Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

103. fundur 03. mars 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Björgvin Helgason og Kristján Jóhannesson.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Á fundinn mætti Ragnheiður Þorgrímsdóttir þegar fjallað var um 7 lið.

Skipulagsmál


1. 1102022 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting opinna svæða Þórisstöðum


Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna breytingar á skilgreiningu á opnu svæði til sérstakra nota á Þórisstöðum svæði O25 og O26 sbr. meðfylgjandi tafla frá Landlínum.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sem felur í sér breytingar á skilgreiningu á opnu svæði til sérstakara nota verði lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga 123/2011 og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar. Ef Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna skal hún auglýst óbreytt skv. 31. gr. sömu laga.


2. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna breytinga á deiliskipulagi Grundartanga vestursvæði. Tillagan hefur verið send til Skipulagsstofnunar sem heimilaði kynningu hennar. Almennur kynningarfundur var haldinn þann 27. janúar og fylgja fyrirspurnir fundarmanna með erindinu. Ennfremur var tillagan send til aðliggjandi sveitarfélaga til umsagnar og nærliggjandi fyrirtækjum á svæðinu. Umsagnir og athugasemdir hafa borist frá eftirtöldum aðilum:

1. Akraneskaupstað

2. Skorradalshrepp

3. Kjósarhrepp

4. Ragnheiði Þorgrímsdóttur

5. Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð

6. Norðuráli

7. Reykjavík


Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar var tekið
fyrir mál 1010052


Eftirfarandi bókun var gerð:


Tillögur voru kynntar að breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 ásamt umhverfisskýrslu á opnum íbúafundi sbr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þann 27. janúar 2011 í Stjórnsýsluhúsi að Innrimel 3 í Melahverfi.


Breytingarnar fela í sér stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga um 6,9 ha, að tveim frístundabyggðasvæðum í Kúludalsárlandi 2 og 4 samtals 28,3 ha verði breytt í landbúnaðarsvæði og að göngu- og reiðleið í landi Kirkjubóls og Innra-Hólms verði felld niður.


Umhverfisskýrsla var einnig kynnt sbr. 7.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna stækkunar iðnaðarsvæðis á Grundartanga.


Minnispunktar kynningarfundur 27. Janúar 2011
Kynnar Sigurbjörg Áskelsdóttir og Vignir Albertsson. Fundarstjóri Laufey Jóhannsdóttir.


Laufey bauð íbúa velkomna og skýrði fyrirkomulag fundarins, að eftir framsögu Sigurbjargar muni hún svar fyrirspurnum ef einhverjar væru og síðan eftir framsögu Vignis muni hann svara fyrirspurnum og jafnframt væri Sigurbjörg tilbúin að svara ef einhverja væru.


1. Kynning á breytingu á aðalskipulagi Niðurfelling frístundabyggðasvæða og reiðleiðar sunnan Akrafjalls: Sigurbjörg útskýrði tillöguna og hvað fælist í breytingunum.
Fyrirspurnir:
 Ekki kom nein fyrirspurn varðandi þessa kynningu en ein ábending barst frá RÞ. þess eðlis að réttara væri að tala um land Kúludalsá 4 og að reiðvegur færi um land Kúludalsár 6


2. Kynning á breytingu á aðalskipulagi stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga: Sigurbjörg útskýrði tillöguna og hvað fælist í breytingunum, einnig útskýrði hún umhverfismatsskýrslu vegna stækkunar iðnaðarsvæðisins.
Fyrirspurnir:
 AH: 1.Verður aðeins um endurvinnslu á efnum sem falla til innan svæðis. 2.Hvers vegna rúmast þessi vinnsla ekki innan á athafnasvæðis. 3. Telur þörf á að meta samfélagslega þáttinn líka td. Með íbúakosningu.
 SAF: Útskýra hvers vegna sé óvissa í mengun á vinnslu á brotaáli
 JH: 1. Ábending um að boðun á fundinn væri sein. 2: Hefur áhyggjur af aukinni umferð á svæðinu. 3: auk þess að það vanti vatn á svæðið. 4: Hvaða annað mun koma á svæðið.
 RÞ: 1: Er rétt að setja alla mengun á einn stað í stað þess að dreifa henni um sveitarfélagið. 2: Telur að nóg sé komið af stóriðju á svæðinu. 3: Er verið að mennta allt ungafólkið í burtu. 4: Skortur er nú þegar á traustu eftirliti, vill að það verði skoðað áður en bætt sé við meiri stóriðju. 5:Hversu mikið er losað af þungmálmum á svæðinu.
 AH: Er mögulegt að nota rafmagn í stað olíu eða gass.
Sigurbjörg svaraði framkomnum fyrirspurnum og bauðst til að senda tölvupóst vegna fyrirspurnar RÞ. Varðandi magn þungmálma.


