Fara í efni

Sveitarstjórn

38. fundur 10. janúar 2008 kl. 16:30 - 18:30

Mættir allir aðalmenn auk sveitarstjóra er reit fundargerð

Oddviti setti fundinn, bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár. Þetta gerðist:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1)
Sveitarstjóri fór yfir fundargerð 37. fundar sem haldinn var 19. desember.
2)
24. og 25. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldnir 10. desember og 3. janúar. Fundargerð 25. fundar fylgja gögn vegna fjárhagsáætlunar.o.fl. Arnheiður fór yfir fundargerðirnar. Í fundargerð 24. fundar er bent á að fulltrúar sveitarfélagsins fengu ekki vitneskju um bilun í reykhreinsivirki Norðuráls sem varð óvirkt fyrr en rúmu ári eftir að óhappið átti sér stað. Nefndin kallar einnig eftir því hvernig sveitarstjórn ætlar að bregðast við niðurstöðum umhverfisvöktunar vegna Norðuráls fyrir rekstrarárið 2006. Um er að ræða aukningu í flúormengun á milli ára sem gæti átt sér ýmsar skýringar. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur umhverfis- og náttúruverndarnefndar og felur nefndinni að móta tillögur á þessu sviði. Fundargerð 24. fundar samþykkt. Í 25. fundargerð eru m.a. fjárhagsáætlunartillögur sem fjallað verður um síðar á fundinum. Enn fremur lá fyrir fundinum yfirlit yfir sorpreikninga og samninga 2007 unnið af formanni nefndarinnar og var það rætt. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
3)
12. og 13. fundur framkvæmdanefndar um nýjan Heiðarskóla haldnir 7. og 18. desember. Fundargerðir lagðar fram.
4)
23. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 3. janúar. Einn nefndarmaður hefur sagt sig úr nefndinni. H-listinn þarf að skipa aðalmann í hans stað. Fjárhagsáætlunarliðir afgreiddir síðar á fundinum.
5)
18. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 2. janúar. Fundargerð lögð fram.

6)
12.. 13., 14., og 15. fundur undirbúningshóps um byggingu stjórnsýsluhúss. Fundirnir voru haldnir 29. október, 15. nóvember, 11. desember og 17. desember. Stefán fór yfir fundargerðirnar. Í 14. fundargerð kemur fram að nefndin leggur til að sökklar verði lengdir til frekari styrkingar á gólfplötu. Samþykkt. Upplýst var að sökklar hússins yrðu væntanlega reistir í næstu viku. Fundargerðir samþykktar.
7)
9. fundur atvinnumálanefndar haldinn 7. janúar. Fjárhagsáætlunartillögur teknar fyrir síðar á fundinum.
Mál til afgreiðslu
8)
Styrkbeiðni frá kór Saurbæjarprestakalls. Tekin fyrir síðar á fundinum.
9)
Frumvörp til nýrra grunnskólalaga, leikskólalaga og framhaldsskólalaga og einnig frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Erindi frá Alþingi sem óskar umsagnar sveitarstjórnar um frumvörpin fjögur. Formanni fræðslu- og skólanefndar falið í samráði við sveitarstjóra að svara erindinu á jákvæðan hátt.
10)
Lánveiting til Sorpurðunar Vesturlands h/f frá Lánasjóði sveitarfélaga. Óskað samþykkis Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt.
11)
Tilraunastöð með vindmyllu í landi Belgsholts. Styrkbeiðni frá Haraldi Magnússyni. Sveitarstjórn fagnar þessu framtaki en treystir sér ekki til að styrkja málið svo stöddu. Málinu vísað til atvinnumálanefndar.
12)
Breyting á deiliskipulagi. Úthlaup til sjávar frá svínabúinu á Melum (mál nr. 133788). Afgreiðslu var frestað á 35. fundi og aftur á 37. fundi. Minnispunktar sveitarstjóra og fleiri gögn voru kynnt undir þessum lið. Greint var frá fundi sem haldinn var um þetta mál 4. janúar með fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Verkfræðistofunni Vatnaskilum, svínabúinu á Melum, formanni skipulags- og byggingarnefndar og nokkrum sveitarstjórnarmönnum. Eftir nokkrar umræður lögðu Hlynur, Stefán og Magnús fram eftirfarandi tillögu:
Samkvæmt 1.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er markmið þeirra laga meðal annars að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Fyrir liggur álit Hafrannsóknastofnunar þar sem fram kemur að engar straummælingar hafi farið fram á svæðinu. Enn fremur að það sé mjög æskilegt að straumlíkanið sem stuðst er við sé sannreynt með raunverulegum mælingum að einhverju marki til þess að meta áreiðanleika þess. Sveitarstjórn samþykkir auglýsingu deiliskipulags sem byggist á að grófhreinsuðum úrgangi verði hleypt til sjávar allt að 14.000 rúmmetra á ári með eftirfarandi skilyrðum:
a)
að áður liggi fyrir ásættanleg niðurstaða úr straummælingum
b)
gerð verði úttekt á lífríkinu með strandlengjunni

c)
að styrkur köfnunarefnis í hönnunarútreikningi fari ekki yfir 0.75 Tot-N(mg N/1), þ.e.a.s. í flokk III við ströndina.sbr. mynd 7 í skýrslu verkfræðistofunnar Vatnaskila
d)
Gert verði nýtt reiknilíkan sem miðist við 14.000 rúmmetra af seyru og lengd útrásar verði ákvörðuð miðað við þá niðurstöðu.


Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum. Ása og Sverrir greiddu atkvæði á móti og sögðust styðja tillögu skipulags- og byggingarnefndar óbreytta.  Sú tillaga gerir ráð fyrir að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Jafnframt verði reiknilíkan sem miðist við 14.000 rúmmetra seyru og lengd útrásar verði ákvörðuð miðað við þá niðurstöðu.
13)
Nokkur atriði varðandi vöruflutninga frá Kanada með Ísland sem umskipunarhöfn. Erindi frá Róberti Trausta Árnasyni. Samþykkt að þiggja kynningarfund um málið.
14)
Búferlaflutningar kvenna frá höfuðborgarsvæðinu og til jaðarsvæða þess. Skýrsla nemenda á Bifröst boðin til kaups. Samþykkt að vísa erindinu til atvinnumálanefndar.
15)
Styrkbeiðni til vegaframkvæmda og viðhalds. Erindi frá félagi eigenda sumarhúsa í Svarfhólsskógi (eignarlönd). Erindinu hafnað með sex atkvæðum. Einn sat hjá.
16)
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Frestað þangað til síðar á fundinum.
Sverrir yfirgaf nú fundinn.
Mál til kynningar
17)
Samningur um Núparétt.
18)
Þakkarbréf frá Vinstri-hreyfingunni, grænu framboði vegna heimsóknar fulltrúa flokksins í Hvalfjarðarsveit 3. janúar
19)
Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar frá 20. desember um athugun á kaupum á nýrri slökkvibifreið
20)
Hitaveita Leirárgarða. Svar við fyrirspurn Hvalfjarðarsveitar um vatnsmál.
21)
Ársskýrsla umhverfis- og náttúruverndarnefndar fyrir árið 2007.
22)
Umsögn vegna áramótabrennu að Bjarteyjarsandi á gamlárskvöld áður samþykkt á milli funda.
23)
Glaðheimar. Veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
24)
Breytingar á Stjórnarráðinu. Erindi frá samgönguráðuneytinu.
25)
Afrit af bréfi þriggja stórnotenda Hvalfjarðarganga til stjórnar Spalar. Oddviti lagði fram á fundinum svarbréf Spalar dags. 10. janúar 2008.
26)
ADSL-tenging í Hvalfjarðarsveit. Erindi frá HIVE.
27)
Reyklosun frá ofni 1 hjá Íslenska járnblendifélaginu ehf. Afrit af bréfi félagsins til Umhverfisstofnunar.

Aðrar fundargerðir
28)
Stjórnarfundur í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar haldinn 3. september
29)
Minnispunktar af fundi vinnunefndar Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um vatnsveitu að Melahverfi og Grundartanga. Fundurinn var haldinn 17. desember.
30)
Fundur í héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu haldinn 18. desember. Lagt er til í fundargerðinni að héraðsnefndin verði lögð niður. Fundargerð samþykkt.
31)
Samráðsfundur fámennra sveitarfélaga haldinn 17. desember
Viðbótarfundargerðir lagðar fram á fundinum.
32)
Fundargerð félagsmálanefndar (23. fundur) frá 3. janúar. Afgreiðsla á þessari fundargerð bíður afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
33)
Fundargerð 51. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 9. janúar. Í 7. lið (Dragháls, breytt landnotkun) kemur fram að nefndin telur að ekki liggi fyrir forsendur fyrir breytingum á vatnsverndarsvæðinu og leggst að svo stöddu gegn breytingu á aðalskipulagi. Nefndin beinir því til umsækjanda að hann gangist fyrir rannsóknum. Samþykkt. Arnheiður sat hjá. Í 8. lið (Litla-Fellsöxl, deiliskipulag Litlu-Borga, frístundabyggð) leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillagan verði eftir breytingu auglýst samkvæmt 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykkt. Í 9. lið er lagt til að tveir nefndarmenn fái heimild til að sækja námskeið í skipulagsgerð sveitarfélaga 2008. Samþykkt. Í 2. lið er fjallað um fjárhagsáætlun 2008 og er því vísað til gerðar hennar. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
Fjárhagsáætlun 2008. Framhald 1. umræðu
34)
Farið var yfir einstaka liði. Samþykktir voru fjárhagsáætlunarliðir í félagsmálanefnd., fræðslu- og skólanefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Einnig samþykktur fjárhagsáætlunarliður í fundargerð 25. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Samþykktar voru fjárhagsáætlunartillögur í 9. fundargerð atvinnumálanefndar. Fjárhagsáætlun vísað til annarrar umræðu.
Önnur mál
35)
Sveitarstjóri kynnti tvær umsóknir um starf hundaeftirlitsmanns. Umsækjendur eru Þorvaldur Magnússon á Kalastöðum og Birgitta Birgisdóttir í Skorradal. Samþykkt að ráða Þorvald Magnússon.
36)
Sveitarstjóri kynnti tillögu sína og aðalbókara varðandi greiðslur til sveitarstjórnarmanna fyrir aukastörf og aukafundi. Samþykkt. Enn fremur lagði hann fram tillögu til hækkunar á launakjörum oddvita. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Einn sat hjá. Oddviti tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 01:15
Hallfreður Vilhjálmsson oddviti
Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Ása Helgadóttir
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri

Efni síðunnar