Fara í efni

Sveitarstjórn

31. fundur 23. október 2007 kl. 16:00 - 18:00

Mættir eftirtaldir aðalmenn: Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigurður Sverrir Jónsson og Stefán G. Ármannsson. Dóra Líndal Hjartardóttir mætt í fjarveru Ásu Helgadóttur og Elísabet Benediktsdóttir mætt í fjarveru Magnúsar I. Hannessonar.

Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar Einar Örn Thorlacius sat einnig fundinn og reit fundargerð.

Oddviti setti fundinn og bauð menn velkomna. Sveitarstjóri óskaði eftir að fá að leggja fram nokkur mál undir dagskrárliðnum “önnur mál”. Samþykkt.


Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
1.
Sveitarstjóri fór yfir fundargerð 30. fundar sem haldinn var 2. október. Engar athugasemdir.
2.
21. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar ásamt fylgigögnum haldinn 10. október og 22. fundur haldinn 15. október ásamt fylgigögnum. Arnheiður formaður nefndarinnar kynnti fyrst fundargerð 21. fundar. Einnig lögð fram umsögn nefndarinnar varðandi tillögu að starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf í Hvalfirði. Umsögnin samþykkt samhljóða. Einnig lagðar fram athugasemdir nefndarinnar varðandi drög að tillögu að matsáætlun vegna efnistöku Björgunar af hafsbotni í Hvalfirði. Umsögn samþykkt samhljóða. Arnheiður kynnti síðan fundargerð 22. fundar. Einnig lögð fram umfjöllun og umsögn nefndarinnar varðandi erindi frá svínabúinu að Melum þar sem óskað er breytingar á deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank og gert ráð fyrir úthlaupi til sjávar. Nefndin leggst gegn úthlaupinu. Lagt fram til kynningar. Fundargerðir samþykktar.
3.
5. fundur framkvæmdanefndar Heiðarskóla haldinn 21. september (vettfangsferð í Álftanesskóla) 6. fundur framkvæmdanefndar Heiðarskóla haldinn 28. september (vettvangsferð til Hafnarfjarðar). 7. fundur framkvæmdanefndar Heiðarskóla haldinn 11. október. Lagðar fram til kynningar.
4.
43. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 3. október, 44. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 10. október ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá nefndarinnar. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi kom
nú inn á fundinn. Varðandi fundargerð 43. fundar sem lögð var fram til kynningar skýrði Skúli stöðu mála með vinnu nefndarinnar við deiliskipulag fyrir Melahverfi og einnig vinnu nefndarinnar við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Varðandi fundargerð 44. fundar var m.a. rætt um 4.tl. sem fjallar um nýskráningu lands úr Miðsandi (varnarsvæði) Því erindi var frestað á fundi nefndarinnar. Í 7.tl. er um að ræða umsókn um að reisa einbýlishús i Aðalvík. Þar leggur nefndin til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar varðandi það að málið verði unnið í samræmi við 3.tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga, enda ekkert aðalskipulag í gildi á svæðinu. Samþykkt. Í 8.tl. er um að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir Fornastekk, Bjarteyjarsandi. Þar leggur nefndin til að breytingartillagan verði samþykkt óbreytt og auglýst þrátt fyrir fram komna athugasemd. Samþykkt. Fundargerðin var síðan samþykkt í heild sinni. Arnheiður sat hjá við 2.lið og 8. lið fundargerðarinnar. Gjaldskrá samþykkt og verður send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
5.
20. fundur fræðslu- og skólanefndar ásamt verklagsreglum fyrir leikskóla Hvalfjarðarsveitar. Hlynur formaður nefndarinnar gerði grein fyrir fundargerðinni og einnig verklagsreglunum. Fundargerð og verklagsreglur samþykktar.
6.
7. fundur stýrihóps um skólastefnu haldinn 31. mars. 8. fundur stýrihóps um skólastefnu haldinn 22. september . 9. fundur stýrihóps um skólastefnu haldinn 3. október. Hlynur formaður stýrihópsins gerði grein fyrir fundargerðunum. Lagðar fram til kynningar. Drög að skólastefnu Hvalfjarðarsveitar verða tilbúin til kynningar á næstu vikum.
7.
16. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 4. október.
Mál til afgreiðslu
8.
Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit. Drög að lokaskjali. Arnheiður kynnti skjalið. Farið var yfir nokkur atriði í skjalinu. Sveitarstjórn er sátt við drögin og verða þau send nefndum sveitarfélagsins til umfjöllunar. Einnig kynnt íbúum á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Gert ráð fyrir lokaafgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 4. desember
9.
Verksamningur við Loftorku vegna smíði stjórnsýsluhúss lagður fram ásamt framkvæmdaáætlun, gögn voru send á netföng af Stefáni. Stefán formaður framkvæmdanefndar kynnti gögnin, en um er að ræða fundargerðir 10. og 11. fundar framkvæmdanefndar, verksamning við Nýhönnun um hönnun hússins auk samningsins við Loftorku. Samningurinn við Loftorku snýst um framleiðslu á forsteyptum einingum fyrir stjórnsýsluhúsið. Í fundargerð 11. fundar er lagt til að 1. áfangi (skrifstofur Hvalfjarðarsveitar) verði kláraður að fullu og 2. áfangi (skrifstofuhótel til útleigu) gerður fokheldur strax í upphafi. Oddviti lagði til að farið yrði eftir tillögu framkvæmdanefndar í þessum efnum. Samþykkt
með fimm atkvæðum. Samningar við Loftorku og Nýhönnun einnig samþykktir með fimm atkvæðum.
10.
Jörðin Stóra-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit. Framtíðarnýting eða sala. Framhald umræðu frá 30. fundi. Oddviti kynnti álit Soffíu S. Magnúsdóttur fasteignasala á Akranesi á hvernig best væri að standa að sölu Stóru-Fellsaxlar, ef af því yrði. Rætt var almennt um þessi mál. Beðið er úttektar á því hversu miklu efni er hægt að ná úr námunni til viðbótar núverandi efnistöku.
11.
Tillaga sveitarstjóra um að húseignir sveitarfélagsins nr. 2 við Hagamel og nr.3 við Innrimel verði skráðar til sölu hjá Fasteignamiðlun Vesturlands. Samþykkt.
12.
Boð um þátttöku í samstarfsverkefni um þjóðlendumál. Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Borgarbyggð. Samþykkt að taka þátt í verkefninu.
13.
Tillaga um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir verknámsdeildir FVA. Samþykkt.
14.
Tillaga um afskrift á kröfum frá aðalbókara Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt.
15.
Beiðni um viðræður vegna nýs deiliskipulags í landi Lambhaga. Erindi frá Steinari Marteinssyni. Samþykkt að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar þar sem unnið er að gerð aðalskipulags.
16.
Ársreikningur Byggðasamlags um Heiðarskóla fyrir árið 2005. Samþykktur. Ársreikningi Heiðarskóla fyrir árið 2006 var dreift á fundinum.

