvalfjarðarsveitar að safninu.

25)         Bréf Pacta málflutnings og rágjafar til Umhverfisráðuneytis vegna samþykktar um embættisafgreiðslur byggingafulltrúa í Hvalfjarðarsveit dags. 5. ágúst s.l. Umhverfisráðuneytið hefur ekki enn staðfest embættisafgreiðslur byggingafulltrúa. Um er að ræða orðrétt samskonar reglur og gilda í flestum sveitarfélögum.  Sveitarstjórn ítrekar beiðni til ráðuneytisins um að staðfesta reglurnar þar sem um sama texta er að ræða og í öðrum sveitarfélögum.

26)         Íbúafundur um málefni Hlíðarbæjar, minnisblað frá sveitarstjóra dags. 25. júní s.l. Lagt fram. Oddviti lagði fram hugmyndir frá Alta um frágang á leiksvæðinu. Vísað til kynningar og frekari vinnslu.

27)         Drög að þjónustu Strætó Vesturlands, minnisblað VSÓ ráðgjafar frá 13. maí s.l.  Efni fundar frá 11. ágúst lagt fram. Sveitarstjóra falið að vinna áfram með Strætó varðandi almenningssamgöngur.

28)       Lánasjóður sveitarfélaga, hlutur Hvalfjarðarsveitar í endurgreiðslu dags. 8. júlí s.l.  Lagt fram.

29)         Yfirlit yfir stöðu mála í samstarfsverkefni um þjóðlendumál frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dags. 30. júní s.l. Lagt fram.

30)         Þakkir fyrir veittan stuðning við gerð kynningarmyndar um Vesturlands frá All senses group frá júlí s.l.  Mynddiskurinn “Upplifðu allt Vesturland” liggur á skrifstofu. Lagt fram.

31)         Málefni Stjörnugrís ehf., erindi frá Lex lögmannsstofu. dags. 25. júlí s.l. Lagt fram.

32)         Erindi frá Lex lögmannsstofu um breytingar á samkeppnislögum og boð um fræðslu vegna þeirra . Erindi sent á fyrrum hreppa í Hvalfjarðarsveit. dags. 13. júní s.l. Lagt fram

33)         Styrktarsjóður EBÍ, tilkynning um úthlutun úr sjóðnum dag.6. júní s.l. Erindinu vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar,  fræðslu- og skólanefndar og æskulýðs- og menningarmálanefndar og hvatt til að sækja um styrk í sjóðinn.

Aðrar fundargerðir

34)         4. og 5. fundur stjórnar Akranesstofu haldnir 4. júlí og 5. ágúst s.l.  Fundargerðir á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is. Lögð fram.

35)         33. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 26. júní s.l. lögð fram.

36)         755. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27. júní s.l. áður send rafrænt. Lögð fram.

37)         23. fundur Sorpurðunar Vesturlands haldinn 23. júní s.l.  Fundargerð á vef SSV www.ssv.is . Lögð fram.

38)         63. fundur stjórnar SSV haldinn 9. júní s.l.  Fundargerð á vef SSV www.ssv.is Lögð fram. Málefni SSV rædd sem og stjórnarseta og minnt á aðalfund 18. september n.k.

 

Önnur mál.

 

39)         Oddviti lagði fram upplýsingar um skipulagstillögu að nýjum Hvalfjarðargöngum.

Efni síðunnar