Fara í efni

Sveitarstjórn

32. fundur 13. nóvember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Mættir eftirtaldir aðalmenn: Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti, Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson, Sigurður Sverrir Jónsson og Stefán G. Ármannsson. Björgvin Helgason mættur sem varamaður í stað Arnheiðar Hjörleifsdóttur. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sat einnig fundinn og reit fundargerð.
Í upphafi fundar bauð oddviti menn velkomna og þá sérstaklega Björgvin Helgason sem var að sitja sinn fyrsta fund í sveitarstjórn. Oddviti bauð einnig velkomin þau Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar á Akranesi sem er endurskoðandi Hvalfjarðarsveitar og Rannveigu Þórisdóttur aðalbókara Hvalfjarðarsveitar. Þau voru bæði mætt vegna fyrri umræðu um ársreikninga Hvalfjarðarsveitar

Var nú gengið til dagskrár:
Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar og Heiðarskóla fyrir árið 2006. Fyrri umræða.
Oddviti gaf Jóhanni orðið og bað hann sérstaklega að skýra reikningana og aðdraganda þeirra, en á vinnslu þeirra hafa orðið nokkrar tafir af ýmsum ástæðum. Jóhann greindi frá þeim töfum sem orðið hafa og fór síðan yfir reikningana og skýrði þá. Jóhanni og Rannveigu var síðan þakkað fyrir komuna og yfirgáfu þau nú fundinn. Reikningunum var síðan vísað til síðari umræðu.
Oddviti lagði nú til dagskrárbreytingu og að tekinn yrði fyrir 11. liður á dagskrá. Samstarfssamningar við Akraneskaupstað. Hann bauð einnig Odd Jónsson ráðgjafa hjá KPMG velkominn á fundinn. Samþykkt. Hallfreður skýrði þá vinnu sem lögð hefur verið í þessa endurnýjun, en Akraneskaupstaður sagði upp öllum samstarfssamningum við Hvalfjarðarsveit í ársbyrjun. Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar í viðræðunefnd um endurnýjun þessara samninga voru oddviti og sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúar Akraneskaupstaðar voru Gísli S. Einarsson
bæjarstjóri og Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs. Oddur fór síðan yfir samningana. Talsverðar umræður urðu um þessi mál. Málinu frestað til næsta fundar. Oddur yfirgaf síðan fundinn.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1)
Sveitarstjóri fór yfir fundargerð 31. fundar sem haldinn var 23. október. Á fundinum var dreift minnisblaði frá VGK-Hönnun vegna malarnámu í Stóru-Fellsöxl, tillaga að rannsóknum.
2)
45. fundur skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 24. október ásamt tilboði frá Landlínum í lokavinnu við gerð aðalskipulags fyrir Hvalfjarðarsveit. Varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Birkiás er lagt til að hún verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóðar. Samþykkt. Hallfreður tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Magnús sat hjá. Varðandi deiliskipulag og skilmála fyrir viðbyggingu við Hótel Glym o.fl. leggur nefndin til að erindið verði samþykkt. Samþykkt. Varðandi tilboð Landlína í lokavinnu við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar leggur nefndin til að gengið verði til samninga við Landlínur á grundvelli tilboðsins. Samþykkt. Magnús sat hjá við þann lið. Fundargerð samþykkt.
3)
46. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 7. nóvember. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu vegna nýrra Hvalfjarðarganga. Nefndin telur ekki þörf á að ný göng undir Hvalfjörð sæti mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að gangamunni eigi að snúa til norðausturs þar sem vegtenging yfir Grunnafjörð hefur verið felld út við vinnu á aðalskipulagi og jafnframt yrði um að ræða verulega styttingu á hringveginum allt að 3-4 km. Samþykkt. Nefndin leggur til að deiliskipulag fyrir Grundartangahöfn bæði vestur- og austursvæði verði samþykkt. Samþykkt. Fundargerð samþykkt.
4)
Fundur í ritnefnd haldinn 25. október. Gert er ráð fyrir að ný heimasíða Hvalfjarðarsveitar verði tekin í notkun í næsta mánuði.
5)
21. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 1. nóvember. Á þeim fundi voru m.a. kynntar teikningar að fyrirhuguðum leikskóla í Krosslandi sem væntanlega verður afhentur rúmlega fokheldur að ári liðnu. Nefndin var mjög ánægð með teikningarnar. Fundargerð samþykkt.
6)
20. og 21. fundur félagsmálanefndar haldnir 18. september og 17. október
7)
10. og 11. fundur stýrihóps um skólastefnu haldnir 24. október og 7. nóvember
8)
Fyrsti fundur nefndar um eldri vatnsveitur í Hvalfjarðarsveit haldinn 19.október
9)
17. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 5. nóvember.
10)
6. fundur atvinnumálanefndar haldinn 3. september og 7. fundur haldinn 21. september ásamt tilboði í prentun á kortum af Hvalfjarðarsveit. Enn fremur dreift á fundinum fundargerð 8. fundar sem haldinn var 12. nóvember. Stefán formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðirnar. Í
fundargerð 6. fundar er lagt til við sveitarstjórn að lausaganga stórgripa verði bönnuð í Hvalfjarðarsveit frá og með 1. janúar 2008. Samþykkt. Fundargerð samþykkt. Í fundargerð 7. og 8. fundar er rætt um kortagerð fyrir Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Akraneskaupstað og Kjósarhrepp, en fyrir liggur tilboð frá Fífilbrekku ehf í gerð korts með lýsingu á svæðinu, þ.e. gönguleiðir, ljósmyndir o.fl. Fundargerð 7. fundar lögð fram. Í fundargerð 8. fundar er m.a. rætt um garnaveikibólusetningar í sauðfé og lagt til að sveitarstjórn setji sér reglur um þessi mál. Samþykkt að fela nefndinni að semja drög að þessum reglum. Fundargerð samþykkt.
Mál til afgreiðslu
11)
Samstarfssamningar við Akraneskaupstað um ýmis málefni. Afgreitt fyrr á fundinum.
12)
Hitaveita í öll hús í Hvalfjarðarsveit. Tillaga frá Ásu Helgadóttur, Heynesi 2. Ása skýrði tillögu sína en þar skorar hún m.a. á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að beita sér fyrir því að sem flestir íbúar sveitarinnar hafi hitaveitu og að sveitarstjórn einbeiti sér að því að þoka þessu framfaramáli áfram. Býsna margir bæir eru án hitaveitu en þeir sem hitaveitu njóta fá heitt vatn frá ýmsum veitum. Samþykkt að senda hlutaðeigandi orkufyrirtækjum fyrirspurn um málið.
13)
Grunnskólanemendur og hestar, útivist, náttúruskoðun og lífsleikni. Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur á Kúludalsá. Vísað til fræðslu- og skólanefndar.
14)
Hnitsetning vatnstökustaða fyrir slökkvistörf. Erindi frá Ólafi K. Guðmundssyni fyrrv. byggingarfulltrúa. Sveitarstjóra og oddvita falið að kanna málið frekar.
15)
Drög að reglugerð fyrir Faxaflóahafnir s/f. Sveitarstjóri benti á að smáleiðréttingar þyrfti að gera á orðalagi 3.gr. þar sem talað er um “hafnarsvæðið” og “sveitarstjórn” en tala þyrfti um “hafnarsvæðin” og “sveitarstjórnir.” Samþykkt. Magnús lagði til breytingu á 2.gr. þannig að Hvalfjarðarsveit hefði heimild til að tilnefna áheyrnarfulltrúa eins og Akraneskaupstaður hefur. Samþykkt með þremur atkvæðum. Fjórir sátu hjá.
16)
Sameignarfélagssamningur um Faxaflóahafnir s/f ásamt fundargerð eigendafundar 26. október. Samþykktur með samsvarandi breytingu á lið 5.1 sbr. breytingu á reglugerð hér að ofan.
Mál til kynningar
17)
Úthlutanir úr Styrktarsjóði EBÍ 2007 (þrjár synjanir, ein umsókn samþykkt, þ.e. að styrkja gerð skiltis við endurbyggða Bláskeggsárbrú).
18)
Samráðs- og lærdómsvettvangur milli sameinaðra sveitarfélaga. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