3. Kynning á breytingu á deiliskipulagi Grundartanga Vestursvæðis. Vignir útskýrði fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Grundartangahafnar vestursvæðis, áform Faxaflóahafna og stefnu í umhverfismálum.
Fyrirspurnir:
 Ekki komu beinar fyrirspurnir til Vignis. Rþ: Velti upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða þynningarsvæði og bótaskyldu.
Sveitarstjóri taldi þessa fyrirspurn ekki tengjast fundarboðinu.


Ritari minnispunkta.
Skúli lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi


Tillaga að stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga var send Umhverfisstofnun, aðliggjandi sveitarfélögum til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga 123/2010, einnig var tillagan send hagsmunaðilum á Grundartanga Elkem, Héðni, Líflandi, Norðuráli og Stálsmiðjunni. Svarbréf hafa borist frá Reykjavíkurborg, Akraneskaupsstað, Skorradalshreppi, Kjósarhreppi og Norðuráli. Á íbúafundinum voru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að koma á framfæri athugasemdum sínum fyrir 1. mars 2011 varðandi kynntar tillögur. Bréf bárust frá Umhverfisvöktuninni við Hvalfjörð og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, Kúludalsá. Reykjavíkurborg, Akraneskaupsstaður, Skorradalshreppur og Norðurál gera ekki athugasemdir við tillöguna.


Svar Skipulags- og byggingarnefndar við bréfi Kjósarhrepps er eftirfarandi:
Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Kjósarhreppi, dags. þann 16. febrúar 2011, með athugasemdum er varðar fyrirhugaða stækkun á iðnaðarsvæði á Grundartanga.


Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir það að niðurstöður vöktunar eru ekki nægjanlega aðgengilegar. Í umsögn umhverfisnefndar Hvalfjarðarsveitar, sem sveitarstjórn gerir að sinni, um vöktunaráætlun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga 2011-2020 kemur meðal annars fram sem styður þetta: "Nefndin bendir á nauðsyn þess að hafa gott aðgengi að vöktunaráætluninni. Hún þarf að vera opinber og aðgengileg. Einnig telur nefndin mikilvægt fyrir fulltrúa, íbúa sveitafélaga og umhverfisnefnda að upplýsingar berist frá iðjuverunum ef eitthvað umhverfistengt óhapp á sér stað til að geta upplýst íbúa og hagsmunaaðila. Kallar þetta á að í vöktunaráætluninni sé gerð skýr grein fyrir verkferlum og ábyrgðaraðilum að hverjum vöktunarþætti fyrir sig. Hin nýja vöktunaráætlun ætti að vera aðgengileg á netinu. Með því að birta áætlunina er stuðlað að gagnsæi og gagnkvæmu trausti milli aðila, þ.m.t. milli iðjuveranna og almennings á svæðinu og utan þess. Samkvæmt staðardagskrá 21 er stefnt að því að Hvalfjarðarsveit sé í góðu samstarfi við stóriðjufyrirtæki á Grundartanga og sveitastjórn sé vel upplýst um gang mála þar.


Einnig þarf að tryggja að niðurstöður mælinga sem kveðið er á um í vöktunaráætlun að verði framkvæmdar, verði gerðar opinberar og
aðgengilegar þeim er hagsmuna eiga að gæta."


Í sömu umsögn kemur einnig fram áhersla á mikilvægi vöktunar á heysýnum: "Tilvist heysýna í vöktunaráætluninni er mikilvægur þáttur. Taka ber undir það viðhorf sem fram kemur í bréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands, dags. 14. september 2010, þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé "að fylgjast með efnainnihaldi gróffóðursins ekki síður en beitargróðurs og annars gróðurs". Þetta á væntanlega einkum við um flúor-innihald og þá þætti aðra sem nauðsynlegt kann að vera að mæla til að tryggja samanburðarhæfni milli ára. Því ætti ekki að fella þessa vöktun niður, heldur viðhalda henni sem árlegum viðburði."


