Fara í efni

Sveitarstjórn

48. fundur 10. júní 2008 kl. 13:00 - 15:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson,

Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigurður Sverrir Jónsson,

Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Undir 10. lið kom Ása Hólmarsdóttir og tók þátt í afgreiðslum á þessum lið. Björgvin Helgason sat fundinn undir fundargerðurm skipulags- og byggingarnefndar.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 46. og 47 fundur sveitarstjórnar haldnir 13. maí og 3. júní 2008. Oddviti fór yfir

fundargerðirnar.

2) 59., 60., 61. og 62. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldnir 21. maí, 28. maí, 2. júní og 4. júní 2008 ásamt afgreiðslum. Á fundinn mætti Björgvin Helgason formaður skipulags- og bygginarnefndar og kynnti aðalskipulags-vinnuna og stöðu verkefnisins. Fór yfir athugasemdir er borist hafa frá íbúum og/eða landeigendenda.Hugmynd um samráðsfund með skipulags- og bygginarnefnd og sveitarstjórn rædd. 59. fundargerð samþykkt samhljóða. 60. fundargerð samþykkt samhljóða. 61. fundargerð

samþykkt samhljóða. 62. fundargerð samþykkt samhljóða.

 Frá fundi 21. maí liður 8.

Melahverfi, deiliskipulag Mál nr. BH070133 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes Næstu skref, vegna deiliskipulags Melahverfis. Ákveðið er að stækka verslunar- og þjónustusvæði við aðkomu að Melahverfi og láta það vera beggja megin aðkomuvegar. Deiliskipulagsdrögin fari í kynningu sem fyrst.

Samþykkt af sveitarstjórn.

 Frá fundi 4. júní, liður 10.

Brekka 133161, breyting á deiliskipulagi. Mál nr. BH08005560506-1470 Brekkmann ehf, Brekku 1, 301 Akranes. Erindi Landlína fh. Brekkmanns ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Brekku Hvalfjarðarsveit. Óskað er eftir því að breytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Lagt er til að breytingin verði auglýst skv. 2. mgr. 26. gr. skiplags og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt af sveitarstjórn.

 Frá fundi 4. júní, liður 11.

Deiliskipulag Höfn II, breyting á deiliskipulagi. Mál nr. BH070072, 190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes. Tillaga Páls

Björgvinssonar arkitekts hjá Teiknistofu Vesturlands fh. landeigenda, að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Hafnar II. Tillagan gerir ráð fyrir að húsum verði fjölgað um 68 hús á svæðinu sem gefur nýtingu 1,96 pr. ha. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Lagt er til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt. Samþykkt af sveitarstjórn.

 Frá fundi 4. júní, liður 12.

Deiliskipulags Belgsholt, Skógarás. Mál nr. BH080014. 210753-2579 Haraldur

Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes. Erindi Haraldar varðandi tillögu Ólafs Guðmundssonar að deiliskipulagi blandaðrar íbúða- og

frístundahúsabyggðar og staðsetningu vindaflsstöðvar í landi Belgsholts lögð fram. Tillagan gerir ráð fyrir 2 íbúðarhúsalóðum og 3 sumarhúsalóðum. Meðfylgjandi umsögn Fornleifavernd ríkisins dags. 10. september 2007. Bréf Vegagerðarinnar dags. 11. febrúar 2008. Samningur við Stjörnugrís um staðsetningu á brunahana vegna slökkvivatns dags.6. febrúar 2008. Ennfremur umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 10 mars 2008. Tillagan var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlagar nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Lagt er til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt. Samþykkt af sveitarstjórn

 Frá fundi 4. júní liður 13.

Vatnaskógur, Lindarrj 133498, deiliskipulag. Mál nr. BH080024. 521182-0169 Skógarmenn KFUM, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts hjá Arkform fh. Skógarmanna KFUM varðandi tillögu að deiliskipulagi Vatnaskógar. Tillagan var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlagar nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Lagt er til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt. Samþykkt af sveitarstjórn.

3) 25. og 26. fundur félagsmálanefndar haldnir 21. apríl og 28. maí 2008. Rætt um mál í fundargerðunum. Sveitarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu; “Lagt er til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að Bylgju Hafþórsdóttur og Ívari Gestsyni verði veittur styrkur að upphæð kr. 600.000. Greinargerð; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er kunnugt um erfiðleika þeirra í húsnæðismálum og er styrkveitingin til að koma til

móts við erfiðleika þá sem upp hafa komið vegna þessa.” Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar

framlagðar.