19)
Minnispunktar sveitarstjóra um þrjá fundi/málþing/ráðstefnur sem hann sat 3-6. nóvember
20)
Hafnarreglugerð nr. 908/2007 fyrir Litla-Sandshöfn í Hvalfjarðarsveit. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar með vísan til nafns hafnarinnar.
21)
Fjárhagsáætlun menningarráðs 2008 og endurnýjun samnings. Erindi frá menningarráði Vesturlands. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
22)
Matsskylda vatnsveitu frá Bugalæk í landi Leirárgarða, Hvalfjarðarsveit. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Almennu verkfræðistofunnar h/f.
23)
Minnispunktar um fund með forsvarsmönnum Skeljungs haldinn að Hlöðum 24. október
24)
Aðalfundur Spalar ehf 29.nóvember (fundarboð)
Aðrar fundargerðir
25)
74. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn 31. október ásamt bréfi heilbrigðisfulltrúa og yfirliti yfir áætluð framlög sveitarfélaga til eftirlitsins á árinu 2008. Vísað til fjárhagsáætlunar. Magnús vakti athygli á 5.lið fundargerðarinnar þar sem fjallað er um endurnýjun starfsleyfis fyrir Stjörnugrís að Melum í Hvalfjarðarsveit sem byggir á sama fjölda dýra. Magnús vakti athygli á því að húsum hafi fjölgað frá því síðasta starfsleyfi var gefið út úr tveimur í þrjú.
26)
44. fundur stjórnar Faxaflóahafna haldinn 30. október
27)
Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn 9. október
28)
Fundur með skólastjórnendum Heiðarskóla haldinn 8. nóvember
29)
Fundur með fulltrúum Faxaflóahafna haldinn 8. nóvember
Önnur mál
30)
Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar Heiðarskóla dags. 8. nóvember. Nefndin óskar m.a. eftir að fá að leita til utanaðkomandi aðila til aðstoðar við þarfagreiningu vegna nýs skólahúsnæðis. Samþykkt. Fundargerð samþykkt.
31)
Stefán spurði út í stöðu almenningssamgangna í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri greindi frá viðræðum sínum við forstjóra Strætó bs.

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.21:15.

Hallfreður Vilhjálmsson
Hlynur M. Sigurbjörnsson
Ása Helgadóttir
Björgvin Helgason
Magnús I. Hannesson
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson
Einar Örn Thorlaci

Efni síðunnar