Varðandi myndun díoxínsambanda þarf ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi: kolefni, vatn, hiti á bilinu 600-1300°C og síðast en ekki síst klór eða klórsambönd. Við framleiðslu Norðuráls á áli með rafgreiningu á díoxínmyndun ekki að geta átt sér stað, vegna þess að þar vantar einn grunnþáttinn sem þarf til myndunar á díoxíni þ.e. klórinn. Við framleiðslu Norðuráls er hvorki notaður klór eða nein klórsambönd. Af þessum sökum er ekki miklar líkur á að díoxínmengun mælist yfir hættumörkum í grennd Grundartanga. Eins og kemur fram í bréfi Kjósarhrepps þá er Umhverfisstofnun að vinna að sýnatökuáætlun vegna vöktunar á díoxín í jarðvegi og þá meðal annars á svæðum í grennd við iðjuver/verksmiðjur. Markmið áætlunarinnar er að fá hugmynd um hvort díoxín finnist í yfirborðsjarðvegi (0-5 cm dýpi). Við úrvinnslu niðurstaðna verður styrkur díoxíns borin saman við tillögu Umhverfisstofnunar um umhverfismörk fyrir díoxín í jarðvegi hér á landi.


Sveitarfélagið mun setja þær kröfur að framkvæmdaraðilar og aðrir sem að framkvæmdunum munu koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið og vöktun á aðgerðum og áhrifum þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið. Það er því niðurstaða Skipulags- og byggingarnefnd að auglýsa breytingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar er varðar stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga.


Svar Skipulags- og byggingarnefndar við bréfi Umhverfisvaktarinnar er eftirfarandi:
Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð, dags. þann 17. febrúar 2011, með athugasemdum er varðar fyrirhugaða stækkun á iðnaðarsvæði á Grundartanga.


Umhverfismat
Afstaða sveitarfélagsins er að einungis verði heimilaðar framkvæmdir á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði sem ekki eru háðar mati á umhverfisáhrifum sbr, lögum nr. 106/2000. Ef ákvörðun Skipulagsstofnunar verður á þá leið að endurvinnsla brotaáls sé ekki matsskyld þá mun sveitarfélagið heimila framkvæmdina.
Ónóg þekking á umhverfisáhrifum
Það er mat Skipulags- og byggingarnefndar að fyrir liggi nægjanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif iðjuveranna á Grundartanga sbr. niðurstöður Vöktunaráætlunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga árin 1999-2009. Ávallt má þó gera betur og í undirbúningi er ný vöktunaráætlun sem gilda á fram til 2020. Miðað við þau drög sem nú þegar liggja fyrir er ljóst að nýja vöktunaráætlunin verður mun umfangsmeiri en fyrri áætlun.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir það að niðurstöður vöktunar eru ekki nægjanlega aðgengilegar. Í umsögn umhverfisnefndar Hvalfjarðarsveitar, sem sveitarstjórn gerir að sinni, um vöktunaráætlun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga 2011-2020 kemur meðal annars fram: "Nefndin bendir á nauðsyn þess að hafa gott aðgengi að vöktunaráætluninni. Hún þarf að vera opinber og aðgengileg. Einnig telur nefndin mikilvægt fyrir fulltrúa, íbúa sveitafélaga og umhverfisnefnda að upplýsingar berist frá iðjuverunum ef eitthvað umhverfistengt óhapp á sér stað til að geta upplýst íbúa og hagsmunaaðila. Kallar þetta á að í vöktunaráætluninni sé gerð skýr grein fyrir verkferlum og ábyrgðaraðilum að hverjum vöktunarþætti fyrir sig. Hin nýja vöktunaráætlun ætti að vera aðgengileg á netinu. Með því að birta áætlunina er stuðlað að gagnsæi og gagnkvæmu trausti milli aðila, þ.m.t. milli iðjuveranna og almennings á svæðinu og utan þess. Samkvæmt staðardagskrá 21 er stefnt að því að Hvalfjarðarsveit sé í góðu samstarfi við stóriðjufyrirtæki á Grundartanga og sveitastjórn sé vel upplýst um gang mála þar.