Mál til kynningar
17.
Skýrsla stjórnar Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, flutt á fyrsta aðalfundi Höfða 12. september.
18.
Andmæli Björgunar ehf vegna beiðnar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um að efnistaka Björgunar ehf af hafsbotni verði stöðvuð í öllum Hvalfirði.
19.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skilmannahrepps. Íbúðar- verslunar- og þjónustusvæði í Stóra-Lambhaga 1,7ha athafnasvæðis við Laxá. Samþykki Skipulagsstofnunar.
20.
Ályktanir aðalfundar SSV 2007 haldinn í Borgarnesi 20. september
21.
Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. september varðandi tillögu um 18 húsa byggð í landi Ytra-Hólms I.
22.
Svar Ríkiskaupa við athugasemdum Hvalfjarðarsveitar við útboðsgögn Ríkiskaupa varðandi sölu á fyrrum olíubirgðastöð NATO í Hvalfirði.
23.
Bréf sveitarstjóra til Ríkiskaupa með beiðni um upplýsingar um nöfn þeirra sem gerðu tilboð og synjun Ríkiskaupa á því.
24.
Skólastefna H-listans. Dóra Líndal kynnti skjalið.

Aðrar fundargerðir

25.
Fundur stjórnenda Hvalfjarðarsveitar með stjórnendum Heiðarskóla haldinn 11. október.
26.
8. fundur samráðsnefndar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar haldinn 3. október.
27.
9. fundur samráðsnefndar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar haldinn 10. október. Nýir samningar við Akraneskaupstað verða kynntir á næsta fundi.
28.
22. fundur stjórnar Dvalarheimilsins Höfða haldinn 8. október
29.
746. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 28. september
30.
Minnispunktar frá tveimur fundum vinnunefndar Hvalfjarðarsveitar og Faxflóahafna um vatnsveitu að Melahverfi og Grundartanga sem haldnir voru 4. október og 16. október
31.
Minnisblað um fund embættis sýslumannsins í Borgarnesi og fulltrúum frá Hvalfjarðarsveit um ýmis sameiginleg málefni haldinn 26. september.
32.
Minnispunktar um kynningarfund um umhverfismál hjá Norðuráli ehf. haldinn 17. október. Einnig lagt fram skjalið “Iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir rekstrarárið 2006.”
33.
42. og 43. fundur Faxaflóahafna haldnir 11.september og 25. september.
34.
58. fundur stjórnar SSV haldinn 19. september.

Önnur mál
Fyrst voru tekin fyrir tvö trúnaðarmál og afgreidd.
35.
Rætt um reglur um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit. Verður rætt betur á næsta fundi.
36.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2007 haldin 5-6. nóvember. Lagt fram til kynningar.
37.
Eigendafundur Faxaflóahafna s/f haldinn 26. október. Hallfreður mun sækja fundinn.
38.
Jólahlaðborð fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar. Erindi frá ritara Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Samþykkt að greiða þetta niður að hluta.
39.
Að lokum var staðfest sú ákvörðun sveitarstjórnar utan fundar að senda Arnheiði Hjörleifsdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í skoðunarferð á vegum Sorpurðunar Vesturlands og fleiri sorpfyrirtækja til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar 28-31. október. Verið er að kynna sér starfsemi brennslustöðva og jarðgerðarstöðva.

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:20

 

Hallfreður Vilhjálmsson
Hlynur M. Sigurbjörnsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir
Elísabet. Unnur Benediktsdóttir
Sigurður Sverrir Jónsson
Stefán G. Ármannsson

Einar Örn Thorlacius

Efni síðunnar