Fara í efni

Sveitarstjórn

40. fundur 05. febrúar 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson, Sigurður Sverrir Jónsson og Stefán G. Ármannsson. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sat einnig fundinn og reit fundargerð.

Oddviti setti fundinn, bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.


Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1)
Sveitarstjóri fór yfir fundargerð 38. og 39. fundar sem haldnir voru 10. janúar og 31. janúar. Í yfirferð hans yfir 38. fundargerð kom fram að H-listinn er búinn að velja Bjarna Jónsson á Ásfelli sem aðalmann í fræðslu- og skólanefnd eftir að einn maður hafði sagt sig úr nefndinni. H-listinn kynnti enn fremur þá breytingu á fulltrúa sínum í félagsmálanefnd að Hannessína Ásgeirsdóttir á Litla-Mel yrði aðalmaður en Dóra Líndal Hjartardóttir í Vestri-Leirárgörðum varamaður.
2)
52. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 23. janúar. Sverrir spurðist fyrir um hver bæri kostnað við breytingar á aðalskipulagi. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um málið. Varðandi 4. lið var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga um fyrirhugað umhverfismat vegna námu í Stóru-Fellsöxl, kostnað við það og fyrirkomulag. Stefán sat hjá við afgreiðslu á 3. lið. Fundargerð samþykkt.
3)
2. fundur vinnuhóps um eldri vatnsveitur í Hvalfjarðarsveit. Fundur haldinn 23. janúar.
4)
14. fundur framkvæmdanefndar um Heiðarskóla haldinn 16. janúar
5)
Frumvarp til laga um samgönguáætlun. Óskað umsagnar Hvalfjarðarsveitar. Erindi frá samgöngunefnd Alþingis. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
6)
Samráðsfundur launanefndar sveitarfélaga með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi 11. febrúar. Erindi frá SSV. Mælt með að sveitarstjóri og aðalbókari fari á þennan fund.
7)
Styrkbeiðni frá Félagi nýrra Íslendinga, Vesturlandsdeild. Verður afgreitt af styrklið gildandi fjárhagsáætlunar.
8)
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Samþykkt.
9)
Erindisbréf fyrir skólanefnd tónlistarskólans á Akranesi. Óskað tilnefningar Hvalfjarðarsveitar á fulltrúa í skólanefnd tónlistarskóla Akranesskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Hallfreður stakk upp á Hlyni M. Sigurbjörnssyni sem aðalmanni. Samþykkt. Ása stakk upp á Dóru Líndal Hjartardóttur sem varamanni. Samþykkt.
10)
Ferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands í maí 2008. Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Samþykkt að senda Ásu Helgadóttur, 2 sátu hjá.
11)
Internetþjónusta Emax í Svínadal. Fyrirspurn frá Sigríði Kristínu Rafnsdóttur. Samþykkt að verða við erindinu.
12)
Styrkbeiðni frá Hótel Glym vegna verkefnisins “Fóður og fjör” Erindinu hafnað, einn sat hjá.


Mál til kynningar
13)
Svar umboðsmanns alþingis sem hafnar að taka kvörtun Hvalfjarðarsveitar vegna sölu á olíubirgðastöð NATO í Hvalfirði til athugunar. Þetta mál var rætt samhliða lið nr. 14 og 15 á dagskránni. Samþykkt að halda vinnu við málið áfram.
14)
Fyrrverandi olíubirgðastöð NATO og önnur mannvirki í landi Miðsands í Hvalfjarðarsveit. Erindi frá Fasteignamati ríkisins.
15)
Minnispunktar um fund fulltrúa Hvalfjarðarsveitar 29. janúar með fulltrúum Sambands ísl. sveitarfélaga um mál nr. 13 og 14 hér að ofan.
16)
Skýrsla æskulýðsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar um starf sitt á árinu 2007.
17)
Ráðstefna um Staðardagskrá 21 haldin í Hveragerði 8-9. febrúar. Erindi frá landsskrifstofu Staðardagskrár í Borgarnesi.
18)
Ólafsvíkuryfirlýsingin. Erindi frá landsskrifstofu Staðardagskrár í Borgarnesi. Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar mun undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna í Hveragerði.
19)
Samþykkt um hundahald í Hvalfjarðarsveit. Staðfesting umhverfisráðuneytis.
20)
Rotþróahreinsun í Hvalfjarðarsveit árið 2007. Skýrsla Hreinsitækni ehf sem annaðist verkið.
21)
Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) varðandi samgöngumál og afnám notendagjalda í Hvalfjarðargöng
22)
Endurbætur á Leirársveitarvegi nr. 504, kynning. Erindi frá Vegagerðinni. Lagt var fram kort frá Vegagerðinni af svæðinu. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um hvenær af útboði verði.
23)
Leikskóli á Krossi. Útboð eininga, niðurstöður tilboða. Erindi frá JB-byggingafélagi.
24)
Lagfæring á reiðvegi við Kúludalsá. Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur. Samþykkt að þiggja kynningu á starfsemi hennar á Kúludalsá.
Aðrar fundargerðir
25)
Minnispunktar um fund fulltrúa Hvalfjarðarsveitar með fulltrúum Skeljungs 23. janúar vegna kaupa Skeljungs á fyrrverandi olíubirgðastöð NATO í Hvalfirði og fyrirliggjandi óska Skeljungs um ákveðna landnýtingu þar.
26)
Stjórnarfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar s/f haldinn 18. janúar. Undir þessum lið var m.a. rætt um nýlegan reikning frá Hitaveitufélaginu vegna mikillar heitavatnsnotkunar að Hlöðum.
27)
47. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 15. janúar
28)
74. og 75. fundir heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn 31. október og 10. desember
29)
Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) haldinn 10. desember
30)
Samráðsfundur nýsameinaðra sveitarfélaga haldinn 21. nóvember
31)
Samráðsfundur stjórnenda Hvalfjarðarsveitar og skólastjórnenda Heiðarskóla haldinn 14. janúar
32)
Fundur 14. janúar með Róberti Trausta Árnasyni um framtíðarmöguleika Grundartangahafnar sem umskipunarhafnar fyrir flutninga frá Kanada til meginlands Evrópu.
33)
Stjórnarfundur Byggðasafnsins að Görðum haldinn 17. desember
34)
Fundur fulltrúa Hvalfjarðarsveitar með fulltrúum Náttúrustofu Vesturlands 24. janúar
35)
Stofnfundur þekkingarklasa Vesturlands 24. janúar. Minnispunktar.
36)
7. og 8. fundir vinnunefndar Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um vatnsveitu að Melahverfi og Grundartanga haldnir 22. janúar og 28. janúar. Hallfreður skýrði stöðu mála en meðal annars þarf að semja við landeigendur, ákveða væntanlega lagnaleið og stofna félag um málið. Oddvita veitt umboð til að þróa málið áfram f.h. Hvalfjarðarsveitar. Magnús sat hjá vegna tengsla við málið.
Önnur mál (ef einhver eru)
37)


Í fundarlok voru rædd fundarsköp og vinnubrögð sveitarstjórnar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti Sigurður Sverrir Jónss.
Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti Stefán G. Ármannsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir Einar Örn Thorlacius
sveitarstjóri
Ása Helgadóttir
Magnús I. Hannesson

Efni síðunnar