Einnig þarf að tryggja að niðurstöður mælinga sem kveðið er á um í vöktunaráætlun að verði framkvæmdar, verði gerðar opinberar og aðgengilegar þeim er hagsmuna eiga að gæta."
Enn fremur ber að geta þess að sveitarfélaginu hefur borist upplýsingar um að Umhverfisstofnun sé að vinna að sýnatökuáætlun vegna vöktunar á díoxín í jarðvegi og þá meðal annars á svæðum í grennd við iðjuver/verksmiðjur. Markmið áætlunarinnar er að fá hugmynd um hvort díoxín finnist í yfirborðsjarðvegi (0-5 cm dýpi). Við úrvinnslu niðurstaðna verður styrkur díoxíns borin saman við tillögu Umhverfisstofnunar um umhverfismörk fyrir díoxín í jarðvegi hér á landi.


Aukin losun og úrgangur
Sú tækni að nota rafmagn til að endurvinna álgjall er því miður ekki til og stefnt er að því að nota olíu eða gas til endurvinnslunnar.


Slysahætta og mengun vegna umferðar
Stefnumörkun aðalskipulags kveður á um að Hringvegur (1) verði 2+1 vegur frá Hvalfjarðargöngum og að hringtorgi/mislægum gatnamótum við Melahverfi. Einnig er stefnt að tvöföldun Hvalfjarðarganga á fyrri
hluta skipulagstímabils. Dregið hefur úr umferð í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar og á hækkun á bensín- og olíuverði stóran þátt í því. Vegna hækkunar bensín- og olíuverðs má einnig gera ráð fyrir að þungaflutningar flytjist meira af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Samkvæmt samgönguáætlun 2009-2012 eru ekki fyrirhugaðar framkvæmdir á Hringvegi (1) milli Hvalfjarðargangna og Grundartanga. Það er mat sveitarfélagsins að sú viðbót þungaflutninga vegna stækkunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga muni ekki valda því að umferð verði meiri en var fyrir efnahagshrun þjóðarinnar. Ef sýnt þykir að þungaflutningar séu íþyngjandi fyrir íbúa og ferðamenn innan sveitarfélagsins vegna stækkunar iðnaðarsvæðisins eða einhvers annars mun sveitarfélagið þrýsta á samgönguyfirvöld um úrbætur.


Iðnaðarsvæði jafngildir stóriðjusvæði
Eins og fram hefur komið hér að framan þá er afstaða sveitarfélagsins sú að einungis verði heimilaðar framkvæmdir á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði sem ekki eru háðar mati á umhverfisáhrifum sbr, lögum nr. 106/2000.


Stefna Hvalfjarðarsveitar í umhverfismálum
Í Staðardagskrá 21 er lagt til að kannaðir verði möguleikar á rekstri fyrirtækja sem nýti afurðir eða úrkast frá öðrum fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Fyrirhuguð er endurvinnsla á álgjalli og stáli á Grundartanga. Slík endurvinnsla eru einungis heimil á iðnaðarsvæðis sbr. skipulagsreglugerð 400/1998. Það var niðurstaða Skipulagsstofnunar að endurvinnsla á álgjalli og stáli á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarfélagið mun setja þær kröfur að framkvæmdaraðilar og aðrir sem að framkvæmdunum munu koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið og vöktun á aðgerðum og áhrifum þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið.


Íbúalýðræði
Sveitarfélagið hefur kynnt tillögu að breytingu aðalskipulags með íbúafundi þann 27. janúar 2011. Þar var íbúum gefin kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, fram til 28. febrúar 2011, áður en aðalskipulagsbreytingin verður lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Það er mat sveitarfélagsins að með kynningu og samráði sbr. 30. gr. Skipulagslaga 123/2010 og að gefa íbúum kost á að koma með athugasemdir sé íbúalýðræði virt.