4) 21. fundur framkvæmdarnefndar um Heiðarskóla haldinn 6. júní 2008, fundargerð send rafrænt. Arnheiður fór yfir framkvæmdaleiðir og ræddi hugmyndir um ráðningu hönnuða. Tillaga um að velja hæfnisvalsleið við ráðgjafa samþykkt. “Framkvæmdanefnd Heiðarskóla mælir með því við sveitarstjórn að hún velji hæfnisval sem framkvæmdaleið við uppbyggingu í Heiðarskóla, og að strax verði hafist handa við undirbúning þess í samstarfi við Þorberg Karlsson, verkefnisstjóra. Greinargerð; Hæfnisval felur m.a. í sér að forvalsgögn eru útbúin á grundvelli þess sem ákveðið er á upphafsskeiði. Í forvalsgögnum koma m.a. fram helstu upplýsingar um verkefnið og kröfur til umsækjenda. Þátttakendur í forvali skila inn umsóknum og út frá þeim er hæfasti umsækjandinn valinn, m.t.t. forsenda í forvalsgögnum. Til nánari glöggvunar á þessari framkvæmdaleið bendir framkvæmdanefnd á Verkefnislýsingu VSÓ ráðgjafar um endurbætur á skólahúsnæði Heiðarskóla, sem gefin var út í febrúar sl. Hugmyndir framkvæmdanefndar ganga út á það að halda sem flestum möguleikum opnum í tengslum við þær tillögur sem úr ferlinu kunna að koma, en til grundvallar leggur nefndin til að miðað sé við 130 barna skóla.”

Fundargerðin samþykkt samhljóða

5) 17., 18. og 19. fundur undirbúningshóps að byggingu stjórnsýsluhúss í

Hvalfjarðarsveit haldnir 30. janúar, 14. mars og 5. júní 2008. Oddviti leitaði afbrigða með tilvísun í 20. grein um fundarsköp Hvalfjarðarsveitar og óskaði eftir að taka 16.

fundargerð frá 10. janúar á dagskrá. Tillagan samþykkt. Fundargerð 16. fundar samþykkt með fimm greiddum atkvæðum tveir sitja hjá, Magnús I. Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson. Fundargerð 17, fundar samþykkt með 4 greiddum atkvæðum, Magnús I. Hannesson, Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá. Stefán Ármannsson tekur ekki þátt í afgreiðslunni. Fundargerð 18. fundar samþykkt með fimm atkvæðum Magnús I. Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson situr hjá. Fundargerð 19. fundar Stefán fór yfir málið og kynnti hugmyndir varðandi lokafrágang stjórnsýsluhúss. Fimm aðilar sem sýndu áhuga. Einungis eitt fullnægjandi tilboð barst. Tilboðinu hafnað eins og fram kemur í fundargerðinni.

Fundargerðin samþykkt með 4 atkvæðum Magnús I. Hannesson, Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá. Stefán Ármannsson tekur ekki þátt í afgreiðslunni.

6) 3. verkfundur v. byggingu stjórnsýsluhúss haldinn 20. maí 2008. fundargerðin framlögð.

 

Mál til afgreiðslu.

7) Kosning oddvita, tillaga kom fram um skriflega atkvæðagreiðslu, samþykkt. Hallfreður Vilhjálmsson fékk fjögur atkvæði, þrír skila auðu. Kosning varaoddvita tillaga um skriflega atkvæðagreiðslu samþykkt . Hlynur Sigurbjörnsson fékk fjögur atkvæði en þrír skila auðu. Kosning ritara sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar Arnheiði Hjöleifsdóttur fékk sex atkvæði en Hlynur fær eitt atkvæði og tillaga um Hlyn Sigurbjörnsson sem vararitara samþykkt samhljóða. Samþykkt tillaga liggur fyrir um

að Hvalfjarðarsveit verði ein kjördeild. Tillaga um kjörstjórn; formaður Jón Haukur Hauksson, aðrir Helga Stefanía Magnúsdóttir og Jóna Kristinsdóttir, varamenn Ásgeir Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir og Dóra Líndal Hjartadóttir samþykkt.

8) Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar árið 2007 seinni umræða. Til máls tóku Hallfreður og Laufey. Á fundinum lagði sveitarstjóri fram svör við fyrirspurnum frá Ásu Helgadóttur og frá Magnúsi Hannessyni er varða ársreikninginn. Rekstrartekjur Hvalfjarðarsveitar námu 415,8 milj. Skv. rekstrarreikningi fyrir A hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 372 milj. Munar það mestu um aukið framlag Jöfnunarsjóðs miðað við fjárhagsáætlun. Heildarskuldir Hvalfjarðarsveitar nema 60,9 millj. án lífeyrissjóðsskuldbindinga. Heildargjöld eru 404,3 milj en rekstrarafkoma Hvalfjarðarsveitar er jákvæð um 79,5 milj. Laun og launatengd gjöld

eru 189,2 millj og voru ársverk 46 hjá sveitarfélaginu. Tillaga um að samþykkja ársreiknings samþykkt samhljóða. (Nokkrar lykiltölur má finna á neðsta skjali með þessari fundargerð)

9) Rekstraryfirlit janúar – apríl 2008. Sveitarstjóri fór yfir helstu tölur, tekjur virðast vera á áætlun sem og gjöld og ekkert sem bendir til annars en að rekstur Hvalfjarðarsveitar sé á áætlun. Lagt fram

10) Sala eigna sveitarfélagsins, tillaga sveitarstjóra dags.10. júní. Tilboð í Hagamel 2, nýtt tilboð. Farið yfir tilboðið. Sveitarstjóri leggur til að tilboðinu verði tekið. Sveitarstjórn gerir tilboð um að milligreiðslur verði 2, 8 m. Sveitarstjóra falið að ljúka málinu fyrir hönd sveitarstjórnar Hlynur Sigurbjörnsson vék sæti undir þessum lið en Ása Hólmarsdóttir sat fundinn undir þessum lið. Oddviti lagði til að svæðið sem nefnt er Staðarhöfði – Bolastykki verði undirbúið til sölumeðferðar. Landsspilda sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar sem er í landi Fögrubrekku verði einnig komið í sölumeðferð. Sveitarstjóra falið að ræða við nágrannalandeigendur

og undirbúa málið. Oddviti kynnti hugmyndir að sölu á hluta af Stóru-Fellsöxl og að koma húsinu Fannarhlíð ásamt landi í sölumeðferð. Rætt um sölu á námu og landsvæði Erindi frá Guðjóni Guðmundssyni varðandi skógræktarsvæði og viðbótarræktunarsvæði. Lagt til að taka svæðið við Stóru - Fellsöxl og Fannarhlíð til sölumeðferðar. Ekki er um að ræða sölu á skógræktarsvæðinu. Samningum sem eru um landnot á svæðinu verði sagt upp. Sveitarstjóra falið að undirbúa málið. Oddviti leitaði afbrigða að taka inn 10. lið strax á dagskrá undir liðnum mál til

afgreiðslu, tillagan samþykkt samhljóða.

11) Tillaga um afskriftir krafna frá aðalbókara Hvalfjarðarsveitar dags. 27. maí. Tillagan samþykkt samhljóða.

12) Ósk um aukafjárveitingu til Heiðarskóla, tillaga sveitarstjóra um 758.000 kr vegna bóns dags. 23. maí. Tillagan samþykkt samhljóða og fjármögnun vísað í endurskoðun fjárhagsáætlunar.

13) Ástand biðskýlis og pípuhliða í Hvalfjarðarsveit, erindi byggingafulltrúa dags. 18. maí. Tillagan samþykkt samhljóða. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

14) Undirritaður húsaleigusamningur við Stéttarfélag Vesturland um skrifstofu herbergi í nýju stjórnsýsluhúsi. Samningurinn samþykktur samhljóða.

15) Strætó Vesturlands, drög að verkefnistökum, erindi frá VSÓ ráðgjöf dags.17. maí. Lagt fram til kynningar.

16) Beiðni um umsögn vegna reksturs veitingastaðar frá Sýslumanni í Borgarnesi dags. 20. maí. Afgreiðsla byggingafulltrúa liggur fyrir, Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

17) Stjórn Akranesstofu, ósk frá Akraneskaupstað um tilnefningu fulltrúa

Hvalfjarðarsveitar í stjórnina dags. 29. maí. Tillaga um að Arnheiður Hjörleifsdóttir verði aðalmaður og Daníel Ottesen varamaður samþykkt samhljóða. Ítrekuð fyrri afstaða Hvalfjarðarsveitar að ekki komi til aukakostnaðarauka.

18) Tilkynning um afgreiðslu Akraneskaupstaðar um málefni Höfða dagsett 30. maí. Erindið samþykkt og fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gagnrýnir að Akraneskaupsstaður upplýsi ekki fyrirfram um um slíkar ákvarðanir skriflega áður en til framkvæmda kemur.

19) Tillaga til umsagnar frá Samgöngunefnd Alþingis dags. 28. maí. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ítrekar fyrri bókun frá skipulags- og bygginganefnd frá 7. maí, og bókun sveitarstjórnar frá 13. maí. svohljóðandi “ Sveitastjórn gerir ekki athugasemd við frumvarpið”.

20) Sumarleyfi, sveitarstjóri og oddviti leggja til að sumarleyfi sveitarstjórnar verði í júlímánuði og að næsti fundur verði 12. ágúst. Tillagan samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Magnús situr hjá. Lagt til að skrifstofur Hvalfjarðarsveitar verði lokaðar 28. júlí – 5. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Mál til kynningar.

21) Sameignarfélagssamningur fyrir Faxaflóahafnir sf. undirritaður 30. maí s.l. Samningurinn framlagður.

22) Dagur barnsins að Bjarteyjarsandi 16.maí s.l., samantekt frá Kolbrúnu Eiríksdóttur og Arnheiði Hjörleifsdóttur. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar færir ábúendum á Bjarteyjarsandi þakkir frábært framtak þeirra á degi barnsins sem haldinn var í

fyrsta sinn hér á landi í ár.

23) Ungt fólk 2007 – Framhaldsskólar, helstu niðurstöður, erindi og skýrsla frá Menntamálaráðuneyti dags.13. maí. Skýrsla liggur frammi á skrifstofu.

24) Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 2. júní. Lagt fram.

25) Þakkir fyrir veittan stuðning frá Snorrastofu dags. 6. maí ásamt skýrslu um Noregsferð, skýrsla liggur frammi á skrifstofu. Lagt fram.

26) Kynning á starfsemi Dansk- íslenska félagsins móttekið 22. maí. Lagt fram

27) Tillaga að framkvæmdaráætlun til 2010 frá Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala dags. 3. júní. Málið þegar sent til félagsmálanefndar.

28) Tilkynning um Menntaþing 12.september n.k. frá Menntamálaráðuneyti dags. 3. júní, þegar send skólanefnd og skólastjórnendum til kynningar.

 

Aðrar fundargerðir

29) 51. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 13. maí 2008. Ársskýrsla Faxaflóahafna fyrir árið 2007 liggur frammi á skrifstofu einnig lögð fram á fundi. Fundargerðin framlögð.

30) 128. fundur stjórnar Spalar ehf. haldinn 10. janúar 2008. Fundargerðin framlögð.

31) 32. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 2. júní 2008. Fundargerðin framlögð.

32) 754. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 23. maí 2008, áður sendur rafrænt. Fundargerðin framlögð.

33) 5. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands árið 2008, fundargerð aðgengileg á www.ssv.is . Fundargerðin framlögð.

Önnur mál.

A. Bréf frá STJÁ, starfsmannafélagi Ísl. Járnblendifél. Leyfi fyrir varðeld í landi Þórisstaða alla laugardaga í sumar, sá fyrsti 14. júní nk. Umsögn sveitarstjórnar er að gera ekki athugasemd svo fremi sem öllum öðrum skilyrðum sé fullnægt. Hlynur Sigurbjörnsson tekur ekki þátt í afgreiðslunni

B. Erindi er varða öryggisúttekt fyrir leikvelli Hvalfjarðarsveitar frá BSÍ

C. og fyrir sundlaugar í eigu Hvalfjarðarsveitar frá Forvarnarhúsi. Sveitarstjóra falið

að kanna þetta nánar.

D. Ábendinga um mótorcross akstur í Melahverfi. Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar.

E. Bréf frá Dvalarheimilinu Höfða er varðar stækkun á þjónusturými og fleiri rými. Íbúðalánasjóður lánar 90% af framkvæmdinni. Lánsábyrgðarhlutur Hvalfjarðarsveitar er 10%. Lánsábyrgðin samþykkt.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:55

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

 

Efni síðunnar