Ábending
Sbr. 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga 123/2010 skal tillaga að aðalskipulagsbreytingu kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuni að gæta vegna breytinga skipulagsins. Kjósarhreppi var þar af leiðandi kynnt tillagan með formlegu bréfi.
Svar Skipulags- og byggingarnefndar við bréfi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, Kúludalsá, er eftirfarandi:
Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dags. þann 22. febrúar 2011, með athugasemdum er varðar fyrirhugaða stækkun á iðnaðarsvæði á Grundartanga.


Umhverfismat
Afstaða sveitarfélagsins er að einungis verði heimilaðar framkvæmdir á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði sem ekki eru háðar mati á umhverfisáhrifum sbr, lögum nr. 106/2000. Ef ákvörðun Skipulagsstofnunar verður á þá leið að endurvinnsla brotaáls sé ekki matsskyld þá mun sveitarfélagið heimila framkvæmdina.


Ónóg þekking á umhverfisáhrifum
Það er mat Skipulags- og byggingarnefndar að fyrir liggi nægjanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif iðjuveranna á Grundartanga sbr. niðurstöður Vöktunaráætlunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga árin 1999-2009. Ávallt má þó gera betur og í undirbúningi er ný vöktunaráætlun sem gilda á fram til 2020. Miðað við þau drög sem nú þegar liggja fyrir er ljóst að nýja vöktunaráætlunin verður mun umfangsmeiri en fyrri áætlun.
Enn fremur ber að geta þess að sveitarfélaginu hefur borist upplýsingar um að Umhverfisstofnun sé að vinna að sýnatökuáætlun vegna vöktunar á díoxín í jarðvegi og þá meðal annars á svæðum í grennd við iðjuver/verksmiðjur. Markmið áætlunarinnar er að fá hugmynd um hvort díoxín finnist í yfirborðsjarðvegi (0-5 cm dýpi). Við úrvinnslu niðurstaðna verður styrkur díoxíns borin saman við tillögu Umhverfisstofnunar um umhverfismörk fyrir díoxín í jarðvegi hér á landi.


Stefna Hvalfjarðarsveitar í umhverfismálum
Í Staðardagskrá 21 er lagt til að kannaðir verði möguleikar á rekstri fyrirtækja sem nýti afurðir eða úrkast frá öðrum fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Fyrirhuguð er endurvinnsla á álgjalli og stáli á Grundartanga. Slík endurvinnsla eru einungis heimil á iðnaðarsvæðis sbr. skipulagsreglugerð 400/1998. Það var niðurstaða Skipulagsstofnunar að endurvinnsla á álgjalli og stáli á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á
Sveitarfélagið mun setja þær kröfur að framkvæmdaraðilar og aðrir sem að framkvæmdunum munu koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið og vöktun á aðgerðum og áhrifum þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til eftirfarandi við sveitarstjórn:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breyting aðalskipulags
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sem felur í sér stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga um 6,9 ha verði lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga 123/2011 og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar. Ef Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna skal hún auglýst óbreytt skv. 31. gr. sömu laga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að Umhverfisskýrsla breytingar Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2010 varðandi stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga, dags. 13. 01. 2011 verði auglýst sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana 105/2006.
Skipulags-og byggingarnefnd ítrekar að frekari skilmálar og mótvægisaðgerðir vegna þeirra umhverfisþátta sem líkur eru á verði fyrir umhverfisáhrifum vegna uppbyggingar á svæðinu munu vera tilteknir í greinagerð deiluskipulags fyrir svæðið. Enn fremur mun verða gerð grein fyrir vöktunaráætlun viðkomandi umhverfisþátta í greinagerð deiluskiplagsins.
Erindið samþykkt með 4(DO.MH.BH.KJ) 1 á móti (ÁH).
Bókun ÁH: Tillaga sú sem til umræðu er gerir ráð fyrir stækkun iðnaðarsvæðisins um 6,9 ha. Það er umtalsvert stærra heldur en þarfirnar fyrir álgjalls og stálgjallsverksmiðjur sem kynntar voru á fundi 29.sept 2010. og ennfremur ekki í anda bókunar meirihluta sveitarstjórnar frá 12.okt sl. Að öðru leyti vísa ég í fyrri bókun varðandi sama efni frá 98. fundi skiplagsnefndarinnar þann 6 okt.sl.


3. 1004036 - Aðalskipulag 2008 - 2020 breytt landnotkun


Athugasemd frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur við áður samþykkta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, breytt landnotkun og niðurfelling reiðleiðar í landi Kirkjubóls og Innra Hólms, sem samþykkt var þann 6. október 2010 til auglýsingar.
Ein athugasemd barst vegna niðurfellingar göngu- og reiðleiðar og ábendingar um rétt nöfn lands. Sú athugasemd barst frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, Kúludalsá. Gerðar voru breytingar á framlagðri tillögu í samræmi við athugasemd og ábendingu Ragnheiðar.
Svar Skipulags- og byggingarnefnd við bréfi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, Kúludalsá, er eftirfarandi:
Hvalfjarðarsveit hefur móttekið bréf frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dags. þann 22. febrúar 2011, með athugasemdum er varðar fyrirhugaða niðurfellingu frístundabyggðar og göngu- og reiðleiðar sunnan Akrafjalls.
Ábendingar um rétt nöfn jarða hafa verið teknar til greina.
Þar sem ekki náðist samkomulag við landeigendur um tiltekna göngu- og reiðleið og að ekki er þörf á að hafa tvær samsíða leiðir var ákveðið að fella umrædda göngu- og reiðleið niður.
Rétt er að benda á að aðalskipulag er skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um m.a. fyrirhugaða landnotkun og samgöngukerfi á minnst 12 ára tímabili. Umrædd neðri leið er
fyrirhuguð reiðleið í aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Gera má því ráð fyrir að reiðleiðin verði komin til framkvæmda í lok skipulagstímabilsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sem felur í sér að tveim frístundabyggðasvæðum í Kúludalsárlandi 2 og 4 samtals 28,3 ha verði breytt í landbúnaðarsvæði og að göngu- og reiðleið í landi Kirkjubóls og Innra-Hólms verði felld niður og reiðleið færð til í landi Kúludalsár, samkvæmt samkomulagi við landeiganda Kúludalsár, verði auglýst sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.


4. 1011075 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Erindi Ulla R. Pedersen fh. landeigenda Brekku varðandi breytingu á deiliskipulagi Brekku sem auglýst var samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 Engar athugsemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting verði samþykkt og birt.


5. 1101013 - Digrilækur 1, breytt deiliskipulag


Erindi Ólafs Jónssonar varðandi minniháttar breytingu á deiliskipulagi Digralækjar 1, vegna lagningar gufusöfnunarlagnar, sbr. meðfylgjandi uppdráttur Þorleifs Eggertssonar arkitekts. Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og birt.


6. 1102019 - Vestri Leirárgarðar, breytt deiliskipulag


Erindi Marteins Njálssonar varðandi minniháttar breytingu á deiliskipulagi Vestri Leirárgarða, vegna hámarksstærð reiðhallar, sbr. meðfylgjandi uppdráttur Jóns Stefáns Einarssonar arkitekts.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að þar sem hér er um óverulega breytingu að ræða að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og birt sbr. 3. tl. 43. gr. laga nr. 123/2010
Önnur mál


7. 1102020 - Reiðvegamál


Erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur varðandi reiðleiðina á milli Kúludalsár og Kirkjubóls
Umræður við Ragnheiði Þorgrímsdóttur um reiðvegamál í landi Kúludalsár og aðliggjandi jarða. Ragnheiður lagði fram greinagerð. Jafnframt var ákveðið að hliðra reiðleið í landi Kúludalsár.


8. 1102021 - Umhverfismál, díoxínmengun


Erindi Ragnars Guðmundssonar forstjóra Norðuráls til upplýsingar um díoxín og díoxínmyndun.
Ennfremur lögð fram drög af sýnatökuáætlun Umhverfisstofnunar vegna vöktunar á díoxínum í jarðvegi og sjávarseti Lagt fram.


9. 1103022 - Umhverfismál- mengunarþolmörk


Nefndin ræddi mengunarþolmörk á Grundatangasvæði.
Það er mat skipulags og byggingarnefndar að full ástæða sé til að farið verði í það að endurmeta samlegðaráhrif mengunar frá núverandi iðnaði ásamt fyrirhugaðri stækkun við Grundartanga, því beinir hún því til sveitarstjórnar að gerð verði krafa um að landeigandi, Faxaflóahafnir, láti meta þolmörk svæðisins m.t.t mengunarálags .

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar